Skessuhorn - 31.10.2006, Page 19
atttssunui.
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006
19
Vonast er til að titringsvandamál í Sementsverksmiðjunni hverfi
Þess er vænst að titringur frá
kvörnum Sementsverksmiðjunnar á
Akranesi valdi ekki ónæði hjá ná-
grönnum verksmiðjunnar að af-
loknum viðgerðum síðla nóvem-
bermánaðar. Þetta kom fram á
fundi sem Gunnar H. Sigurðsson
framkvæmdastjóri verksmiðjunnar
átti með Gísla S. Einarssyni bæjar-
stjóra á Akranesi. Fundurinn var
haldinn í kjölfar kvartana frá íbúum
í nágrenni verksmiðjunnar. I bréfi
íbúa, og sagt var ffá í síðasta tölu-
blaði, var nefndur sá möguleiki að
verksmiðjan yrði færð af núverandi
stað til Grundartanga.
I máli Gunnars kom fram að
seinni hluta árs 2004 hafi komið
upp titringsvandamál í drifi sem-
entskvarnar II í verksmiðjunni.
Titringurinn ágerðist mjög hratt og
var brugðist við með þeim hætti að
pantað var nýtt drifhjól. Mikill titr-
ingur barst frá drifinu meðan beðið
var eftir varahlutnum en nýtt hjól
var sett við í febrúar 2005. Með
nýju hjóli minnkaði titringurinn
mikið en jókst síðan aftur síðastlið-
inn vetur. Haft var samband við
ffamleiðanda drifsins en ekki fannst
ástæða fýrir vandamálinu. Síðastlið-
ið vor komst á samband milli Sem-
entsverksmiðjunnar og sérhæfðs
fýrirtækis í Þýskalandi. Þetta fýrir-
tæki er sérhæft í þungum drifum og
sérffæðingur frá þeim framkvæmdi
vandasama viðgerð á drifi kvarnar-
innar í mars 2006 sem varð til þess
að titringur frá kvörninni minnkaði
stórum.
Sams konar viðgerð bíður sem-
entskvarnar I í verksmiðjunni. Sú
kvöm er eingöngu notuð þegar
mikil sementssala er, eins og raunin
•-ÍT' J
hefur verið að undanförnu. Hefur
titringur frá henni því borist út í
umhverfið. Sérfræðingur þýska fýr-
irtækisins er væntanlegur til lands-
ins 20. nóvember og eftir viðgerð
hans er gert ráð fýrir að titringur
ffá verksmiðjunni verði viðunandi
og valdi að sögn Gunnars ekki
ónæði hjá nágrönnum hennar.
Efinisknastar
valda hvellum
íbúar kvörtuðu einnig undan
hvellum ffá verksmiðjunni. Loft er
notað til þess að losa um efniskn-
asta sem setjast inn á ofn verksmiðj-
unnar. Gunnar segir efnisknasta
þessa geta orðið það mikla að afköst
verksmiðjunnar minnka og jafnvel
stöðvast ffamleiðsla alveg ef ekkert
er að gert. Hann segir því miður
ekki þekktar aðrar aðferðir sem
duga til hreinsunar efnisknasta. Til
þess að minnka ónæði af þessum
völdum hafa stjórnendur verk-
Opið bréftil þingmanna
Norðvesturkjördœmis
Við undirritaðir viljum með bréfi
þessu vekja athygli á stöðu verk-
námsdeilda framhaldsskólanna í
frumvarpi til fjárlaga 2007.
Allt iðnnám
til Reykjavíkur?
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
fýrir árið 2007 verður dregið úr
fjárframlögum til verknáms í fram-
haldsskólum. Þetta er gert með því
að gera ráð fýrir fleiri nemendum í
hópum í iðnnámi og öðrum starfs-
brautum. Þetta er gert í gegnum
svokallað reiknilíkan menntamála-
ráðuneytisins og er raunar ekki í
fýrsta skipti sem skólar verða fýrir
barðinu á því. Frá því það var tekið
upp hefur það oft verið notað til að
skerða fjárframlög til framhalds-
skólanna.
I nýjum viðmiðunarreglum ffá
menntamálaráðuneytinu er breytt
fjöldaviðmiðum í áföngum í starfs-
námi. Þar er miðað við að í fagbók-
legum áföngum sé lágmark 18
nemendur á sama tíma og hámarks
viðmið í verklegum áfangum er 12
nemendur. Lágmarksviðmið í fag-
bóklegum áföngum er sett vegna
hagkvæmnissjónarmiða en há-
marksviðmiðið í verklegum áföng-
um er sett af öryggisástæðum. Á
sama tíma og þetta er gert er einnig
aukin krafa um heildarnýtingu
kennslustunda innan skólanna, og
verður hún núna 80%. Má af þessu
sjá að svigrúm skóla til að halda úti
iðn- og/eða starfsnámi minnkar
mjög, þar sem fullur hópur dugar
ekki til að ná ofangreindu nýtingar-
hlutfalli.
Iðnnám er í eðli sínu dýrt nám.
Nemendur eru vegna öryggissjón-
armiða fáir og aðstaða og búnaður
dýr. Þegar við bætist að viðmið er
sett óhóflega hátt og aðsókn
minnkar er viðbúið að illa fari. Það
er augljóst að framhaldsskólar
Norðvesturkjördæmis verða að
skera niður í iðngreinum og jafhvel
fella út. Nú þegar á iðnnám undir
högg að sækja í þessum skólum.
A sama tíma og eftirspurn eftir
iðnmenntuðu fólki hefur aukist, er
kreppt að skólunum með þessum
aðgerðum. Langar okkur undirrit-
aða að spyrja ykkur þingmenn
þessa kjördæmis hvernig geti staðið
á þessari vitleysu? Ekki hefur vant-
að stóru orðin í hátíðarræðunum
um að auka veg starfsnáms. Er það
virkilega raunin að þingmenn okk-
ar, hvar í flokki sem þeir standa,
ætli að horfa á aðgerðarlausir? Þá
er hætta á að iðnnám verði flutt frá
landsbyggðinni til Reykjavíkur, þar
sem stærðarinnar vegna er hægt að
halda þessi viðmið. Ef svo er, þá er
það döpur niðurstaða, þar sem sí-
fellt er talað um að gera verknámi
hærra undir höfði.
Við skorum á ykkur að koma í
veg fýrir að starfsnám verði lagt af í
kjördæminu.
Verknámskennarar við:
Fjölbrautaskóla Vesturlands
Akranesi
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Menntaskólanum á Isafirði
Samrit sent þingmönnum
smiðjunnar lagt áherslu á að ekki sé
skotið í ofh seinni part kvölds og að
næturlagi. Hefur þessari vinnureglu
verið fýlgt að sögn Gunnars en
hann segir einstaka sinnum hafa
komið upp þær aðstæður í ofninum
að nauðsynlegt hafi verið að
minnka knast að næturlagi. Hins
vegar hafi verið ítrekað við starfs-
menn verksmiðjunnar að betra sé
að hreinsa knasta úr ofhi seinni
hluta dags í von
um að minnka
notkun byssunnar
á kvöldin og á
nóttunni eins og
kostur er.
Þá er nú einnig
leitað leiða til þess
að draga úr sjón-
mengun ffá verk-
smiðjunni og hafa
einkum voru
ræddir möguleik-
ar á að reisa hljóð-
manir með falleg-
um gróðri norð-
anvert við ofhhús-
ið. Mun verk-
ffæðistofan Línu-
hönnun framkvæma mælingar og í
framhaldi af því gera tillögu að
lausnum, séu þær fýrir hendi.
Grænt bókhald
Starfsleyfi Sementsverksmiðj-
unnar frá Umhverfisstofhun gildir
til 1. ágúst 2008. Gunnar segir að í
starfsleyfinu séu gerðar kröfur til
verksmiðjunnar varðandi umhverf-
ismál. Verksmiðjunni er meðal ann-
ars gert að halda grænt bókhald
sem í raun heldur utan um að verk-
smiðjan uppfýlli þær kröfur sem
gerðar eru í starfsleyfinu. Hann
segir verksmiðjunni hafa gengið vel
að uppfýlla kröfurnar og raunar
fengið hól frá Umhverfisstofnun
fýrir gott umhverfisstjórnunarkerfi.
Gunnar segir eigendur og stjórn-
endur verksmiðjunnar hafa lagt
mikla áherslu í gegnum tíðina á að
eiga gott samstarf við bæjaryfirvöld
á Akranesi og nágranna verksmiðj-
unnar. Sementsverksmiðjunni hafi
á sínum tíma verið valinn staður að
ósk heimamanna og hefur hún ver-
ið starff ækt á Akranesi allt frá árinu
1958 og samvinnan við Akurnes-
inga hafi verið með eindæmum góð
þrátt fýrir viðkvæma staðsetningu
verksmiðjunnar. Raunar hafi íbúar
sýnt starfseminni skilning og lang-
lundargeð sérstaklega veturinn
2004-2005 þegar beðið var eftir
nýju drifhjóli. Hann segir stjórn-
endur og starfsmenn verksmiðj-
unnar vilja áffam vinna í sátt við
umhverfi sitt og taka við öllum
ábendingum um það sem betur má
fara. HJ
„Höldum áfram á réttri braut... “
...Eins og Atli Harðarsson
heimsspekingur sagði í grein sinni í
Morgunblaðinu fýrir einhverju síð-
an. Senn líður að alþingiskosning-
um og er framboðskapphlaupið nú
þegar hafið og mætir menn keppast
um að lofa sinn mann í þaula. Þó er
það núna eins og offast að ffam-
boðið er meira en eftirspurnin og
einhverjir munu sitja eftir með sárt
ennið. Sjálfsstæðisflokkurinn hefur
engu að síður brugðið á það ráð að
reyna að finna jafnvægismagnið
með því að stilla upp sínu liði þetta
skiptið, þó er ég ekki þeirri hug-
myndafræði sammála en ég ætla
ekki að fjalla um það hér.
Þrjú sæti vann Sjálfsstæðisflokk-
urinn seinast og voru Sturla, Einar
K og Einar O vel að sætum sínum
komnir. Nú fjórum árum seinna
eru hægri menn í mikilli sókn, og
nefni ég sem dæmi Reykjavík og
Akranes byggðafélög sem eru aftur
komin í hendur Sjálfstæðismanna.
Þ.a.l. liggur það beint við að Sjálfs-
stæðisflokkurinn geri kröfu um
fjórða sætið í NV-kjördæmi.
Borgar Þór Einarsson formaður
SUS sækist eftir þessu sæti og tel ég
hann vera hárréttan kandídat í það
starf að sitja í baráttusæti. Einnig sé
ég hann sem forsvarsmann fýrir
Akranesbæ því Akranesi vantar tals-
mann í ríkisstjórn.
Annar ungur aðili hefur einnig
varpað því fram að hann sækist eft-
ir sæti ofarlega á lista, en það er
Bergþór Olason, aðstoðarmaður
samgönguráðherra. Samgönguráð-
herra hefur eftir því sem ég best
veit vart stigið feilspor á yfirstand-
andi kjörtímabili og er hann mjög
heppinn með aðstoðarmann. Berg-
þór sækist eftir 3.-4. sæti og verður
líklegast þröngt um manninn efst á
Þátttaka í þjóðfélaginu
Rétt fýrir aldamót sátum ég og
félagi minn saman í miðborg
Reykjavíkur og fórum inn á verald-
arvefinn eða netið eins og tamt er
orðið að kalla það. Þar smelltum
við á ljósmynd og biðum í tvær til
þrjár mínútur eftir að hún birtist á
skjánum. Þetta þótti ágætis
nettenging í þá daga. Síðan sátum
við og spjölluðum um hvað netið
gæti orðið mikilvæg upplýsinga-
veita bara ef það tæki ekki svona
langan tíma að skoða og vaffa á
milli síðna. Þegar ég var að tala við
foreldra mína um netið á þessum
árum hristu þau hausinn og sögðu
að þetta væri eitthvað sem þau
kæmu aldrei til með að skilja, hvað
þá að nota. I þá daga leit ég á netið
sem lúxusvöru, sem sveitastrákur
eins og ég kæmi nú ekki til með að
nota mikið í ffamtíðinni.
Nú er öldin önnur, í orðsins
fýllsm merkingu. Ef ég kemst ekki
inn á þráðlausa háhraðatengingu
„med de samme“ þá líður mér
hreinlega eins og mér hafi verið
kippt úr sambandi við umheiminn.
Daglega ferðast ég um kjördæmið
fram og til baka á netinu og fýlgist
með hvað er að gerast á hverjum
stað. Stór hluti framboðsbaráttunn-
ar fer fram í gegnum tölvupóst og
netið. A heimasíðunni minni
www.valdimar.is gemr fólk heim-
sótt mig.
Sjónvarpið og útvarpið hefur lát-
ið í minni pokann fýrir netinu en
bæði fréttir og þætti er hægt að
nálgast á netinu og hlusta á það
þegar betri tími gefst til. Eg horfi á
fréttirnar þegar mér hentar, skoða
veðurspá áður en ég held af stað,
spjalla við þann sem situr við hlið-
ina á mér á MSN til að trafla ekki
samræður annarra við borðið, hef
samskipti við fólk í mörgum heims-
álfum á sama tíma og margt fleira.
Foreldrum mínum sem ekki leist á
tæknina á sínum tíma taka rúntinn
á fréttamiðlunum og senda tölvu-
pósta. Mamma er meira að segja
farin að spá í að spila Sudoku á net-
inu. Sonurinn á heimasíðu og
bloggar ásamt því að eiga þess kost
að fara á netið og æfa sig fýrir sam-
ræmd próf. Allar efasemdir um að
netið sé einhver lúxusvara eru
horfnar. Núna tel ég að kostur á há-
hraðatengingu séu sjálfsögð mann-
réttindi.
Umræður núna í prófkjörsbarátt-
lista þar sem
allir sitjandi
þingmenn
hafa gefið
kost á sér í
endurkjör.
Af þeim tel ég Sturlu Böðvarsson
samgönguráðherra og Einar K.
Guðfinnson sjávarútvegsráðherra
nánast sjálfkjörna í fýrstu tvö sætin.
Nú hef ég ekkert um það að segja
hvernig lista verðtu raðað þar sem
honum verður stdllt upp en myndi
ég telja það göfugmannlegt af Ein-
ari Oddi að víkja fýrir Bergþóri svo
að Sjálfsstæðisflokkurinn geti stillt
upp fjórum kanónum, tveimur ung-
um og tveimur „eldri.“
Höldum áfram á réttri braut.
Þorgeir Ragnarsson,
nemi við Háskóla Islands.
um hafa
mikið beinst
að aðgengi
fólks og fýr-
irtækja að
nettenging-
um. Þetta er
þörf um-
ræða, hér
þarf að standa saman til þess að
koma þessum málum í lag. Mikil-
vægi netsins er gríðarlegt, ekki bara
til að forvitnast um fréttir heldur er
þetta menntatæki, atvinnutæki, ör-
yggistæki og svo frv. Ef lappirnar
verða dregnar á landsbyggðinni
hvað háhraða nettengingar varðar
munum við missa af mörgum stór-
kostlegum tækifæram. Hver dagur
skiptir máli í að koma þessum mál-
um á hreint.
Eins og áður sagði þá tel ég kost
á háhraðanettengingu vera sjálf-
sögð mannréttindi. Hraða verður
útboðsmálum og vinnu í sambandi
við uppsemingu eins og kosmr er.
Netleysi takmarkar veralega tæki-
færi fólks til þátttöku í þjóðfélag-
Vdldimar Sigurjónsson
Höfundur býður sigfram í
3. sceti á lista Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi.