Mosfellingur - 12.09.2019, Blaðsíða 8
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá 15–16.
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is
Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 896 5700 bruarholl@simnet.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.is
Snjólaug Sigurðardóttir ritari
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi
s. 898 3947 krist2910@gmail.is
Halldór Sigurðsson 1. varamaður
s. 893 2707 dori007@simnet.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
StJÓrn FaMoS
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Þéttbýlið í samband
við Ljósleiðarann
Lokið er tengingu allra heimila í
þéttbýli Mosfellsbæjar við Ljósleið-
arann. Af þessu tilefni afhenti Erling
Freyr Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Gagnaveitu Reykjavíkur,
Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra
skjöld til vottunar á þessum áfanga
í uppbyggingu innviða í sveitar-
félaginu. Fleiri áfangar eru fram
undan því í vor samþykkti bæjarráð
samning við Fjarskiptasjóð um
stuðning við ljósleiðaratengingu
í dreifbýli sveitarfélagsins. Erling
Freyr fagnar þessum áfanga. „Þetta
er mikilvægt skref í uppbyggingu
nútímasamfélaga að hafa svo
trausta innviði fyrir gagnaflutninga
af öllu tagi sem Ljósleiðarinn er.
Nú eiga heimilin í bænum kost á
þjónustu sem er einhver sú besta
sem býðst á byggðu bóli.“ Öllum
heimilum í þéttbýli Mosfellsbæjar
stendur nú til boða Eitt gíg gæða-
samband Ljósleiðarans, sem gefur
kost á 1.000 megabitum bæði til og
frá heimili. Uppsetning á ljósleiðara
alla leið inn á heimili er íbúum að
kostnaðarlausu og síðan er greitt
mánaðargjald fyrir notkun.
GaMan SaMan
GAMAN SAMAN byrjar í dag 12. sept.
þegar krakkar frá Leirvogstunguskóla
koma til okkar í heimsókn. GAMAN SAM-
AN verður aðra hverja viku á dagskrá hjá
okkur í vetur á fimmtudögum kl. 13:30.
Bridge og félagsvist
Bridge verður spilað alla þriðjudaga
á Eirhömrum í borðsal kl. 13:00.
Byrjaði 3. sept. Ef
þú hefur áhuga
á að vera með,
endilega kíktu, allir
velkomnir.
Félagsvist verður
spiluð alla föstudaga,
byrjar 13. sept. kl. 13:00.
Bingó verður svo bæði fyrir jól og eftir :)
Stólajóga
Verður kennt í íþróttasal Eirhamra
á þriðjudögum kl. 13:00-14:00.
Fyrsti tíminn er 3. sept.
Kennari verður Edit Ólafía.
Mánuðurinn kostar 5.000 kr.
og er ekki posi á staðnum.
Lágmarksþátttaka er 12 manns.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Mosfellsbær tekur á móti 11 flóttamönnum
frá Úganda og Súdan þann 12. september.
Flóttafólkið hefur verið í flóttamannabúð-
um í Kenía en kemur til landsins í dag.
Þetta er í annað skipti sem Mosfellsbær
tekur við flóttafólki en í mars 2018 komu 10
manns frá Úganda. Ein af ástæðunum fyrir
því að leitað var aftur til Mosfellsbæjar er
hversu vel bæjarfélagið tók á móti hópn-
um síðast og hversu vel gekk hjá þeim að
aðlagast.
Móttakan liður í ákvörðun ríkisstjórnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti erindi
félagsmálaráðuneytisins á dögunum.
Móttakan er liður í ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að bjóða allt að 75
flóttamönnum til landsins á þessu ári.
Í mars síðastliðnum komu fimmtíu sýr-
lenskir flóttamenn til landsins og settust
að á Blönduósi og Hvammstanga og núna
koma 11 í Mosfellsbæ, 10 í Garðabæ og 4 á
Seltjarnarnes.
Verkefnastjóri ráðin til eins árs
Hulda Margrét Rútsdóttir hefur verið
ráðin verkefnastjóri til eins árs til að sinna
verkefninu. Verkefnastjórinn hefur umsjón
með móttöku flóttafólksins og er tengilið-
ur við ráðuneytið og Rauða krossinn sem
verður til aðstoðar í málum þess.
Vakin er athygli á að fjölskyldusvið Mos-
fellsbæjar er á höttunum eftir leiguhúsnæði
fyrir fólkið. Óskað er eftir að þeir sem hafa
áhuga á að leggja lið hafi samband við
verkefnastjóra.
Flóttamenn frá Úganda og Súdan væntanlegir til Mosfellsbæjar í dag
Tekið á móti 11 flóttamönnum
Samstarfsverkefni World Class og
Mosfellsbæjar heldur áfram í vetur
l aU S P l Á S S ! ! !
Enn eru laus pláss í byrjendahóp sem kenndur verður á þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 9-10. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17. september, námskeiðið er
fyrir fólk 67 ára og eldra sem er með lögheimili í Mosfellsbæ. Kennslan fer fram í
formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal.
Framhaldshóparnir verða tveir í vetur, kenndir á þriðjudögum og fimmtudögum.
Hópur 1, tími 10:00-11:00 er orðin fullur.
ATH! Ennþá eru laus pláss í hóp 2, tími 11:00-12:00.
Framhaldshóparnir eru ætlaðir þeim sem eru vanir leikfimi og eru þessir hópar
opnir óháð búsetu (þ.e.a.s þú þarft ekki að hafa lögheimili í Mosfellsbæ til að
mæta í þessa hópa).
Þátttakendur í námskeiðinu hafa fullan aðgang að World Class og Lágafellslaug á
öðrum tímum dags meðan á námskeiðinu stendur.
Kennarar verða þær Halla Karen og Berta. Námskeiðið stendur í 12 vikur og
er greitt fyrir námskeiðið með eingreiðslu við skráningu 15.000 kr.
allar nánari upplýsingar og skráning fer fram í World Class lágafellslaug
Horft yfir flóttamannabúðirnar í
kenía þar sem fólkið Hefur dvalið
HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG / hönnunarstaðlar
GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR
sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is
Nýtt aðkomutákn Mosfellsbæjar var ný-
verið reist við bæjarmörkin hjá Hamra-
hlíðarskógi. Þetta er fyrsta tákn af þremur
sem mun varða komuleiðir að Mosfells-
bæ.
Aðkomutáknið hönnuðu Anna Björg
Sigurðardóttir arkitekt og Ari Þorleifsson
arkitekt og byggingafræðingur. Árið 2017,
í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar,
efndi bæjarstjórn í samstarfi við Hönn-
unarmiðstöð Íslands til hugmyndasam-
keppni um aðkomutákn fyrir bæinn. Alls
bárust 34 tillögur og bar tillaga Önnu og
Ara sigur úr býtum.
Hið nýja aðkomutákn er úr þrenns kon-
ar efnivið, járni, grjóti og tré og er hæsti
stöpull hvers aðkomutákns einkennandi
fyrir staðsetningu þess. Hæsti hluti þess
aðkomutákns sem nú hefur risið er tré
sem vísar til Hamrahlíðarskógar. Merki
Mosfellsbæjar sem hannað var af Kristínu
Þorkelsdóttur prýðir öll aðkomutáknin.
Nýja aðkomutáknið verður vígt form-
lega mánudaginn 16. september.
Vígsla við Hamrahlíð á mánudaginn • 30 ára afmælisgjöf
nýtt aðkomutákn rEist
við mörkin til rEykjavíkur