Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Síða 18

Skessuhorn - 24.01.2007, Síða 18
V 4 * % C * c 18 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 a«usunu«. Reykholt í vaxandi mæli „Mekka“ Norðmanna T^mninft^,: Giiðjón Amar og Magnús Þór tilforystu I byrjun nýliðins árs bauðst mér tækifæri til að vinna með frábæru og dugmiklu fólki að stofnum bæj- armálafélags Frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Satt að segja vissi ég lítið hvað ég var að takast á hendur en segja má að það hafi komið mér skemmtilega á óvart hve skemmtilegt og gefandi þetta starf var. Eins og flestir vita buð- um við fram lista sl. vor fyrir sveitastjórnakosningarnar. Þar gekk okkur einstaklega vel og vor- um svo sannarlega sigurvegarar í kosningunum og komumst í meirihluta ásamt sjálfstæðismönn- um. Flestir sem listann skipuðu voru að stíga sín fyrstu spor í stjórnmál- um. Magnús Þór Hafsteinsson tók að sér það hlutverk að halda utan um okkur og leiðbeina. Hann hvatti okkur og studdi með ráðum og dáð. Hann kenndi okkur að vera ákveðin og hvika hvergi frá hugsjónum okkar og vera alltaf sjálfum okkur samkvæm. Hann kenndi okkur líka að heiðarleiki í stjórnmálum væri farsælli en óða- got og yfirlýsingagleði. Hann sleppti heldur ekki af okkur hend- inni þó kosningum lyki. Hann hefur stutt mig á allan hátt í mínum nefndarstörfum. Þrátt fyrir miklar annir við þing- störfin gefur hann sér alltaf tíma til að slá á þráðinn og fylgjast með hvernig gengur og hvetja og styðja. Að eiga slíkan mann sem leið- toga er stórkostlegt. Eg sé ekki að annar geti verið betri sem varafor- maður Frjálslynda flokksins. Ég styð Magnús Þór af alhug og hvet flokksmenn til að íhuga það í al- vöru hvort ástæða er til að skipta um menn í forystunni meðan vel gengur. Magnús Þór Hafsteinsson er einhver einlægasti og besti stjórnmálamaður sem ég þekki. Hann þorir , hann vill og hann getur. A góðum skipum skiptir það sköpum hverjir eru í brúnni og stjórna. Samstarf og áræðni , festa og vinnusemi, umburðarlyndi og vinátta skilar ávallt besta árangri. Guðjón Arnar þekki ég frá unga aldri því við ólumst bæði upp á Isafirði. Hann er heiðarlegur og hreinskiptinn og lætur ekki eigin hagsmuni ráða gerðum sínum heldur hugsar fyrst og fremst um það sem skiptir mestu fyrir þjóð- ina. Hann er vinnuþjarkur og heldur vel utan um þá sem vinna með honum. Með samhentu átaki, dugnaði og góðum málefnum hefur þeim félögum tekist að auka fylgi flokksins jafnt og þétt og ef þeir fá tækifæri til að vinna áfram saman verður stórsigur í kosningunum í vor staðreynd. Með Guðjón Arnar Kristjánsson og Magnús Þór Hafsteinsson við stjórnvölinn getum við treyst því að Frjálslyndi flokkurinn er í traustum og öruggum höndum. Rannveig Bjamadóttir Akranesi Meðal þátttakenda á ferðakaup- stefnu sem haldin var í Noregi fyrir skömmu voru Landnámssetrið í Borgamesi og Snorrastofa í Reyk- holti. Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Lands- námssetursins segir ráðstefiiuna hafa verið afar skemmtilega og hún hafi skynjað mikil sóknarfæri sem von- andi verður hægt að nýta. „Bima Ingólfsdóttir, sem verið hefur búsett í Noregi í allmörg ár og rekur ferða- skrifstofúna Landsýn, bauð okkur á Landnámssetrinu og Reykhylting- um að vera með sér á sölubás. Hún hefur selt ferðir til Islands um all- nokkurt skeið og finnst henni alltof mikil áhersla í ferðamennskunni hér á Islandi á Gullfoss og Geysi.“ Sig- ríður Margrét bendir á að sem eins konar mótvægi við hinn þekkta Gullna hring Suðurlands, bjóði Kynnisferðir nú vikulega upp á ferð- ir um Borgarfjörð, en þar er komið við á merkustu söguslóðum svæðis- ins. „Við höfum þetta allt héma á Vesturlandi; ekki aðeins er sagan við hvert fótmál, heldur höfum við nátt- úmfegurðina einnig, eins og t.d. Deildartunguhver; vatnsmesta hver Evrópu, Hratmfossa, Snæfellsnesið og svo mætti lengi telja. Það var greinilegt að Norðmenn era afar spenntir fyrir Reykholti, Snorra Sturlusyni og þeirri sögu sem er umlykjandi Vesturland allt. Við höf- um þá trú að geta gert Reykholt að eins konar „Mekka Norðmanna,“ þar sem þeir koma og leita hálfþart- inn uppruna síns.“ Hún bætir við: „Við fundum það þarna úti hversu mikill styrkur er í að vera sameinuð innan samtakanna AIl Senses, þar sem við á Landnámssetrinu getum t.d. mælt með gistingu á svæðinu og annað þessháttar.“ Að lokum ítrekaði Sigríður Mar- grét ánægju sína með þann áhuga sem fyrirtækjunum var sýndur þama úti, en þó hafi komið ffam að mörg- um þætti Island dýr ferðakostur, sem kæmi svo sem ekki á óvart. „Það er útlit fyrir að flugfélögin Icelandair, Iceland Express og jafnvel SAS muni auka ferðir sínar til Islands og því má búast við verðið muni lækka og þar með opnast ffekari tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vest- urlandi.“ KH Samtök atvinnulífsins vilja að Agúst fai leyfi Samtök atvinnulífsins hafa mót- mælt þeirri ákvörðun Háskóla Is- lands að veita ekki dr. Agúst Einars- syni launalaust leyfi í þrjú ár vegna ráðningar hans í stöðu rektors Há- skólans á Bifröst. Samtökin era meðal aðstandenda Háskólans á Bifföst og tilnefna tvo af fimm stjórnarmönnum skólans sem beittu sér fyrir ráðningu dr. Agústs í starfið. I bréfi Vilhjálms Egilssonar ffamkvæmdastjóra SA til Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors segir að synjunin komi samtökunum veralega á óvart og hún sé í algjöra ósamræmi við stöðu og metnað Háskóla Islands, í andstöðu við hagsmuni atvinnulífsins vegna upp- byggingar háskólamenntunar í landinu og alls ekki í neinu sam- ræmi við viðleitni til þess að rækta og efla samstarf Háskóla Islands við atvinnulífið í landinu. „Synjun Háskóla Islands á launa- lausu leyfi fyrir dr. Agúst Einarsson er því yfirlýsing um að Háskóli Is- lands muni einungis taka takmark- aðan þátt í samstarfi milli háskól- anna í landinu og láta eigin óskil- greinda þrönga hagsmuni sitja í fyrirrúmi í stað þess að líta á sig sem forystuafl í háskólasamfélaginu á Islandi sem starfar í þágu alls sam- félagsins. Þessi synjun vekur líka spumingar um hvernig og á hvaða forsendum Háskóli Islands hyggst eiga samstarf við íslenskt atvinnulíf. Ætlast Háskóli Islands til að slíkt samstarf byggi alfarið á þröngum hagsmunum skólans og einstakra fyrirtækja eða vill skólinn byggja samstarfið á víðtækari granni í þágu alls samfélagsins?" - segir orðrétt í bréfi Vilhjálms. HJ T^mninn—: Sínum augum lítur bver á silfrið Undirritaður hefur velt fyrir sér að á sama tíma og hvert atriði sem tekin er ákvörðun um hjá meiri- hluta bæjarstjórnar Akraness, sætir gagnrýni af hálfu minnihluta bæj- arstjórnar og er vart minnst á á- vinning þeirra ákvarðana og að- gerða sem hafa verið að skila sér til Akurnesinga og er hér í stuttu máli sagt frá því sem ég tel vera ávinn- ing fyrir bæjarbúa. Bankaumsýsla fyrir Akraneskaupstað Akveðið var í málefnasamningi Frjálslynda flokksins og Sjálfstæð- isflokksins að boðin skyldi út fjár- umsýsla Akraneskaupstaðar sem verið hefur í höndum Landsbanka íslands. Þegar þeirri ákvörðun var fylgt eftir með uppsögn samnings við Landsbankann og gerð útboðs- gagna, var það harðlega gagnrýnt með umsögnum um fljótræði og flumbruskap af hálfu minnihluta bæjarstjórnar Akraness. A fyrstu dögum janúarmánaðar 2007 var undirritaður samningur eftir útboð við þann aðila sem metinn var með hagstæðasta tilboðið í umrætt verkefni, það er Landsbanka Is- lands. Sparnaður á kjörtímabilinu nemur allt að 10 milljónum króna, jafnvel meira. Ekki hefur verið gert stórt úr þessu en minnihlutinn sagði í umræðu um málið að rétt væri að árna heilla með þann samning. Endurvinnsla Á síðustu dögum núverandi minnihluta var undirritaður samn- ingur sem var að kostnaði 11-12 milljónir króna vegna heildstæðrar flokkunar sorps eftir því hvernig menn skilgreina málið. Þeim samningi var sagt upp og gengið til samninga við Gámaþjónustu Vest- urlands um verkið. Það sparar bæj- arbúum umrædda upphæð auk þess að geta leitt til minni urðunar sorps frá Akranesi sem nemur 300 tn á ársgrundvelli og þar að auki að setja efni til endurvinnslu í sama mæli. I því felast miklir peningar sem líklega nemur að auki 6-8 milljónum króna á árinu 2007 og ef bæjarbúar sinna málinu vel eins og virðist ætla að verða. Það eru mjög margir meðvitaðir um gagn- semi endurvinnslunnar og því sem með fylgir, því gæti þessi upphæð orðið miklu ríkari þáttur í sameig- inlegum sparnaði bæjarfélagsins og mun skipta tugum milljóna. Fjölbrautaskóli Vesturlands Með eftirfylgni bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og fleiri aðila tókst að fá 30 milljónir til uppbygg- ingar húss fyrir verknámshús Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Sá ávinn- ingur er ekki bara þær krónur sem fengust frá ríkisvaldinu heldur er um að ræða atvinnuskapandi að- gerð til lengri tíma. Þetta er að mínu mati stór áfangi í sögu fjöl- brautaskólans og fyrir alla þá sem vilja leggja fyrir sig þá menntun sem þarna verður í boði. Fjárlaga- nefnd og menntamálaráðherra er hér þakkað fyrir atbeina að málinu. Aðveita rafitnagns Núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluti fékk afsalað landi undir og umhverfis núverandi aðveituhús fyrir rafmagn að andvirði rúmlega 14 milljónir króna, en þetta er mál sem hefur staðið í mönnum um langan tíma. Ur þessu hefur ekki mikið verið gert en samningsstaða Akraneskaupstaðar varðandi að- veitumál fyrir rafmagn er gjör- brejrtt. Tækjabúnaður í núverandi stöð er með þeim hætti að hann verður að endurnýja. Með þessari aðgerð er komin ný sýn á málin. Þeim aðilum sem lögðu hönd að þessu verki er því sérstaklega þakk- að. Samningur um varð- veislu kútters Sigurfara Þriðjudaginn 16. janúar síðast- liðinn var undirritaður samningur um framlag til byggðasafnsins vegna kútters Sigurfara sem nemur alls 60 milljónum króna. Það er fyrst og fremst fyrir harðfylgi Gunnars Sigurðssonar og eftir- fylgni hans að þessi samningur er staðreynd. Hér er þakkaður atbeini forsætisráðherra, Geirs H. Haar- de, í málinu og framkvæmd af hálfu menntamálaráðherra, Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það hefur staðið yfir í langan tíma, án árangurs, að sótt hefur verið eftir fjármagni til að verja kútter Sigurfara þar til nú. Núna verður gengið til þess verks eftir ráðum sérfræðinga að búa skipið undir varðveislu á besta möguleg- an máta. Bæjaryfirvöld á Akranesi verða að sækja fast á alla þá sem fást til að leggja fjármuni til varðveislu skips- ins, það hlýtur að vera sameigin- legt markmið allra landsmanna að varðveita þetta tákn Islands- og at- vinnusögunnar. Samningur um skipa- lyftu og leigu lands til Þorgeirs & Ellerts. Núna á síðustu vikum var gerð- ur samningur við Þorgeir & Ellert um að þeir fengju á leigu til 50 ára landið ofan skipalyftunnar og um yfirtöku hennar til fyrirtækisins. Endurfjármögnun fyrirtækisins var háð mörgum þáttum. Bæjaryfir- völd meta það afar mikils að at- vinnustarfsemi sem telur um 100 manns í vinnu skuli vera tryggð. Þó að Akraneskaupstaður eigi ekki nema ákveðinn þátt í heildarað- gerðinni er sá sem þetta ritar sann- færður um að hún sé tug milljóna virði fyrir bæinn, og liður í því sem er í stefnumörkun Frjálslynda flokksins undir forystu Karenar Emilíu Jónsdóttur og Sjálfstæðis- flokksins undir forystu Gunnars Sigurðssonar, að styðja við at- vinnustarfsemi á Akranesi eldri sem nýja. Moldartippur Nýlega fór fram útboð vegna svonefnds moldartipps en það er uppgröftur úr grannum og götum sem koma verður fyrir og er á ábyrgð bæjarfélagsins. Ljóst er að sú aðgerð, miðað við það magn sem komið var fyrir á s.l. ári, verð- ur um a.m.k. 7 milljóna króna sparnað að ræða þannig að ef ein- hverjir álíta að það sem hér að undan er talið sé allt gert í fljótræði og flumbru- skap þá tala tölurnar sínu máli. Eg læt hér ágæti lesandi staðar numið að sinni en af mörgu er að taka. Á næstunni verður undirrit- aður samningur um tónlistarskóla og mun sá skóli standa undir ítr- ustu gæðakröfum og verða til mik- ils sóma fyrir Akurnesinga. Utboð vegna Gámu mun fara fram á næstunni og mun reynslan skera úr um hvort útboðsniðurstaða verði Akurnesingum hagfelld. Nauðsyn er að gera bæjarbúum grein hvernig málum er háttað varðandi Lífeyrissjóð starfsmanna Akraneskaupstaðar en þar hefur orðið mikil breyting og verður síð- ar gert grein fyrir þeim málum. Það var sagt á fyrstu dögum nú- verandi meirihluta að sópað yrði með nýjum vöndum. Orðum hefur verið fylgt eftir með aðgerðum, en eins og segir í upphafi þessarar greinar þá lítur hver sínum augum á silfrið. Akranesi, 23. janúar 2007 Gísli S. Einarsson, beejarstjóri á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.