Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Síða 14

Skessuhorn - 03.01.2007, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 ■únm.H..: i 1 Hvað er Vestiendingum minnisstæðast frá árinu? Á tímamótum sem þessum þegar nýtt ár er gengið í garð er ekki úr vegi að líta ögn til baka og fá álit fólks á hvað standi uppúr í þeirra huga á árinu. Skessuhom kom sér í samband við nokkra Vestlendinga, spurði þá hvaða viðburði þeim þætti standa upp úr, bæði héðan af svæðinu og í heimsmálunum. Hver væra minnisstæð- ustu viðburðir í einkalífinu og að lokum hvemig þeim litist á árið 2007? Helgi Bjömsson, bóndi á Snartarstöðum í Lundarreykjadal. „Það sem mér dett- ur svona fyrst í hug verður að teljast sam- eining sveitarfélaga hér í Borgarfirði, en þó er ég afar ósáttur með nafnið Borgar- byggð, Borgarfjörður hefði verið mikið nær og átt betur við. Eg fagna hinsvegar hval- veiðum og því að þær hófust á nýjan leik, það sýnir mér að við Islendingar þorum enn að vera svolítið frjálsir, sem ég tel hafa skort á undanfarið. Á árinu 2007 held ég að ýmislegt muni skýrast sem er óljóst í dag og liggur ekki fyrir hvemig muni fara. Þá meina ég t.d. stóriðjuáform rík- isstjórnarinnar, en sjálfum líst mér illa á að afkoma þjóðar- innar sé byggð á einni afurð, þ.e. áli og tel betri kost að dreifa henni á fleiri tegundir. Einnig verður athyglisvert að sjá hvemig kosingamar fara næsta vor. Hjá mér persónulega hjakkar maður svo sem í sama farinu í flestum greinum og því man ég ekki efrir neinu sérstaklega markverðu þar.“ Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Rifi. „Það sem mér finnst standa upp úr em sveitastjórna- kosningamar og það að Sjálfstæðisflokkur- inn sé núna í meiri- hluta í öllum þéttbýl- iskjörnunum hér á Snæfellsnesi. Það tel ég til mikilla bóta og sveitarfélögin undir mun styrkari stjórn hans en vinstri manna. Eftirtektar- verð er sú ótíð sem er búin að vera í allt haust og það leiðinlega veður frá því í september, sem sífellt hefur dunið yfir. Hjá mér sjálfum var það helst að laxveiðitímabilið gekk sérlega vel, sumarið þar áður var reyndar enn betra, en ég er þó mjög sáttur. Eg fór út um allt land í veiði og gekk undan- tekningarlaust vel við veiðamar. Annars líst mér ágætlega á árið sem í hönd fer og horfi bjartsýnn fram á veginn." Guðný Jakobsdóttir, bóndi á Syðri - Knarrartungu og formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands. „Bmninn á Mýmm er mér minnisstæð- astur á árinu og hve allt slapp vel miðað við aðstæður, enda var lögð ofuráhersla á að vernda þær byggingar sem vom í hættu meðan á bmnanum stóð. Eg hef bka heyrt að sáralítill skaði hafi orðið á plöntulífi og öðm þess háttar. Fyr- ir mig persónulega stendur upp úr að bú- skapurinn dafnaði vel, við emm nýbúin að standa í stækkunum á byggingum sem hafa skilað sér ríkulega. Nyt kúnna og magn afurða jókst til muna og við stefnum bjartsýn á enn ffekari aukningu næstu árin. Eg verð þó að taka fram að mér þykir landbúnaðurinn fá heldur kaldar kveðjur ffá sjávarútvegsráðherranum okkar svona í lok árs, en hann heldur því ffam að hvalveiðar Islendinga muni ekki skaða landbúnaðinn að ráði. Að út- flutningstekjur af landbúnaðarvörum séu einfaldlega ekki það miklar og orsakavaldurinn á minnkandi sölu ekki til- kominn vegna hvalveiðanna. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að eina ástæða Bandaríkjamanna fyrir því að þeir em að draga úr og jafnvel hætta kaupum á íslenskum land- búnaðarvörum, era hvalveiðar Islendinga, enda hafa þeir sjálfir sagt það nógu skýrt.“ Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgamesi „Þegar Htið er um öxl um áramót þá er mér efst í huga fjöldi þeirra sem látist hafa í umferðinni á árinu. Þeir sem hafa komið ítrekað að alvarlegum umferðarslysum skilja ekki af hverju er ekki löngu búið að verja miklu meira fjár- magni í þjóðvegina þar sem umferðin er mest og aðgreina vun- ferðina með varanleg- um hætti. En fleira kemur til í umferðinni en umferðarmannvirkin ein og sér og ljóst að gera verður átak í að stórbæta umferðarmenninguna með það að leiðarljósi auka öryggi allra í umferðinni. Það sem mér finnst markverðast í mínu starfi á árinu sem er að líða era þær miklu breytingar á umdæmum lögregl- unnar um allt land sem tóku gildi nú um áramótin. Samein- ing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ein og sér er nátt- úralega stórvirki og verður spennandi að sjá hvemig nýtt embætri þróast. Á Vesturlandi þá fellur löggæslan í Dala- sýslu undir lögreglustjórann í Borgamesi og með því stækk- ar umdæmið hans all verulega. Þeirri breytingu fylgir að lögreglumaðurinn sem var í Dölunum bætist í hið samein- aða lið en lögreglustöðin í Búðardal verður starffækt áfram. Þá bætist fyrmm Kolbeinsstaðarhreppur einnig við rnndæmi lögreglunnar í Borgamesi. Töluverð vinna hefur farið í að undirbúa þessar umdæmabreytingar og gert er ráð fyrir því að löggæslan aukist í nýja sameinaða umdæminu og þjón- ustustigið aukist þar með. Til þess að svo verði þarf þó að fjölga lögreglumönnum. I einkalífinu em mér minnistæðastar tvær stærðarinnar af- mælisveislur sem haldnar vom hjá fjölskyldumu á árinu. Önnur var í tilefni 95 ára afmælis Eyju frænku í Dal sem heitir fullu nafni Ragney Eggertsdóttir og er föðursystir mín. Hin veislan var til heiðurs móður minni sem varð 90 ára þann 20. desember sl. en hún heitir Sólveig Árnadóttir. Við í fjölskyldunni emm svo lánsöm að eiga aldraða foreldra og frænku sem að era við góða heilsu og halda sér vel. Það er dýrmætt fyrir bömin og bamabömin að geta kynnst gamla tímanum í gegnum langafa og langömmu og Eyju ffænku sem er næstum því að verða 100 ára. Eg vona að nýtt ár verði gæfuríkt fyrir okkur öll. Það er bjart ffamundan en það er algjör óþarfi að flýta sér um of. Tíminn er afstæður og hann er ekkert að hlaupa ffá okkur, því það kemur alltaf meiri tími.“ Dagbjört Höskuldsdóttir, verslunareigandi í Stykkishóbni, ,ÁIér hefur fundist þetta ffekar tíðindalít- ið ár hér í Stykkis- hólmi og Snæfellsnesi en þó verður að segj- ast, að haldist hefur vel á atvinnu hér á svæðinu og uppbygg- ing er mikil, þrátt fyr- ir að skelvinnslu hafi verið hætt á sínum tíma. Samfélagið hef- ur ekki tekið neina kollsteypu, en hag- kerfið hér í Stykkis- hólmi virðist vera að einhverju leyti öðmvísi en í öðrum sjávarplássum. Hér er fjölbreytileiki í atvinnuvegum, t.d. í ferðaþjónustu, verslun- vun, þjónusm og fleiru sem dempar áfallið þegar ein grein dettur út. Það sem situr kannski helst í mér er veðurfarið, en það hefur verið ansi dapurt. Vorið og sumarið fór hálfþart- irm ffamhjá án þess að nokkur tæki eftir því og síðan er haustið búið að vera með eindæmum leiðinlegt. Hin skelfilegu umferðarslys sem hafa átt sér stað yfir árið er eitthvað sem er afar minnisstætt og hér misstum við tvo unga menn, einn héðan og annan fyrrverandi Hólmara, sem var okkur mikið áfall. Þegar svona atburðir eiga sér stað er gott að vera í litlu samfélagi eins og Stykkishólmi, þar sem samkenndin er mikil og við komum öll hvort öðm við. Að lokum má ekki gleyma að minnast á samninginn sem hefur verið tmdirritaður á milli ríkis og Fransiskusystra, en nú hefur ríkið alfarið tekið að sér rekstur spítalans hér á svæðinu og starfi systranna því lokið. Við emm þeim afar þakklát fyrir það farsæla og óeigingjama starf sem þær hafa sinnt af alúð í öll þessi ár. Eg get ekki annað sagt en að ég horfi bjartsýn ffam á næsta ár, svo ffemi að við kjósum rétt og veðurfarið lagist." Astríður Sigurðardóttir, ullarselskona, Hvanneyri. „Héðan af svæðinu dettur mér strax í hug opnun Landnámsset- ursins og sú mark- verða ferðaþjónusta sem þar á sér stað, en ég tel það veralega gott framtak og merkilegt. Varðandi heims- málin slær það mig hvað mest hversu Htið ffiðvænlegt er í heim- inum í dag og svo virðist sem við höfum ósköp Htið lært síðan heimstyrjaldimar riðu yfir, en ekki ósvipuð vandamál era að dúkka upp núna og þá. Við teljum okkur hafa þroskast síð- an, en það er erfitt að koma auga á þann þroska miðað við ástandið í dag. Fyrir mig persóntdega er það tvímælalaust helsti viðburð- urinn á árinu að ég fór í mjaðmakúluaðgerð og finnst alveg meiriháttar að hægt sé að ffamkvæma slíkt, í stað þess að leggjast í kör eins og fólk hefur líklega neyðst til hér áður fyrr.“ Halla Steinólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Ytri - Fagradal í Dalasýslu. „Ég man ekki svona í fljótu bragði eftir neinu sérstak- lega minnisstæðu héðan af svæðinu, tel að allt hafi gengið sinn ágæta vanagang, en af landsmálunum hinsvegar fannst mér skemmtilegast að bandaríski herinn fór loks af landinu. Ég get meira að segja alltaf glatt aldraðan föður minn, sem er orðinn nokkuð gleyminn, með þeim fféttum og því ætíð eins og ný tíðindi fyrir honum og kætist hann alltaf jafn vel við, blessaður. Það hefur komið sjálffi mér skemmtilega á óvart hversu gaman er að vafstra í pófitík og taka þátt í sveitastjómarmál- um, þrátt fyrir að vissulega þurfi stundum að taka þar erfið- ar ákvarðanir. Einnig fór ég í skemmtilegar ferðir bæði til Grænlands og síðan Frakkalands, en þar ég dvaldi ásamt ungmennum úr Reykhólaprestakall, í munkaklaustri sem var mikil og öðravísi upplifun. Ég hlakka til og býst við spenn- andi tímum í vor vegna komandi alþingiskosninga, enda bjartsýn á breytingar og vil einfaldlega höfða til skynsemi fólks hvað það varðar." Gíslína Lóa Kristinsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Það sem kemur svona fyrst upp í hug- ann af helstu tíðind- um héðan af svæðinu er sá mikli bruni sem varð á Mýmm en á landsvísu þykir mér framganga Ómars Ragnarsson í baráttu sinni gagnvart Kára- hnjúkum, algerlega standa upp úr. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og því sem hann berst fyrir. Minnisstæðasti við- burðurinn fyrir mig persónulega er klárlega að ég fékk böm og barnabömin mín heim ffá Danmörku, þar sem þau vom við nám. Þannig að öll stórfjölskyldan var saman nú um jól- in sem var verulega skemmtilegt og áttum við sameinuð mjög góð jól.“ KH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.