Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Síða 6

Skessuhorn - 24.01.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 2007 Sanieining Stak og StRv undimtuð Síðastliðinn fimmtudag var formlega gengið frá sameiningu Starfsmannafélags Akraneskaup- staðar (Stak) og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (StRv). Skessu- horn hefur ítarlega fjallað um sam- eininguna og aðdraganda hennar. Til að innsigla samkomulagið héldu stjórnir beggja félaganna fund í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi þar sem samningurinn var undirritaður. I samkomulagi um sameininguna segir m.a. að félagssvæði Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar hafi verið útvíkkað til Akraness á aukaaðalfundi félagsins 5. desem- ber 2006 með breytingu á lögum félagsins. Þá tekur St.Rv. yfir alla starfsemi Stak þ.m.t. eignir og skuldir. St.Rv. tekur yfir kjarasamn- inga St.Ak. við viðsemjendur þess og kjarasamningsgerð. Þá taka lög Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar gilda um sameinað félag og félagsmönnum Stak verður tryggt að félagsaðildartími þeirra hjá Stak flytjist til St.Rv. þannig að þeir njóti réttinda hjá St.Rv. eins og um sam- fellda félagsaðild hafi verið að ræða. I samkomulaginu er kveðið á um að starfsmenntasjóður Stak verður rekinn sjálfstætt þangað til stjórn St.Rv. ákveður annað. I orlofsúthlutun fyrir páska og sumarið 2007, munu félagsmenn hvors félags fyrir sig, samkvæmt fyrra fyrirkomulagi, eiga forgang að þeim orlofshúsum sem voru í eigu viðkomandi félags. Eftir það mtrnu orlofshús fara í sameiginlega úthlutun fyrir alla félagsmenn. Loks segir að við sameiningu sam- einist orlofssjóðir, verkfallssjóðir og félagssjóðir félaganna. Unnið verður að nýju starfsmati Valdimar Þorvaldsson, formaður Stak sagði í samtali við Skessuhom að hann og formaður StRv hafi sl. miðvikudag átt fund með Gísla S Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi þar sem farið var fram á að loforð bæjarráðs frá 5. maí 2006 yrði efnt þar sem fyrirheit vom gefin fyrir því að ef af sameiningu Stak og StRv kæmi, yrði greitt samkvæmt kjarasamningum sem Reykjavíkur- borg hefur við StRv. „Bæjarstjóri tók mjög jákvætt erindi okkar. Við reiknum því með að næsta skref verði að starfsmat fari ffarn á störf- um starfsmanna Stak til að staðsetja þá í kjarasamningi StRv og Reykja- víkurborgar.“ Aðspurður fullyrðir Valdimar að enginn starfsmanna Akraneskaup- staðar, fyrmm félaga í Stak, munu lækka í launum við sameininguna. MM Segir umsækjendur hafa verið hafða að Mum Óli Örn Atlason, einn umsækj- enda um stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarsviðs Akra- neskaupstaðar, gerir með bréfi til bæjarráðs Akraness talsverðar at- hugasemdir við röksmðning fyrir ráðningu Heiðrúnar Janusardóttur í stöðuna. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum Skessuhorns sóttu tíu manns um stöðuna. Eftir ráðningu Heiðrúnar óskaði Steinunn Eva Þórðardóttir, einn umsækjenda um stöðuna, eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni. Var sá rökstuðningur sendur umsækjendum á dögunum. I bréfi Óla Arnar til bæjarráðs kemur fram að honum þyki rök- stuðningurinn heldur þunnur, sér- staklega þegar litdð er tdl þeirra þátta sem fram komu í starfslýsingu og auglýsingu um starfið. Hann tel- ur að þegar menntun Heiðrúnar sé metin sé ekki stuðst við sama ein- ingakerfi og notað er hér á landi. Því sé menntun hennar talsvert minni en hans. Þá bendir hann á að Göteborgs folkhögskola, sem Heiðrún var nemandi í, sé lýðháskóli þar sem ekki er krafist stúdentsprófs af nemum er þangað sækja enda komi fram á heimasíðu skólans að nám í skólanum geti auðveldað umsókn í æðra nám enda veiti nám í lýðhá- skóla ekki sömu réttindi og nám í háskóla gerir. Því hafi Heiðrún ekki háskólagráðu af neinu tagi, hvorki erlenda né íslenska. Telur Óli Öm að með rökstuðningnum sé verið að slá ryki í augu bæjarráðs og einnig bæjarbúa „sem eiga rétt á því besta sem völ er á,“ segir orðrétt í bréfi Óla Arnar. Þá segir í bréfinu að ranglega sé farið með hluta af starfsreynslu Heiðrúnar því hún hafi ekki kenn- aramenntun og það starfsheiti sé lögverndað. Þá telur Óli Örn að með því að stefna að ráðningu í starfið innan mánaðar ffá því að umsóknarfrestur rann út sé verið að hafa umsækjendur að fíflum því í svona þýðingarmikið starf þurfi umsækjendur lengri tíma til að losna úr öðram störfum. Óli Arnar segir í það minnsta einn umsækjenda um stöðuna hafa töluvert meiri menntun en Heiðrún auk þess að búa yfir tölu- vert lengri og víðtækari reynslu. Með ráðningunni og þeim fátæka rökstuðningi sem henni fylgdi „leyfi ég mér að efast um hæfi sviðsstjóra til þess að mæla með ráðningu,“ segir í bréfinu. Krefst hann þess að í ffamtíðinni leitd bæj- arráð til ráðningaraðila „sem eru hæfir til þess að ráða hæfasta um- sækjandann í það starf.“ HJ Kristinn H. hafiiaði sæti á lista Framsóknarflokksins Kristinn H. Gnnnarsson alþing- ismaður ákvað síðastliðinn mið- vikudag að taka ekki þriðja sæti á ffamboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. I samtali við Skessuhorn sama dag sagði Kristinn fullreynt að með setu í þriðja sæti listans muni hann ekki geta haft þau áhrif á stefhu flokks- ins sem hann telur nauðsynlegt. Hann sagðist hafa ráðfært sig við marga flokksmenn um málið en að endingu sé það hvers ffambjóðanda fyrir sig að taka ákvörðun um setu á ffamboðslista. Aður hafði Kristinn sagt í fjölmiðlum að hann myndi greina frá ákvörðun sinni á kjör- dæmisþingi sem haldið var um liðna helgi, en hann tók þó þá ákvörðun að bíða ekki svo lengi. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að sitja ekki þingið og því hafi hann ákveðið að greina fyrr ffá ákvörðun sinni. Kristinn segir að með þessari ákvörðun sé hann ekki að segja sig úr Framsóknarflokknum en vildi ekkert segja með hvaða hætti þátt- töku hans í stjórnmálum yrði hátt- að í framtíðinni. HJ Framboðslisti Vinstri- grænna ekki tilbúinn Framboðslistd Vinstri hreyfing- arinnar-gæns ffamboðs í Norðvest- urkjördæmi hefur ekki ennþá litið dagsins ljós. Eins og ffam kom í fféttum Skessuhorns var stefnt að því að listinn yrði tilbúinn um miðjan janúar. Björg Gunnarsdótt- ir, formaður uppstillingarnefhdar segir vinnu við uppstillingu hafa tafist af ýmsum ástæðum. Hún vonast til þess að ffamboðslistinn verði tilbúinn innan hálfs mánaðar. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki birt ffamboðslista sinn nýtur hann vaxandi stuðnings í kjördæminu og nýtur nú stuðnings fjórða hvers kjósanda í kjördæminu samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups. Við síðustu Alþingiskosningar kusu 10,6% kjósenda flokkinn í kjör- dæminu. HJ Arsæll formlega ráðinn Átjánda janúar síðast liðinn var formlega undir- ritaður ráðingar- samningur við Ársæl Guð- mundsson, skóla- meistara Mennta- skóla Borgar- fjarðar. Eins fram hefur komið í fréttum Skessu- horns var hann í upphafi ráðinn verkefnisstjóri til sex mánaða ffá 1. ágúst en nú hefur samningur um ráðningu hans formlega verið und- irritaðtn. Ársæll er fæddur 30. maí 1961, giftur Gunnhildi Harðardóttur og eiga þau fjórar stelpur. Hann er kennaramenntaður með meist- argráðu í uppeldis- og menntunar- Torfi Jóhannesson, formaður stjómar og Arsœll Guðmundsson, skólameistari, eftir undirritun samningsins. fræðum ffá Lundarháskóla í Sví- þjóð og hefur einnig lokið stjórn- unarnámi frá Endurmenntunar- stofhun HI. Hann var aðstoðar- og skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki um árabil og var á síð- asta kjörtímabili sveitarstjóri Skagafjarðar. BGK PISTILL GISLA Með kveðju Ekki hef ég hugsað mér að nýta þessa pistla hér í hominu - Skessu sem tjáskiptaform en má ég þó til með að nota þennan vettvang til að beina hér nokkrum orðum til Jóhönnu vinkonu minnar Leopoldsdóttur sem var svo elskuleg að virða mig viðlits í grein í síðasta Skessuhorni. Þar varar hún pistli sem ég reit fyrir um hálfum mánuði síðan og gerði að umtalsefni meinta öryrkja. Eg vil í fyrsta lagi þakka Jóhönnu fyrir skrifin og þá sérstaklega fyrir að senda mér tóninn sem sjálfsagt mættu fleiri gera ef þeim mislíkar hvað lekur úr penna mínum. Kannski telja þeir ekki orðum á mig eyðandi og þess heldur er ffamtak Jóhönnu þakkar- vert. Sömuleiðis er greinin vel skrifuð og skemmtilegt og ekki get ég efast um réttmæti þess sem hún þar segir. Aftur á móti er ég ekki tilbúinn að sam- þykkja það hljóðalaust að ég sé uppfullur af fordómum í garð öryrkja. Má þó vera að ég hafi ekki talað nógu skýrt í minni grein en þó held ég að ég hafi undirstrikað að það voru ekki öyrkjar sem ég var að atyrða heldur þeir sem fullfrískir eru en þiggja öryrkjabætur. Eg ítreka það einnig að mér er fullkunnugt um að örorka sést ekki alltaf utan á fólki. Andleg vanheilsa er ekki betri en lík- amleg og það fólk á mína sam- úð en ekki síður virðingu. Þrátt fyrir ágæta útlistun Jóhönnu get ég samt ekki skil- ið að andleg örorka geti lýst sér á þann veg að fólk sé ekki fært um að stunda vinnu fyrir opnum tjöldum en geti samt unnið fulla vinnu á svörtum markaði. Þetta fólk er heldur öryrkjar og ég undirstrika að það voru alls ekki öryrkjar sem ég var að skammast yfir nema síður væri. Mér er fullkunnugt um vandamálið er ekki það að öryrkjar nerrni ekki að vinna. Flestir öryrkjar, í það minnsta, þrá fátt heitar en að geta unnið. Nóg um það en algjörlega því óskylt þá var ég, líkt og fjölmargir aðrir Islendingar, farinn að óttast að íslensku handboltaguttamir væru hætt- ir að nenna að vinna eftir hraksmánarlegt tap gegn Ukraínu. Þá kenningu afsönn- uðu þeir heldur betur strax daginn eftir með stórsigri gegn Frökkum og þó varla væri liðinn sólarhringur þá mundi ekki nokkur maður efdr því í sigurvímunni að hafa bölvað handboltadrengjtmum í sand og ösku eftir síðasta leik. Kannski lýsir það fordómum, ekki bara mínum, heldur þjóð- arinnar allrar að þeim sem gengur ekki vel í augnablikinu er strax brigslað tun eymingja- skap. Sem betur fer geta menn þó risið hratt upp úr öskustónni eins og dæmið um Islenska landsliðið fyrr í vikunni sýnir og sannar. Gísli Einarsson, hálffullur iðrunar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.