Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Side 16

Skessuhorn - 03.01.2007, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 gBSgSS|ÍH©BÍÍ Við áramót: Predikun flutt við aftansöng í Borgarneskirkju 31. desember sl. Lúkas 13. 6-9. En hann sagði þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sín- um. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víhgarðsmanninn: í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni? En hann svaraði honum: Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.“ Fyrir tveimur dögum, í síðdegis- rökkri skammdegisins var barn borið til skírnar í Borgarkirkju. Ung kona, vinkona móðurinnar hélt drengnum unga undir skírn. Og fáeinum mínútum síðar stóð þessi unga kona með föður sínum og bræðrum og okkur Hreggviði kirkjuverði við bænastund í Borg- arneskirkjugarði, þar sem duftker móður hennar var lagt í jörðu. Þetta orkaði sterkt á mig. Skírnar- athöfn þar sem nýju lífi er fagnað og barn tekið í kirkju Krists. Og síðan kveðjan hinsta í kirkjugarð- inum - bænir sagðar yfir elskaðri móður sem kvatt hefur þetta líf og er ekki meir á jörðu- en lifir með góðum englum í himnaríki. Og þessar athafnir báðar voru í Jesú nafni. Fyrir nafn hans, nafnið skýra og bjarta, nafn hans sem er drottinn yfir lífi og dauða; nafnið hans sem er heilagt, og hverju nafni æðra. Við fögnum nýju lífi í nafhi hans; biðjum að hann helgi, blessi og varðveiti nýja marmeskju sem ausin er vatni - og við kveðj- um þá sem við elskum í sorg og eftirsjá, líka í Jesú nafni, í trausti til fyrirheita hans um að upprisa hans frá dauðum, kraftaverkið mikla, sigur lífs á myrkri og tómi verði fyrirmynd um afdrif okkar sem ját- um nafn hans. Og við áramót minnumst við ástvina okkar sem kvatt hafa þenn- an heim á þessu ári. Guð blessi þau öll og geymi í friði sínum og sendi líkn sína og huggun þeim sem eft- ir lifa. Enn erum við í þessum sporum, stödd í helgidóminum við lok árs. Fáeinar stundir lifa af árinu sem er að líða, það hverfur brátt í aldanna skaut. Það er Jesús frá Nasaret sem segir söguna um fíkjutréð er guð- spjall dagsins geymir. Tré sem ekki hefur staðið sig vel. Tré sem virð- ist eiga óglæsilega framtíð. Tré sem á að upphöggvast og hverfa. Gefðu því eitt ár enn, segir vín- garðsmaðurinn, og biður því misk- unnar. Það er ekki erfitt að skilja þessa sögu bókstaflega. En þetta er dæmisaga. Dæmi- saga er saga sem tekur atvik úr daglegu lífi og reynslu okkar - not- ar efni sem er afar venjulegt og öll- um auðskilið, til að flytja erindi, boðskap, hugmynd eða lífsskoðun. Sagan af fíkjutrénu sem á sér tví- sýna tilvist á því ekki heima í hand- bók um trjárækt, heldur geymir hún erindi um tímann og tækifær- in, vöxt og stöðnun, líf og dauða. Þetta er saga um afdrif mannanna. Þessi saga geymir áminningu og hvatningu, um vöxt. Tréð á að gefa ávöxt, til þess er það, annars fær það ekki að lifa og er ekki til neins. Aminning líka um að við felum okkur honum sem er frelsari heimsins, Jesús, að við þökkum hvern dag sem hann gefur og biðj- um hann að styrkja okkur til góðra verka. Margt bar við á árinu sem er að líða og myndi æra óstöðugan að telja það allt upp. Oft verði mikið bál af litlum neista. Það rættist svo sannarlega á okkur Mýramönnum nú á út- mánuðum. Mikið land brann vest- ur í Hraunhreppi; í einhverjum mestu sinueldum sem orðið hafa á íslandi. Það þurfti kraftmikinn mann- Við áramót í Borgamesi. skap til að glíma við þessar ham- farir og koma í veg fyrir verulegt eignatjón. Þar sannaðist enn og aftur að þegar á reynir, þegar vá steðjar að þá kunna íslendingar að standa saman. Þarna var samstað- an rík og vinnubrögðin markviss og allir - bændur, búalið, slökkvi- liðsmenn og fleiri sem að komu unnu þrekvirki í afar erfiðum að- stæðum. En á landi okkar er tíðarfar nokkuð sem engin hefur í hendi. Síðasta vika aðventunnar, var veð- urmikil og eins og jörðin hafi stun- ið undan öllum þeim rosaveðrum sem á henni dundu, flóð og skriðu- föll, skipsstrand með harmlegum mannsskaða, markaði þessa síðustu daga fyrir jól. Og vítt um landið hafa björgunarsveitarmenn verið kvaddir til aðstoðar og bjargar; mörg eru útköllin, margar vinnu- stundirnar, ófáar svefnlausar nætur - og oft hætta björgunarsveitar- mennirnir lífi og limum við störf sín - og heima bíða kvíðnar fjöl- skyldur með áhyggjur og biðja að þeir komi heilir heim. Mikils njótum við í liðveislu og fórnarstarfi fólksins, sem myndar björgunarsveitirnar, spyr ekki um endurgjald og lítur á það sem sjálf- sagðan hlut að þjóna nánunganum í nauðum, hlýða kalli Krists og koma með líkn sína og hjálp. Þessi óeigingjarna þjónusta björgunar- sveitanna við samfélagið allt verð- ur aldrei fullþökkuð. Guði sé lof fyrir þetta góða fólk og Guð blessi það og varðveiti í störfum sínum. I vor sem leið var stofnað Land- námssetur í Borgarnesi. Þar eru gömul hús sett í nýjan búning, skeytt saman og búin til ein heild sem geymir sýningar um landnám Skalla-Gríms og varpað upp myndum úr Egilssögu og jafnframt rakin saga landnáms íslands. Þarna hefur vel til tekist og viðtök- ur verið afbragðsgóðar. Þau hjón Sigríður Margrét og Kjartan sem voru frumkvöðlar að þessu verki eiga miklar þakkir skildar. Þau hafa sýnt mikla hugmyndaauðgi og verið yfir þessu öllu vakin og sofin; og þau kunna að taka á móti fólki og laða að; þar er gestum gott að vera. Landnámssetrið lofar sann- arlega góðu. Þökk sé öllum þeim sem þar hafa lagt gott til. Við Islendingar lifum góðu lífi; við erum rík þjóð og vel megandi. Við erum mikið kröfugerðarfólk, við sem byggjum þetta land. Islensk þjóð. Og mikið viljum við enn. Aldrei hefur framkvæmdagleði okkar fengið aðra eins útrás eins og nú um þessar mundir. Hvar sem litið er, um landið allt, er ver- ið að byggja og breyta. Og svo mikið er undir, að vinnufúsar, ís- lenskar hendur duga ekki, heldur notum við nú erlent vinnuafl, eins og það er kallað. Það segja okkur allar hagtölur. En þetta vinnuafl er engu að síð- ur lifandi fólk, fólk með langanir, þrár og þarfir eins og við - fólk sem þó er oft gert annars flokks. Þeir útlendu menn sem hingað koma um langan veg og hér starfa, búa margir við hörð kjör. Og margir svokallaðir innflytjendur segja frá hleypidómum sem þeir reyna. Það er fátt jafn sárt og auð- mýkjandi og að vera niðurlægður vegna uppruna síns, litarháttar eða málleysis. Og fá að heyra þetta, ýmist sagt með berum orðum eða látbragði: þú ert öðru vísi - ekki einn af okkur. Hér átt þú ekki heima. Þetta er ekki þinn staður. í dómspredikunum spámanna Gamla Testamentisins, gagnrýndu þeir samfélag sitt, mátuðu það við Guðs orð - þeir töluðu gjarna um rétt ekkna, munaðarleysingja og útlendinga. Það var mælikvarði spámannanna á heilbrigði samfé- lagsins - hvernig þessu fólki var sinnt, hvernig réttur þess var virt- ur. Nú á haustdögum spratt upp umræða um innflytjendur. Þótti mörgum að sumir stjórnmálamenn tækju stórt upp í sig, og gæfu jafn- vel í skyn að við ættum að loka landinu, eða hefta mjög aðgang út- lendinga; jafnvel var gefið í skyn að ísland ætti bara að vera fyrir Is- lendinga, eins og það sé nú hægt að svara því hvað það er að vera Is- lendingur! Förum með gát í orðræðu um þessi efhi. Stígum varlega til jarð- Ljósm. Þorgerður Gunnarsdóttir. ar. Okkar góða land með miklar auðlindir sínar, getur tekið við svo mörgum sem leita að betra lífi. Og þeir sem hingað koma auðga sann- arlega menningu okkar og mann- líf. Og það er sjálfsagt mælikvarði á heilbrigði hvers samfélags, hvern hug fólk ber hvert til annars - þeg- ar á reynir. Einkennismerki frum- kirkjunnar, hinna fyrstu kristnu safnaða, var umhyggja og samstaða og þjónusta við hina veiku og fá- tæku og gestrisni, og það að sýna veglyndi og rausn þeim sem eru veglausir og sem ekkert eiga og hafa hefur ávallt þótt kristin dyggð. Og svo eru tímarnir hvort eð er alltaf að breytast. Kristin kirkjan nam hér land á sínum tíma; kom inn í samfélag norrænna, heiðinna manna breytti þjóðlífinu með róttækum hætti. Þar voru sannarlega útlend áhrif á ferðinni. Kirkjan kenndi að skrifa og lesa, menntaði og uppfræddi og átti sinn þátt í að hér varð til heimsmenning sem hefur gert nafn íslands víðfrægt um víða ver- öld. Snautt land og fátæk þjóð vær- um við ef við hefðum ekki átt Krist sem konung, í þúsund ár. Kirkju og sið sem bar fram fagnaðarerindi hans. Við þökkum líka kirkju heimil- anna í landinu, sem kunni bænir sínar og vers. Lét hvern dag hafa sína þjáningu, og þekkti orð drott- ins Jesú um fugla himinsins og lilj- ur vallarins, vegna þess að það voru engar innistæður til í bönk- um, arður af verðbréfum eða fjár- festingum, sem gátu tryggt daginn þar á eftir. Þetta var fátækt fólk sem puðaði frá morgni til kvölds til að lifa af og sjá fyrir sér og sínum. Forfeður og formæður okkar. Fólk sem þakkaði daginn sem var að líða og bað um annan dag - vitandi a mennirnir áforma en drottinn ræður. Allt hefur sinn tíma. Og við ára- mót er tími til að staðnæmast og hlusta og hugsa. Það er Jesús frá Nasaret sem segir söguna um fíkjutréð í guð- spjalli dagsins. Sagan um fíkjutréð fjallar ekki um hagvöxt, heldur öðruvísi vöxt, vöxt andans - verðmæti sem ekki er hægt að mæla með reglustriku hagvaxtarins er verðmæti samt, sem eru ekki síður mikilvæg en það sem við þurfum til daglegs viður- væris. Við höfum tíma, erum kölluð inn í þennan heim. Fáum að lifa, njóta og starfa. Og við erum spurð um það, og það er eftir því gengið að við berum ávöxt. Sagan um fíkjutréð geymir mátt- ugan boðskap um miskunn og líkn; að enn er tími, enn er miskunn Guðs rík. Misjöfn erum við sann- arlega - og misjafnir eru dagar okkar. En við erum líkt og fíkju- tréð, þurfum aðhlynningu og nær- ingu, svo við fáum lifað og borið góðan ávöxt og horft vonglöð fram á veg. I bæn, er við leitum drottins í hugsun okkar og orðum, í ákalli, í nauðum, í lofsöng og í gleði, þiggj- um við það sem hann vill gefa, það sem hagvöxtur heimsins getur ekki gefið og engin gengisfelling mann- legra verðmæta getur frá okkur tekið. Við megum þakka af hjarta fyrir að á nýju ári fáum við enn tíma, einn dag í einu. Biðjum um vit og dómgreind til að fara vel með það sem er á okkar valdi, svo að dagar okkar verði góðir. Æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt og djörfung til að vera það sem við teljum réttast. Guði sé lof fyrir nýtt ár sem hann gefur. Guð gefi að við gemm unnið ljóssins verk meðan dagur er. I Jesú nafni. Amen. Þorbjtim Hlynur Amason, prófastur Borg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.