Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006
• • •
Spuming
vikunnar
Ertu með
eða á móti
hvalveiðum?
(spurt t Stykkishólmi)
Daiva Butkuviene frá Lit-
háen, afgreiðsluk. í bakaríi.
Eg er á móti og tel að ávinningur
Islendinga sé ekki mikill og þetta
eigi eftir að koma niður á ferða-
þjónustu landsins.
Aslaug Kristjánsdóttir,
skrifstofukona.
Eg er með hvalveiðum, get ekki
séð neitt athugavert við að
slátra nokkrum hvölum meðan
sumir úti í heimi víla ekkifyrir
sér að slátrafólki.
Nadihe Walterfrá Þýska-
landi, innkaupastjóri.
Eg er á móti þeim.
Bjöm Ásgeir Sumarliðason,
nemi.
Með hvalveiðum, eigum að nýta
auðlindir okkar.
Amþór Pálsson, nemi
Með hvalveiðum.
Eiríkur Smith opnar sýningu í Kirkjuhvoli
I tilefni Vökudaga á Akranesi hefst
þann 3. nóvember nk. sýning á verkum
hins þekkta hafnfirska listamanns Eiríks
Smith í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra-
nesi. Þar sýnir Eiríkur yfir 30 verk, bæði
olíu- og vatnslitamyndir.
Listamanninn Eirík Smith þekkja
margir en hann hefur verið afkastamik-
ill og eftdrsóttur málari um áratuga-
skeið. Hann nam við Myndlista- og
handíðaskóla fslands frá 1946-1948,
Rostrup Boyesen- einkaskóla í Kaup-
mannahöfh 1948-1950 og Academi de
la Grande Chaumier París Frakklandi
árið 1951. Fyrsta einkasýning hans var í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði árið
1948 en síðan hefur hann haldið um 30
einkasýningar og tekið þátt í mörgum
samsýningum hér heima og erlendis.
Sýningin stendur til 19. nóvember.
Listasetrið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 15-18, en með þeirri
tmdantekningu að lokað verður sunnu-
daginn 5. nóvember. MM Eiríkur í vinnustofu sinni í Hafnarfirði. Ljósm. JLJ
Tónlistin er mín gjöf
Ylfa Flosadóttir er ungur Akur-
nesingur sem vakið hefur verð-
skuldaða athygli fyrir frábæra
frammistöðu á tónlistarsviðinu.
Nýverið hlaut hún, með hljómsveit
sinni Ypsilon, fyrstu verðlaun í
hæfileikakeppni Fjölbrautaskóla
Vestulands. Einnig spilar hún og
syngur með Þjóðlagasveit Tónlist-
arskólans á Akranesi og hefur auk
þess margoft vakið athygli fýrir
söng sinn m.a. á vettvangi tónlistar-
starfs í grunnskólanum sem hún var
í.
Ylfa kom í heimsókn á skrifstofu
Skessuhorns fyrir skömmu og var
að sjálfsögðu gripin í stutt viðtal.
Þj óðlagasveitín
og fiðlan
„Ég er fædd 1987 og hef verið
lengi í tónlist. Ég er búin að læra á
fiðlu í tíu til ellefu ár en hef ekki
verið dugleg að taka nein stig í tón-
listarnáminu, það kemur kannski til
með að há mér seinna. Ég bara æfi
mig og spila svo, það er ekkert flók-
ið. Ég er búin að vera í Þjóðlaga-
sveitinni síðan í 5. bekk í grunn-
skóla og það er gífurlega gaman.
Við tökum ýmis verk sem við æfum
upp. Núna erum við með verk sem
heitir Húsið-milli tveggja heima.
Við höfum farið með það á nokkra
staði og fengið góðar viðtökur og
erum ekki hætt. I gegnum árin hef-
ur sveitin verið með mörg verkefiii
og haft nóg að gera. Við erum beð-
in um að koma frarn á árshátíðum,
skemmtunum og þess háttar. Ég er
að syngja einsöng með sveitinni í
fyrsta sinn og það er frábært. Og
viðtökurnar hafa ekki skemmt fyr-
ir,“ segir Ylfa aðspurð um tónlistar-
starf sitt.
Poppið er
líka spennandi
„Ypsilon er hljómsveit sem ég
spila líka í,“ segir Ylfa. „Við höfum
Ylfa Flosadóttir.
verið í pásu og erum reyndar dálít-
ið oft í pásu en komum saman fyrir
keppnir og þess háttar til að gera
eitthvað. Og núna vorum við svo
heppinn að vinna hæfileikakeppn-
ina í FVA. Við erum öll mjög góðir
vinir og flest sjálfmenntuð í tónlist-
inni nema gítarleikarinn, sem er
byrjaður í tónlistarskóla. Það er
bara gaman að gera fleiri en einn
hlut, Þjóðlagasveitin og Ypsilon eru
mjög ólíkar sveitir svo það reynir
mismunandi á mann.“
Gaman að hitta Andreu
„Tónlistin liggur í blóðinu, sér-
staklega í pabba fjölskyldu,“ heldur
Ylfa áfram. „Mig langar mikið til að
læra söng en hef ekki drifið mig
enn. Ég held að
ég myndi ekki
vilja læra klass-
ískan söng, ffek-
ar bara að læra
að nota röddina
rétt, svo maður
verði ekki hás og
rámur eftir tón-
leika. Reyndar
er ég að fara að
hitta Andreu
Gylfadóttur
núna fljótlega en
hún er að koma
hingað í tengsl-
um við mikla
tónleika sem
verða í Bíóhöll-
inni í næstu
viku. Þar verður
Hátónsbarka-
keppni grunn-
skólanna haldin
og þar mun ég reyndar syngja sem
fyrrverandi Hátónsbarki, ég vann
þá keppni þegar ég var í áttunda
bekk í Grundaskóla. Pabbi er búinn
að skrá mig á eitthvert námskeið hjá
Andreu og mig hlakkar mikið til.
Það er ekki margt sem hún getur
ekki sungið. Það verður gaman að
hitta einhvem sem veit hvað hann
syngur. Ég hef líka verið að spá í að
fara í tónlistarskóla FIH. Þá gæti
reyndar sett strik í reikninginn
hvað ég hef fá stig í tónlistarnám-
Sögufélag Borgaríjarðar kallar
eftir eftu í Borgfirðingabók
Sögufélag Borgarfjarðar hóf að
gefa út ársritið Borgfirðingabók árið
1981 og komu út fjórir árgangar á
árunum 1981-1985, en þá féll útgáf-
an niður. Utgáfa hófst að nýju 2004
og hafa nú komið út þrír árgangar í
röð.
Borgfirðingabók hefur verið mjög
vel tekið, áskrifendum fjölgar jafnt
og þétt og margir hafa lagt bókinni
hð með ýmsum hætti, vísindum,
sögulegum fróðleik, skáldskap,
myndum o. fl. Sögufélaginu virðist
því einsýnt að útgáfu ritsins verið
haldið áffam.
Söguleg efhi hafa verið ríkjandi í
ársritinu, en ritstjóm hefur þó lagt
áherslu á að gefa greinargott yfirlit
um félags- og menningarstarf líð-
andi stunda í Borgarfjarðarhéraði.
Ýmis félög og félagasamtök hafa átt
pistla í bókinni, einnig sveitarfélög
og ennffemur menntastofnanir.
Þessu vill ritstjóm halda áfram og
kallar því nú eftir efni ffá þeim fé-
lögum eða félagasamtökum sem
kynna vilja starfsemi sína í héraðinu.
Borgfirðingabók á að koma út
næst í maí 2007. Efhi sem birtast á í
því hefti verður að vera komið til rit-
stjóra ekki síðar en um miðjan mars
2007. Æskilegt er að það sé í tölvu-
tæku formi. Ritstjóri er Finnur Torfi
Hjörleifeson, Skúlagötu 19a Borgar-
nesi, s. 437 1566 og 820 1566, net-
fang: ffh@mi.is. Formaður Sögufé-
lags Borgarfjarðar er Snorri Þor-
steinsson fyrrverandi ffæðslustjóri,
og situr hann í ritnefnd Borgfirð-
ingabókar ásamt Snjólaugu Guð-
mundsdóttur myndlistarkonu, Brú-
arlandi, og Þóru Magnúsdóttur
þjóðffæðingi og kennara, Klepp-
járnsreykjum.
(Fréttatilkynning)
inu, en kannski leyfa þeir inntöku-
próf og kannski skelli ég mér bara í
tónfræði í tónlistarskólanum hér og
sæki svo um í FIH, þetta er ekki al-
veg affáðið erm.“
Best að spila bara
eftir tóneyranu
,Já sko, það er þetta með ffam-
tíðina," svarar hún þegar spurt er
um næstu skref. „Mig langar að
læra hárgreiðslu, vera eins og
mamma, eða læra grafíska hönnun
og svo er það auðvitað tónlistin. Ég
er bara ekki alveg ákveðin ennþá.
Eins og er, er ég í fjarnámi ffá
Verslunarskóla Islands, vinn í
Harðarbakaríi, æfi með Þjóðlaga-
sveitinni, svo núna spila ég þetta
svolítið efdr eyranu. Mér hefur ver-
ið sagt að ég sé með gott tóneyra og
því er líklega best að spila bara eftir
því,“ sagði þessi frábæra stelpa að
lokum.
BGK
Ypsilon
sigraði tón-
listarkeppi
NEFA
Tónlistarkeppni Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Vesturlands fór
fram föstudaginn 20. október. Að
þessu sinni nefndist keppnin
Námurokk. Hljómsveitin sem
sigraði heitir Ypsilon. Hana skip-
uðu J. Aðalsteinn Arnason á
trommur, Ylfa Flosadóttir söngv-
ari, Sigurður Bachmann gítarleik-
ari og Björn Breiðfjörð bassaleik-
ari. I öðru sæti var hljómsveitin
Syna og í þriðja sæti hljómsveitin
Darwin Blue.
Ylfa Flosadóttir úr hljómsveit-
inni Ypsilon var valin besti söngv-
ari keppninnar; besti trommari
Aðalsteinn Arnason sem trommaði
bæði með Ypsilon og Synu; besti
gítarleikari Sigurður Bachmann úr
hljómsveitinni Ypsilon; besti
bassaleikari Björn Breiðfjörð úr
hljómsveitinni Ypsilon. Viður-
kenningu fyrir bestu sviðsffam-
komu hlaut hljómsveitin Black
Sheep og Hólmsteinn Valdimars-
son sem spilaði á trompet með
hljómsveitinni Ferlegheit var kjör-
inn besti aukahljóðfæraleikarinn.
MM