Skessuhorn - 06.12.2006, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
§SE$SÍl'H©i2EI
Rauðgreni er jólatréð mitt
-Rætt við Birgi Hauksson skógarvörð í Norðurárdal
Birgir Hauksson skógarvörður í Tröð.
Skógrækt ríkisins á Vestulandi
hefur höfuðstöðvar sínar á Hreða-
vatni í Borgarfirði. Þar er skógar-
vörður Birgir Hauksson. Nú styttist
til jóla og því þótti blaðamanni
Skessuhorns sjálfsagt að heyra í
skógarverðinum um jólatrén og um-
hirðu þeirra. Birgir og félagar í
Skógræktinni eru þegar byrjaðir að
höggva tré og byrjuðu reyndar fyrir
löngu.
„Stóru trén byrjum við að höggva
snemma, eða í október, segir Birgir.
Mesta tömin í skógarhögginu hefst
þó ekld fyrr en í byrjun nóvember.
Trén þurfa að vera komin í hendur
þeirra sem sjá um uppsetningu á
þeim, vel fyrir fyrsta sunnudag í að-
ventu. Salan á þesstun stóru trjám
sem mest fara til stórfyrirtækja og
sveitarfélaga er aðal tekjulindin okk-
ar núna. Það kemur til af því að lítið
hefur verið gróðursett af trjám und-
anfarin ár og framboð Skógræktar-
innar þar af leiðandi á jólatrjám tek-
ið miklum breytingum. Aður fyrr
hjuggum við venjuleg heimihstré en
eigum ekki mikið eftir af þeim.
Bráðlega förum við að gróðursetja
aftur og munum þá geta selt heimil-
istré á ný.“
Oðruvísi jólatrésala
Undanfarin misseri hefur það
aukist að landsmenn arki út í skóg
vopnaðir sög og velji sér sitt eigið
jólatré til að höggva. Skógrækt ríkis-
ins býður einnig upp á þessa þjón-
ustu hér á Vesturlandi.
„Við erum með eitt svæði þar sem
fólk getur mætt með sögina, það er í
Selskógi í Skorradal. Við auglýsum
ákveðna helgi sem í ár verður 16. til
17. desember og höfum starfsfólk á
svæðinu til að leiðbeina og hjálpa
fólki. Skógræktin er einnig með
hefðbundna jólatréssölu í starfsstöð
sinni að Hvammi í Skorradal. Fyrir
því er áratuga hefð. Agúst Amason
forveri minn þar byrjaði á þessu. Þar
er reyndar bara opið á hefðbundn-
um vinnutíma.“
Jólatrjáatíska
Það er spennandi að vita hvort
skógarverðinum finnist vera einhver
ákveðin tíska í jólatrjám, því tískan
hefur svo víða inngrip.
„Um árabil var mjög mikið um
innflutt tré en ég held að það sé að
breytast. Það eru í gangi nýir samn-
ingar milli stórra verslana hér við
innlenda trjásöluaðila þannig að
næstu árin verða að mestu íslensk tré
sem skreyta heimili okkar á jólum.
Einnig er alltaf að færast í vöxt að
fjölskyldur kaupi gervijólatré og noti
þá sama tréð í áraraðir, enda eru þau
alltaf að verða vandaðri og raun-
verulegri.“
Eigendumir Scevar Harðarson og Sigurjón Jónsson við opnun verslunarinnar.
Sldpavík stækkar við sig
Skipavík hf. í Stykkishólmi opn-
aði nýtt og stærra verslunarhús-
næði fyrir byggingavörur og heim-
ilistæki sl. föstudag. Verslunin, sem
áður var í gamla hluta bæjarins, er
nú komin í nýtt 70 fermetrum
stærra húsnæði við Aðalgötu. Jafh-
ffamt er möguleiki til stækkunar
verslunarrýmis um 100 fermetrar.
I samtali við Sævar Harðarson,
framkvæmdastjóra Skipavíkur, kom
ffarn að allt hafi gengið ákaflega vel
með bygginguna og flutning versl-
unarinnar og viðtökur bæjarbúa
væru góðar. Með stækkuninni ykju
þeir verulega vöruúrval, bæði í
byggingavörum en einnig í heimil-
istækjum en þar er Skipavík í sam-
starfi við önnur fyrirtæki, svo sem
Rafkaup, Sjónvarpsmiðstöðina,
Bílanaust og fleiri. I nýja húsinu er
einnig vínbúð ÁTVR og í byrjun
apríl mun Lyfja einnig flytja þar
inn með sinn rekstur. Þrátt fyrir að
stækkunin sé ekki meiri en 70 fer-
metrar, er nýtingin á húsnæðinu
mun betri en á gamla staðnum og
staðsetning verslunarinnar er á
besta stað í bænum.
Framkvæmdir hófust við hús-
næðið í byrjun ágúst þannig að
greinilegt er að ekki hefur tekið
langan tíma að koma henni upp
enda sagði Sævar Hólmara yfirleitt
snögga í ffamkvæmdum.
KII/ Ijósm. Stykkishólmspósturinn.
Helstu tegundir
Við báðum Birgi um að útskýra
helstu tegundir trjáa sem eru í boði
og údista kosti þeirra og galla:
Sitka greni
„Stóru trén sem við erum að selja
hér eru nánast öll sitkagreni. Það
færist þó í vöxt að fólk velji sér svo-
leiðis tré til að hafa inni enda eru þau
ágætlega barrheldin."
Rauðgreni
„Þetta er hið hefðbundna norræna
jólatré. Það hefur haff það orð á sér
að missa barrið heldur mikið en það
er til ágætis ráð við því. Það þarf að
setja grenið strax í vatnsfötu, til
dæmis fjögurra h'tra málningarfötu,
strax um kvöldið sem það er höggvið
og passa að það sé í vami alveg til
jóla. Og svo auðvitað látið vera í
vatni um jólin. Svo er bara að saga
nýtt sár þegar maður færir það inn.
Þá ætti barrið að falla sáralítið af
því.“
Stafafura
Furan er ffamtíðarjólatréð að mati
Birgis. „Fólk sem byrjar að hafa furu
um jólin vill yfirleitt ekkert annað
upp ffá því. Það er góð lykt af fur-
unni og hún stendur vel. Það er að
vaxa mikáð upp af furu svo að aukn-
ar vinsældir hennar verða ekkert
vandamál. Hún þolir þurrk vel en
maður verður að passa að hafa hana
ekki við ofn.“
Normansþinur
„Þessi tegund er yfirleitt talin góð
lausn fyrir þá sem vilja greni án þess
að vera sífellt að ryksuga í kringum
jólatréð. Normansþinurinn, sem
hægt er að kaupa hér á landi, er inn-
fluttur, meðal annars ffá Danmörku
og Póllandi. I Danmörku er hann til
dæmis ræktaður á stórum jólatré-
sökrum og khpptur til.“
Fjallaþinur
„Er jafn barrheldinn og normans-
þinurinn og er kominn í ræktun hér
á landi.“
Blágrenið
„Er barrheldið tré, þétt og fallegt,
en er ekki mjög algengt hér því það
er seinvaxið."
Birgir býr að Tröð í Norðurárdal,
skammt ffá Hreðavatni, ásamt konu
sinni Gróu Ragnvaldsdóttur, kenn-
ara í Varmalandsskóla, og tveimur
bömum þeirra. En hvaða gerð af
jólatré velur skógarvörðurinn fyrir
sig og sína? „Heima hjá mér er alltaf
tveggja metra rauðgreni og ég játa
það að ég er ffekar kröfúharður með
það. Stundum er þetta effi hlutinn af
stóra tré sem ég nota. Síðan snyrti
ég það aðeins til, þannig að það
komist betur að veggnum. Jólatréð
verður jú auðvitað alltaf að vera á
sama stað.“
Birgir og fjölskylda er ekki ein um
að vera vanaföst þegar kemur að
jólatrénu. Eins og flest sem viðkem-
ur jólunum erum við fastheldin á
hefðimar og viljum hafa hlutina eins
og þeir hafa alltaf verið. Rrv
Félagsmiðstöðin Hosiló
opnar á Varmalandi
Á miðvikudag í liðinni viku var
stór dagur fyrir unglinga í Varma-
landsskóla en þá var opnuð félags-
miðstöð í anddyri félagsheimilisins
Þinghamars. Haldin var glæsileg
opnunarhátíð og fékk félagsmið-
stöðin nafnið Hosiló í samkeppni
sem haldin var um nafnið meðal
nemenda á unglingastigi skólans.
Nafnið merkir stað eða herbergi
sem notalegt er að dvelja í. A ann-
að hundrað manns mættu á hátíð-
ina sem tókst í alla staði vel.
Eftir að Indriði Jósafatsson,
íþrótta- og æskulýðsfúlltrúi hafði
farið nokkur orðum um aðdrag-
anda að stofnun félagsmiðstöðvar í
Varmalandi flutti formaður tóm-
stundanefndar og forseti sveitar-
stjórnar, Björn Bjarki Þorsteinsson
ávarp og afhenti nemendaráði hús-
næðið formlega til afnota. Spari-
sjóður Mýrasýslu færði félagsmið-
stöðinni billjardborð að gjöf og
Nemendafélag Grunnskóla Borg-
arness færði félagsmiðstöðinni
flatskjá en mikið og gott samstarf
er á milli nemendafélaganna.
Þórunn M Oðinsdóttir, skóla-
stjóri Varmalandsskóla flutti ávarp
og kom fram að hún væntir mikils
af þessari viðbót við félagsstarfið á
svæðinu um leið og hún afhenti
unglingum gjöf frá skólanum.
Viðstaddir fögnuðu því að ung-
lingarnir væru nú komnir með að-
stöðu sem tengdi saman félagsstarf
og íþróttastarf ungmennafélagsins
en með þessu gera menn ráð fyrir
að virkni nemendafélags skólans
aukist en það stjórnar innra starfi
félagsmiðstöðvarinnar.
Að formlegri opnun lokinni
voru nemendur með kaffisölu til
að safna peningum til tækjakaupa
fyrir félagsmiðstöðina.
Starfsmaður í hlutastarfi í fé-
lagsmiðstöðinni Hosilo er Andrea
Davíðsdóttir. Félagsmiðstöðin
verður opin mánudaga til fimmtu-
daga frá kl. 15 - 17 en einnig verð-
ur kvöldopnun eitt kvöld í viku í
Gauknum Bifröst ef þátttaka verð-
ur næg.
MM/ Ljósm. Óli Þór og uppl. IJ
Félagsmálanámskeið haldið
áHvann
Ungmennafélag Islands og
Bændasamtök Islands hafa staðið
fyrir félagsmálanámskeiðum um
allt land þetta ár. Dagana 28. og
29. nóvember var haldið félags-
málanámskeið á Hvanneyri í um-
sjón Ungmennasambands Borgar-
fjarðar. Farið var í fundarstjórnun,
fundarsköp og framkomu í ræðu-
stóli.
Námskeiðið var h'flegt og ffæð-
andi og var ekki annað að sjá en
þátttakendur skemmtu sér hið
besta. Leiðbeinendur voru Birgit
Raschhofer, Petrea Kr. Friðriks-
dóttir og Ingimundur K Guð-
mundsson öll ffá JC hreifingunni.
GS Þátttakendur. Leiðbeinendumir Birgit og Petrea sitja fremstar.