Skessuhorn - 03.01.2007, Qupperneq 19
skessussöíski
MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007
19
Anknar ogjjölbreyttar
sjávammnsóknir
Þó nokkuð
hafi áunnist er
ljóst að veru-
lega þarf að
auka fé til haf-
og sjávarrannsókna. Verkefiiið er
stórt og ærið og miklu varðar fyrir
okkur að kunna svör við þeim á-
leimu og erfiðu spurningum sem líf-
ríkið í hafinu vekur stöðugt með
okkur. Vísindamenn okkar vinna
frábært starf og njóta góðs álits.
Lykillinn að enn frekari árangri er
fólginn í frekari og fjölbreyttari
rannsóknum.
Þetta hafði ég í huga er ég beitti
mér fyrir því að efnt var til sérstaks
átaks í rannsóknum, þar sem mark-
miðið var í rauninni tvennt. Að
smðla að meiri og frekari hafrann-
sóknum og gefa vísindamönnum
sem víðast að úr rannsóknarsamfé-
laginu tækifæri til þess að takast á við
þessi verkefni.
Þess vegna var stofhað til þess sem
við höfum kosið að kalla Samkeppn-
isdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegs-
ins. I stjórnina valdist úrvals fólk.
Formaður er dr. Jakob K. Kristjáns-
son og með honum starfa í stjóm-
inni þau Rannveig Bjömsdóttir lekt-
or við Háskólann á Akureyri og
deildarstjóri á RF og Kristján
Jóakimsson, ffamleiðslu og mark-
aðsstjóri hjá HG í Hmfsdal
Fjölþætt verkefhi
Sjóðtninn hefur lokið verkefni
sínu fyrir þetta ár. Til ráðstöfunar
vom 25 milljónir. Ædunin var að sjá
hver árangurinn yrði af þessu fram-
taki. Það er ljóst af umsóknum að
ærin þörf var á þess konar sjóði.
T^e/uuJttu^l,
Umsóknirnar vom margar og fjöl-
breytilegar og vom miklar að gæð-
um. Það er sannarlega ánægjulegt.
Við sjáum að við Islendingar höfum
á að skipa miklum fjölda ffábærs vís-
indafólks með athyglisverðar hug-
myndir á sviði sjávarrannsókna.
Þá er athyglisvert að umsækjend-
ur koma víða að úr þjóðfélaginu.
Þessi mikli fjölbreytileiki kemur
enda ffam í úthlutunum. Styrkirnir
era veittír til vekefna þar sem verið
er að fjalla um átta mismunandi teg-
undir sjávarlífvera. Aðalumsækjend-
ur sex þeirra em staðsettir utan höf-
uðborgarsvæðisins og í hinum em
einnig samstarfsaðilar af lands-
byggðinni. Þetta sýnir að gróska er
mikil og góð á sviði sjávarrannsókna
utan höfuðborgarsvæðisins, gagn-
stætt því sem stundum er talið. Þessi
sjóður ýtir undir þá starfsemi.
Gróska á Vesturlandi
Eins og vakin er athygli á á vef
Skessuhorns þá em tvö verkefnanna
á Vesturlandi. Annars vegar fær
Vör-Sjávarrannsóknarsetur við
Breiðafjörð fjórar milljónir króna til
þess að rannsaka útbreiðslu og þétt-
leika beitukóngs í Breiðafirði og
Faxaflóa og leita að nýjum veiði-
svæðum. Verkefninu stýrir Erla
Björk Omólfsdóttir. Hins vegar fær
Reykofninn í Grundarfirði 3,5 millj-
ónir króna til áframhaldandi mark-
aðsrannsókna og fjölgun veiðisvæða
sæbjúgna. Þessu verki stýrir Kári P.
Olafsson. Verkefnin tvö eru til
marks um þá grósku sem ríkir á
þessu sviði á Vesturlandi og ánægju-
legt er til þess að vita að þessi upp-
byggingin á sér stað í góðri sam-
Látmn ekki Ríkisútvarpið fara
sömu leið og Landssímann!
Sala Símans var ein heimskuleg-
asta einkavæðing ríkisstjórnar
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Bitnar sú aðgerð hart á
íbúum landsins sérstaklega á lands-
byggðinni. Þar upplifa nú flestir
verri þjónustu og hærra verð enda
bera símafyrirtækin engar samfé-
lagsskyldur. Eina skylda þeirra er að
tryggja eigendum sínum sem hæst-
an arð af fjármagninu.
Eitt mesta keppikefli ríkisstjóm-
arinnar á haustþingi var að fá einka-
væðingu Ríkisútvarpsins samþykkta.
Það furðulegasta var að forysta
Framsóknarflokksins, með nýjan
formann í broddi fylkingar, gekk þar
harðast ffam. Sótti Framsókn það
mjög fast að ljúka einkavæðingu
RÚV fyrir jól. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið sjálfum sér samkvæmur í
að RÚV verði einkavætt og selt.
Með einarðri barátm þingmanna
Vrnstri grænna og annarra stjómar-
andstæðinga tókst að fresta 3. um-
ræðu tun hlutafélagavæðingu Ríkis-
útvarpsins ffam í janúar, þrátt fyrir
hörð mótmæli þingmanna Fram-
sóknarflokksins.
Akafi Framsóknar í að einkavæða
Ríkisútvarpið er afar furðulegur í
ljósi þess að flokkssamþykktir þeirra
á undanförnum ámm ganga út á hið
gagnstæða, að það verði ekki gert.
En það er hinn nýi formaður Fram-
sóknarflokksins, sem nú rekur hvað
harðast á efrir „háeffun“ Ríkisút-
varpsins.
Enn er þó hægt að koma í veg fyr-
ir að Ríkisútvarpinu verði fómað á
vagn markaðshyggjunnar, því að
lokaumræðunni á Alþingi var
ffestað þar til í
janúar. Eg held
að fólk, ekki
síst á lands-
byggðinni,
hafi fengið sig
fullsatt af
einkavæðingu
Landssímans.
Egvonaein-
læglega að Framsóknarflokkurinn
sem forðum átti bakgrunn í sam-
vinnuhugsjóninni og ungmennafé-
lagsandanum snúi ffá villu síns veg-
ar. Hin harða einkavæðingarstefna
forystu Framsóknar bimar nú harð-
ast á þeim þjóðfélagshópum og
landssvæðum sem í gegnum 90 ára
sögu flokksins stóðu lengst af hvað
þéttast að baki honum.
Öflugt ríkisútvarp er nú sem fyrr
aflvaki sjálfstæðs menningarsamfé-
lags, homsteinn þess lýðræðis sem
þjóðin hefur barist fyrir. Við fund-
um það vel þegar við nutum dag-
skrár sjónvarps og útvarps nú um
jólin hvers virði þjóðarútvarp er.
Ihugum jafnffamt hvernig væri um-
horfs, ef Ríkisútvarpið okkar væri
horfið að fullu á altari markaðarins
og peningahyggjunnar.
Einkavæðingu á þjóðarútvarpi
landsmanna verðtn að stöðva!
Eg óska Vestlendingum og lands-
mönnum öllum gleðilegs nýs árs og
þakka liðið.
Jón Bjaniason,
alþingismaður Vinstri grænna í
Norðvesturkjördœmi
vinnu fyrirtækja og einstaklinga á
svæðinu og stofnana.
Það er einmitt mjög ánægjulegt
að Haffannsóknarstofnun er sam-
starfsaðili í fjórum af verkefhunum
níu sem hlutu styrk. Uthlutun sjóðs-
ins eflir þar með þá þýðingarmiklu
starfsemi sem ffam fer innan stofii-
tmarinnar. Jafiiffamt leggur stofn-
unin þannig sitt af mörkum til þess
að efla og ýta undir rannsóknarstarf-
semi utan hennar.
Loks er þess að geta að konur era
verkefnastjórar í þriðjungi þessara
verkefria og sýnir að einnig á þessum
sviðum hafa konur haslað sér völl og
mun svo væntanlega verða enn ffek-
ar í ffamtíðinni.
Haffannsóknir efldar
I heildina tekið er ljóst að sjóður-
inn stuðlar að meiri og fjölbreyttari
rannsóknum og vísindastarfi. Um er
að ræða samkeppnissjóð þar sem
krafa er gerð til að umsækjendur
leggi að minnsta kosti jafri háa upp-
hæð á móti. Samkeppnisdeildin
leysir því úr læðingi rarmsóknaverk-
efrii sem ætla má að velti amk. 50
milljónum og líklega veralega hærri
upphæðum. Ahuginn og umsókn-
imar sýnir að þörf er á ffekara fjár-
magni til slíks starfs. Það er okkur
hvatning til dáða.
EinarK Guðfmnsson
sjávarútvegsráðherra
Magnús Guðmundsson forstjóri Landnttdinga Islands.
Iðnmennt kaupir
útgáfu Landmælinga
Islands
Iðnmennt ses. átti hæsta tilboðið
í landakortagrunna Landmælinga
Islands sem Ríkiskaup auglýsti til
sölu fyrir skömmu. Gengið verður
ffá samningum um söluna á næstu
dögum. Eins og fram hefur komið í
fréttum Skessuhorns taka ný lög
um Landmælingar Islands gildi um
áramótin og þá hættir stofriunin út-
gáfu og sölu landakorta. Var því
auglýst sala á lager stofnunarinnar
af prentuðum kortum og geisla-
diskum auk nokkurra útgáfugranna
vinsælla ferðakorta og var sölunni
skipt í fimm hluta.
AIls bárust tilboð frá sex aðilum.
Iðnmennt ses. bauð í alla grunnana
saman tæpar 29,9 milljónir króna
og átti að auki hæsta tilboð í fjóra af
fimm flokkum útboðsins. Að sögn
Magnúsar G. Sigurgeirssonar verk-
efriisstjóra hjá Ríkiskaupum hefur
tilboði Iðnmenntar verið tekið og
liggur samningur um kaupin fyrir
sem væntanlega verður gengið frá á
næstu dögum. Aðrir aðilar sem
buðu í einstaka þætti vora Stein-
grímur Benediktsson, Loftmyndir
ehf, Edda útgáfa hf., Hrafrikell Á.
Proppé og Sigríður Skúladóttir.
Iðnmennt ses. var stofriuð árið
1999 úr Sambandi iðnmenntaskóla
og IÐNU bókaútgáfu sem höfðu
þá starfað í 50 ár. Stofriendur Iðn-
menntar, sem er sjálfseignarstofri-
un, voru fimmtán aðildarskólar
Sambands iðnmenntaskóla.
HJ
Islensk böm í skólum erlendis
Foreldrar
íslenskra
barna á skóla-
skyldualdri
sem stunda
nám í skólum
erlendis velta stundum fyrir sér
hvar börn þeirra standi námslega
miðað við íslenska jafnaldra þeirra.
Einnig hvort og hvar hægt sé að fá
námsefni til að hafa með sér út og
þá hvernig foreldrar geti aðstoðað
börn sín við námið. Margir for-
eldrar hafa sérstakar áhyggjur af
íslenskunni og hvernig börnin geti
best haldið henni við og fylgt jafn-
öldrum sínum. I þessu sambandi er
hægt að fá upplýsingar og kennslu-
leiðbeiningar á ýmsum stöðum og
til að auðvelda og koma í veg fyrir
t.d. bókaflutninga milli landa er
internetið frábært samskipta- og
hjálpartæki. Eins er mikilvægt fyr-
ir foreldra að kynna sér hefðir og
væntingar varðandi foreldrasam-
starf á hverjum stað fyrir sig og
taka virkan þátt í skólastarfinu því
eins og rannsóknir sýna þá hefur
þátttaka foreldra gríðarlega mikil
áhrif á líðan nemenda og náms-
frammistöðu.
Þegar svo kemur að því að flytja
heim til Islands aftur eftir langa
fjarveru er mikilvægt að foreldrar
gefi sér svigrúm til að geta stutt
mjög markvisst við nám barna
sinna fyrst um sinn og aðstoðað
þau við að aðlagast nýjum siðum
og venjum í skólastarfinu. Hafi
fólk hug á að flytjast heim og setja
barn sitt í skóla að hausti hér á
landi er vert að láta vita af því í
tíma svo skólinn hér geti undirbú-
ið komu þessara nemenda. Sveitar-
félög utan Reykjavíkur geta sótt
um jöfnunar-framlag vegna heim-
fluttra Islendinga og bæði foreldr-
ar og kennarar þurfa að sýna fyrir-
hyggju svo flutningurinn verði far-
sæll fyrir nemendur bæði námslega
og félagslega.
Sumir foreldrar velta fyrir sér
hvenær sé réttast að flytja aftur
heim til Islands með börn sem hafa
stundað nám í erlendum skólum.
Hvort betra sé að klára skólann úti
eða koma heim, hvernig íslenska
skólakerfið taki á móti slíkum
nemendum og hvort þessir nem-
endur eigi rétt á stuðningskennslu
t.d. í íslenskunni. Einnig velta for-
eldrar fyrir sér hvort mikill mun-
ur sé á námsefni og námsmati milli
landa? Aðrir spyrja hvort munur sé
á viðurværi og aðbúnaði þessara
nemenda milli skóla hér á landi,
hvernig foreldrasamstarfi sé háttað
og svo frv. Hafa t.d. einhverjir
skólar sérhæft sig í að taka á móti
börnum sem hafa verið í skólum
erlendis?
Með auknum flumingum fjöl-
skyldna milli landa er mikilvægt að
foreldrar kynni sér vel viðmið og
reglur, uppeldisleg gildi, uppbygg-
ingu skólakerfisins og námsmat.
Einnig hvers ætlast er til af for-
eldrum og hver aðkoma þeirra að
skólanum er bæði hér heima og í
því landi sem þeir hyggjast flytja til
eða eru að koma frá. Heimili og
skóli - sem eru einu landssamtök
foreldra hér á landi, eiga samstarf
við sysmrsamtök sín á Norður-
löndunum og era einnig þátttak-
endur í EPA - Europian Parent
Association.
Heimili og skóli, landssamtök
foreldra hafa á heimasíðu sinni
www.heimiliogskoli.is ýmsar upp-
lýsingar um námsvefi og gagnlegar
vefslóðir. Þar er fyrst að nefna
www.islenskuskolinn.is sem er eitt
af þeim verkefnum sem komið er í
undanúrslit í samkeppni Evrópska
skólanetsins
Nám á Neri 2006. Á heimasíðu
landssamtakanna eru einnig upp-
lýsingar um gildi samstarfs heimila
og skóla. Námsgagnastofnun, gef-
ur út margs konar námsgögn fyrir
grunnskólann, kennslubækur,
vinnubækur, kennsluleiðbeiningar,
hljóðbækur, vefefni, fræðslumynd-
ir og handbækur. Á annað hundrað
höfundar texta og mynda vinna ár-
lega að námsgagnagerð fyrir
Námsgagnastofnun. Á vef Náms-
gagnastofnunar www.nams.is er
mikið af kennsluefrii og gangvirk-
um vefjum. Bækur námsgagna-
stofnunar era seldar í Skólavöru-
búðinni.
Hjá Menntagátt
www.menntagatt.is hefur verið
unnið að því að skrá efni og tengja
það við áfanga, námsgreinar og
markmið námskráa og á þeim vef
eru einnig daglegar fréttir og upp-
lýsingar um skólamál. Menntagátt
veitir alhliða upplýsingar um
skólastarf, erlent samstarf, um fag-
félög kennara og fleira sem gæti
reynst gagnlegt í þessu sambandi
en vefurinn er samstarfsverkefrii
menntamálaráðuneytis og fyrir-
tækisins HugarAx. Þar er líka
hægt að skoða aðalnámskrár skóla
en skólanámskrár einstakra skóla
era yfirleitt aðgengilegar á heima-
síðu viðkomandi skóla. Þar geta
foreldrar fylgst með námsmark-
miðum hvers árgangs og hvað
jafnaldrar og vinir barnanna hér
heima eru að vinna með.
Helga Margrét Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri hjá Heimili og skóla,
landssamtökum foreldra