Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Qupperneq 11

Skessuhorn - 06.12.2006, Qupperneq 11
 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 11 Munuiii eftir okkar minnstxi bræðrum! Um jólin finnur fólk mest fyrir því ef það á um sárt að binda á ein- hvern hátt. I góðærinu eru ekki all- ir jafn vel settir. Síðustu fjögur til fimm árin hafa konur á Akranesi starfað undir nafni Mæðrastyrksnefndar, þótt hópurinn sé í engu sambandi við neíndina í Reykjavík, en með svip- að hlutverk þó. Fyrir hópnum hef- ur farið Anita Gunnarsdóttir sem segir þörfina mun meiri en marga renni í grun. „Það eru ekki bara íbúar á Akranesi og nágrenni sem þurfa hjálp, heldur einnig ffá Borg- arnesi, Borgarfirði og Snæfellsnesi. Og hingað hafa einungis komið Is- lendingar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og finnst konunum yndislegt að geta veitt lið. „ Konurnar hafa fengið gjafir frá fyrirtækjum, sem hafa verið dugleg að gefa í þennan sameiginlega pott, eða pengingastyrki frá bönkunum sem nýttur er til kaupa á kjöti sem fer á heimili þeirra sem minna mega sín. Skagaleikflokkurinn hef- ur lánað þeim húsnæði sitt og þetta árið eru þær í nýja húsi flokksins að Vesturgötu 119. Þangað eru allir velkomnir sem þurfa á liðsinni að halda. Skorturinn í alsnæktar- samfélagi sárastur Þorbjörn Hlynur Arnason, pró- fastur Borgarfjarðarprófastsdæmis sagðist vel geta tekið undir reynslu þessarra kvenna. „Skorturinn í al- snæktarsamfélagi er mikið sárari en í fátæku samfélagi og líklega er til- finningin sárari út af öllu umtahnu um góðæri og gildar buddur. Það eru býsna margir sem eiga fátt og hafa lítdð milli handa, þurfa að velta fyrir sér hverri krónu en bera það ekki utan á sér. Við reynum að leggja lið ef hægt er og alltaf er hægt að leita til sóknapresta til að fá styrki í gegnum Hjálparstofnun kirkjunnar og enginn ætti að víla fyrir sér að gera það,“ sagði Þor- björn Hlynur að lokum. Ekkert atvinnuleysi skiptir máli Félagsmálastjóri Borgarbyggðar, Hjördís Hjartardóttir segir lítrið um að fólk sæki um fjárhagsaðstoð til sveitarfélagis. „Þetta hefur lítið breyst, hvorki aukist né minnkað. Fyrst og fremst tel ég að það sé góðri stöðu á atvinnumarkaðinum að þakka. Þetta er láglaunasvæði en allir sem vettlingi geta valdið geta fengið vinnu og það hefur mikið að segja,“ segir Hjördís. BGK Unnið að fínstillingu ryknema Hvali) arðarganga Starfsmenn Spalar, sem á og rek- ætlað að mæla sviffyksmengun og þá að enn væri verið að finstilla ur Hvalfjarðargöngin, vinna þessa ræsa loftræsiblásara sjálfvirkt, sé nemana en því starfi myndi ljúka dagana að því að fiínstilla ryknema þess þörf. næstu daga. Með svona tækni væri ganganna og mun því rykmengun í Vegfarandi sem leið átti um alltaf nauðsynlegt að finna takt sem göngunum fara minnkandi á næst- göngin á dögunum þótti loftið í þeir væru í þann veginn að ná en unni. Eins og ffarn hefur komið í þyngra lagi. I samtali við Skessu- ástandið í göngunum væri þó ffek- Skessuhorni, voru ryknemar settir hom, sagði Marinó Tryggvason, af- ar gott núna og ekki þörf á mikilli upp í göngunum í haust og er þeim greiðslustjóri Spalar, ástæðuna vera ryklosun miðað við árstíma. KH Forsíða mynddisksins með þáttum Gtsla Einarssonar. Út og suður á geisladisk Ríkisútvarpið hefur sent ffá sér mynddiskinn „Ut og suður - á ferð um landið með Gísla Einarssyni." I þáttunum bregður Gísli upp svip- myndum af ólíku fólki sem hefur frá mörgu að segja. I þessu safni þáttanna ffá 2005-2006 er rætt við margs konar fólk með ólíkan bak- grunn. Svo nokkuð sé nefht er flog- ið til Parísar með Karlakór Kjal- nesinga, farið í heimsókn til ungrar stúlku sem stofnaði veitingastað í Oxnadal, hús tekið á geðhjúkrunar- ffæðingi sem rekur sitt eigið fyrir- tæki í Fljótshlíðinni og talað við fyrrverandi liðsforingja í norska hernum sem nú er æðarbóndi í Reykhólasveit. MM Menntaskóli Borgarfjarðar ehf óskar eftir tilboðum í verkið: Menntaskóli Borgarfjarðar 2. áfangi Uppsteypa Um er að ræða skólahúsnæði fyrir framhaldsskóla um 3000 m2 nettóstærð. Reisa skal mannvirkið úr forsteyptum og staðsteyptum byggingahlutum, leggja grunnlagnir og fylla að húsi. Helstu stærðir eru: Forsteyptar plötueiningar...... 3.200 m2 Forsteyptir veggjaeiningar..... 3.500 m2 Staðsteyptir veggir.............. 1.500 m2 Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2007. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Menntaskóla Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes, og hjá Hönnun, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 6. desember 2006. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Menntaskóla Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes miðvikudaginn 20. desember 2006, kl. 14:00. _________________________________________________________________________- r ^ Auglýsing um deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kalastaða, Hvalfjarðarsveit Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25 gr. Skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar i landi Katastaða Hvalfjarðarsveit. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002- 2014 og gerír ráð fyrír 49 lóðum frá 0,5 tit 2,0 hektara stærð. Tillagan ásamt skipulags- og byggingarskilmálum liggurframmi á skrífstofu Hvalfjarðarsveitar Innrímel 3 frá 6.12.2006 tit 3.1.2007 á venjutegum skrífstofutíma. Athugasemdum skat skita á skrífstofu skiputags- og byggingarfutttrúa Miðgarði fyrír i 17.1.2007 og skutu þær vera skríftegar. j Þeir sem ekki gera athugasemd innan titgreinds frests tetjast samþykkir tittögunni. I Skipulags- og byggingarfulltrúi v__________________________________________________________________________/ Púlsinn kominn út í Grundaskóla í tilefni af 25 ára afmæli Grundaskóla á Akranesi var ákveðið að gefa skóla- blaðið Púlsinn út í sérstakri afmælisútgáfu og er blaðið nú komið út. Það er veg- legt að þessu sinni, m.a. eru þar viðtöl við nemend- ur úr öllum útskriftarár- göngum ffá stofnun skól- ans. Nemendur úr 10. bekk báru blaðið út í öll hús á Akranesi í vikunni sem leið. MM Sérfræðingur Laust til umsóknar starf sérfræðings á Skattstofu Vesturlandsumdæmis. Starfið: Starfið er við álagningu, eftirlit og aðra framkvaemd við virðisaukaskatt. Hæfisskilyrði: Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í viðskiptafræði, eða reynslu og kunnáttu í bókhalds- og skrifstofustörfum. Þekking á skattframkvæmd er æskileg, svo og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. í boði eru góð starfsskilyrði og áhugaverð verkefni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og BHMR eða BSRB. Laun taka ennfremur mið af einstaklingsbundnum hæfileikum og frammistöðu í starfi. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 29. desember 2006. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmæiendur og annað sem umsækjandi vill taka fram skal skilað til skattstjóra, Stefáns Skjaldarsonar, sem gefur nánari upplýsingar um störfin í síma 430 2900. Upphaf starfs: Miðað er við að nýr starfsmaður hefji störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi Stillholti 16-18 • 300 Akranes

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.