Skessuhorn - 06.12.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
dkUSVIIUbJl
Efiit veroi til samkeppni um
byggingu tónlistarskóla
Minnihluti bæjarstjórnar Akra-
ness hefur lagt til við bæjarstjórn
að efnt verði til samkeppni um ný-
byggingu og staðarval fyrir Tón-
listarskóla Akraness. Segir í tillög-
unni að gert sé ráð fyrir að kostn-
aður við hönnun nýs Tónlistar-
skóla á árinu 2007 verði um 25
milljónir króna. Til að mæta þeim
kostnaði verði hætti við innrétt-
ingu á húsnæði fyrir Tónlistar-
skóla í verslunarmiðstöð á Mið-
bæjarreit, „en sá kostnaður er að
minnsta kosti 200 milljónir króna“
segir orðrétt í tillögu minnihlut-
ans.
Eins og kunnugt er keypti Akra-
neskaupstaður 1.300 fermetra hús-
næði á Miðbæjarreitnum og hugð-
ist fyrri meirihluti bæjarstjórnar
flytja bókasafn bæjarins þangað.
Þegar nýr meirihluti tók við völd-
um í bænum að loknum kosning-
um í vor var ákveðið að bókasafiiið
yrði áffam á sínum stað en hús-
næðið innréttað fýrir Tónlistar-
skólann. A dögunum kom fram á
fundi framkvæmdanefndar mann-
virkja Akraneskaupstaðar að
kostnaður við innréttingu húsnæð-
is væri kominn í 240 milljónir
króna.
I greinargerð með tillögu
minnihlutans kemur fram að nú-
verandi húsnæði Tónlistarskólans
sé of lítið og hljóðeinangrun sé
óviðunandi. „Lengi hefur verið
rætt um að þörf sé á nýju húsnæði
fyrir Tónlistarskóla á Akranesi og
auk þess er talin mikil þörf á að
byggður verði góður salur til tón-
leika- og samkomuhalds, en ekkert
félagsheimili er á Akranesi. Því er
bygging nýs tónlistarskóla ákaflega
mikilvægt og þarft verkefni fýrir
skóla- og menningarstarf á Akra-
nesi til langrar framtíðar.“ segir
orðrétt í greinargerðinni.
Tillögunni var vísað til seinni
umræðu um fjárhagsáætlun ársins
2007. HJ
Yngstu bömin í upptöku. Mynd: Elvar M. Olafsson
FM Óðal fer í lofdð tólfita desember
í þrettánda sinn fer FM Óðal í
loftið í Borgarnesi þriðjudaginn
12. desember næstkomandi og
stendur til föstudagsins 15. desem-
ber. FM Óðal er jólaútvarp barna
í grunnskólum Borgarbyggðar og
slóðin er www.odal.borgarbyggd.is
svo að hægt er að hlusta út um all-
an heim. Félagsmiðstöð unglinga í
Grunnskóla Borgarness heitir
Óðal og þar fer þeirra starfsemi
fram. Að útvarpsrekstrinum standa
því unglingar í Nemendafélagi
Grunnskóla Borgarness, en nem-
endafélagsstjórnum hinna skól-
anna í Borgarbyggð; Kleppjárns-
reykjum og Varmalandi ásamt
Laugagerði er boðið að vera með
þátt í útvarpinu þar sem fram kem-
ur kynning á félagslífi á hverjum
stað.
Jólaútvarp unglinga í Óðali fór
fýrst í loftið árið 1993 með ávarpi
þáverandi útvarpsstjóra Margrétar
H. Gísladóttur sem þá var formað-
ur nemendafélagsins. Að sögn
Indriða Jósafatssonar æskulýðs-
fulltrúa hafa eins og nærri má geta
ótal einstaklingar stigið sín fyrstu
spor í því að koma fram á þessum
vettvangi. I dag er það orðið hluti
af íslenskukennslu í öllum bekkj-
um unglingastigs Grunnskóla
Borgarness að gera útvarpshand-
rit, hvort sem það er notað eða
ekki. Bara til að æfa börnin í að
gera skiljanlegt handrit á góðu
máli og sem allir geta lesið.
„Að vera í beinni," er nokkuð
sem krefst mikillar þjálfunar og því
standa yfir upptökur þessa dagana
á efni sem yngstu bekkirnir eru
með og verður flutt í útvarpinu
þegar það fer í loftið.
Að venju verður útvarpið form-
lega opnað með ávarpi útvarps-
stjóra, sem þetta árið er Elvar M.
Ólafsson, sem jafhframt er for-
maður nemendafélags Grunnskóla
Borgarness.
FM Óðal sendir út á 101.3
BGK
Síðasti fundur vatnsveitu
Borgarhrepps
Fyrir rúmum nítján árum stofh-
uðu 13 aðilar félag um vatnsveitu í
Borgarhreppi. Sú aðgerð var til að
bæta úr brýnni þörf, en afar lélegt
vam hafði verið á mörgum bæjum
í hreppnum. Nú hefur verið
ákveðið að leggja veimna niður,
þótt félagið komi til með að lifa
áffam. Fundur sem haldinn var ný-
lega í Valfelli gaf stjórn félagsins
formlegt leyfi til að ganga frá
samningum við Orkuveitu Reykja-
víkur um vatnskaup.
Að sögn Þórólfs Sveinssonar,
bónda á Ferjubakka er engin skyn-
semi í því að reka þessa vamsveim
þegar OR er með lögn í gengum
hreppinn. Þar er hægt að fá nóg
vatn með góðum þrýstingi í stað
þess að vatnið renni framhjá, niður
í Borgarnes, þaðan til baka í safn-
tank í Holti, þar sem því yrði dælt
Frá síðastafundi Vatnsveitu Borgarhrepps. A myndinni eru Sveinn og Guchnundur
Bjamasynir frá Brennistöíum og Guðmundur Amason Beigalda.
Mynd: Eva Sumarliðadóttir.
á bæina. Talað er um að setja eina
til tvær stofnlagnir, sem selt verð-
ur úr. „Félagið sem slíkt verður
ekki lagt niður til að byrja með.
Það er ágætt að hafa einn sam-
nefhara til að sjá um öll samskipti
við Orkuveituna, bæði samninga
og eins ef eitthvað kemur upp á,“
sagði Þórólfur Sveinsson að lok-
um. BGK
Eitt atriði úr leikritinu.
Sex í sveit firumsýnt
í Ólafsvík
Þarm 8. desember nk. mtm leik-
félag Ólafsvíkur frumsýna verkið
„Sex í sveit“ í leikstjórn Gunnsteins
Sigurðssonar, sem jafhframt er for-
maður leikfélagsins. I samtali við
Gunnstein kom fram að mikið líf er
í leikfélagi Ólafsvíkur og iðulega
væri reynt að setja upp eitt leikverk
á ári. Nú væri tveggja mánaða
leikæfingaferli að ljúka og menn
eðlilega spenntir yfir afrakstrinum.
Alfir þeir sem koma að sýningunni
eru heimamenn, jafht leikarar sem
aðrir og er góður andi innan hóps-
ins. Sagði hann sýninguna vera
bráðskemmtilega og hvatti hann
fólk eindregið að bregða undir sig
betri fætinum og skella sér í leikhús
til Ólafsvíkur. Sýningarnar verða
þrjár, jafnvel fleiri og fara ffam í fé-
lagsheimilinu Klifi.
KH
Vogun hf. bætir við hlut
sinn í HB Granda hf.
Vogun hf. í Hafnarfirði hefur
keypt 5,19 % hlut Kjalars ehf. í
Borgarnesi í HB Granda hf. og á
nú 40,10% hlut í félaginu eða
rúmar 684 milljónir króna að
nafnverði. Eins og fram hefur
komið í fréttum hafa stærstu hlut-
hafar í HB Granda bætt við hluta-
fjáreign sína í félaginu að undan-
förnu og má þar nefna að KB
banki hf. á nú rúm 30% í félaginu.
Fyrirtæki og einstaklingar tengdir
Arna Vilhjálmssyni stjórnarfor-
manni HB Granda og Kristjáni
Loftssyni stjórnarmanni eiga nú
ríflegan meirihluta í félaginu.
Sá misskilningur kom fram í
viðskiptafréttum Morgunblaðsins
að við kaup Vogunar hf. á hlut
Kjalars ehf. hafi myndast tilboðs-
skylda í félaginu, það er að félag-
inu væri skylt að bjóða öðrum
hluthöfum að kaupa hlut þeirra í
félaginu. Hið rétta er að sú skylda
sem myndast þegar hlutur eins að-
ila fer yfir 40% á aðeins við um fé-
lög sem skráð eru á aðallista
Kauphallar Islands. HB Grandi hf.
var afskráð af þeim lista í septem-
ber og í kjölfarið var fýrirtækið
skrá á iSEC lista Kauphallarinnar.
Fyrirtæki á þeim lista lúta almenn-
um hlutafjárlögum og þar er slík
skylda miðuð við 90% eignarhlut.
HJ
Framkvæmdir við
Þjóðbraut verði boðnar
út í desember
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness hefur lagt til að bæjarstjórn
samþykki að fela bæjarstjóra og
sviðsstjóra tækni- og umhverfis-
sviðs að leita eftir samningum við
Vegagerðina um framkvæmdir við
Þjóðbraut. Eins og fram hefur
komið í fréttum Skessuhorns taldi
Magnús Jóhannesson, svæðisstjóri
Vegagerðarinnar á Norðvestur-
svæði í byrjun nóvember að undir-
búningur og höimun nýrrar Þjóð-
brautar myndi ljúka um miðjan
nóvember.
I tillögu meirihlutans segir að
fallist hafi verið á að unnt sé að
bjóða ffamkvæmdina út í þessum
mánuði og nú sé unnið að því að fá
framkvæmdina fyrr inn á vegaáætl-
un en gert sé ráð fýrir. Því verði
leitað eftir samrúngum við Vega-
gerðina um að hefja framkvæmdir á
árinu 2007. Þjóðbraut var áður
helsta samgönguæðin inn í þéttbýl-
ið á Akranesi áður en Hvalfjarðar-
göngin komu til sögunnar en þá var
lagður nýr vegur til Akraness. Um
nokkurt skeið hafa bæjaryfirvöld
sótt það mjög fast að Þjóðbrautin
tæki við fýrra hlutverki sínu.
Tillögu meirihlutans var vísað til
seinni umræðu um fjárhagsáætlun
ársins 2007.
HJ