Mosfellingur - 12.09.2019, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 12.09.2019, Blaðsíða 10
Enn berst mengun úr regnvatnslögnum Hvítleit mengun í Varmá var tilkynnt Heilbrigðiseftirliti Kjós- arsvæðis sunnudaginn 25. ágúst. Heilbrigðisfulltrúi fór á staðinn skömmu eftir tilkynninguna og staðfesti að mengun bærist í Varmá. Uppruni mengunar var í regnvatns- lögn frá Greni- og Furubyggð en hún liggur út í læk sem síðan rennur út í Varmá. Farið var um Greni- og Furubyggð en ekki tókst að finna í hvaða húsi mengunin átti upptök sín en ekkert var sjáanlegt utandyra. Að öllum líkindum hefur einhver verið í framkvæmdum og t.d. verið að skola málningaráhöld í bílskúrn- um og er sá aðili ábyrgur fyrir menguninni sem barst í ána þennan dag. Menn ættu ekki að tjöruþvo bíla eða hella niður eða skola niður skaðlegum efnum í regnvatns- lagnir í bílskúrum, á plani eða úti í götu. Hægt er að skoða tengingar regnvatnslagna og fráveitulagna á kortasjá Mosfellsbæjar og hvar þær fara út í umhverfið. - Fréttir úr bæjarlífinu10 Verslun Krónunnar í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum á síðustu vikum og má segja að um enduropnun sé að ræða. Búið er að opna bæði kjúklingastað og sushivinnslu í búðinni og verslunin almennt tekin í gegn. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið teknir í notkun, nammibarinn fjarlægður og plastpokar á útleið. Krónan er stór vinnustaður en þar eru um 80 manns á launaskrá og margt ungt fólk byrjar sinn starfsferil innan fyrirtækisins. Við hittum verslunarstjóra Krónunnar, Baldur Jónasson. Nýr kjúklingastaður og sushivinnsla á staðnum „Við höfum beðið spennt eftir þessum nýjungum sem nú eru komnar í gagnið. Við höfum lækkað alla rekka og tekið í notkun nýja og orkusparandi kæla. Anddyrið hefur verið opnað betur og yfirsýnin yfir búðina er miklu betri,“ segir Baldur. Sjálfsafgreiðslu- kassar eru nú í boði í versluninni og hefur þeim verið tekið framar vonum. „Þetta hefur hjálpað okkur að halda búðinni betri. Við höf- um ekki sparað eina einustu vinnustund, heldur bætt þjónustuna. Við sjálfsafgreiðslukassana er alltaf starfsmaður sem er tilbúinn að aðstoða og kenna. Fólk hefur samt auðvitað val hvernig það gengur frá kaupunum.“ Tokyo Sushi hefur opnað í Krónunni ásamt kjúklingastaðnum Rotissiere. „Það gerir íbúum auðveldara að grípa með sér tilbúinn mat. Sushivinnsla er á staðnum og verður hægt að kaupa úr borði eða panta eftir óskum. Kjúklingastaðurinn á eftir að verða mjög vinsæll en þar er hægt að ná sér í eldgrillaðan kjúkling ásamt öllu helsta meðlæti sem til þarf.“ Ávaxtamarkaður í stað nammibars Krónan er hætt með nammibar og býður þess í stað upp á ávaxtamarkað þar sem hægt er að kaupa 5 ávexti á 220 kr. „Það er eini nammibarinn okkar í dag. Þú kemur aldrei fyrst að sykruðum vörum í versluninni, nammið er ekki nálægt kössunum og áherslan hjá okkur er fyrst á vatn og sódavatn. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta.“ Baldur segir breytingum á versluninni lokið og eru nú allar versl- anir Krónunnar svipað uppbyggðar. Krónan tekið miklum breytingum • Ferskt sushi og eldgrillaður kjúklingur í boði Enduropnun Krónunnar eftir breytingar og betrumbætur Hárstofan Sprey stofnuð fyrir áratug • Eigendur stofunnar þær Katrín Sif og Dagný Ósk Fagna 10 ára afmæli Sprey Baldur Jónasson verslunarstJóri Katrín sif og dagný ósK í afmæli þann 6. septemBer Hárstofan Sprey fagnaði á dögunum 10 ára afmæli með mikilli veislu. Hárstofan er staðsett í Háholti við hlið Krónunnar. Katrín Sif Jónsdóttir stofnaði fyrirtækið fyrir áratug, þá 21 árs, og á Sprey í dag með Dagnýju Ósk Dagsdóttur. „Okkur líður vel hér og íbúum Mos- fellsbæjar fjölgar ört. Tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða og svo margt sem ég hef lært og upplifað ásamt því að stofan hefur dafnað og stækkað með dásamlegu fólki,“ segir Katrín Sif. „Það var pabbi, Jón Jósef, sem ýtti mér út í þetta fyrir 10 árum og taldi mér trú um að best væri að vera sinn eigin herra. Þannig hófst þetta ævintýri en í dag erum við tíu sem vinnum hérna, allt algjörir snillingar. Sem betur fer greip ég tækifær- ið sem gafst á sínum tíma og lét drauminn rætast. Það eru miklir demantar sem hafa komið að Sprey, má þar nefna Unni Hlíðberg og Svövu Björk sem áttu stofuna með mér lengi og settu blóð, svita og tár í að byggja upp fyritækið.“ Við sama tilefni var því fagnað að Katrín Sif var á dögunum kosin Hármeistari Íslands 2019 á Nordic Hair Aw­ards & Expo sem fram fór í Kaupmannahöfn í sumar. Heilsuhátíðin Heimsljós fer fram í Lága- fellsskóla um helgina og er nú haldin í 10. skipti. Þar verður mikinn fróðleik að finna um allar hliðar heilsunnar, líkamlegar sem andlegar. Framkvæmdaaðilar hátíðarinnar eru þau Vigdís Steindórsdóttir og Guð- mundur Konráðsson. „Hátíðin hefur vaxið að gæðum og vinsældum síðustu ár, það sjáum við af gestafjölda og ánægju þeirra,“ segir Vigdís. „Það er gaman að velta fyrir sér hvar hver og einn setur heilsuna á forgangslistann sinn. Teljum við það sjálfsagðan hlut að vera frísk?“ Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og kynninga, m.a. mun Kjartan Pálmarsson guðfræðingur fjalla um undirrót með- virkni og afleiðingu áfalla. „Áhrif streitu á uppeldi eru í dag talin vera orsök flestra andlegra vandamála í æsku og á unglings- og fullorðinsaldri og því mjög mikilvægt að skilja hvað á sér stað og ekki síst hvað er hægt að gera til að sporna við eða laga.” Þá verður boðið upp á áhugaverðar kynn- ingar á mat, myndlist, námskeiðum o.fl. Fólki gefst kostur á að mæta í prufutíma þar sem því gefst kostur á að prófa ýmsar meðferðir sér til heilsubótar og vellíðunar. Kaffihúsastemning á göngunum, spáð í spilin og kynning á mörgum aðferðum hugleiðslu. Hátíðin hefst í Lágafellskirkju föstudag- inn 13. september kl. 20 með heilunarguð- þjónustu. Haldið verður áfram í Lágafells- skóla laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 11-18.30 Vigdís hvetur heimamenn til að koma gangandi, hjólandi eða sameinast í bíla því bílastæði eru af skornum skammti Nánari upplýsingar á w­w­w­.heimsljos.is. Heimsljós í 10. sinn • Spennandi fyrirlestrar og fjölbreytt dagskrá í Lágafellsskóla Heilsuhátíð haldin um helgina Aukavagnar leiðar 15 að morgni úr Mosó Strætó hefur, að frumkvæði Mosfellsbæjar, ákveðið að bæta tímabundið við aukavagni á leið 15 úr Mosfellsbænum virka daga kl. 7:15 og 7:30. Þetta er gert til þess að mæta aukinni eftirspurn á þessum tíma dags og verður fyrirkomulagið endurskoðað eftir þörfum. Mosfells- bær vill hvetja sem flesta til að nýta sér þann umhverfisvæna ferðamáta sem Strætó er. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir Mosfellingar velja að nota almenningssamgöngur. Íbúar hafa orðið varir við þunga morgunumferð til Reykjavíkur þessar fyrstu skólavikur haustsins. vigdís steinþórsdóttir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.