Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Side 19

Skessuhorn - 24.01.2007, Side 19
 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 19 Konungur hákarlaverkunar sóttur heim Á þessum tíma árs, þegar þorrinn er nýgenginn í garð og sterkur ilmur af hákarli smýgur um loftið, er ekki úr vegi að fræðast örh'tið um hákarl; þetta bragð- og lyktsterka fýrirbæri; hvemig hann er veiddur og þá hvar og hvort aldrei hafi komið til tals að markaðssetja hákarlaveiðar hér á landi, rétt eins og t.d. hvalaskoðun. Til þess að svara slíkum spurningum er enginn betri en ókrýndur sér- ffæðingur Islands um hákarla; Hildi- brandur Bjarnason bóndi í Bjamar- höfh. Það fýrsta sem blaðamaður tekur effir þegar stigið er út úr biffeiðinni á hlaðinu í Bjamar- höfn, er hákarlaanganinn sem er allt umvefjandi staðirm. Enda snýst hér lífið að stómm hluta um hákarl og á meðan blaða- maður staldrar við, em stöðug- ar símhringingar allsstaðar af landinu, fólk að spyrjast fýrir og gera pantanir, enda þorrablótin í algleymingi. Eitt er nokkuð víst: Ekki verður blótað nokkmm sköpuðum hlut án þess að tryggt verði að hákarl sé í troginu. Þegar róast örlítið setjumst við niður. Hildibrandur er fýrst spturðmr hvort hann sjálfur hafi veitt hákarl og hvar séu helstu hákarlamiðin í kringum Island? „Faðir minn veiddi og verkaði há- karl alla sína tíð og sem ungur drengur fór ég yfirleitt með honum til aðstoðar, sem var að sjálfsögð afar spennandi. Við fórum yfirleitt út ffá Gjögri eða Asparvík fyrir norðan, lögðum línu og síðan var vitjað eftir nokkra daga. Ekki var langur tími látinn líða þar til vitjað var um að nýju, einfaldlega til þess að koma í veg fýrir að aðrir hákarlar fæm í bráðina. Stundum kom það þó fyrir að legið var fýrir akkeri og hann veiddur á handfæri, en þá var sett vænt selsspik á krók, brákin lak út með straumnum og lokkaði hákarl- inn að. Óvarlega farið með sjávarbotnmn Hildibrandur segir að í dag sé veiðin dræm nálægt landi en þó séu menn eitthvað að reyna en gangi lít- ið. Þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi komið upp hug- myndir um að bjóða fólki upp á há- karlaveiðar, rétt eins og hvalaskoð- un, segir harm vissulega hafi mönn- um dottið það í hug, en slíkt sé hins- vegar ekki raunhæff þegar veiðin við landið er jafn dræm og raun ber vitni. „Eg tel að við höfum farið alltof ógætilega með notkun á botn- vörpum í kringum landið, en þær hreinlega sópa upp og eyðileggja botngróðurinn, sem em nauðsyn- legar uppeldisstöðvar fjölda sjávar- dýra og almennt fýrir allt líffíkið í hafinu. I dag fæ ég nánast allan minn hákarl ffá toguram sem era við grá- lúðuveiðar vestur af Snæfells- nesi, en þar flækist hann í net, sem þeir síðan færa mér.“ Fyrst eingöngu vegna lifrarinnar Hákarlinn er djúpsjávarfisk- m og lifir í köldum sjó og er nákvæmlega eins úth'tandi og fyrir sexhundruðmilljónum árum síðan og er einn af örfá- um dýrategundum sem fær aldrei krabbamein. Hann var lengi vel veiddur eingöngu vegna fiffarinnar, sem ekki að- eins var notuð til lækninga, heldur einnig brædd í lýsi og notuð til að lýsa upp stórborgir í Evrópu. Það var síðan ekki fýrr en í byrjun sautj- ándu aldar sem menn lærðu að verka hákarlinn eins og gert er í dag, en þá var hákarl dreginn á land og látinn liggja um tíma, sem olli því að hann kæstist í sjálfum sér. Menn hengdu Vænir bitar tilbúnir í upphafi þoiTans. Þorriim er genginn í garð Síðastliðinn föstudag hófs þorri með bóndadeginum og er veturinn því nákvæmlega hálfnaður. Þorri er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla mánaðartalinu og hefst hann á föstudegi í þrettándu viku vetrar með bóndadegin- um. Á síðari hluta 19. aldar fóra mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu „Þorrablót" að fornum hætti, mat- ar- og drykkjarveislur þar sem sungin vora ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af effir aldamótin 1900 í kaupstöð- um en þá hafði þorrablóts- siðurinn borist í sveitirnar, fýrst á Austurlandi og í Eyja- firði, og hélt þar áfram. Um miðja 20. öld hófu átt- hagasamtök á höfuðborgar- svæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá „íslensk- an“ mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum. Síðan hafa þorrablót ýmissa sam- taka með íslenskan mat verið fast- ur liður í skemmtanalífi um allt land. MM Félagið Margmenning stofiaað í Borgarbyggð Fyrsta stfóm Margtnenningar í Borgarbyggð. Síðastliðinn mánudag var félagið Margmenning stofnað formlega í Safhahúsi Borgarfjarðar í Borgar- nesi. Margmenning er félag áhuga- fólks um margmenningu í sveitarfé- laginu. Við stofnun þess er heimili félagsins og vamarþing í Borgar- byggð og mun tíminn leiða í ljós hvort fólk úr nærliggjandi sveitarfé- lögum á Vesturlandi taki þátt í sam- starfinu, segir í tilkynningu ffá fé- laginu. Margmenning hefur að leið- arljósi grundvallaratriði mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna um að hver maður sé jafhbor- inn til virðingar og réttinda er eigi verða af honum tekin. Markmið þess eru: a) að auðvelda tengsl er- lendra íbúa og annarra í Borgar- byggð, b) að auðvelda erlendtun íbúum aðgengi að upplýsingum um samfélagið, réttindi og skyldur, c) að vinna að auknum skilningi og virð- ingu fýrir ófikri menningu og stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi manna á meðal, d) að stuðla að því að allir fái notið hæfileika sinna til heilla fýrir sig og samfélagið. Félag- ið hafði til hliðsjónar markmið og lög félagsins Róta á Isafirði, sem fé- lagið lánaði góðfúslega. Fulltrúi Borgarfjarðardeildar Rauða Krossins sat stofhfundinn, þar sem ýmsar hugmyndir era í gangi um samstarf félagsins við deildina. Má hér minnast á að Akra- neskaupstaður hefur samþykkt að undirrita þjónustusamning við Rauða krossdeild Akraness, sem tek- ur að sér þjónustu og upplýsingar fyrir innflytjendur. Stéttarfélag Vesturlands hefur einnig lýst yfir ánægju með framtakið og hefur áhuga á að taka þátt í félagsskapnum með þetta framtak. Að undanförnu hefur einu sinni í viku verið opið hús á vegum Marg- menningar í Safhahúsi Borgarfjarð- ar á sunnudögum kl 17:00-19:00. Hefur mæting alltaf verið nokkur þó ekki hafi verið formleg dagskrá og talsvert hefur verið um að erlendir íbúar noti tækifærið til að fá nauð- synlegar upplýsingar þar. Að auki berast sífellt fleiri fýrirspurnir á borð Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands, sem hefur lagt mikirm metnað í að sinna íslenskukennslu fýrir út- lendinga og verður sífellt meiri mið- stöð fræðslu og upplýsingaflæðis fýrir þá. Þar starfar einmitt Guðrún Vala Elísdóttir, hugmyndasmiður Margmenningar og nýr formaður félagsins. MM Hákarlinn er hengdur upp íjjóra mánuði og segist Hildibrandur fylgja ferlinu nokkuð nákvæmlega. hann síðan upp til þurrkunar og þannig áttuðu menn sig á verkunar- ferlinu sem nauðsynlegt var. Stoðgrind hákarlsins sem er öll úr brjóski gerir það að verkum að hann er mjög sveigjanlegur í hreyfingum og líkamsleifar hans rotna svo skjótt að mjög óvenjulegt er að finna heila steingerða háfiska í fornum jarðlög- um. Aðeins harðar tennurnar og gaddamir steingerast. Hér á landi hefur brjóskið og lifrin verið notuð við lyfjarannsóknir á krabbameini og einnig er hákarlalýsið löngu þekkt fyrir góða verkan sína. I Austurlönd- um fjær eru uggar hákarlsins nýttir í matargerð en þar eru þeir sólþurrk- aðir og soðnir í vatni, brjóskið um- breytist í límkennt efhi, sem minnir helst á hráa eggjahvítu og er það notað í hákarlauggasúpu. Vanafastur í verkuninni Hákarlar era hræætur og Hildi- brandur segir að margt kynlegt hafi fundist í maga hákarla og sem dæm- is má nefna þófa af ísbirni, leifar af fuglum og jafhvel sverðfisk. Þessa hluti ásamt mörgum fleirum, eins og hákarlaegg, skolta, tennur, verkfæri, myndir af hákarlaverkun og ótal margt fleira, má einmitt sjá á safhinu sem Hildibrandur og fjölskylda hans hefur reist í Bjarnarhöfn. Aðspurður um hvernig bændur í Bjamarhöfh verki hákarlinn, segir Hildibrandur að verkunin krefjist mikillar natni en yfirleitt byrjar harm á því að kæsa seinnipart vetrar og á vorin, en það telur hann besta tím- ann til þess. Það taki u.þ.b. sex vikur en hákarlinn sé síðan hengdur upp í fjóra mánuði og segist hann fylgja ferlinu ffekar nákvæmlega. I lokin kemur húsráðandi með nokkra bita af hákarli til sýnis og blaðamaður fer að sjálfsögðu ekki af bæ fýrr en hann hefur fjárfest í vænu stykki. Einnig er boðið að smakka á súrum hval sem Hildibrandur lumar á, en það verður að viðurkennast að sá biti rann heldur skrykkjótt niður. Við kveðjum að lokum og hverfum út í náttmyrkrið, allnokkuð vísari um hákarla, með örlítið af ljúfum ilmi Bjarnarhafnar í bílnum. KH Jökull Helgastm ergestur Skráargatsins í Skessuhomi í þessari viku. Hann hefur undanfarin ár gegnt starfl skipulags- og byggingafulltrúa í Grundarfirði, en fierði sig um set innan Vesturlands á liðnu ári og hef- ur tekið við nýju starfi verkefnisstjóra framkvœmda- sviðs hjá Borgarbyggð. Fullt nafn: Jökull Helgason. Statfl Verkefnisstjóri á framkvæmdasviði hjá Borgarbyggð. Fœðingardagur og ár: 15. júmí, 1973. Fjölskylduhagir: Eg er giftur Unni Davíðsdóttur og eigum við tvö bóm, Omu Jöru 5 ára ogAndreu Inu 2 ára. EfGuð lofar eigum við von áþriðja baminu í apríl nk. Hvemig bíl áttu? Subaru Legacy og Toyotu Turing. Uppáhalds matur? Sunnudagssteik að hœtti Dídíar. Uppáhalds drykkur? Islenskt lindarvatn. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir. Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gísli Einarsson. Uppáhalds innlendur leikari? „Lýður Oddsson“ lottóvinningshafi. Uppáhalds erlendur leikari? Meg Ryan. Besta bíómyndin? Dalalíf. Uppáhalds íþróttamaður? Enginn sem kemurfyrstur upp í hugann. Uppáhalds ífrróttafélag? UMF Staðarsveitar. Uppáhalds stjómmálamaður? No comment. Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Dúettinn Súkkat. Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Mark Knopfler í Dire Straits. Uppáhalds rithöfutidur? Halldór K. Laxnes. Ertujylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni? Fylgjandi. Hvað meturðu mest ífari annarra? Jákvæðni og heiðarleika. Hvaðfer mest í taugamar á þér t'fari annarra? Eg reyni að láta ekki hluti fara í taugamar á mér. Hver erþinn helsti kostur? Að hafa hjartað á réttum stað. Hver er þinn helsti ókostur? Eg læt lesendur um að svara þessari spumingu. Hvemig leggst nýtt starf í þig og hver verða helstu starfssvið þín ? Jií starf- ið leggst vel í mig, enda mörgfjölbreytt og spennandi verkefni framundan. 1 stuttu málifelst starf mitt i umsjón og eftirliti með verkframkvtemdum á vegum sveit- arfélagsins, aðallega hvað varðar viðhald og nýframkvæmdir við götur ogfast- eignir. 1 starfinufelst að eiga samskipti við verktaka, umsjónarmenn fasteigna og síðast en ekki síst notendur þeirra fasteigna og skólamannvirkja sem em í eigu sveitarfélagsins. Loks má nefnda ýmis önnicr verkefni, svo sem eftirfylgni þjón- ustusamninga við sveitarfélagið t.d. snjómokstur, umhirða gatna, slátt ogfleira. Eitthvað að lokum? Mittfyrra starf hjá Gnmdarfjarðarbie var bæði jjölbreytt og skemmtilegt, en því hafði ég gegnt af ánægju og áhuga í rúmlega 5 ár. Það er hinsvegar alltaf áskorun að takast á við ný og krefjandi verkefni, sérstaklega þeg- ar um er að ræða áhugavert starfi þar sem í boði er að taka þátt í mótun þessfrá upphafi. Þess vegna er ég bara prýðilega sáttur við þessi umskipti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.