Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Side 13

Skessuhorn - 24.01.2007, Side 13
cUSSSUMÖiæi MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 13 ans er löngu sprungið svo ég mun leggja enn frekari áherslu á fjar- kennslu. Þótt við séum að byggja þá er fjarkennslan mikilvægur þátt- ur í námi nútímans og við munum halda áfram að vaxa. Ég sé fyrir mér samstarf við aðra skóla bæði á háskólastigi og öðrum stigum. Einnig samvinnu við samfélagið hér í Borgarfirði, sem er sterkt og hefur verið forystusamfélag í Is- landssögunni um langa hríð. Ég tel að áfram verði Borgarfjörður lykil- staður í íslensku samfélagi með fólki sem kveðið hefur að.“ Að fólk sé sátt við sjálft sig Eins og komið hefur fram er Agúst alinn upp í stórri fjölskyldu. Þau hjón eru mikið fjölskyldufólk. Héldu upp á þrjátíu og fimm ára brúðkaupsafmæli fyrir stuttu og fara líklega ekki að breyta til í þeim efnum úr þessu. Finnst gott að hafa fólkið sitt í kringum sig. Börnin eru flogin úr hreiðrinu en barnabörnin eru orðin tvo. „Við erum búin að Agúst Einarsson settur inn í embœtti rektors mánudaginn 15. janúar síðastliðinn. innrétta lítið barnaherbergi í hús- næðinu okkar hér á Bifröst svo hægt sé að taka á móti barnabörn- unum einhverja daga eða um helg- ar, fá að vera afi og amma, segir Agúst og andlitið ljómar þegar fjöl- skylduna ber á góma, greinilegt að honum er annt um fólkið sitt. „Það er eiginlega okkar mesta ánægja núorðið í lífinu að vera innan um börnin okkar og barnabörnin. Við erum að taka upp úr kössunum, koma okkur fyrir og líst vel á allt sem komið er. Við verðum hérna bæði hjónin, en komum til með að halda tvö heimili fyrst um sinn. Kolbrún, konan mín, er lífeinda- fræðingur og vann við það uns hún varð að breyta um vegna ofhæmis. Þá einhenti hún sér í sagnfræðina, lauk þar prófi og hefur unnið við það. Okkur finnst ekkert fásinni hér, þótt við komum úr höfuðborg- inni. Eins og ég sagði fyrr höfum við verið víða og líkað vel á öllum stöðum. Það er jafh dásamlegt að vera hér á Bifröst eins og í Róm, Sidney eða París, heimurinn er al- veg jafh fjölbreytilegur í Borgar- firði og annars staðar. Það er aðal- atriðið að fólk sé í sátt við sjálft sig, þá líður því vel hvar sem er,“ sagði Agúst Einarsson rektor að lokum. Blaðamaður þakkar fyrir sig. Kveður og óskar rektor og fjöl- skyldu hans velfarnaðar á ókomn- um árum; á nýjum stað - einum þeim fallegasta á landinu. BGK Fimm œttliðir í beinan kvenlegg. Frá vinstri sitjandi: Saunn Ólafsdóttir með Freyju Benediktsdóttur ífanginu og eettmóðirin Kristín Siguriardóttir. Standandi frá vinstri Kristtn Sigurðardóttir yngri og Sceunn Andrésdóttir. Fimm ætdiðir í beinan kvenlegg Það hefur löngum þótt gæfu- merki að eiga góðu bamaláni að fagna. Sú var tíðin að fréttnæmt þóttd á Islandi ef einhver náði þeim áfanga að vera í fjölskyldu með fimm ættliði á lífi. Með betri heilsu landsmanna og auknu langlífi verð- ur þetta æ algegnara. Hins vegar er það kannski ffétmæmt ef fimm ætt- liðir, í beinan kvenlegg þar sem all- ar konurnar em elstu böm sinna mæðra em á lífi. Kristín Sigurðardóttir í Borgar- nesi er ein af þeim lánssömu. Hún varð 95 ára 12. janúar síðastliðinn og er því fædd 1912. Elsta barn hennar er Sæunn, fædd 1930, elsta barn hennar er Kristín fædd 1950, elsta barn Kristínar er Sæunn fædd 1972 og elsta barn hennar er Freyja, fædd 2001. í þessari fjöl- skyldu hafa kvenlitningarnir greinilega verið í essinu sínu. MM LV fagnar ákvörðun fj ármálaráðherra Stjórn Landssambands veiðifé- laga (LV) hefur samþykkti ályktun þar sem fagnað er ákvörðun fjár- málaráðherra að taka til endur- skoðunar aðkomu ríkisvaldsins að framkvæmd laganna um þjóðlend- ur. Minnir stjórn félagsins á að í at- hugasemdum með frumvarpi til þjóðlendulaga og í framsögu þáver- andi forsætisráðherra komi skýrt fram að lögin skyldu taka einkum til svæða á miðhálendi Islands, sem ekki hafa verið afmörkuð beint með lögum. „LV leggur þunga áherslu á að eignarréttur skráðra landeigenda sé virmr og ekki verði gerðar kröfur um land innan þinglýstra eignar- landa, nema fyrir liggi gögn sem veikja viðkomandi landamerkjabréf verulega. LV telur það ekki sam- rýmast vilja Alþingis þegar ríkis- valdið gerir nú ítrustu kröfur um land og leggur þannig óhóflega sönnunarbyrði á landeigendur sem ekki verður risið undir í einstökum tilvikum sökum þess að skjöl og önnur gögn um eignarhaldið hafa glatast. Þá telur LV það grundvall- aratriði að ríkisvaldið gæti meðal- hófs og uni úrskurði Obyggða- nefndar um þjóðlendur. Ella sanni ríkisvaldið rétt sinn til lands en öfug sönnunarbyrði verði ekki lögð á skráða landeigendur eins og nú hefur verið gert. Stjóm Landssam- bands veiðifélaga skorar á stjórn- völd og Alþingi að beita sér nú þeg- ar fyrir því að framkvæmd laganna nr. 58/1998 um þjóðlendur verði breytt til samræmis við upphafleg- an tilgang þeirra" segir orðrétt í samþykkt félagsins. HJ Laufey og Þröstur tjjósinu á Stakkhamri. Ljósm. Helgi Bjamason, Morgunblaðinu. Kúabú á Vesturlandi í fararbroddi Niðurstöður liggja nú fyrir úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar árið 2006. Þær mótast að vonum talsvert af hinu breytta framleiðslu- umhverfi á árinu þar sem markað- urinn kallaði eftir allri mjólk sem hægt var að framleiða sem verður að teljast mikil breyting frá ffarn- leiðslutakmörkunum undangeng- inna ára og áratuga. Þá fjölgar kúm sem em skýrslufærðar yfir þústmd frá árinu 2005, en talsvert yfir 90% af allri mjólk í landinu kemur ffá búum sem em í skýrsluhaldi. Þar sem búum í mjólkurframleiðslu fækkar með hverju ári stækka búin hratt og taldi meðalbúið 33,3 ár- skýr og hafði stækkað um það bil um 10% ffá árinu áður. Ymislegt nýtt og fróðlegt kemur í ljós þegar rýnt er í tölurnar. I fyrsta sinn skilar íslensk kýr ársaf- urðum yfir 13 tonn, en það var kýr- in Blúnda frá Helluvaði á Rangár- völlum sem skilaði sem nemur þrefalt hærri ársnyt en meðalkýr skilaði hér á landi fyrir aðeins örfá- um áram síðan. Meðalafurðir eftir árskú á landinu era nú 5.383 kg af mjólk og er það aukning um 102 kg ffá árinu 2005. Efnahlutföll breyt- ast á æskilegan hátt, fituhlutfall lækkar lítillega en próteinhlutfall mjólkur hækkar. Hver kýr ffam- leiðir þannig 5 kg meira af verðefn- um árið 2006 en árið áður. Vestlensk afburðabú Það vekur einnig athygli sá mikli og góði árangur sem vestlensk kúa- bú era að ná. A toppnum yfir af- urðahæstu búin trónir bú þeirra Laufeyjar Bjarnadóttur og Þrastar Aðalbjarnarson á Stakkhamri á Snæfellsnesi með samtals 7.896 kg. meðalafurðir eftir kúnna. Þau Laufey og Þröstur tóku fyrir nokkram áram síðan við búi af for- eldrum Laufeyjar og hafa byggt upp og stækkað búið veralega. Þau era bæði langskólagengin í búfjár- ffæðum og hafa m.a. bæði starfað sem ráðunautar. í upphafi skyldi endinn skoða I samtali við Skessuhorn sagði Laufey að mörgu bæri að þakka þennan góða árangur. Þau hjón hafa bæði góða undirstöðumennt- un, era búffæðikandidatar og hafa starfað sem ráðunautar. „Ég hef einnig starfað við rannsóknir og kennslu. A Möðravöllum var ég meðal annars við rannsóknir á fóðr- un mjólkurkúa og eins kenndi ég á Hvanneyri. Við erum sammála um það hjónin að við hefðum ekki treyst okkur til að ná þessum ár- angri strax eftdr skólagöngu, það er nauðsynlegt að hafa reynsluna með. Það skiptir ekki öllu máli hvemig eða hvaðan námið er sótt, í form- legum skóla eða lífinu, ef það kem- ur að gagni. Við tókum hér við afar góðu búi. Foreldrar mínir hafa stundað markvissa ræktun svo efni- viðurinn var til staðar. Við ákváðum hinsvegar að stækka búið mjög hratt með fáum gripum og hámarki hjá hverri kú er ekki enn náð. I upphafi skyldi einnig endinn skoða og við undirbúum kúna ffá fæðingu með markvissri fóðrun og um- hyggju með tilliti til hlutverks hennar síðar, þ.e. að mjólka mikið. Afraksturinn getum við líklega þakkað efhiviðnum sem var til stað- ar, þekkingu okkar og reynslu. Markmið okkar er að gera betur í dag en í gær og við vonum að þessi árangur hér verði hvatning fyrir aðra bændur,“ sagði Laufey Bjarna- dóttir að lokum. I öðra sæti yfir afurðahæstu búin á landinu er síðan kúabú Soffíu Jónsdóttur á Efri Brunná, Saurbæ í Dölum en þar mælist meðalnyt eft- ir árskú 7.742 kg. Mælt í efhamagni mjólkur era tvö efstu búin þau sömu og era með mesta mjólkur- magnið. Þetta era meiri meðalaf- urðir á þessum tveimur efsm búum en dæmi era um áður hér á landi. Afburðakýr einnig Þá era fleiri bú í landshlutanum sem koma sér á spjöld sögunnar því í magni talið era tvær kýr ffá bæj- unum Kvennabrekku í Miðdölum og Heggsstöðum í Andakíl sem era í röðum afurðahæstu kúa hér á landi. Þær kýr sem skipa sér í 5 efstu sætin með magn mjólkur era þessar: 1. Blúnda 468, Helluvaði, Rangár- völlum - 13.321 kg 2. Subba 33, Kvennabrekku, Mið- dölum - 13.011 kg 3. 19 7, Stórumörk, Eyjafjöllum - 11.863 kg 4. Panda 12, Stóru-Mástungu, Gnúpverjahreppi - 11.142 kg 3. Sól 82, Heggsstöðum, Andakíl - 11.039 kg MM/BGK

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.