Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Síða 4

Skessuhorn - 03.01.2007, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 ..r.lllih. .. Styrkir tvö verkefiii SNÆFELLSNES: Samkeppn- isdeild Verkefiiasjóðs sjávarút- vegsins hefúr úthlutað styrkjum að upphæð 25 milljónir króna til níu verkefina og eru tvö þeirra á Vesturlandi. Vör - Sjávarrann- sóknarsetur við Breiðafjörð fékk úthlutað fjórum milljónum króna til þess að rannsaka út- breiðslu og þéttleika beitukóngs í Breiðafirði og leita að nýjum veiðisvæðum. Verkefnið verður unnið undir stjóm Erlu Bjarkar Ornólfsdóttur. Þá fékk Reykofhinn í Grundarfirði 3,5 milljónir króna til áffamhald- andi markaðsrannsókna og fjölgun veiðisvæða sæbjúgna. Það er Kári P. Ólafsson sem stýrir því verki. -hj Nemendur í góðverkum AKRANES: Nemendur í Grundaskóla á Akranesi afsöluðu sér jólagjöfum á litlu jólum skól- ans í ár og settu andvirði þeirra í söfnun til stuðnings bágstöddum í Malaví. Þetta var í annað sinn sem nemendur skólans stóðu fyr- ir söfinun sem þessari því í des- ember 2005 tóku nemendur og starfsfólk þátt í sUku og söfinuðu tæpum 400 þúsundum króna. Komu þeir fjármunir sér mjög vel og nýttust til kaupa á náms- bókum og öðrum nauðsynjahlut- um í skólahaldi í Malaví. Akveð- ið var að endurtaka söfnunina til að styðja enn ffiekar vini í Malaví og átti hún sér stað fyrir jólin þar sem allir sem vettlingi gátu vald- ið tóku þátt. Þrótmarsamvinnu- stofnun Islands mun síðan bæta við upphæðina en í fyrra var hún tvöfölduð og þar af leiðandi end- aði hún í tæpri milljón króna. -kh íbúum í strjálbýli fækkar VESTURLAND: Á liðnum áratug hefur íbúum í strjálbýli á Vesturlandi fækkað um tæp 8%. Þann 1. desember 2006 voru íbúar í strjálbýli 2.741 að tölu samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Islands en þann 1. desember 1997 voru íbúarnir 2.979 og hafði því fækkað á þessum árum um 238 talsins eða um tæp 8% eins og áður sagði. Konum hefur fækkað mun meira á þessum tíma eða úr 1.391 í 1.240 eða um tæp 11 % en körlum fækkaði á sama tíma úr 1.588 í 1.501 eða um rúm 5%. Á sama tíma hefur íbúum á Vesturlandi fjölgað úr 13.934 í 15.025 eða um tæp 8% og hef- ur því hlutfall íbúa strjálbýlis lækkað úr rúm 21% árið 1997 í rúm 18% árið 2006. Talsverðar sveiflur hafa verið í íbúafjölda í strjálbýlinu á þessum árum og má sem dæmi nefna að milli ár- anna 2002 og 2003 fækkaði íbú- um úr 2.948 í 2.771 en milli ár- anna 2004 og 2005 fjölgaði þeim úr 2.743 í 2.748. -hj Allir starfsmenn Norðuráls í lyíjapróf Allir starfsmenn Norðuráls á Grundartanga, sem eru um 400 talsins, munu nú eftir áramótin gangast undir lyfjapróf og hefur fyrirtækið jafnframt ákveðið að framvegis verði slík próf fram- kvæmd reglulega og verði tilviljun látin ráða því hvaða starfsmenn gangast undir prófið hverju sinni. Þetta segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri viðskiptaþrótm- ar og fjármálasviðs Norðuráls. Ragnar segir að á kynningar- fundi um málið í fyrirtækinu hafi sú hugmynd komið fram hjá hópi starfsmanna að allir yrðu settir í lyfjapróf. „Það var ákveðið af hálfu fyrirtækisins að verða við þeirri ósk,“ segir Ragnar. I framhaldinu hafi verið rætt við fleiri starfsmenn og virðist almenn ánægja vera meðal þeirra með prófin. Ekkert í lögum um persónu- vernd bannar að fyrirtæki láti framkvæma lyfjapróf á starfsfólki sínu en þar eru gerðar kröfur um að málefnalegur tilgangur búi að baki söftiunar viðkvæmra persónu- upplýsinga. Ragnar segir að hing- að til hafi enginn starfsmaður Norðuráls verið staðinn að neyslu ólöglegra lyfja við störf sín hjá fyr- irtækinu. Hins vegar sé ljóst að neyti fólk slíkra efna sé það bæði hættulegt sjálfu sér og öðrum. Hjá Norðuráli sé starfsfólk oft að með- höndla heitan málm og stór tæki og fari eitthvað úrskeiðis liggi mikið við. „Þetta er liður í því að skapa mönnum eins gott starfsör- yggi eins og hægt er,“ segir Ragn- ar um hin fyrirhuguðu lyfjapróf. Ragnar segir að vegna prófanna hafi Norðurál fengið til liðs við sig fyrirtækið InPro, en það starfar meðal annars á sviði heilsu- og vinnuverndar. Prófin verði ffiam- kvæmd þannig að munnvatnssýni starfsmanna verði rannsökuð. HJ Bragi Þórðarson sæmdur riddarakrossi Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi á nýárs- dag Braga Þórðarson bókaútgef- anda á Akranesi riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum. Auk Braga voru þrettán aðrir sæmdir riddarakrossi að þessu sinni. Bragi segir í samtali við Skessuhorn að orðuveitingin hafi komið honum þægilega á óvart. Hann hefur um áratuga skeið rekið Hörpuútgáfuna sem lagt hefur áherslu á útgáfu sígildra bóka. Má þar nefna ljóðabækur, ævisögur, bækur um þjóðlegan fróðleik, hér- aðssögur og fleira. Þá hefur Bragi starfað um ára- tuga skeið að félagsmálum. Hann hefur verið virkur í skátahreyfing- unni og starfaði lengi í góðtempl- arareglunni. Bragi var fyrsti for- maður Æskulýðsráðs Akraness og sat lengi í bókasafnsstjórn á Akra- nesi. Bragi er heiðursfélagi Skátafé- lags Akraness og Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er hann einnig heiðursfélagi Oddfellowreglunnar. Hann hlaut árið 2004 heiðursverð- laun minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar. Samhliða útgáfustörfum hefur Bragi verið afkastamikill rithöfund- ur og hafa fimmtán bækur hans verið gefhar út. HJ Loftorka bauð lægst í uppsteypu Menntaskóla Borgaríjarðar Fyrir jól voru opnuð tilboð í 2. áfanga byggingu Menntaskóla Borgarfjarðar. I þessum áfanga skal reisa húsið úr forsteypmm og stað- steyptum byggingahlutum, leggja grunnlagnir og fylla að húsinu. Tvö tilboð bárust í verkið. Loftorka Borgarnesi ehf. bauð rúmar 199,7 milljónir króna og Sólfell ehf. bauð tæpar 224,8 milljónir króna. Kostn- aðaráætlun hönnuða var að upphæð rúmar 182 milljónir króna og er því lægra tilboðið tæp 10% yfir kostn- aðaráætlun. Að sögn Ársæls Guðmundssonar er vonast til þess að ffiamkvæmdir við 2. áfanga geti hafist fljótlega og samkvæmt útboðsgögnum skal verkinu lokið 30. apríl 2007. Þá er vonast til þess að framkvæmdir við þriðja áfanga geti hafist og stefint er að því að kennsla hefjist í húsinu í haust. HJ Tilboð í farsímaþjónustu langt yfir kostnaðaráætlun Þrjú tilboð bárust í GSM far- símaþjónustu á Islandi og voru þau öll talsvert yfir kostnaðaráætlun. Það er Fjarskiptasjóður sem stóð að útboðinu og er með því steftit að þéttingu farsímanetsins á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofiivegum og á helstu ferðamannastöðum. í þess- um áfanga voru boðnir út kaflar á þjóðvegi 1 og fimm fjallvegum, Fróðárheiði, Steingrímsfjarðar- heiði, Þverárfjallsvegi, Fagradal og Fjarðarheiði. Að auki er ætlunin að setja upp sendi í Flatey á Breiðafirði en hann mun ná til helmings leið- arinnar um Barðaströnd þar sem farsímaþjónustu nýtur ekki við. Alls eru þessir vegarkaflar um 500 km langir. Og fjarskipti ehf. buðu 669 millj- ónir króna í verkið og verklok eftir 20 mánuði, Síminn hf. bauð 598 milljónir króna og verklok eftir 12 mánuði og einnig bauð Síminn með frávikstilboði 535 milljónir króna með verklokum eftir 12 mánuði. Kostnaðaráætlun var rúm- ar 445,7 milljónir króna og er því lægsta tilboðið 20% yfir kosmaðar- áætlun. HJ Samkeppniseftirlitið vísar frá kvörtunum Loftmynda ehf. Samkeppniseftirlitið telur ekki efni til að hafast ffiekar að vegna kvartana Loftmynda ehf. á starf- semi Landmælinga Islands. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins þann 19. desember sl. Annars vegar kvartaði fyrirtækið um að meintir einkakaupasamningar Landmæl- inga Islands um afnot af hæðarlík- önum væru ólögmætir og hins veg- ar að ekki væri fjárhagslegur að- skilnaður á milli samkeppnisrekstr- ar LMI og vemdaðs rekstrar. I úrskurði Samkeppniseftirlitsins hvað einkakaupasamningana varðar kemur ffiam að enginn samningur hafi verið gerður og að ef farið verði út í verkeffiúð verði það hugs- anlega boðið út og að málið verði sent til skoðunar Samkeppniseftir- litsins. Því sé ekki ástæða til að fjalla frekar um samningsdrögin í mál- inu. Hvað fjárhagslegan aðskilnað í rekstri Landmælinga Islands varðar bendir eftirlitið á að eftir gildistöku nýrra laga um stofiiunina um ára- mótin muni hún ekki starfa í frjálsri samkeppni við aðra aðila í skilningi samkeppnislaga. HJ Sofiiað undir stýri AKRANES: Síðastliðinn mið- vikudag softiaði ökumaður undir stýri á Innnesvegi við Akranes með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf veginum, gegnum girð- ingu og endaði út á túni. Bíllinn skemmdist töluvert og þurfti að fjarlægja hann með krana. Sam- kvæmt upplýsingum firá lögregl- unni á Akranesi urðu engin slys á fólki og ekki er grunur um ölvun við akstur. -kh Ökuníðingur stingur af HVAIFJÖRÐUR: Á aðfaranótt jóladags mætti lögreglan á Akra- nesi bíl í munna Hvalfjarðargang- anna sem snéri við á staðnum og keyrði geyst í gegnum göngin til baka. Var bíllinn eltur, ásamt því sem lögreglan í Reykjavík var kölluð til móts við ökuníðinginn, sem slapp engu að síður. Það reyndist þó skammgóður vermir því á eftirlitsmyndavélum var bæði hægt að sjá hraða bflsins og ökumanninn. Hann var því kall- aður til yfirheyrslu þar sem hann þurfti að svara til saka fyrir háttar- lag sitt. Samkvæmt ökuhraða- myndavélum reyndist maðtninn hafa verið á 150 km/klst hraða í gegnum Hvalfjarðargöngin. -kh Skuggi vill skipu- leggja reiðleiðir BORGARBYGGÐ: Á al- mennum félagsfúndi hestamanna- félagsins Skugga í Borgamesi í desember sl. var kosinn vinnuhóp- ur sem ædað er það verkeftú að vinna tillögur að reiðleiðum í næsta nágrenni hesthúsahverfisins og tengingum við stofnreiðleiðir. Nefhdin óskaði með bréfi eftir samstarfi við sveitarstjóm, nefndir og starfsmenn sveitafélagsins sem hafa með skipulagsmál að gera. Hún leggur jafnffiamt áherslu á umferðaröryggi hestamanna og annarra og leitar eftir samstarfi við sem flesta sem málið varðar. Nefndin leggur megin áherslu á að skapað verði hestvænt svæði, sem mxm draga að fjölskyldur sem hafa áhuga á hestamennsku sem tómstundarstarfi, íþróttum eða í atvinnuskyni. -kh Stendur við hækkun fæðisgjalda AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur ítrekað fyrri samþykkt sína um hækkun fæðisgjalda í leik- og grunnskólum bæjarins um 10% ffiá áramótum. Eins og ffiam hefúr komið í Skessuhomi lagði minni- hluti bæjarstjómar ffiam tíllögu þess effiús að fallið yrði ffiá hækk- uninni þar sem virðisaukaskattur á matvælum verður lækkaður þann 1. mars á næsta ári. Tillögunni var vísað til bæjarráðs til frekari um- fjöllunar. Eins og áður sagði ítrek- aði bæjarráðið fyrri samþykkt sína en óskaði hins vegar eftir kosmað- argremingu fæðisgjaldanna. -hj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjamarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 21 32 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.