Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Við leitum að söluráðgjafa í verslun okkar en starfið felst aðallega í sölu á ljósum, heyrnartólum,
smáraftækjum og saumavélum – allt vörumerki á heimsmælikvarða.
Ef þú ert jákvæð manneskja, sölu- og þjónustudrifin, stundvís, dugleg, skemmtileg og fær í
mannlegum samskiptum ættirðu að heyra í okkur.
Pfaff er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 1929. Við berum virðingu fyrir
fjölskyldugildum og vinnum ekki á laugardögum á sumrin og höfum heldur ekki lengri opnun fyrir
jólin.
Umsóknir sendast á rannveig@hagvangur.is
Ekki er óalgengt, að
menn sem enn eru á lífi
á níræðisafmælinu gefi
upp öndina um það
leyti, saddir lífdaga og
sjá ekki tilganginn í
frekari bardaga. Svo
virðist vera með Sjálf-
stæðisflokkinn á þess-
um tímamótum. Eft-
irgjöfin í tilskipanaflóði
Evrópusambandsins er
orðin slík, að ráðist er á grundvall-
arforsendur tilvistar okkar Íslend-
inga á norðurhjara veraldar, Orku-
stofnun afhent ESB með skertu
sjálfstæði í kjölfarið og öldum af-
leiðinga. Þar tók steininn úr og hef
ég því ákveðið að segja mig úr
Sjálfstæðisflokknum eftir birtingu
þessarar greinar.
Bjartari dagar
Flokkurinn hefur átt öllu bjart-
ari daga. Þó byrjuðu kynni mín af
honum illa á Landsfundi árið 1988,
þar sem ég barðist fyrir óheftu
frelsi í útflutningi og hafði sigur í
viðskiptanefnd, en Þorsteinn Páls-
son, þáverandi formaður, stöðvaði
það af, svo að niðurstaðan yrði
„… nema þar sem sérstakar að-
stæður krefjast þess“ svo að stóru
samtökin hefðu Bandaríkin, salt-
fisk, síld o.s.frv. En alvörufrelsi til
athafna tók við með Davíð Odds-
syni árið 1991 og uppgangstíman-
um sem entist fram að alþjóðlega
hruninu, þegar vinstri vængurinn
tók við taumunum víða, með mark-
aðinn í sárum.
ESB til vandræða
Alvöruvandræði Sjálfstæð-
isflokksins hófust vegna Evrópu-
sambandsins (ESB), sem eru ólýð-
ræðisleg samtök sósíalista í
mörgum ríkjum Evrópu. Hinar tal-
andi stéttir innan Sjálfstæðis-
flokksins, sem leiddar eru af SA,
SI, Viðskiptaráði og viðlíka sam-
tökum, gerðust mjög hallar undir
aðild að ESB. Fjölmiðlar ræddu
einungis við þess konar fulltrúa
flokksins, svo að út liti eins og þar
færi rödd okkar allra, en hver
landsfundurinn á eftir öðrum var
samt einarður gegn aðild að evr-
ópsku kratasamtökunum. Þá komst
sú hefð á að varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins yrði kona sem að-
hylltist ESB-gildi. Þar með færðist
flokkurinn fjær sjálfstæðisgildum
sínum og hefur ekki náð sér síðan.
Ógöngur
Undirgefnin gagnvart ESB varð
alger við Icesave-málið. Þar gaf
forysta flokksins ítrekað eftir, sem
leiddi okkur í ógöngur, allt í trássi
við samþykktir andsfundar. Forseti
Íslands skar okkur tvisvar úr þeirri
snöru, góðu heilli.
Aðild að ESB
Aðildarumsóknin að ESB reynist
lífseig. Raunverulegur vilji til þess
að senda hana út í hafsauga hefur
ekki verið fyrir hendi hjá forystu
Sjálfstæðisflokksins. Gert var „hlé“
á umsókn, síðan „hætt“ og loks
„slitið“, en aldrei var hún aftur-
kölluð, heldur bíður hún eins og
púki á fjósbitanum eftir næsta
tækifæri. Von var á skýrari línum
þegar margir ESB- sinnar fóru yfir
í Viðreisn, en samt svífur andi ESB
enn yfir vötnunum. Fylgismenn
þess í öllum flokkum lögðust á eitt
til þess að dásama framgang EES-
samningsins, sem verður ansi ólík-
ur sjálfum sér með hverri nýrri til-
skipun frá Brussel, sérstaklega
þriðju orkutilskipuninni. Þau okkar
sem leggjast gegn henni eru nú út-
hrópuð af flokksforystunni sem
einangrunarsinnar, gegn alþjóð-
legri samvinnu og
jafnvel mannrétt-
indum. Ótrúlegur
framgangur og
rangtúlkanir þess-
ara samherja okkar
orsaka úrsögn mína
og margra fleiri.
Hlaðið á EES
Allt í einu er
margbreyttur EES-
samningur það besta
sem fram hefur
komið síðan niðursneitt brauð var
fundið upp. Hann reyndist okkur
vel framan af, áður en ESA-
dómstóllinn breyttist alfarið í enn
eitt ESB-batteríið og ESB-sinnar
tóku að hampa honum og hverri til-
skipun, þegar ljóst varð að fylgi Ís-
lendinga yrði aldrei nægilegt til
inngöngu í sósíalista-sambandið.
Fylgispekt við breyttan EES-
samning þýðir að Alþingi er valda-
lítið gegn honum. Harður atgangur
flestra sjálfstæðisþingmanna gegn
hægri hluta flokks síns vegna and-
stöðu hans við orkupakka þrjú
herðir til muna baráttu gegn EES-
samningnum, sem var lítil áður.
Samningur sem áður valdi það
besta úr báðum heimum fyrir Ís-
land breytist nú hratt í móttöku-
stöð ESB-tilskipana án möguleika
Alþingis til þess að halda einungis
því sem okkur hentar. Ef það hent-
ar ekki ESB og svo ólíklega fer að
búrókratarnir slíta samningnum,
þá er ljóst að farið hefur fé betra,
enda verður Bretland ekki lengur í
því batteríi nk. nóvember ef guð
lofar.
Hægt er að æra óstöðugan með
því sem tekið er undir með kúg-
unarþáttum ESB undanfarið:
flóttamannakvótar og kolefnislos-
unarkvótar eru ágæt dæmi, en hér
hindrar plássleysi umfjöllun um
slíkt.
Óreiða í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni
er heill kapítuli út af fyrir sig. Upp-
safnaður vandræðagangur er veru-
legur, þar sem fyrri forusta hamp-
aði flestu því sem frá Samfylkingu
kom, að venju í óþökk landsfundar.
Verst var samþykkið við aðalskipu-
lag Reykjavíkur í boði Samfylk-
ingar og afarsamningurinn um
Reykjavíkurflugvöll, hvort tveggja
dauðadómur Sjálfstæðisflokksins í
borginni. Enn er bætt við með
borgarlínunni, sem berjast þyrfti
gegn af meiri krafti, og óendanlegri
sóun fjármuna okkar. Vel reyndist
að oddvitinn var kosinn, en hann
þurfti síðan að leiða ósamstæðan
hóp sem raðað var í fyrirfram.
Dagur og co. hafa enn frjálsari
hendur til þess að rústa Reykjavík
og breyta henni í paradís ídealist-
anna, algerlega óháð 80% ferða-
langa sem kjósa að nota bílinn sinn.
Niðurstaðan er því miður að
Sjálfstæðisflokkurinn hætti að
fylgja grasrót sinni, sjálfstæðum
einstaklingum sem fylgjandi eru
fullveldi Íslands og ábyrgu frelsi til
athafna, án erlendra yfirráða. Ekki
er líklegt að það breytist í bráð.
Virðum grasrótina
Eftir Ívar
Pálsson
»…sérstaklega þriðju
orkutilskipuninni.
Þau okkar sem leggjast
gegn henni eru nú út-
hrópuð af flokksforyst-
unni sem einangr-
unarsinnar, gegn
alþjóðlegri samvinnu og
jafnvel mannréttindum.
Ívar Pálsson
Höfundur er viðskiptafræðingur með
eigið útflutningsfyrirtæki í áratugi.
Síðustu ár höfum við
upplifað einstaka tíma,
fordæmalaust
hagvaxtarskeið. Hag-
vaxtarskeið sem heim-
ilin og ríkissjóður hafa
verið dugleg að nýta
sér til þess að greiða
niður skuldir. Nú sér
fyrir endann á þessu
tímabili, því miður. Því
hefði verið óskandi að
Reykjavíkurborg hefði
nýtt þetta tímabil til þess að greiða
niður skuldir, lækka fjármagns-
kostnað og hagræða í rekstri. Það
væri óskandi að ársreikningur
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018
staðfesti að aðhalds hefði verið gætt.
Þess væri óskandi að ráðdeild í
rekstri hefði ráðið för. En þegar mað-
ur spyr sig hvort svo hafi verið með
ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir
árið 2018 að skuldir hafi verið lækk-
aðar og borginni hafi undirbúið sig
fyrir mögur ár þá er það því miður
ekki svo. Afkoma borgarinnar er lak-
ari en árið 2017, annar rekstr-
arkostnaður vex, fjár-
magnskostnaður vex,
skuldir vaxa. Já, skuldir
jukust á þessu for-
dæmalausa hagvaxt-
arskeiði, um 2 milljarða
á mánuði árið 2018.
Þrátt fyrir auknar
tekjur borgarinnar.
Klúðraði Reykjavík-
urborg góðærinu?
Núna stöndum við á
þröskuldi samdráttar-
tíma og tekjur borgar-
innar gætu dregist
saman. Hvernig getum við mætt
samdrætti? Ætlar Reykjavíkurborg
að hækka skatta og gjöld? Nei, sem
betur fer má segja, verður ekki hægt
að auka álögur á borgarbúa með lög-
legum hætti, sú leið hefur þegar verið
nýtt, allt er í hámarki.
Eftir bankahrunið varð að draga
úr þeim fjármunum sem lagðir voru í
viðhald á húsnæði leikskóla, grunn-
skóla, frístunda og félagsmiðstöðva.
Það var leið til þess að spara til að
halda úti grunnþjónustu. En þegar
birti til og tekjur borgarinnar jukust
var viðhaldsfríu stefnunni haldið
áfram og peningum borgarbúa eytt í
gæluverkefni
Nú er í óefni komið og langt í land
að mikilli og brýnni uppsafnaðri við-
haldsþörf í leikskólum, grunnskólum,
félags- og frístundamiðstöðvum verði
mætt.
Ef við sinnum ekki viðhaldi á hús-
næði þá er vandinn fljótur að verða
mjög kostnaðarsamur, það höfum við
heldur betur rekið okkur á, á þessu
ári. Í Breiðholtsskóla er lokuð heil
álma vegna myglu, Fossvogsskóli er
allur lokaður vegna myglu, leikskólar
og frístundamiðstöðvar hafa líka ver-
ið í vanda. Vanda sem bitnar á fjölda
barna og foreldrum þeirra.
22 leikskólar á samtals 26 starfs-
stöðvum og 12 grunnskólar sendu
upplýsingar um að Umhverfis- og
skipulagssvið hafi ekki brugðist við
síðustu athugasemdum Heilbrigð-
iseftirlits Reykjavíkur frá 2018. Það
eru því 38 starfstöðvar þar sem Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur hefur
komið með athugasemdir við og þeim
hefur ekki verið sinnt. Það er mik-
ilvægt að brugðist sé hratt og vel við
athugasemdum Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur. Ég virkilega vona það
að á þessum málum verði tekið af
meiri festu en hefur verið hingað til.
Það er ótækt að athugasemdum Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur sé sinnt
seint og illa.
Við verðum að forgangsraða mun
meira fjármagni til viðhalds, það er
allt of dýrt fyrir okkur þegar að hús-
næði okkar Reykvíkinga liggur undir
skemmdum. Miðað við þann mikla
tekjuafgang sem meirihlutinn í
Reykjavík vill meina að sé þá ætti að
vera lítið mál að ganga í verkið. Við
getum að minnst kosti ekki búið við
sinnuleysið áfram.
Ársreikningur
Reykjavíkurborgar 2018
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur » Skuldir jukust á
þessu fordæmalausa
hagvaxtarskeiði um tvo
milljarða á mánuði árið
2018. Þrátt fyrir auknar
tekjur borgarinnar.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
„Houston, we have a problem.“ –
Þannig hljóðaði neyðarkallið frá
geimfarinu Appollo 13. Nú hljóma
neyðarköll héðan og þaðan frá geim-
stöðinni Jörð. Hún sé að farast og
engin vörn í sjónmáli. En hver á að
heyra köllin og bjarga? Ekki virðast
aðrar nálægar plánetur félegri til
búsetu. Súrefni og annað lífsnauð-
synlegt af enn skornari skammti en
hér og lítið til að halla sér að. Ekki
einu sinni hægt að tína rusl svo gagn
sé að.
Svona próblem hafa komið fyrir
áður, að vísu fyrir löngu en þá veltu
risaeðlur sér alsælar í seftjörnum og
úðuðu í sig gróðrinum eins og eng-
inn væri morgundagurinn. Vatnið sá
um að halda þeim á floti þótt þær
væru orðnar of þungar. Allt í einu
voru þær horfnar af yfirborði jarðar.
Úreltar. Maðurinn kom í staðinn.
Nú er hann kominn að endimörkum.
Enginn vill viðurkenna hvers vegna.
Tegundin hefur fjölgað sér of
mikið. Hvernig væri að hætta að elt-
ast við fjúkandi plast út um allar
jarðir en nota heldur það plast sem
leysir vandann – verjuna gömlu og
góðu?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Kolefnisjafningur og risaeðlur