Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 ■■.MMIM. - 3 Viðhald jarðganga mun lægra en vega Frá opnun Hvalfjarðarganga til loka árs 2005 var veitt 175,1 millj- ón króna í endurbætur og viðhald ganganna. Þetta kemur fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Guðjóns Arnars Kristjánssonar al- þingismanns um kostnað við við- hald og endurbætur á vegum. Spurði Guðjón Arnar um kostnað við endurbætur og viðhald á Vest- fjarðagöngum, Hvalfjarðargöng- um, Oshlíðarvegi, veginum um Ólafsvíkurenni og í Ólafsfjarðar- göngum. Á árunum 1997 til 2005 kostaði viðhald og endurbætur í Vest- fjarðagöngum 82,1 milljón króna og á árunum 1998-2005 var upp- hæðin 175,1 milljón króna í Hval- fjarðargöngum eins og áður sagði. Frá árinu 1986 til 2005 hefur verið varið 814,3 milljónum króna í end- urbætur á veginum um Óshlíð og á árunum 1993-2005 kostaði þjón- usta og viðhald á sama vegi 68,4 milljónir króna. Kostnaður við viðhald og þjónustu vegarins um Ólafsvíkurenni hefur ekki verið sérstaklega aðgreindur ffá kostnaði við aðra hluta vegarins. Á árunum 1996-2006 var kostnaður við við- hald og endurbæmr í Ólafsfjarðar- göngum um 82 milljónir króna. Allar tölur eru á verðlagi ársins 2006. HJ Bleyta og kuldi talin til málsbóta Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt tvo menn til greiðslu 20 þús- und króna sektar fyrir að hafa í sameiningu tekið vélsleða í heim- ildarleysi við Snæfellsjökul og ekið honum nokkurn spöl ffá þeim stað og til baka aftur. Mennimir vora á vélsleða á Snæfellsjökli og varð harm bensínlaus. Þurftu þeir því að fara fótgangandi nokkurn spöl til að ná í bensínbrúsa í biffeið sem þeir höfðu til umráða. Nenntu þeir ekki að ganga til baka að sleða sín- um og tóku því sleða er varð á vegi þeirra ófrjálsri hendi. Dómurinn telur mönnunum það til nokkurra málsbóta að þeir voru blautir og kaldir og sú frásögn þeirra var ekki véfengd af ákæru- valdinu. Taldi dómurinn brot þeirra því smávægilegt og því heimilt að dæma þá aðeins til greiðslu sektar. Það var Benedikt Bogason hér- aðsdómari sem kvað upp dóminn. HJ Steypt í stdlþil I gœr unnu menn viS aS steypa slyrkingu á stálþili viS höfnina í GrundarfirSi áSur en grjót verSur sett aS því. Eins og fram hefur komiS ífréttum ganga framkviemdir viS stœkkunina vel. Ljósm. Sverrir „Eitt sinn var hjúkrunarfræSingur meSal gesta sem hóf miklar munn viS munn lífgunartilraunir áþeim „myrta“ sem ekki stóSst aSfar- imar og lifnaSi allur viS. “ Morð framin á Hótel Búðum! Úlfar ÞórSarson, hótelstjóri á Hótel BúSum. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Þórðarsyni, hótelstjóra á Búðum á Snæfellsnesi, verður morð framið þar á staðnum um næstu helgi. Ekki er enn vitað hvert fórnarlambið verður, en hinn snjalli og þekkti Hercule Poirot mun koma á staðinn, þefa uppi vísbendingar og eflaust leysa morðgátuna af sinni alkunnu snilld ásamt gestum Hótel Búða. Þetta lítur semsagt ekki eins illa út og í fyrstu mátti telja, því hér er um að ræða morðgátuleik sem fram fer á Hótel Búðum um næstu helgi. Úlfar segir handritið af leiknum í þetta sinn skrifað af hin- um kunna glæpasagnahöfundi Ævar Erni Jósepssyni og aldrei að vita nema nærvera hans þar verði áþreifanlegri en í handriti. Það eru nokkur ár síðan byrjað var með slíkar morðgátur á Hótel Búðum og alltaf hefur tekist vel til, þrátt fyrir að ekki hafi alltaf tekist að leysa morðgáturnar. Úlfar segir tvímælalaust skemmtilegra eftir því sem fleiri taki þátt en um 44 gestir geta gist á hótelinu og verið með í leiknum. Eftir því sem gest- ir eru fleiri verður gátan flóknari, en gestir þurfa að sjálfsögðu að gera grein fyrir því hvar þeir voru staddir, þegar morðið var framið. Einhverjir af hópnum fá hlutverk en enginn veit hinsvegar hverjir það eru en oft má jafnvel rekast á kunnugleg andlit úr sveitinni sem greinilega hafa átt leið um eða vilj- að taka þátt í leiknum. Aðspurður um hvort skondin at- vik hafi átt sér stað innan leiksins segir Ulfar það vissulega hafa gerst. Til dæmis hafi eitt sinn ver- ið hjúkrunarfræðingur meðal gesta sem hóf miklar munn við munn lífgunartilraunir á þeim „myrta.“ Skyndilegt líf komst í líkið sem sprakk úr hlátri í miðju kafi. Morðgátuhelgi að Búðum kost- ar með gistingu, fordrykk, veislu- kvöldverði og morðgátunni sjálfri 23.900 kr. á manninn og á Ulfar von á góðri aðsókn en segist jafn- framt sjálfur vera mjög spenntur því þetta séu ákaflega skemmtileg- ar helgar. KH Vill sáttmála um jafnvægi lands- og borgarbyggðar Ingihjörg Sólrún í ræöustóli í Borgamesi. ViS háborSiS er HólmfríSur Sveinsdóttir fundarstjóri og efstu þrír frambjóSendur Samfylking- arinnar í NV kjördæmi. Samfylkingin hélt opinn stjórn- málafund á Hótel Borgarnesi á þriðjudag í liðinni viku. Framsögu- ræður fluttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins og Guðbjartur Hannesson, efsti maður á lista flokksins í NV kjördæmi. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir fundinn þar sem segja má að hefð hafi skapast fyrir því að Ingibjörg Sólrún varpi fram „sprengjum" í landsmálaumræðuna þegar hún hefur haldið framsöguræður í Borgamesi. Taktinn að því sló hún með ffægustu Borgamesræðunni í ársbyrjun 2003 þegar hún fjallaði um meintar ofsóknir forystu Sjálf- stæðisflokksins á hendur ákveðnu fyrirtæki. Að þessu sinni varpaði Ingibjörg Sólrún ekki fram sprengj- um. Hún lagði í ræðu sinni út ffá jöfnum tækifærum landsbyggðar og borgarsamfélagsins og ekki síður jaffiri stöðu kynja til náms og at- vinnusóknar óháð búsetu. Sagði hún að styrkja þyrfti stoðir nýrrar grunngerðar sem fælist í bættum samgöngum, góðum menntastofh- unum og háhraðatengingum um land allt. Ef þessir þættir væru ekki í lagi kæmist ekki á raunverulegt jafnvægi milli höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar, launa- fólks og fjármagnseigenda, um- hverfis og stóriðju, hagvaxtar og stöðugleika og Islands og Evrópu. Neikvæður hagvöxtur er óásættanlegt Ingibjörg Sólrún vitnaði í nýja könnun sem sýndi hagvöxt eftir kjördæmum sl. 20 ár. Þar kæmi ffam að meðan að á höfuðborgar- svæðinu hefði mælst um 39% hag- vöxtur á umræddu tímabili, hefði hann verið 19% á Vesturlandi, en neikvæður á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum um 6%. Slíka niður- stöðu ættu stjómvöld að grípa á lofti og fara í tafarlausar aðgerðir til að snúa þróuninni við. Taldi Ingi- björg að eitthvað hefði mistekist í byggðastefnu stjórnvalda og leggja þyrfti miklu meiri áherslu á að leið- rétta ójafnvægi milli borgarsamfé- lagsins og landsbyggðarinnar. Til þess að það væri hægt þyrfti að líta á landið sem eina heild þar sem fólk ætti að hafa raunverulegt val um búsetu sem fæli í sér jöfn tækifæri til menntunar, atvinnusóknar og menningar. „Við þurfum að leggja áherslu á að hluti nýrra starfa geti verið unnin óháð staðsetningu og tdl þess þarf nýja hugstm. Störf geta mörg hver verið unnin óháð stað- setningu viðkomandi starfsmanns og við eigum að setja okkur þau markmið að 20% starfa sem losna eða verða til geti verið unnin óháð búsetu og að minnsta kosti 400 slík störf verði til á ári hverju. Til þess þarf að styrkja samgöngur, mennta- stofnanir á landsbyggðinni og stór- efla háhraðatengingar um landið sem eru forsenda til að þetta sé hægt,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að frá fyrstu tíð hefði það sýnt sig að menntunarstig og samgöngur væru lykilþættir viðgangs og upp- byggingar á hverju svæði. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.