Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 19
..«■ -.-.i im. .. : MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 19 Jólasamkeppni meðal grunnskólabama á Vesturlandi Jólasögur og jólamyndir óskast! Skessuhorn gengst nú annað árið í röð fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamyndar og jólasögu. Ann- arsvegar býðst öllum börnum á aldrinum 6-10 ára (1.-5. bekkur) að senda inn teiknaðar og lit- aðar myndir (A4) þar sem þemað á að vera Jólin. Hinsvegar býðst börnum á aldrin- um 11-16 ára (6,- 10. bekkur) að senda inn jóla- sögu. Lengd jóla- sögunnar má vera hálf til ein síða A4 Allir fá þar eitthvað fallegt Hér áður fyrr var almennur sið- ur að gera eitthvað fallegt til jól- anna. Sem betur fer er svo víða enn. Eldri borgarar í Dalabyggð eru farnir að hugsa fyrir jólagjöf- unum. Þeir mæta í handavinnu í Silfurtún í hverri viku svo allir fái eitthvað fallegt á jólum. Myndirn- ar tala sínu máli en myndasmiður- inn er Erla Sigurðardóttir sem hefur aðstoðað fólkið í handavinn- unni. BGK Um 30% ellilífeyrisþega búa ekki við mannsæmandi lífskjör Blekkingar stjórnvalda í skatta- málum sýna virðingarleysi og van- mat á skilningi og þekkingu al- mennings. Hér verður fjallað um þau mál sem ekki fengust rædd í Asmundarnefndinni svokölluðu. Vert er að hafa í huga að árið 1995 var lögum um ellilaun breytt á þann veg, að ellilaunin ættu ekki að fylgja þróun launa, heldur taka mið af þróuninni. Afleiðingarnar urðu þær sem hér er lýst. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995 - 2005. Skattbyrði lágtekju- fólks, þ.á.m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði jókst mest, en minnkaði á fámenn- an hóp hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9% í 38,6% á árunum 1995 til 2005 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svar- greinum. Stjórnvöld „gleyma“ að geta þess að samtímis var skatt- ffjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysis- mörkin með verðlaginu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASI samningum í vor úr 79.000 kr. í 90.000 dugir skammt - enda feng- ust skattleysismál og skattar ekki rædd á fimdum Asmundarnefhdar- innar sálugu. Skattleysismörk ættu nú að vera 125.000. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, sem jaðrar við einlægan brotavilja í fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skatt- byrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoð- tm okkar í LEB heldur margítrek- aðar skoðanir prófessora og margra ffæðimanna í viðskipta og hagffæði við háskóla landsins. Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenngur á Islandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. I næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefha stjórnvalda hef- ur stóraukið latmamismun í landinu s.l. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Olafur Olafsson. með 12 punkta letri. Valdar verða 3 bestu myndirnar og 3 bestu jólasögurnar að mati dómnefhdar og verða þær birtar í Jólablaði Skessuhorns sem kemur út 20. desember. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki og fær vinningshafinn í hvorum flokki stafræna ljósmyndavél í verðlaun af gerðinni Olympus Mju 700 með 7,1 milljón pixla upplausn, hreyfi- myndatöku með hljóði og 19 Mb innbyggðu minni. Fyrir 2. sæti í hvorum flokki verður veitt 10 þús- und króna gjafabréf og 5 þúsund króna gjafabréf fyrir 3. sætið. Skilaffestur í samkeppnina er 10. desember nk. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 54, 300 Akranesi og munið að merkja vel myndirnar á bakhlið þeirra (nafn, aldur, síma- númer, heimili og skóli). Jólasög- urnar skulu sendar á rafrænu formi í tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is og einnig þar þarf að koma fram nafh höfundar, aldur, símanúmer, heim- ili og skóli. Skessuhorn hvetur alla krakka á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur og hver veit - þú gætir unnið! Gangi ykkur vel Svœdisskrifstofa málefna fatlaðra RÆSTITÆKNIR Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi óskar eftir að ráða ræstitækni á svæðisskrifstofuna Bjamarbraut 8, Borgamesi. Ræstingin er metin sem tæplega 20% starf og fer fram tvisvar í viku. Frekari upplýsingar eru veittar á svæðisskrifstofunni eða hjá Magnúsi Þorgrímssyni í síma 437 1780 eða 893 8580. Umsóknarfrestur er til 20. desember. fjf.j.7pl INGI TRYGGVASON hdl. /1^,1• 1>/ lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í RORGARNESI HRAFNAKLETTUR 6 íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi, 96 ferm. Hol flísalagt. Stofaogþijú herbergi parketlagt. Eldhús parketlagt, viðar-innrétting. Baðherbergi dúklagt, ljós viðarinnrétting og tengi fyrir þvottavél. Sér geymsla, i sameiginleg geymsla og þvottahús í kjallara. I Verð: 16.500.000 HRAFNAKLETTUR 8 _ . íbúð á 1 hæð í fjölbýlishúsi, 96 »'Í"hhEBK H'O'' ferm. Hol, stotá og þijú herbergi parketlagt. Auka-herbergi í stofu parketlagt. Eldhús parketlagt, viðar-innrétting. Baðherbergi flísalagt, lítil viðarinnrétting og tengi fyrir þvottavél. Sér geymsla, sameiginleg geymsla og þvottahús í kjallara. Verð: 15.500.000 BORGARBRAUT 65A Verð: 10.800.000 íbúð fyrir aldraða og/eða öryrkja í fjölbýlishúsi, 49 ferm. Hol, samliggjandi stofa, eldhús og herbergi. Baðherbergi. íbúðin er öll dúklögð. Viðarinnrétting í eldhúsi og góðir skápar í herbergi. Geymsla á 1. hæð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017, netfang: Iit@simnet.is - veffang: lit.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.