Skessuhorn - 03.01.2007, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007
mw
t-
*
V
*
*
r
~Pe/i/ti/t/u~V~
Vestlendingar heiðri
Gísla Sigurðsson blaðamann
Þegar ég fletti hnausþykku
jólablaði Skessuhorns og sá um-
fjöllun um hverja bókina á fætur
annarri, saknaði ég þess að ekk-
ert var sagt frá nýjustu bók Gísla
Sigurðssonar, fyrrum ritstjóra
Lesbókar Morgunblaðsins
- VESTUR UNDIR JÖKUL.
Eg veit þó að þar er ekki að
sakast við það ágæta blað -
Skessuhorn, sagt var frá útgáfu
bókarinnar í blaðinu í nóvember.
Bók þessi er hin fjórða í röð-
inni undir samheitinu: Seiður
lands og sagna, en fyrir 2 árum
kom bókin: Afangastaðir Suð-
vestanlands og fjallaði helmingur
bókarinnar um svæðið frá Botns-
dal að Húsafelli.
Bók Gísla nú byrjar á Gils-
bakka í Hvítársíðu og endar á
Fróðárheiði. Farið er um gömlu
Mýrasýslu og allt Snæfellsnes að
undanskilinni Skógarströnd, sem
reyndar er orðinn hluti Dala-
byggðar. Alls er bókin 369 síður
og brotið stórt.
Eg ætla að halda því fram að í
engum öðr-
um bókum
hafi Vestur-
landi verið gerð jafn glæsileg skil
í máli og myndum. Gísli segist
þræða gömlu skeiðarlestagöt-
urnar vestur undir Snæfellsjökul
og hann talast jafnt á við nútím-
ann sem Egil Skallagrímsson og
Snorra goða á Helgafelli. A öll-
um tímum árs hefur Gísli verið á
ferðinni með myndavélina, hann
hefur legið yfir gömlum og nýj-
um fróðleik og Vesturland leynir
á sér í byggingalistinni. Ef það
vantar ljósmynd, þá málar Gísli
mynd í staðinn. Umbrotið er
einnig hans verk. Svo sakar ekki
að hafa verið hálfa öld í blað-
mennsku.
Jólabókavertíðin er vissulega
að baki en svona bækur eru ekki
háðar neinum tíma. Tækifærin
eru næg til að auðga bóka-
skápana; afmæli, útskriftir og
heiðranir af ýmsu tagi. En einn
mann á að heiðra öðrum fremur
- höfund þessara bóka. Eg skora
á þá sem láta sig skipta menning-
armál, ferðamennsku, sögu og
náttúru á Vesturlandi, að hrista
nú af sér drumbsháttinn og sýna
Gísla þann sóma sem hann á
skilið fýrir verk sín. Mestur sómi
er þó í að sem flestir eignist bæk-
urnar hans.
Með þökk fyrir birtinguna,
Reynir Ingibjartsson.
Sögur ípakkhúslofti
Langeverslunar
Árið 1889
var byggt
pakkhús við
verslun Johans Lange í Borgarnesi.
Faktor hans var Thor Jenssen sem
stýrði versluninni af hagsýni frá
1886 til ársins 1894 er hann flutti á
Akranes með fjölskyldu sína. Þetta
pakkhús eins og önnur pakkhús er
löngu hætt að þjóna sínu uppruna-
lega hlutverki en öfugt við mörg
þeirra stendur það enn enda ramm-
lega byggt á sínum tíma.
Nú er þetta hús hluti af Land-
námssetri sem Kjartan Ragnarsson
og Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir reka og á loftinu eru sagðar
sögur og leikin leikrit. Eg varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá
æfingu á „Svona eru menn“; frá-
sögn Einars Kárasonar og Kristjáns
Kristjánssonar á sögu Kristjáns,
KK. Ekki kann ég að fjalla um list-
viðburði af fagmennsku. Er satt að
segja lítt kunnugur hámenning-
unni. Þykist engu að síður fær um
að greina milli þess sem vel er gert
og miður þegar kemur að því að
segja sögu.
Allar þjóðir eiga sér sín sérkenni,
mismerkileg eflaust, arf sem gengið
hefúr ffá kynslóð til kynslóðar og
sér enn stað í einhverju sem hægt
er að kalla þjóðarsál. Jafnvel þó það
hafi glatað tilgangi sínum eða sínu
fyrra samhengi. Islendingar eru að
mesm hættir að segja sögur með
sama hætti og áður var en sagnaarf-
urinn er enn í þjóðarsálinni. Og
enn eru margir frábærir sagna-
menn ofar moldu þó sagnaformið
sé lítt í tísku. Menn hafa misst sjón-
ar á því að hægt er að halda uppi
hraða og spennu með því að segja
sögu, góður sögumaður gemr jafn-
ast á við allt það besta sem kvik-
myndir og leikhús hafa uppá að
bjóða; naktar konur og blóðþyrsta
keðjusagarmorðingja.
Á pakkhúsloftinu í Landnáms-
setrinu hagar þannig til að áheyr-
endur sitja á stólum sitthvoram-
megin á gólfinu undir súð og Einar
og Kristján fara um gólfið endi-
langt, Einar segir frá og Kristján
syngur og spilar þegar við á. Einar
rekur ævi Kristjáns - kannski er
þetta ekki eiginleg ævisaga en hann
dregur upp myndir, hleypur fram
og aftur í tíma og skýmr inn sögum
úr öðram heimum til að krydda
frásögnina. Stundum er sagan
fýndin, smndum dapurleg, stund-
um sorgleg. Tónlistin er alltaf part-
ur af því sem sagt er, kemur þegar
hennar er vænst ef svo má segja.
Það sem er mest um vert með
góða sögu er ekki að hún sé sönn
eða login, löng eða smtt, dapurleg
eða gleðileg heldur að hún sé
skemmtileg. Þeim sem segir
skemmtilega sögu fýrirgefst flest.
Það gerir Einar Kárason - hann
gerði það allavega þarna á æfing-
vmni. Reyndar var sá hængur á
þessari uppákomu að henni lauk
rétt í því að hún hófst. Þannig er
einmitt góðri sögu varið að hún
tekur fljótt af, jafhvel þó hún taki
rúma tvo klukkutíma í flumingi
eins og þarna. Kristján söng og
spilaði af hjartans list. En einhvern-
veginn var hann samt hluti af sög-
unni, hann hvarf inn í söguna.
Kannski er þetta nýtt form frá-
sagnarlistar. Látum það koma í ljós
í fyllingu tímans. Fyrir þá sem hafa
gaman af því að skemmta sér er
hinsvegar óhætt að mæla með þess-
ari sögusmnd! Kann ég þeim félög-
um bestu þakkir fýrir frábæra sögu,
bæði þeim sem lagði til efhið og
söng og þeim sem sagði ffá, þetta
hefði ég ekki gert betur sjálfur.
Finnbogi Rögnvaldsson
y^e/i/u/i/i^l^
Hótel við eða á Garðavelli?
Nú fyrir
Jólin ákvað
b æ j a r r á ð
Akraness að
veita heimild
til undirbún-
ingsvinnu við
breytingar á aðal- og deiliskipulagi
til að hægt verði að greiða götu
þeirra sem ætla sér að byggja hótel
á Garðavelli. Oþarfi er að deila um
mikilvægi þess að á Akranesi rísi
myndarlegt hótel með stórum
samkomusal. Ég hef hinsvegar
miklar efasemdir um hugsanlega
staðsemingu hússins, enda er þar
verið að tala um stórhýsi einungis í
um 50 metra frá næstliggjandi í-
búðarhúsum.
Forsaga málsins er sú að í sept-
ember síðastliðnum ritaði Gísli S
Einarsson bæjarstjóri, bréf til
skiplags- og byggingarnefndar og
bað um álit hennar á byggingu
hótels á Garðavelli. Nefndin tók
erindið fýrir og sagði að bygging
hótels á Garðavelli gæti fýllilega
komið til greina en hljóti þó að
fara eftir því hvernig slíkar hug-
myndir yrðu fram settar og tekið
var fram að nauðsynlegt væri að
breyta gildandi skipulagi.
Ég var búinn að heyra af þessum
byggingarhugmyndum við hliðina
á íbúðarhúsum okkar hér í Jörund-
arholtinu og las einnig í Skessu-
horni að uppi væri hugmynd um
byggingu hótels sem næði út fýrir
skilgreindan byggingarreit golf-
skála á Garðavelli og nauðsynlegt
yrði einnig að færa til golfholu á
vellinum til að koma mætti því fýr-
ir.
Ég fór því strax af stað niður á
tæknideild til að ná í þær upplýs-
ingar og erindi sem til voru um
væntanlega framkvæmd, en þó að-
allega upplýsingar um staðsetning-
una. Á tæknideildinni var engar
upplýsingar að hafa aðrar en þær
að munnlega var mér sagt að er-
indið hljóðaði einungis upp á
byggingu hótels einhversstaðar á
golfvallarsvæðinu og ég skyldi bara
vera rólegur því það yrðu auglýstar
skipulagsbreytingar ef málið kæm-
ist á það stig. Ég spurði sjálfan mig
hvernig það væri hægt að erindi
eins og þetta gæti farið fram og til
baka innan bæjarkerfisins án þess
að finna mætti um það nokkrar
heimildir.
Heim fór ég heldur fúll og skrif-
aði póst til Gísla S Einarssonar
þann 3. október því það var jú
hann sem kom þessu erindi til
skipulags- og byggingarnefndar og
spurði hann hvers vegna það þyrfti
að fela þessar upplýsingar og
einnig spurði ég hann hvar ég gæti
séð eða lesið verklagsreglur og
starfslýsingar fýrir embætismenn
bæjarins því þetta gat ekki verið
eðlilegur framgangsmáti í svona
máli.
Gísli svarar mér strax sama dag
og segir mér að þetta mál sé á al-
gjöra framstigi. Það hafi ekki ver-
ið lagðar ffam teikningar, heldur
einungis fýrirspurn um hvort af
skipulagsástæðum væri hægt að fá
svar um að hugsanlegt væri að
byggja hótel sem myndi samnýtast
fýrir aðstöðu fýrir golfiðkun við
Garðavöll.
Hugsanleg staðsetning gæti ver-
ið á nokkrum stöðum í nágrenni
aðkomu vallarins. Þeir sem lagt
höfðu fram fýrirspurnina verði
næst að gera grein fýrir hvers kon-
ar byggingu þeir séu að hugsa um,
stærð, útlit o.s.frv.
Ég lét þetta gott heita, þó Gísli
hafi alveg gleymt að svara mér um
verklags- og starfsreglurnar.
Það næsta sem gerist er að
skipulags- og byggingarnefnd tek-
ur jákvætt í erindið 15. nóvember
sl., en tekur fram að það verði að
breyta aðal- og deiliskipulagi.
I þetta skiptið lá fyrir nefndinni
uppdráttur af hótelinu og grein
gerð fýrir hugmyndum byggingar-
aðila og einnig kemur fram hverjir
þeir séu, ásamt bréfi undirrituðu af
stjórn golfgúbbsins Leynis þar sem
hún heimilar vinnu við skipulagn-
ingu lóðar á byggingarreit A (það
er sá reitur sem núverandi golfskáli
er á). I bréfi þessu er ekki gerður
fýrirvari um samþykki aðalfundar
eða félagsmanna Leynis.
Nú fór ég aftur upp á tæknideild
til að reyna að fá upplýsingar. I
þetta skiptið lágu starfsmennirnir
ekki á upplýsingum og uppdráttum
af hótelinu og það sem meira var
að ég gat fengið ljósrit af erindi því
sem Gísli sendi til skipulags- og
byggingarnefhdar í september og
skil ég núna hvers vegna það var
svona mikil leynd yfir þessu bréfi
þá, en á því stóð; „erindið óskast
meðhöndlað sem trúnaðarmál“.
Ég verð að segja, að fýrir mitt
leyti þá finnst mér þessi hugmynd
um að byggja svona stórt hótel hér
ofan í íbúðarhverfinu með allri
þeirri aukaumferð sem henni
fýlgja, jafn fáránleg og að reyna að
byggja nýjan tónlistarskóla á
granni verslunahúsnæðis. Nú kann
einhver að segja að ég sé á móti
hótelum og tónlistarskólum en svo
er alls ekki.
Ég er á þeirri skoðun að Golf-
klúbburinn Leynir eigi að geyma
þennan byggingarrétt fýrir sig til
framtíðar og geti þá klúbburinn
sjálfur ráðið hvað þar fer fram og
hvenær, en ég á ekki von á að ein-
göngu golfáhugamenn nái að halda
uppi hótelrekstrinum. Með þessari
staðsetningu er klúbburinn e.t.v.
að kalla yfir sig ónæði sem skaða
mun starfsemi hans í stað þess að
styrkja. Það er fýrirsjáanlegt að
þarna verði fjölnota hótel með
skemmtanahaldi af ýmsu tagi, sem
ekki endilega fer saman við frið-
sæla golfíþrótt og holla útiveru.
Bygging hótels í tengslum við
golfvöllinn, skógræktina og safna-
væðið er góð hugmynd og þurfa
áhugamenn um slíka byggingu
ekki að fara langt frá núverandi að-
stöðu á golfvellinum til að finna
því prýðilega staðsetningu - líklega
150-200 metrum norðar í átt að
skógræktinni Garðalundi. Stað-
setning sem mjög líklega getur
orðið sátt um.
Ég skora á aðra sem hafa skoðun
á þessu máli að láta í sér heyra.
Kurl Ingi Sveimson
íbúi í Jörundarholti á Akranesi