Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Síða 16

Skessuhorn - 31.10.2006, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 „.MMlMhLI ' Ajram veginn ... í vagninum ek ég Á menntaskólaárum mínum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hjá frændfólki mínu í Reykjavík. Þurfti ekki að verða sjálfsmíns herra eða búa hjá vandalausum óharnaður unglingurinn. Þetta ffændfólk mitt bjó í fjölbýlishúsi í Austurbæ höf- uðborgarinnar í sambýli við fólk úr ýmsum áttum með ólíkan bak- grunn. Einn af nágrönnum mínum í þessari blokk var Stefán Islandí. Hann var þá nokkuð hniginn á efri ár og „gleymdur aðdáendum sín- um“ eins og það heitir í hverfulum heimi frægðarinnar. A síðkveldum um helgar stóð þessi söngsnillingur í forstofunni og beið eftir leigubíl, klæddur ullarffakka og með hatt. Yfir honum reisn og glæsileiki. A sunnudögum hljómuðu gjarnan sönglög með Stefáni af grammó- fóni af hæðinni þar sem hann bjó. Tilefhi þess að ég rifja upp þetta minningarbrot frá menntaskólaár- unum er bygging nýs menntaskóla í Borgarnesi. Stofnun skólans held ég að verði minnst sem mikilvægs áfanga í sögu þessa samfélags hér í Borgarfirði - það heitir sennilega þjónustusvæði skólans á stofnana- máli. Þróun byggðakjama Hverju samfélagi er nauðsyn að efla innviði sína. Partur af þessum innviðum eru atvinnuvegirnir, fólk þarf að hafa í sig og á með einhverj- um hætti. Aðgangur að afþreyingu, menntun og margskonar þjónustu er í meginatriðum drifkraftur þeirr- ar byggðaþróunar sem orðið hefur í heiminum á 20. öld. Fólk flytur úr dreifbýli í þéttbýli þar sem þjónust- an er fjölbreyttari og meiri. Sjúkir kjósa að búa í nálægð sjúkrahúsa, aldraðir fara á hjúkrunarheimili og gleðimenn kjósa sér samastað nærri vel búnum öldurhúsum. Stórir þéttbýlisstaðir hafa vinninginn um- ffam þá litlu á hverjum tíma og draga því sífellt fleira fólk til sín og stækka meira og meira. Það er því mikilvægt að reyna að gera sér grein fýrir því hvaða innviðir það eru sem hæfa hverju byggðarlagi til þess að það geti „þróast.“ Menn geta svo endalaust velt því fyrir sér hvort hægt sé að móta framtíðina - getum við árið 2006 ákveðið að Borgarnes, Hvanneyri eða Bifröst svo dæmi séu tekin, eigi eftir að verða með einhverju tilteknu móti eftir 20 ár? Mér er það nokkuð til efs en held þó að nokkur grundvall- ar atriði hljóti að þurfa að vera mönnum leiðarljós í uppbyggingu byggðarlaga. Menntun Menntun er afar stór hluti af innviðum hvers samfélags. Börn og í sívaxandi mæli almenningur sækir nám af ýmsum toga. Skólastofnanir eru því afar mikilvægar fýrir hvert byggðarlag. Fábrotið eða „lélegt“ skólakerfi takmarkar þann hóp sem sýnir því áhuga að búa í tilteknu samfélagi og getur orðið til þess að fólk flyst burt í leit að betri skólum eða meira framboði á menntun svo sem framhaldsmenntun. Það er því afar líklegt að nýr framhaldsskóli í Borgarnesi leiði til fjölgunar íbúa í Borgarbyggð á næstu árum og ára- tugum, fleiri sjá sér kleyft að búa í byggðarlaginu en áður var. I ljósi þessa er mikilvægt að vel sé búið að skólum í héraðinu. Vissu- lega eru ekki allir í skólum og sum- ir hafa lítið af þeim að segja, eiga í versta falli slæmar minningar frá stuttri skólagöngu. En mikilvægi skóla í nútímasamfélagi er óumdeilt og þvf eftirsóknarvert að starfsfólk skólanna og aðrir íbúar samfélags- ins séu sammála um hvað góður skóli eigi að leggja samfélaginu til og hvað samfélagið eigi að leggja til skólanna. Veitur Veitur eru annar þáttur í innvið- um samfélagsins sem mikilvægt er að séu þannig úr garði gerður að þjóni kröfum tímans. Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið að sér að byggja upp og viðhalda stórum hluta veitukerfisins í Borgarbyggð en Rarik fer enn með stærsta hluta raforkukerfisins í Borgarfírði. A næstu árum verður ráðist í miklar framkvæmdir við fráveitu í Borgar- nesi, á Bifröst og Hvanneyri og í þessum mánuði verður ný vatns- veita í Borgarfirði tekin í notkun. Jafnframt er unnið að endurbótum á hitaveitulögninni. Það er því óhætt að segja að þeir innviðir er lúta að veitum séu í mjög góðu horfi. Nokkuð mætti þó bæta úr innra skipulagi Rarik sem virðist gjalda fyrir afskipti stjórnmálamanna af uppbyggingu þess! Það getur ekki talist eðlilegur framgangsmáti að stýra framkvæmdum um langan veg í gegnum þunglamalegt kerfi beiðna og uppáskrifta. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnar fyr- irtækisins að gera verulega bragar- bót á þjónustu fyrirtækisins í Borg- arfirði og nærsveitum. Samgöngumannvirki Vegakerfið og gagnaveiturnar eru loks sá þáttur nútímasamfélags sem hvað mestar kröfur eru gerðar tdl. Erfitt og kostnaðarsamt getur verið að uppfýlla ýtrustu kröfur um sífellt viðameiri mannvirki á þessu sviði og því ljóst að forgangsraða þarf þegar unnið er fyrir takmarkað fé. En það er jafh ljóst að hverju sam- félagi ætti að vera kappsmál að veg- irnir, malbikið og ljósleiðararnir þjóni sem best raunsæjum kröfum sem til þeirra eru gerðar. I Borgar- byggð er án efa algjört forgangsat- riði að færa þjóðveg 1 framhjá byggðinni þannig að sú mikla um- ferð stórra bíla sem nú fer um veg- inn aki ekki gegnum þéttbýlið í er- indisleysu. Leggja þarf tafarlaust í hönnun veg- ar sem í senn þjónar hlut- verki sínu sem sam- göngumann- virki en veld- ur um leið sem minnstri röskun á umhverfinu sem vegurinn verður lagður um. Finna þarf veg- inum stað og gera hann þannig úr garði að hann verði ekki lýti í land- inu og valdi ekki óbærilegum um- ferðarhljóðum í byggðinni kring um vegarstæðið. Lengi hafa menn velt vöngum yfir því hvort vegurinn muni fara og þá hvert en eftir þær vangaveltur ætti mönnum að vera orðið ljóst að hann fer ekki af sjálfs- dáðum. Brýnt er því að hefja undir- búning þessarar framkvæmdar hið fyrsta með framtíðarhagsmuni byggðarinnar í huga ekki síður en vegfarenda. Ég er ekki í vafa um að Borgar- fjörðurinn er vaxtarsvæði í nútíð og ffamtíð. Engu að síður er þörf á mikilli vakningu meðal þingmanna og embættismanna sem þurfa að gera sér ljósa grein fyrir því að rík- isstjórn landsins þarf að koma veru- lega að uppbyggingu á slíkum svæðum. Bygging framhaldsskóla er stórt skref í þá átt og ber að fagna. Mikilvægt er að halda áffam þá braut sem þar var farið inná! Finnbogi Rögnvaldsson 1/fonfihe>>uúð Presturinn sagði „Hold er hey“ - og hryssan tók hann á orðinu! Um fátt er nú meira rætt en nýhafn- ar hvalveiðar Islend- inga og sýnist sitt hverjum eins og oftar enda væru lítil um- ræðuefnin ef allir væru sammála. Sumir telja að það sé glæpur að veiða hvali því þeir séu svo greindar skepnur. Ekki skal ég draga úr því en hins vegar tel ég að margar fleiri skepnur séu ekki síður gáfaðar en hvalirnir. Auk þess er líf alltaf líf og því ber að sýna fulla virðingu, óháð greindarvísitölu einstaklingsins. Aðrir virðast hugsa eitthvað líkt og maðurinn sem gat ekki hugsað sér að skjóta þessar blessuðu saklausu hvítu rjúpur. Miklu betra að kaupa þær bara úti í búð. Þær rjúpur höfðu ekki verið skotnar af neinum, bara spruttu upp úr kjötborðinu og sumir virð- ast halda að það gildi um fleiri kjöttegund- ir! I Stjórnarrímu 1987 eftir Jóhannes Benjamínsson segir svo um Halldór As- grímsson sem þá var sjávarútvegsráðherra og átti öðru hvoru í nokkrum orðaskiptum við framámenn hvalverndunarsinna: Margur kítir kapteinninn, kvóti lítill er um sinn, Halldór grýtir harðsnúinn hvalaskít í Grcenfriðinn. Ekki ætla ég að blanda mér í umræður um stofnstærð hvala eða markaðsmögu- leika á hvalkjöti. Hlutirnir eru alltaf þess virði sem einhver er tilbúinn að borga fyrir þá. Hitt skildi enginn ætla að 50 tonna hvalur verði til án þess að hann taki til sín einhverja næringu, hvort sem hann lifir á fiski beint eða sömu fæðu og fiskurinn. I frægri rímu effir ennþá frægari mann segir svo um athafnir menntaskólanema nokkurs á Akureyri fyrir margt löngu: Ástir falaði utan hvíld, ekki í tali gljúpur. Eins og hvalur eltir síid eða valur rjúpur. Oll er náttúran eilíf hringrás og lifir einn á öðrum eins og víða má dæmin sjá, en um þessa hringrás kvað Halla Eyjólfsdóttir: Áburður sem úti fraus aftur berst að munni. Efnabreyting endalaus er í náttúrunni. Menn hafa deilt um það hvort dýrin hafi sál og þá væntanlega einnig hvað langt niður eft- ir þróunarstiga líkamsskapnaðarins sá hæfi- leiki nær. Ef hestar, sauðkindur og hvalir hafa sál, hvað er þá með fiska, marglyttur og skor- dýr? Allavega virðist Sigfus Jónsson ekki hafa verið í vafa um sitt yrkisefhi þegar hann kvað að aflokmni hrossaslátrun: Brúnka hefur fundið frið í faðmi þínum Drottinn. Sálin hófst á hærra svið en holdið fór í pottinn. Fyrir rúmum hundrað árum þegar hrossa- kjötsát þótti mörgum ganga glæpi næst varð bóndi nokkur fýrir því óhappi að missa uppá- haldshryssu en brá á það ráð að skera hrossa- kjötið í bita og mala í taðkvörn saman við annan áburð og fá þannig milliliði í hrossa- kjötsátinu. I efrirmælum um hrysstma segir Jón Eyjólfsson: Var hún látin vélar í, virkaði dável þetta, upp af hennar holdi því hreinar jurtir spretta. Velmegunin vex afþví vér á alla skorum, svona að breyta áburð í alidýrum vorum. Einhvemtíman var mér sagt að eftirfarandi grafskrift hefði verið ort eftir prest nokkurn sem hryssa beit til bana en hvað satt er í því veit ég ekki: Valt er löngum lífsins fley og lekt í fjöruborðinu. Presturinn sagði „Hold er hey". - Og hryssan tók hann á orðinu. Það er alkunna að grænir blettir koma þar sem skepnur misfarast úti í náttúrunni, það er að segja ef hrafnar og refir naga ekki allt hold af beinum áður en það nær að rotna og ganga í samband við jarðveginn. Unglingsdrengur norðan úr Miðfirði villtist í þoku á grasafjalli fyrir eitthvað á annað hundrað árum síðan og fannst lík hans mörgum áram síðar í svoköll- uðum Dofmsfjöllum á affétti Hvítsíðinga. Um þennan atburð orti Guðmundur Böðv- arsson kvæðið Dofinsfjöll og birtist hér fyrsta og síðasta erindið: Norður í Dofinsfjöllum er fátækleg finnungi vaxin brekka á móti sól. Norðlenskur drengur, villtur um langan veg, valdi sér þar undir barðinu síðasta skjól. Hringinn í kring er urðin með stein við stein, stökkar gróa þar skófir en hvergi blað. Hér fundust löngu seinna hans blásnu bein.- -Brekkan er svolítið grænust á einum stað. Ekki fer miklum sögum af tamningu hvala til nytjastarfa þó tegundin hafi nokkuð látið að sér kveða í skemmtanaiðnaðinum. Isleifur Gíslason orti rímu af Gismondí sæfara og mun hafa haft ákveðna fyrirmynd að ljóði sínu. Sá er ort var um þótti hafa gnægð sjálfs- trausts en samstarfshæfileika takmarkaða og kom lítt skapi við samferðamenn sína á h'fs- brautinni. Hafði þó að eigin áliti betra vit á flestum hlutum en aðrir menn og virðist hafa verið furðu fjölhæfur eftir rímunni að dæma: Hann var alinn upp við sjó innanum hvali og torpedó, enda talinn aflakló. Unni Stalín meira en nóg. Bæði frat og formælti, fattur sat og skipaði. Við neglugatið nostraði, navigatsjón kennandi. Eins og valur víða fló, var þá talað mest um slóg. Til að hala tros úr sjó tamdi'hann hval sem bátinn dró. Refum eyddi á Alaska, eða sneyddi kynþroska. Seli deyddi á Sokotra, svartfugl veiddi á Grænhöfða. A fœrum skók við Feneyjar, föngih jók við Sansibar- leiðst ei mók né leti þar-, línu tók hjá Gíbraltar. Aðan vitnaði ég í eftirmæli um hryssu nokkra eftir Jón Eyjólfsson en faðir hans, Eyjólfur Jóhannesson var ekki síður hag- orður. Vinnukona hjá einum ágætisbónda átti afburðareiðhryssu og þóttist góð af svo sem eðlilegt var. Nú bar svo til að húsmóð- ir hennar andaðist og tók hún þá við lög- giltri húsmóðurstöðu svo fljótt sem vel- sæmandi þótti, eftir að hafa mátað hjóna- rúmið nokkrum sinnum til öryggis. Maður hennar var ákafamaður um flesta hluti og vildi láta hlutina ganga enda fór orð af reið- lagi hans eftir að hann komst á hryssuna nýfengnu. Nú fór þó svo að hryssan varð skammlíf og var reiðlagi bónda kennt um, að minnsta kosti að nokkru leyti. Um þessa hryssu orti Eyjólfur eftirmæli í orðastað eigandans og eftir að hafa talið upp alla hennar kosti sem voru ekki fáir bætir hann svo við: Nú er sögu nýtt upphaf niftin mælti þráða, Mig ég einum manni gaf og merina til umráða. Það var honum mest til meins, má þó telja fleira, báðar okkur beitir fleins brúkaði hófi meira. Hvar um dalinn geystur gár grimm við reiðarköfin, var sem hvalur bruni blár beina leið um höfin. Engum þykir umtalsmál, öllum skilist getur, hraustbyggð ég af holdi og sál hryssu dugði betur. Með þ ökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 og 849 2115

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.