Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi
• Fataherbergi – Tæki í eldhúsi fylg ja
• Sérgarður með einkasundlaug
• Sameiginlegur sundlaugargarður
• Fallegt útsýni
• Flott hönnun – vandaður frágangur
• Golf, verslanir, veitingastaðir í göngufæri
HÚSGÖGN AÐ EIGIN VALI FYRIR
Ikr. 500.000,- fylg ja með í kaupunum
Alg jör GOLF paradís
Verð frá 46.400.000 Ikr.
(339.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
GLÆSILEGAR GOLFVILLUR
LA FINCA golfvöllurinn
Fallegt umhverfi – stutt frá flugvelli
Morgunblaðið/Eggert
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Við höfum verið að leika okkur með
gömul ævintýri. Grimmsævintýrin
og H.C. Andersen eru svolítið í
uppáhaldi hjá okkur,“ segir Anna
Bergljót Thorarensen sem skrifar
og leikstýrir nýju verki Leikhópsins
Lottu sem frum-
sýnt var 25. maí
síðastliðinn. Hún
tekur ekki þátt í
sýningunni sjálfri
eins og hún er
vön sem skýrist
af því að hún á
von á barni um
mitt sumar. Að
þessu sinni varð
Litla hafmeyjan
eftir H.C. And-
ersen fyrir valinu og spinnur Anna
Bergljót nýtt verk út frá því.
„Litla hafmeyjan hefur einhvern
veginn aldrei komið til greina hjá
okkur vegna þess að hún gerist í sjó
og það er frekar flókið að setja upp
sjó á landi, utandyra.“ Í ár ákvað
leikhópurinn þó að slá til. „Eftir að
hafa grínast með það að við yrðum
að ferðast á milli sundlauga eða
sýna í höfnum landsins ákváðum við
að byggja sjó sem hluta af leik-
myndinni sem ferðast með okkur
um allt land,“ útskýrir leikstjórinn.
Færa verkið inn í nútímann
Anna Bergljót segir leikhópinn
ekki nýta Disney-útgáfur af þeim
ævintýrum sem hann tekur fyrir. Til
dæmis er tónlistin í verkunum frum-
samin. „Við erum alltaf að búa til
okkar eigin verk og þá byggjum við
á upprunalegu ævintýrunum og
reynum að láta það sem aðrir höf-
undar hafa spunnið út frá þeim ekki
trufla okkur,“ segir leikstjórinn og
bætir svo við: „Að því sögðu þá er
ekki mikið líkt með Litlu hafmeyj-
unni okkar og verki H.C. And-
ersens, ekkert annað en hafmeyja
sem fær fætur til þess að komast
upp á land.“
Anna Bergljót segir ástæðu haf-
meyjunnar fyrir því að ferðast upp á
land þá að hún verði ástfangin af
prinsi eins og í danska ævintýrinu.
„Okkur finnst það hálfómerkileg
ástæða til þess að skera af sér
sporðinn. Við færum þetta talsvert
inn í nútímann. Hennar markmið er
í rauninni að bjarga hafinu sem er
að fyllast af rusli.“ Verkið fór smám
saman að leggja áherslu á umhverf-
ismál. „Auðvitað lifi ég og hrærist
sem höfundur í sama heimi og við
hin og núna er þetta auðvitað það
sem er efst á baugi,“ segir Anna og
útskýrir að þótt hún hafi ekki áður
tengt Litlu hafmeyjuna við um-
hverfismál hafi það legið beint við í
þetta sinn. „Vitundarvakningin er
svo mikil í þjóðfélaginu og hjá sjálfri
mér. Mér finnst mikilvægt að leik-
húsið endurspegli þjóðfélagið og
vandamálin sem við stöndum
frammi fyrir.“
Snúa á staðalímyndir
Hún segir leikhópinn hafa lagt
ríka áherslu á það síðustu ár að boð-
skapur verkanna skipti máli og að
honum sé komið til skila á skiljan-
legan hátt fyrir yngstu aldurshóp-
ana. „Við teljum okkur þó ekkert
vera að predika. Þetta er fyrst og
fremst stórskemmtilegt ævintýri.“
Í sýningunni er ekki ein hafmeyja
heldur þrjár; tvær hafmeyjur og
einn marbendill. Ekkert hlutverk er
skrifað án þess að það sé sambæri-
leg persóna af öðru kyni skýrir
Anna Bergljót. Hún lagði einnig upp
með að snúa fyrirframgefnum hug-
myndum um karllæga og kvenlæga
eiginleika á hvolf. „Það hefur verið
rauði þráðurinn í þessu öllu hjá okk-
ur. Það er mikilvægt til þess að búa
til fyrirmyndir.Verkið er um tvo
ótrúlega flotta krakka og við leggj-
um áherslu á að þeir séu ólíkir þeim
stöðluðu ímyndum sem birtast
krökkunum í flestu því efni sem
þeim er boðið upp á.“
Vindur versti óvinurinn
Allar sýningar leikhópsins fara
fram utandyra, ýmist í Elliðaárdaln-
um eða á grænum svæðum víðs veg-
ar um landið. „Sumarið í fyrra hefði
átt að vera hið mikla hafmeyju-
sumar því þá voru bara allir blaut-
ir,“ segir Anna Bergljót og bætir við
að leikhópurinn hafi ekki fundið
mikið fyrir minni aðsókn vegna ótal
rigningardaga síðasta sumars og
þakkar það dyggum aðdáendahópi
Lottu. „Við sjálf erum vatnsheld og
það er leikmyndin líka en þegar
hvessir geta skapast vandamál.
Vindurinn er okkar versti óvinur. Ef
vindur fer yfir vissan hraða er
hreinlega hættulegt að sýna,“ segir
Anna Bergljót.
Leikhópurinn hefur einstaka
sinnum þurft að hætta við sýningu
vegna veðurs og stundum brugðið á
það ráð að færa sýninguna inn.
Anna Bergljót lýsir eftirminnilegum
dögum sumarið þegar Eyjafjallajök-
ull gaus og halda varð sýningar inn-
andyra vegna öskufalls. Hún nefnir
einnig að svifryksmengun hafi haft
áhrif. „Þegar fólki er ráðlagt að vera
innan dyra bjóðum við því auðvitað
ekki upp á útileikhús.“ Þetta eru þó
undantekningartilfelli og yfirleitt
býður leikhópurinn Lotta gestum
upp á ævintýralega upplifun sama
hvernig viðrar.
Á hverju ári bætist aðeins í fjölda
sýningargesta á leiksýningum
Lottu. „Við höldum að við hljótum
að vera að gera eitthvað rétt og
styrkjumst í þeirri trú að það sé
þörf á þessu leikhúsi sem við bjóð-
um upp á,“ segir Anna Bergljót að
lokum. Upplýsingar um sýningar
sumarsins má finna á vefnum leik-
hopurinnlotta.is.
Hafmeyjar í Elliðaárdal
Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu hafmeyjuna Umhverfisvernd og kynjajafn-
rétti „Fyrst og fremst stórskemmtilegt ævintýri,“ segir leikstjóri og höfundur
Anna Bergljót
Thorarensen
Hafmeyjur Thelma
Hrönn Sigurdórsdóttir
og Andrea Ösp Karls-
dóttir í hlutverkum.
Gunnhildur
Þórðardóttir
myndlistar-
maður gefur út
sína fimmtu
ljóðabók, Upp-
haf – Árstíð-
arljóð í Gunn-
arshúsi í dag kl.
19. Samtímis
kynnir hún nýja lágmynd sem
nefnist Jafnréttisplattinn og er
mynd af Bríeti Bjarnhéðins-
dóttur, baráttukonu um réttindi
kvenna. „Til eru margar gerðir
af skúlptúrum af körlum sem
hafa sett svip sinn á íslenska
sögu og samtíma en það er skort-
ur á skúlptúrum af konum. Þær
hafa ekki fengið sinn sess í
íslenskri samtímalistasögu né þá
viðurkenningu sem þær eiga skil-
ið. Konur eru stöðugt minntar á
hversu litlu hlutverki þær hafa
gegnt í sögunni og þess vegna er
hér komið komið eins konar mót-
efni við karlaskúlptúrum og t.d.
lágmyndinni af Jóni Sigurðssyni.
Markmiðið er að gefa út plattann
sem söluvöru í upphafi árs 2020
sem er stuttu eftir fullveldis-
afmælið og sem eins konar upp-
hitun fyrir 100 ára kosningarétt
íslenskra kvenna án aldurs-
ákvæðis sem var samþykkt á
alþingi árið 1920,“ segir í til-
kynningu.
Jafnréttisplattinn
kynntur í dag
Bríet
Bjarnhéðinsdóttir
Boðið verður
upp á kvöld-
göngu með
sýningarstjórum
og listamönnum
útisýningarinnar
Úthverfi í Breið-
holti í kvöld kl.
19.30. Sýningar-
stjórar eru Aðalheiður Valgeirs-
dóttir og Aldís Arnardóttir. Lagt er
af stað frá Gerðubergi og gengið
milli nokkurra verka í Efra- og
Neðra-Breiðholti, en gangan endar
við Arnarbakka, á grænu svæði við
hlið Breiðholtsskóla. Úthverfi er
annar áfangi í röð fimm sumarsýn-
inga sem settar eru upp í aðdrag-
anda 50 ára afmælis Myndhöggv-
arafélagsins í Reykjavík árið 2022.
Kvöldganga um Út-
hverfi í Breiðholti
Aðalheiður og Aldís
Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður
og myndlistarmaður, er bæjar-
listamaður Kópavogs 2019. Valið á
Rögnu var kynnt við hátíðlega við-
höfn í Salnum í Kópavogi fyrir
skemmstu. Í tilkynningu frá Kópa-
vogsbæ kemur fram að Ragna muni
sem bæjarlistamaður vinna í sam-
vinnu við Menningarhúsin í Kópa-
vogi að verkefnum og viðburðum
sem tengjast textíl og umhverfis-
sjónarmiðum.
„Ég hef mikið velt fyrir mér um-
hverfisvitund í tengslum við textíl
og hef áhuga á að tengja saman
börn og eldri borgara í því verk-
efni. Samvinna kynslóða í hand-
verki er mjög áhugaverð að mínu
mati og verður spennandi að fá
tækifæri til að vinna að henni og vil
ég þakka lista- og menningarráði
fyrir útnefninguna sem bæjar-
listamaður Kópavogs,“ er haft eftir
Rögnu í tilkynningunni.
Bæjarlistamaður Karen Elísabet Hall-
dórsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ragna
Fróðadóttir og Soffía Karlsdóttir.
Ragna Fróðadóttir bæjarlistamaður
Safnið á röngunni – Skráning á keramiksafni nefnist
sýning sem opnuð hefur verið í Hönnunarsafni Íslands.
„Anna Eyjólfsdóttir myndlistarmaður hóf söfnun á
leirmunum eftir íslenska listamenn árið 1979. Árið
2017 samanstóð safnið af tæplega 2.000 gripum, sem
spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er
stærsta einstaka keramiksafn landsins. Hönnunarsafn
Íslands eignaðist það með styrk frá Bláa lóninu. Næstu
mánuði mun starfsfólk Hönnunarsafns Íslands ásamt
ýmsum góðum gestum skrásetja keramikgripina í sýn-
ingarsal safnsins, en skráning er viðamikill hluti af starfsemi safna. Hér
geta gestir fylgst með þegar hlutir eru teknir upp úr kössum, ljósmynd-
aðir, skráðir í safnmunaskrá og þeim loks pakkað eftir kúnstarinnar
reglum. Markmiðið er að hluturinn varðveitist en sé um leið aðgengileg-
ur ásamt þeim upplýsingum sem til eru um hann. Skráning er spennandi
ferli sem víkkar sjóndeildarhringinn, kveikir neista og tengingar, hug-
myndir, samtöl og minningar,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til
27. október.
Skráning á keramiksafni næstu mánuði