Mosfellingur - 12.09.2019, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 12.09.2019, Blaðsíða 14
MEÐ APPINU EÐA Á NETINU! Þú getur flýtt fyrir og einfaldað pöntunarferlið með því að nota appið og vefinn. Þar getur þú pantað, greitt fyrirfram og fylgst með pöntuninni. DOMINO’S APPDOMINOS.IS - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ14 www.samanhopurinn.is Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Bregða má út af reglu- num þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla,- íþrótta- eða æskulýðssamkonu. Aldur miðast við fæðingarár. FORELDRAR VERUM SAMTAKA! ÚTIVISTAR- REGLURNAR* Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22 1. maí til 1. september 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 22 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 24 *Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002 www.samanhopurinn.is Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Bregða má út af reglu- num þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla,- íþrótta- eða æskulýðssamkonu. Aldur miðast við fæðingarár. FORELDRAR VERUM SAMTAKA! ÚTIVISTAR- REGLURNAR* Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22 1. maí til 1. september 12 ára bör og yngri mega lengst vera úti til kl. 22 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 24 *Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002 Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2019 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhá- tíð Mosfellsbæjar Í túninu heima. Umhverfisviður- kenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Að þessu sinni barst mikill fjöldi tilnefninga um einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar við- urkenningar til eins einstaklings sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og fyrir fallegan garð í Bugðutanga 7. Helga Herlufsen og Guðmundur Sig- urðsson fengu viðurkenn- ingu fyrir sérlega fallegan og fjölskrúðugan garð að Bugðutanga 7 sem sinnt hefur verið af mikilli natni um langt skeið. Garðurinn er eins konar lystigarður og ber merki mikillar ástríðu við umhirðu gróðurs og virðingu fyrir umhverfinu. bugðutangi 7 Oddgeir fékk viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Oddgeir sem starfaði áður sem garð- yrkjustjóri í Mosfellsbæ hefur ávallt lagt mikla áherslu á skógrækt og uppgræðslu í sveitarfélaginu, gróðursetti skjólgróður víða um bæ á svæðum sem margir töldu ómögulegt að rækta tré og kom að uppgræðslu á melum í Ullarnesbrekkum. Hann hefur einnig haft mikinn áhuga á umhverfismálum í bænum og hefur sinnt þeim af alúð. Oddgeir þór árnasOn Umhverfisviðurkenningar veittar Í túninu heima Skara fram úr í umhverfismálum • Fjöldi tilnefninga barst umhverfisnefnd að þessu sinni oddgeir þór árnason fyrrum garðyrkjustjóri helga og guðmundur í bugðutanga 7 byg g i n ga f é l ag i ð

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.