Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  124. tölublað  107. árgangur  250 BÖRN FÁ SEND BOÐS- KORT Á ÞING NÝTA VEÐRIÐ OG BYRJA SLÁTT NÝ SÝNING UM LITLJU HAFMEYJUNA BÆNDUR HEFJA HEYSKAP 6 LEIKHÓPURINN LOTTA 28BARNAÞING 4 Ólíklegt er að meira en 260 milljónir evra, jafnvirði 36 milljarða króna, fá- ist upp í 500 milljóna evra lán, jafn- virði 69,5 milljarða króna, sem Seðla- banki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008 til að forða bankanum frá gjaldþroti. Veð bankans í danska FIH-bankanum hefur rýrnað sem þessu nemur. Kom þetta fram í kynn- ingu Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra á skýrslu um þrauta- varalánið og sölu FIH. Már telur mikilvægt að draga lær- dóma af þessu máli og nefnir sérstak- lega tvö atriði. Í fyrsta lagi að skýra þurfi betur stjórnsýsluna við veitingu lána til þrautavara. Því er svarað í frumvarpi um Seðlabankann sem liggur fyrir Alþingi. Í öðru lagi bendir hann á að ekki sé heppilegt að taka sem veð hlutabréf erlends banka þegar Seðla- bankinn veitir lán til innlends banka. „Það er alveg ljóst, eftir á að hyggja, að það hefði verið betra að gera þetta ekki. En er það fullkomlega óskiljan- legt í ljósi aðstæðna? Mér virðist það ekki,“ segir Már. Már skýrir drátt á skilum skýrsl- unnar meðal annars með auknu um- fangi hennar, önnum starfsmanna sem komu að samningum um sölu á FIH og vinnu við að finna út úr því um hvaða efnisatriði ætti að ríkja trúnaður. Loks nefnir hann að gögn bankans varðandi lánveitinguna séu fátækleg. »11 Helmingur endurheimtist  Seðlabankinn var 4 ár að kanna lán og sölu FIH-bankans Már Guðmundsson Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Björgólfur Thor Björgólfsson, auð- ugasti maður Íslands, tók þátt í skuldafjárútboði WOW air sem lauk 18. september síðastliðinn og lagði félaginu til þrjár milljónir evra í gegnum félag sitt Reliquum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánsson, viðskiptafréttastjóra Morgunblaðsins, um ris og fall WOW air, sem kemur út í dag. Í bókinni varpar höfundur ljósi á hverjir það voru sem tóku þátt í skuldafjárútboði flugfélagsins og segir gögn benda sterklega til þess að ríflega helm- ingur þeirra 50,15 milljóna evra sem flugfélagið náði að safna í út- boðinu hafi fengist á þeim forsend- um að skuldabréfakaupendur myndu breyta skammtímaskuldum flugfélagsins í langtímaskuldir, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að hafi verið gert í tilfelli Arion banka. Auk Arion banka og félags Björgólfs Thors voru flugvélaleigu- fyrirtækin Avalon og AirLease Cor- poration, flugvélaframleiðandinn Airbus, REA ehf., móðurfélag Air- port Associates, og S9 ehf., félag Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrver- andi eiginkonu Skúla Mogensen, á meðal þeirra fyrirtækja með við- skiptatengsl við WOW air sem tóku þátt í útboði félagsins. Þannig var yfir helmingur þess fjár sem safn- aðist í útboðinu frá einstaklingum og fyrirtækjum sem stóðu flug- félaginu og Skúla Mogensen stofn- anda þess nærri, persónulega eða vegna viðskiptahagsmuna. Björgólfur keypti í útboði WOW  Gögn sögð benda til þess að helmingur þess sem safnaðist hafi farið í skuldir MHulunni svipt af útboði... »10 Björgólfur Thor Björgólfsson Smáþjóðaleikarnir voru settir með glæsibrag í gamla borgarhlutanum í Budva í Svartfjalla- landi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Svartfjallaland er gestgjafi leikanna og aðeins í fjórða sinn sem Svartfellingar taka þátt en leik- arnir voru fyrst haldnir fyrir 24 árum. Keppni á leikunum hefst í dag. Alls taka 120 íslenskir íþróttamenn þátt í leikunum í átta keppnisgreinum. »25 Alls keppa 120 Íslendingar í átta íþróttagreinum Ljósmynd/Montenegro2019.me Svartfellingar eru gestgjafar Smáþjóðaleikanna í fyrsta sinn  Kaupverð nýs Herjólfs verður rúmlega 31 millj- ón evra eða sem svarar til 4,3 milljarða króna á gengi dagsins, eftir að Vega- gerðin hefur fall- ist á að greiða rúmlega 200 milljónir til við- bótar við umsamið kaupverð til þess að leysa úr deilum við pólsku skipasmíðastöðina. Samkomulag er í burðarliðnum. Auk þess fellur Vegagerðin frá kröfu um 280 millj- ónir vegna tafa á afhendingu skips- ins. Skipasmíðastöðin hafði krafðist 1,2 milljóna króna greiðslu til við- bótar við umsamið verð. »6 Ferjan kostar 4,3 milljarða króna Herjólfur Nýja ferj- an er enn í Póllandi.  Blönduós, Dalvík, Hvolsvöllur og Siglufjörður komu áberandi verst út þegar skoðuð voru gögn frá und- anförnum árum um umferðaróhöpp og umferðarslys sem orðið höfðu á þjóðvegum sem liggja í gegnum þéttbýlisstaði. Óhappatíðnin þar var ýmist mun hærri en meðal- óhappatíðni fyrir alla þjóðvegi í gegnum þéttbýli eða tíðnin hafði hækkað síðastliðin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem EFLA verkfræðistofa vann fyr- ir rannsóknarsjóð Vegagerð- arinnar, Umferðaröryggi á þjóð- vegum í þéttbýli. Þar er m.a. bent á ýmsar mögulegar úrbætur og er búið að gera sumar þeirra. »14 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Þjóðvegur 1 liggur í gegnum þéttbýlið og á honum hafa orðið óhöpp. Þjóðvegir í þéttbýli geta valdið hættu  Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra vonast til þess að starfshópur sem falið var að skoða hugmyndir um að færa alþjóða- flugvöllinn yfir í Hvassahraun skili niðurstöðum innan nokkurra vikna. Starfhópinn skipaði Sigurður Ingi til þess að skoða eldri hugmyndir um ávinning þess að alþjóðaflugvöllur yrði staðsettur í Hvassahrauni og huga að staðsetningu innanlands- flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar niðurstaða starfshópsins ligg- ur fyrir og fyrsta flugstefna Íslands hefur litið dagsins ljós vonast Sig- urður Ingi til þess að loks verði hægt að bera saman epli og epli og taka ákvarðanir í framhaldinu. »2 Aðstæður í Hvassa- hrauni skoðaðar  Carbon Recycling International, CRI, sem rekur metanólverksmiðju í Svartsengi, stefnir að því að gera samninga á næstunni um fleiri met- anólverksmiðjur í Kína, í kjölfar samninga um verksmiðju sem nú er unnið að. Einnig er unnið að sam- bærilegum verkefnum í Evrópu. Stefnt er að því að hefja tvö ný verkefni á ári. Ætlunin er að ljúka samningum um fyrstu verksmiðjuna í Kína í sumar en hún er á vegum efnafram- leiðandans Henan Shuncheng Group. Hún mun geta unnið met- anól úr vetni og koltvísýringi. Það tekur um tvö ár að hanna verk- smiðjuna og setja hana upp. »12 Stefna að tveimur verksmiðjum á ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.