Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Side 22

Skessuhorn - 06.12.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 SlfiÉSiSlíjílilöBM Snæfell á toppinn Lið Snæfells í Stykkishólmi er komið í fyrsta sæti úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik eftir góðan sigur á liði Crindavíkur á mánu- dagskvöld. Leikurinn fór fram í Grindavík. Heimamenn komu mun ákveðnari til leiks og höfðu forystu eftirfyrsta leikhluta 23-22. Þeir héldu sínu striki í öðrum leik- hluta en náðu ekki afgerandi for- ystu. Staðan í hálfleik var 42-38. í þriðja leikhluta náðu Snæfellingar loks að sýna sitt rétta andlit og í lok hans höfðu þeir náð frum- kvæði í leiknum og höfðu í lok hans skorað 56 stig gegn 55 stig- um Grindvíkinga. í síðasta leik- hluta tókst Snæfellingum að inn- sigla sigur sinn 75-68. Stigahæstur Snæfellinga var Hlynur Bæringsson með 15 stig, Ingvaldur Hafsteinsson, Sigurður Á. Þorvaldsson og Justin Shouse skoruðu 14 stig hver, Jón Ó. Jóns- son skoraði 11 stig, Bjarne Ó. Nielsen skoraði 5 og Helgi R. Guðmundsson skoraði 2 stig. Þegar níu umferðum er lokið í úrvalsdeildinni eru Snæfellingar efstir með 16 stig og lið Skalla- gríms er í öðru sæti með 14 stig. HJ Frá einum af sigurleikjum Skallagríms á liðnum vikum. Ljósm. Svanur Steinars- • • • • S • • >C Sjo sigrar i roö hjá Skallagrími Leikmenn Skallagríms unnu sinn sjöunda sigur í röð á sunnu- dagskvöld þegar þeir lögðu Þór að velli í Þorlákshöfn í níundu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Skallarnir eru nú efstir að stigum í deildinni með 14 stig eins og lið KR og Snæfells sem reyndar á leik til góða. Segja má að sigur Skallagríms hafi aldrei verið í hættu og í hálfleik leiddu þeir 46:37. Munurinn jókst enn frekar í þriðja leikhluta og að honum loknum var mun- urinn orðinn 25 stig. í leikslok höfðu Skallagrímsmenn skorað 98 stig en leikmenn Þórs 80. Pétur Már Sigurðsson var stigahæstur í liði Skallagríms með 26 stig, Darrell Flake skoraði 19 stig, Dimitar Karadzoski skor- aði 15 og Axel Kárason skoraði 13 stig. HJ Verðum bestir þegar upp verður staðið Segir Geof Kotila þjálfari Snæfells Geof Kotila. Blaðamaður Skessuhorns heyrði hljóðið í Geof Kotila, þjálfara Snæfells, rétt áður en liðið lagði af stað til Grindarvík- ur sl. mánudag. Geof var hress og sagði að auðvitað sæti bikarleikurinn við Grindavík í þeim, þar sem úr- slitin hefðu ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Hinsvegar væri Snæfell ákveðið í að koma sterkari til leiks og sýna meiri hörku en síðast, sem greinilega skilaði sér, því eins og allir vita unnu þeir Grindavík síðasta mánudag. „Undirbúningurinn hefur verið fólginn í því að ein- beita sér að okkar leik og kerfum og því sem við þurfum að laga. Við höfum minna verið að hugsa um þá. Auðvitað eru margir góð- ir einstaklingar í Grindarvíkurlið- inu. Þeir eiga sem dæmi góðar skyttur, en ef við vinnum okkar heimavinnu vel, stöndum við vel að vígi. Við eigum alveg að geta unnið Grindvíkinga og leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir báða. Ef við vinnum skjótumst við upp í efsta sæti deildarinnar, sem auð- vitað væri frábært, svo sigur á móti Grindavík yrði óneitanlega sætur. Hins vegar vita allir að það er ekki gott að spila í Grindavík. Heimavöllur þeirra er geysilega sterkur, þeir spila vel heima og þurfa að vinna svo það er einnig pressa á þeim." Þurfum að stoppa liðin Snæfeli hefur vegnað vel það sem af er í deildinni en gekk ekki eins vel í bikarnum. „Eins og staðan er núna eru mörg lið sem geta unnið okkur ef þeir eiga góðan leik og við slakan, en markmiðið er að gera liðið eitt það besta á íslandi fyrir lok tíma- bilsins. Til þess að ná árangri þurfum við hinsvegar að geta stoppað mótherjana og vera til- búnir til að leika. Ef leikmenn eru ekki tilbúnir gengur auðvitað ekkert upp. Ég vil ekkert tjá mig um hvernig liðið var á síðasta ári, þá var ég ekki hér. Ég er hinsveg- ar nýr og við eigum nokkuð í land ennþá en það er engu að kvíða með það, eins og ég sagði áðan, stefni ég að því að gera lið- ið eitt það besta, jafnvel það besta í lok tímabilsins. Og ég er ekkert hræddur um að svo geti ekki orðið. Okkur hefur farið fram og erum í framför svo allt er þetta í áttina," sagði Geof. íslendingar eiga marga góða körfuknattleiksmenn Glöggt er gests augað og væntanlega hefur Geof tekið eft- ir einhverju sem þykir sérstakt í tengslum við körfuboltann á ís- landi. „Ég er alveg undrandi á því hversu íslendingar eiga góða körfuknattleiksmenn. Hér búa bara rúmlega þrjúhundruð þús- und manns og samt eru svona mörg úrvals lið, með svo jafna getu. Þar sem ég bjó áður í Dan- mörku voru frekar eitt til tvö lið sem báru af og skáru sig úr, þannig er því ekki varið hérna. Mörg liðin eru ótrúlega jöfn og góð og gaman verður að fylgjast með framvindu mála í vetur." Vindurinn að gera okkur brjáiuð Svo að lokum varð auðvitað að spyrja hinnar klassísku spurning- ar. „How do you like lceland," eða hvernig líkar þér á íslandi? „Kuldinn er alls ekkert vanda- mál hér," segir Geof „og við erum sammála um það fjölskyld- an. Hins vegar er þessi vindur al- veg að gera okkur brjáluð. Það er lagt af stað úr bænum í þokka- legu veðri, þegar komið er upp á fjallveginn þá er stórhríð, svo er haldið ögn lengra þá slotar byln- um en við tekur svo mikill vindur að maður á fullt í fangi með að halda bílnum á veginum. Þetta er alveg ótrúlegt veðurfar. Við hjón- in eigum tvær dætur sem eru með okkur hér og fram að þessu eru allir ánægðir og líður vel." Og þar með var Geof rokinn. Átti eftir að kveðja konuna og svo var að bruna af stað á Suðurnes- in. BGK Ijósm. Stykkishólmspósturinn. Valur er alveg á jörðinni þrátt fyrir gott gengi Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms. „Við erum nánast með sama lið- ið og í fyrra, nema við höfum nýj- an Bandaríkjamann, Darrel Flake sem leysir af George Byrd frá síð- asta tímabili. Við erum staddir þar í deildinni sem við eigum skilið að vera. Þótt okkur hafi ekki gengið alveg eins og við vildum í upphafi, vorum óheppnir að tapa fyrstu leikjunum, þá erum við nú búnir að vinna sjö leiki í röð, svo allt er á réttri leið. Það er afar jöfn barátta í deildinni, mikil spenna og nauð- synlegt fyrir okkur að finna út hvort við stöndumst þessa pressu. Það hafa allir gott af því," segir Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms en lið hans hefur náð frábærum árangri í síðustu leikjum efstu deildarinnar og vermir topp- sæti. Gerum gott betra Liðinu hefur vaxið fiskur um hrygg undan farin ár og leikgleði virðist vera ríkjandi. „Við höfum ekkert breytt miklu frá síðasta ári, erum að spila svip- að í sókninni en varnarleikurinn er öðruvísi en var. Markmiðið í upp- byggingu á liðinu er afar einfalt, það er bara að gera gott betra, að verða betri í því sem við erum góðir í. Með það að leiðarsljósi er lagt upp fyrir hvern leik og skilar okkur drjúgt áfram. Andinn í lið- inu er einstaklega góður, mikil leikgleði sem hefur allt að segja." Ekkert kalt á toppnum Þegar Skessuhorn náði tali af Vali sl. mánudag var leik Snæfells og Grindavíkur ekki lokið. En hvernig tilfinning ætli það sé að vera á toppnum, svona almennt? „Það er gaman að prófa að vera á toppnum þótt það verði kannski bara í einn dag," segir hann. „Við deilum sætinu með öðrum en þetta er alveg ágætt. Við erum samt ekki í neinu háloftaflugi, stöndum alveg með báðar fætur á jörðinni. Hins vegar gefur það þessu öllu óneitanlega meira gildi að ná svona góðum árangri. Allir hafa gott af því að glíma við ögr- anir, það þarf líka sterk bein til að þola góða daga." Fjósiö okkar frábært Heimavöllur Skallagríms þykir ekki árennilegur heim að sækja og hefur áhangendum liðsins fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. „Fjósið okkar er frábært, þetta er fyrirmyndar heimavöllur sem við höfum hér. Við köllum íþrótta- húsið Fjósið og það nafn er alveg viðeigandi í landbúnaðarhéraði eins og Borgarfirði. Stuðningsaðil- ar okkar hafa sannarlega staðið við bakið á okkur vel og dyggi- lega, svo það er ekkert árennilegt að koma hingað og spila. En svona eiga heimavellir að vera, styðja myndarlega við bakið á sín- um." Spennandi leikur 15. desember Síðustu árin hefur grannaslagur- inn; Skallagrímur-Snæfell verið afar spennandi, nú er slíkur leikur á dagskrá 15. desember. „Þetta verð- ur afar spenn- andi viður- eign. Liðin eru svo jöfn. Það hefur verið toppslagur síðustu tvö til þrjú árin. Fyrr, þegar liðin voru neðar, var þetta kannski ekki alveg jafn spennandi, en núna er útlit fyrir hörkuleik. Það skiptir eig- inlega ekki máli hvernig leikurinn í kvöld fer [mánudag], viðureign þessara liða verður jafn skemmtileg hvort sem Snæfell vinnur eða ekki." Tökum einn leik í einu Nú er spurning hvort Skalla- grími tekst að halda gefnum hlut. Enn eru eftir tveir leikir í fyrri um- ferð og töluverður tími til vors. „Við höldum bara áfram sömu stefnu. Gera betur í dag en í gær. Enn eru eftir tveir leikir í fyrstu umferð, svo deildin er alls ekki búin ennþá. Við spyrjum að leikslokum í þessu eins og öðru og förum þetta á jákvæðninni," sagði Valur Ingimundarson að lokum. BGK

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.