Skessuhorn - 06.12.2006, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
Sldpulagsnefiid samþykkir breytt
deiliskipulag Sólmundarhöfóa
Skipulags- og byggingarnefnd
Akraneskaupstaðar hefur lagt til við
bæjarstjórn að breyting á
deiliskipulagi á Sólmundarhöfða
verði samþykkt. Gerir nefndin eng-
an fyrirvara í samþykkt sinni þrátt
fyrir að lögffæðingur nefhdarinnar
hafi lagt til að leitað yrði álits sér-
ffæðinga á hugsanlegum áhrifum
aukinnar umferðar á núverandi og
fyrirhugaða starfsemi á Höfða.
Minnihluti nefndarinnar ítrekaði
mótmæli sín við breytingunni.
Eins og ffam hefur komið í frétt-
um Skessuhorns er með breytingu
deiliskipulagsins veitt heimild til
þess að reisa átta hæða fjölbýlishús
á höfðantnn í stað fjögurra hæða
húss áður og íbúðum fjölgar úr 12 í
31. Lögum samkvæmt var óskað at-
hugasemda við breytingu á
deiliskipulagi og bárust nefhdinni
athugasemdir annars vegar frá
Halldóru Jónsdóttru og hins vegar
rituðu 117 manns nafn sitt undir
undirskriffarlista þar sem breyting-
um á skipulagi var mótmælt. Þá
hafa einnig verið gerðar athuga-
semdir við að á sínum tfma fór fram
hugmyndasamkeppni um byggingu
á höfðanum þar sem 7 byggingar-
verktakar lögðu fram tillögur sínar.
Þar var gert ráð fyrir fjögurra hæða
byggingu en ekki átta eins og nú
stendur til að heimila. Því hafi
verktakar ekki setið við sama borð.
Fyrir fund nefndarinnar var lögð
umsögn sem Ivar Pálsson hdl. vann
fyrir nefndina um áðurnefndar at-
hugasemdir sem nefndinni bárust. I
umsögn hans kemur ffam að þessi
breyting geti hugsanlega haff rétt-
arlega þýðingu fyrir þá sem tóku
þátt í að vinna tillögur að skipulagi
svæðisins en slíkt hafi ekki úrslita-
þýðingu hvort sveitarstjórn sé
heimilt að breyta umræddu skipu-
lagi. Þá segir í umsögninni það sé
matsatriði hvort það sé jákvætt eða
neikvætt fyrir útlit svæðisins að
reist verði hús sem er miklu hærra
en önnur hús á svæðinu.
Meðal þess sem kemur ffam í
undirskriftarlistanum er að aukin
umferð á svæðinu muni hafa óþæg-
indi í för með sér fyrir íbúa á Höfða
og geti raskað áformum um upp-
byggingu lokaðrar deildar fyrir
Alzheimersjúklinga. ívar telur sig
ekki geta metið þessa þætti og legg-
ur tdl að leitað verði álits sérffæð-
inga á því sviði. Skipulags- og
byggingarnefnd tekur ekki undir
þetta mat Ivars í samþykkt sinni
heldur samþykkir breytingu á
deiliskipulaginu án fyrirvara.
Fulltrúar minnihlutans í nefftd-
inni ítrekuðu mótmæli sín við
breytdngu skipulagsins. Segir í bók-
un minnihlutans að fyrra skipulag
hafi verið unnið eftir samráð með
hagsmunaaðilum enda hafi verið
haft að leiðarljósi að ná breiðri sátt
um skipulag viðkvæms svæðis. Nú
sé ætlunin að breyta skipulaginu
einhliða að ósk verktaka og sá fjöldi
mótmæla sem borist hafa sýni að sú
sátt sem náðist um skipulag svæðis-
ins hafi verið rofin.
HJ
Gísli og bömin sungu kuldann á brott.
Grenndargámar teknir
í notkun á Akranesi
Þrátt fyrir kalsaveður og kulda
létu menn og leikskólabörn það
ekki á sig fá er grenndargámarnir
við Samkaup Strax á Akranesi voru
teknir formlega í notkun í síðustu
viku. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
bauð viðstadda velkomna og til
þess að koma hita í mannskapinn
og lyfta örlítið andantun tók Gísli
nokkur lög með leikskólabörnun-
um sem vaktd óskipta kátínu við-
staddra. Loks bauð hann börnun-
um að koma því flokkaða rusli í
gámana sem þau höfðu komið með
með sér og sagði þetta merkan dag
fyrir Akumesingar og vonaðist til
að þeir myndu nýta sér þá óspart.
Gámaþjónusta Vesturlands hf.
kom gámunum fyrir en auk þess að
vera við Samkaup Strax eru
Gámaþjónusta Vesturlands hf. afhenti b<en-
um bekk og ruslutunnu í IA litunum aS gjöf
grenndargámar einnig við Skaga-
ver og Bíóhöllina. Gámaþjónustan
færði bænum einnig bekk og rusla-
tunnu sem sett var upp fyrir ffam-
an bæjarskrifstofurnar að Stillholti,
en líkt og gámamir var hvom-
tveggja í IA-litunum. KII
Prófessorar bera af
sér sögusagnir
Tveir prófessorar við Háskólann
á Bifröst hafa sent frá sér yfirlýs-
ingu vegna sögusagna sem þeir
segja að gangi á Bifföst um mein-
tan þátt þeirra í kæra nemenda á
hendur Runólfi Agústssyni rektor
til siðanefhdar skólans. I yfirlýs-
ingu prófessoranna, Ivars Jónsson-
ar og Lilju Mósesdóttur, segir
meðal annars: „I tilefhi af því að á
Bifröst er orðrómur um að við
undirrituð höfum hvatt stúdenta á
Bifföst til að leggja fram kæm til
siðanefndar Háskólans á Bifföst á
hendur Runólfi Agústssyni, rektor,
viljum við taka skýrt ffam að við
komum hvergi nærri þessu máli.“
Þá segir að stúdentar á Bifröst
séu fullfærir um að berjast fyrir
hagsmunamálum sínum án íhlut-
unar kennara eða annarra starfs-
manna skólans. „Það er von okkar
að rógburður verði ekki eftirmáli
þeirra deilna sem staðið hafa yfir í
langan tíma á Bifföst og luku með
afsögn rektors. Illskeyttar sögu-
sagnir geta auðveldlega þróast í
einelti ef ekki er gripið í taumana í
tæka tíð.“
HJ
Greiðir 200 þúsund á mánuði
fyrir þjónustu við ferðamenn
Bæjarráð Akraness hefur falið
Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara að
annast samningagerð við Nolan
ehf. um leigu bæjarfélagsins á að-
stöðu og rekstur upplýsinga- og
kynningarmiðstöðvar að Kirkju-
braut 8-10. Eins og frarn hefur
komið í fréttum Skessuhorns
hyggst Nolan ehf. opna þar kaffi-
hús og gjafavöruverslun innan
skamms en húsnæðið er í eigu SS-
verktaka. I ráði er að stoppistöð
fyrir strætó verði við húsið.
I bókun bæjarráðs kemur fram að
framkvæmd þjónustunnar skuli
vera með þeim hætti
sem markaðsfulltrúi
bæjarins á Görðum
telur þurfa og má
þar nefna aðgengi
að tölvum fyrir
ferðamenn, aðstöðu
fyrir upplýsingakort
og bækur, aðgengi
að salernum og
upplýsingagjöf fyrir
ferðamenn. Þá er
einnig nefht að gert sé ráð fyrir að
farþegar við strætó hafi möguleika
á að koma við í húsinu. Fyrir þessa
aðstöðu mun bæjarfélagið greiða
Nolan ehf. 200 þúsund krónur á
mánuði.
HJ
PISTILL GISLA
Aðgát skal höfð!
Eg trúi því að fáir íslend-
ingar séu svo kaldlyndir að
þau fjölmörgu hræðilegu slys
sem orðið hafa í umferðinni á
þessu ári hafi ekki hreyft við
þeim á einhvern hátt. Eg hef
ekki lengur tölu á því hversu
margir hafa látist í umferðar-
slysum á þessu ári. Mér skilst
hinsvegar að það nálgist nýtt
met svo óskemmtileg tilhugs-
un sem það er í þessu tilviki.
Þau yfirvöld sem hafa með
umferðaröryggismál að gera
leggja vissulega sitt af mörk-
um með því að takmarka um-
ferðarhraða með hertum við-
urlögum og lagfæringum á
helstu hættusvæðum á þjó-
vegunum. Betur má þó ef
duga skal og á það sérstaklega
við um vegabætur.
Þessi ömurlega slysaalda
sem brotnað hefur á íslensk-
um vegum að undanförnu
kallar eðlilega á ennfrekari
umræðu um endurbætur á
vegakerfinu þar sem álagið er
mest og slysin verða flest.
Vissulega er það þó alltaf svo,
hvort sem langt er eða stutt
frá síðasta slysi, að allir vilja
betri og breiðari vegi. Sér í
lagi þar sem þeir þurfa sjálfir
helst að fara um. Hinsvegar
get ég ekki leynt því að mér
þótti það ósmekklegt, svo
ekki sé meira sagt, þegar
ákveðnir aðilar ruddust fram
á sviðið og kröfðust vegabót á
Suðurlandsvegi með tilvísun í
slys á Sandskeiði, tveimur
dögum fyrr, sem varð tveimur
að bana. Fimm ára stúlku og
tæplega þrítugum karlmanni.
Þar fór fremstur í flokki
sóknarpresturinn í Þorláks-
höfh.
Síst vil ég gera lítið úr
nauðsyn þess að tvöfalda
Suðurlandsveg þótt mér skilj-
ist að vart sé hægt að skella
skuldinni alfarið á veginn
varðandi banaslysið um helg-
ina. Þar var orsökin, sam-
kvæmt fréttum, framúrakstur.
Sú staðreynd þykir mér gera
þennan málflutning enn
meira óviðeigandi. Eg tek
engu að síður heilshugar
undir það að tvöföldun Suð-
urlandsvegar er aðkallandi og
legg þá áherslu á tvöföldun
þar sem ég set spurninga-
merki við tilraunir með þrjár
akgreinar líkt og eru á um-
ræddum vegi að hluta. Eg ók
þar um, tvívegis, um síðustu
helgi í örlítilli snjóföl og
myrkri og átti í mestum
vandræðum með að átta mig
á því í hvora áttina voru tvær
akgreinar. Þ.e.a.s. þar sem
akstursáttirnar voru ekki að-
greindar með vegriðum. Það
breytir því ekki að breikkun
vega er víðar aðkallandi, jafh-
vel ekki síður en á Suður-
landsvegi. Meðal annars á
Vesturlandsvegi en þar urðu á
smá kafla tvö banaslys með
stuttu millibili síðsumars.
Tvöföldun Vesturlandsvegar
milli Reykjavíkur og Borgar-
ness og tvöföldun Suður-
landsvegar frá Reykjavík til
Selfoss eiga að vera forgangs-
verkeftii.
Eg ítreka hinsvegar að mér
þykir það ósmekklegt þegar
menn nota ófarir og hörm-
ungar annarra til að koma sér
framar í forgangsröðina.
Þennig gera menn ekki og
það eiga bæði prestvígðir og
sauðsvartur almúginn að vita
Gísli Einarsson