Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 akUavnuw: Samningur Spalar og Vegagerðarinnar flýtir framkvæmdum Sjálfsagt hefur ekki hvarflað aS nokkrum manniþann ll.júlíárið 1998 að átta árum síðar variþað efst á haugi í umrœöunni ai nauðsynlegt vœri að tvöfalda göngin vegna þess að þau 'önnuðu ekki lengur þeim fjölda híla sem þarfieri um. Slíkt er þó raunin . A myndinni opnar Davíð Oddsson, þáverandi forsœtisráðherra göngin formlega. Hjá honum eruþeir Halldór Blöndal, þáv. samgönguráð- herra og Gísli Gíslason, sljómarformaður Spalar. í samkomulagi Spalar og Vega- gerðarinnar sem undirritað var 9. janúar sl. er gert ráð fyrir því að veggjald verði innheimt til ársloka 2018 og verðgildi þess verði í meg- indráttum svipað og það verður efrir lækkun virðisaukaskatts þann l. mars 2007. Samkvæmt sam- komulaginu verður því hluta tekna Spalar varið til undirbúnings tvö- földunar hringvegarins á Kjalar- nesi og tvöföldunar Hvalfjarðar- ganga. Samkomulagið er í heild sinni svohljóðandi: Samkomulag um niðurstöður viðræðna Vegagerðarinnar og Spalar ehf. vegna tvöföldunar Hringvegar á Kjalamesi og tvö- földunar Hvalfjarðarganga. 1. Aðilar era sammála um nauð- syn þess að bæta umferðarmann- virki Hringvegar á Kjalarnesi og fyrirsjáanlega þörf á aukinni af- kastagetu Hvalfjarðarganga. Nauðsynlegar framkvæmdir verði m. a. til þess að auka umferðarör- yggi. Eftirfarandi efnisatriði voru lögð til grundvallar viðræðum að- ila: 1. Tvöföldun Hringvegar á Kjal- arnesi frá Kollafirði að Hvalfjarð- argöngum. ii. Hvalfjarðargöng tvöfölduð. iii. Veggjald verði innheimt í Hvalfjarðargöng í samræmi við gildandi samninga við ríkið og lánasamninga Spalar ehf. til árs- loka 2018. Verðgildi gjaldsins haldist í megindráttum frá því sem það verður vorið 2007 efrir að virðisaukaskattur lækkar. 2. Samkomulag er um að Spölur ehf. ljúki að fullu greiðslu láns vegna arðgreiðslna til Vegagerðar- inar, sem nemur um 150 m.kr., þann 30. september 2007. Fé þessu verði á árunum 2007 og 2008 var- ið til undirbúnings vegna tvöföld- unar Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga, t.d. vegna skipulagsmála, til að fram- kvæma umhverfismat vegna fyrr- greinds vegar og gera umhverfis- skýrslu vegna tvöföldunar gang- anna, til nauðsynlegra landakaupa vegna vegagerðar frá Kollafirði að Hvalfjarðaraegamótum og eftir at- vikum til hönnunar á hinum nýja vegi. Jafnframt mun Vegagerðin leggja fram a.m.k. 100 m.kr., á þessum tveimur árum til þessara verkefna. 3. Aðilar eru sammála um að koma á fót samstarfsnefnd vegna þessara framangreindra verkefna þar sem farið verði yfir ffamgang einstakra verkþátta og tilhögtm og skoðtmum aðila komið á framfæri. 4. Aðilar eru sammála um að ræða möguleika áframhaldandi samstarfs, hvað þessum verkefnum viðkemur, þegar efnisatriði sam- kvæmt 2. tl hafa fengið eðlilegan framgang. Stjóm SSV fagnar samningnum Stjóm Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur samþykkt álykt- un þar sem fagnað er samkomulagi Spalar og Vegagerðarinnar um „að tryggja fjármuni til að hefja undir- búning að tvöföldun vegarins um Kjalarnes og tvöföldtm Hvalfjarð- arganga,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Þá segir að góðar samgöngur séu forsenda framfara mannlífs, búsetuskil- yrða og at- vinnulífs á Ve s t u r - landi. Bent er á að ffá o p n u n Hvalfjarð- a r g a n g a hafi umferð um þau fjórfaldast og til þess að mæta sífellt vaxandi umferð og tryggja gott aðgengi til og frá Vesturlandi, ásamt því að bæta um- ferðaröryggi, sé tímabært að hefja markvissan undirbúning þessara mikilvægu verkefna. Aðspurð hvort eðlilegt sé að gjaldtaka komi til umræðu þegar samgöngubætur á Vesturlandi koma við sögu á sama tíma og rætt er um tvöföldum Suðurlandsvegar án beinnar gjaldtöku minnir Sig- ríður Finsen, formaður stjórnar SSV á að vegna gjaldtökunnar á sínum tíma hafi tekist að ráðast mun fyrr í framkvæmdir við Hval- fjarðargöng. Því væri ekki óeðli- legt að slíkt væri einnig til umræðu nú. Lykilatriðið væri þó að með þessum samningi væri málið kom- ið í ákveðinn farveg. Mótmæla veggjaldi og vilja þjóðveg vestan Akrafjalls Gísli S Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi segir það að sjálfsögðu fagnaðarefni að hreyfing skuli komin á þessar bráðnauðsynlegu framkvæmdir. Hins vegar sé stefn- an skýr hvað veggjöldin varðar og vísar þar til meirihlutasamkomulag Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn þar sem seg- ir að Akraneskaupstaður þrýsti á um lækkun eða afnám veggjalds í Hvalfjarðargöngum. Því mótmæli bæjarráð Akraness því að áfram skuli gert ráð fyrir því að greidd verði veggjöld á þessari leið til 2018. Jafnframt segir Gísli að Akraneskaupstaður muni leggja þunga áherslu á, m.a. sem eignar- aðili í Speli, að tvöföld- un Hval- f j a r ð a r - ganga og vegagerð í tengslum við það v e r ð i skipulögð á þann veg að framtíð- a r 1 e g a þjóðvegar- ins norður í land verði vestan Akrafjalls. „Við leggjum þunga áherslu á að nýr þjóðvegur verði lagður utan Grunnfjarðar. Með því verndum við best lífríki fjarðarins því með núverandi legu vegarins er lífríki hans í hættu ef slys verða.“ Engar skuldbindingar um álögur Gísli Gíslason, formaður stjórn- ar Spalar segir enga skuldbindingu felast í samkomulaginu um að veggjöld verði greidd af notkun hinna væntanlegu mannvirkja. Hann segir að í núverandi samn- ingum Spalar við ríkið og fjármála- stofnanir sé gert ráð fyrir greiðslu veggjalds til 2018 og því sé ekki um neinar nýjar álögur að tefla. „Þvert á móti liggur fyrir að veggjaldið mun lækka þegar virðis- aukaskattur lækkar 1. mars og í vor verða einnig gerðar minniháttar breytingar á gjaldskránni. Eina breytingin sem nú verður er sú að lán frá Vegagerðinni að fjárhæð 150 milljónir króna, sem Spölur átti að greiða til baka 2018, greið- ist á árinu 2007. I staðinn skuld- b i n d u r Vegagerðin sig til þess að nýta þá fjármuni, ásamt 100 milljónum til viðbót- ar, til þess að hefja nú þegar und- irbúning að tvöföld- un þjóð- vegarins frá Kollafirði að Hval- fjarðargöngum og tvöföldun þeirra. Því er í raun verið að hefja nú þegar undirbúning fram- kvæmda sem 82% lesenda Skessu- horns töldu að ætti að vera for- gangsverkefni í samgöngumálum. Því miður var það verk ekki komið á undirbúningsstig en verður það nú með þessum samningi. Stjórn Spalar hefur með afskiptum sínum af málinu viljað tryggja að sam- göngur á svæðinu verði sem ör- uggastar fyrir vegfarendur og að á- framhaldandi uppbygging sam- göngumannvirkja tryggi áfram þá jákvæðu þróun sem orðið hefur eftir tilkomu Hvalfjarðarganga milli Vesturlands og höfuðborgar- svæðisins.“ Ríkið getur yfirtekið reksturinn Gísli segir ekki ljóst hvort þær 250 milljónir króna sem til ráð- stöfunar eru til undirbúningsins dugi né heldur hvort takist að ljúka undirbúningnum árið 2008 en er bjartsýnn á að svo verði. „Takist það er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdum verði lokið á árun- um 2011-2012. Ég trúi því að það sé innan þeirra tímamarka sem bjartsýnustu menn hafa þorað að vona fram að þessu.“ Hann segir að þrátt fyrir að nú sé undirbún- ingur að framkvæmdum að hefjast sé ekkert ákveðið með hvaða hætti verði staðið að fjármögnun fram- kvæmda en að samkomulagið gerir ekki ráð fyrir nýrri gjaldtöku. „Til þessa verks, sem væntanlega mun kosta 6,5-7 milljarða króna, þarf að koma fjármagn frá ríkinu en Spöl- ur getur ef um semst aðstoðað við heildarfjármögnun verksins. Von- andi mun takast að afla þeirra fjár- mtma þannig að framkvæmdir geti hafist þegar undirbúningi lýkur. Það er heldur ekkert því til fyrir- stöðu að stjórnmálamenn taki þá ákvörðun að yfirtaka rekstur Spal- ar og hætta gjaldtöku í Hvalfjarð- argöngum. Það er pólitísk ákvörð- un sem ekki er á færi Spalar að taka.“ Gísli segir að tvöföldtm Hval- fjarðarganga muni liggja samsíða núverandi göngum og komi því upp á sama stað og nú. Því breytist engar forsendur um framtíðarlegu þjóðvegarins við tvöföldunina og því alls ekki komið í veg fyrir vega- gerð við Grunnafjörð verði sú leið valin. Ráðherra segir samninginn flýta framkvæmdum Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra segir í samtali við Skessu- horn að með samkomulagi stjórnar Spalar ehf. og Vegagerðinnar sé verið að nýta reynslu og þekkingu beggja aðila til þess að flýta undir- búningi og framkvæmdum við tvö- földun veg- arins um Kj alarnes frá Kolla- firði að Hvalfjarð- argöngum og sömu- leiðis tvö- f ö 1 d u n þeirra. S t u r 1 a segist hafa fundað með stjórnendum Spalar fýrir nokkru síðan þar sem þeir hafi kynnt hug- myndir sem flýtt gætu undirbún- ingi framkvæmda. Hann hafi í kjölfarið falið Vegagerðinni að ræða við stjórn Spalar og þær við- ræður hafi leitt af sér umrætt sam- komulag. Þá segir hann að í sam- komulaginu sé engin skuldbinding um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum en minnir á að samkvæmt núgildandi samningum við fjármálastofnanir sé gert ráð fyrir gjaldtöku til 2018. Aðspurður hvort gert verði ráð fyrir fjárveitingu til tvöföldunar Hvalfjarðarganga við endurskoðun núgildandi vegaáætlunar segir Sturla svo ekki vera. Samkvæmt samkomulaginu sé fjármögnun undirbúnings framkvæmdanna tryggð. Ekki sé hinsvegar tímabært að hefja framkvæmdir við tvöföld- un Hvalfjarðarganga nú og því bíði ákvörðun um fjármögnum þeirra endurskoðunar vegaáætlunar á ár- inu 2009. Það sé í fullu samræmi við þann tímaramma sem sam- komulagið gerir ráð fyrir. Hins- vegar muni framkvæmdir við veg um Kjalarnes ekki bíða svo lengi enda hafi fjármögnun til þeirra ffamkvæmda þegar verið tryggð að hluta. HJ Sigríður Finsen, formaður stíómar SSK Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.