Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aldrei þessuvant varnokkur
spenna í kringum
kosningar til ESB-
þingsins. Þess
vegna varð þátt-
taka í kosningunum
ívið meiri nú en endranær.
Kjósendur til ESB-þings verða
ekkert varir við þá sem hljóta
kosningu eftir að þeir hafa
pakkað golfkylfunum og tekið
fram matseðlana. Af þessum
751 þingmanni þá hefur það
helst verið Nigel Farage sem
náð hefur athygli þegar hann
hefur leikið sér dálítið að æðstu-
strumpum búrokrata á þeim
tveimur mínútum sem hann fær
úthlutaðar til andsvara. Búró-
kratar telja brexit vera niður-
lægingu fyrir sig og ögrun við
glæstar vonir um nýtt ofurríki
sem þeir eru ákveðnir í að koma
á og jafn staðfastir í að segja að
það standi ekki til. Eina hugg-
unin var að með útgöngu Breta
losnuðu þeir við óþægindin Ni-
gel Farage.
Theresa May, sem hafði
greitt atkvæði gegn útgöngu
Breta, fékk þakklæti í öfugu
hlutfalli frá þeim í Brussel. Þeir
léku hana svo grátt að ömurlegt
var að sjá þær aðfarir. Hún
hættir sem leiðtogi eftir 10 daga
og seinustu kosningar undir
hennar merki liggja fyrir.
Flokkurinn, annar af höfuð-
flokkum í landinu um langa
hríð, lenti í 5. sæti á landsvísu, á
eftir Brexitflokknum, Frjáls-
lyndum, Græningjum og Verka-
mannaflokki með 9% at-
kvæðanna. Nýfæddur flokkur
Farage var með um 32% fylgi,
sem var í átt að fjórföldu fylgi
þessa höfuðflokks breskra
stjórnmála.
Þegar kjósendur höfðu sagt
sitt var komið að fréttaskýr-
endum. Þeir voru fjarri því að
vera jafnvel með á nótunum og
kjósendur.
En flokkshestar virtust á
hinn bóginn breyttir menn.
Jafnvel þeir sem höfðu elt frú
May út að jaðri eyðimerk-
urinnar, og jafnvel þreytt eyði-
merkurgönguna með henni allt
þar til sandurinn hafði fyllt öll
vit, virtust hafa fengið slíkt
högg á talningarnótt að sand-
storkin augun sáu loks ljósið.
Nú, segja þeir flestir, verðum
við ekki aðeins að lofa því að
tryggja útgönguna úr ESB
heldur líka að efna það. Þetta
eru því gjörbeyttir menn. Þá
skynja allir að loforðið beinist
nú að okkur sjálfum svo að lík-
urnar á efndum hafa breyst
verulega. Verkefni Íhalds-
flokksins, það eina og það lang-
mikilvægasta (svo notast sé við
skilgreiningar May), er að
kannast loks við fyrir hvað
flokkurinn stendur. Hann verð-
ur að kannast við sjálfan sig á
nýjan leik. Á þetta
augljósa, sem áður
var hulið, benda
þeir nú hver af öðr-
um forystumenn
flokksins sem setti
hrakfarametið í
þessum kosn-
ingum.
Boris Johnson, sem enn er
talinn líklegasti framtíðar-
leiðtoginn, segir „að hirting
þjóðarinnar á flokknum hafi
verið einstaklega harkaleg“.
Og hann bætir við að bregðist
flokkurinn ekki rétt við, og
þekki sjálfan sig á ný, þá séu
kjósendur líklegir til að setja
hann varanlega til hliðar.
Í þessum orðum felst það
sem margir höfðu kosið að
gleyma, að kjósendur höfðu
ákveðið útgöngu og treystu því
að ekki yrði reynt að eyðileggja
þá ákvörðun með klækjum. Í
þróuðu lýðræðisríki mátti einn-
ig vera ljóst að þeir sem urðu
undir voru flestir heilir í því
líka og byggðu á því að niður-
staða harðsnúinna kosninga
yrði virt í hvívetna. Embætt-
ismenn frú May, í þéttu sam-
ráði við valdamenn í Brussel,
leiddu hana út á leið glötunar-
innar. Þeir sögðu að þegar þjóð
væri svo klofin yrði að finna
„málamiðlun“. Hefðu þeir sem
vildu vera kyrrir í ESB unnið
með 52% gegn 48%, hvað hefði
þá gerst? Dettur einhverjum í
hug að embættismenn hefðu
krafist þess að fá að gera mála-
miðlun við þau 48% sem töpuðu
og sjá til þess að þrátt fyrir úr-
slitin myndu Bretar fara hálfa
leiðina út?
Það er örugglega rétt hjá
Johnson að daginn sem nýr for-
sætisráðherra tekur við af þeim
sem kom Íhaldsflokknum niður
í 9% atkvæða þarf að tilkynna
að Bretland fari úr ESB þann
31. október nk. Liggi þá fyrir
boðlegt samkomulag við Bruss-
el um tæknileg úrlausnarefni
þá er það prýðilegt. Vanti slíka
pappíra úr skrifræðinu, þá það.
Ekkert til að gera veður út af.
Hugsanleg vandamál yrðu þá
leyst frá degi til dags.
Hvernig datt mönnum í hug
að láta Berlínarmúrinn hrynja
öllum á óvart án þess að hafa
2.000 síðna skýrslu undirritaða
af öllum aðilum um hvernig
ætti að klofa yfir hann? Eða þá
að sjá á bak sovétóhugnaðinum
öllum án þess að hafa slíka
skýrslu í fórum sínum.
Hefði Brussel ráðið hefði
niðurstaðan sjálfsagt orðið sú
að illskárra væri að hafa sov-
étið áfram með öllu sínu gúlagi,
stóru og smáu, en ekki „kasta
sér fram af brúninni“ (eins og
er sagt nú) án útgöngusamn-
ings.
Almenningur lýsti frati á
svona stjórnmálamenn. Og það
ekki í seinasta skipti.
Ekki er talið útilokað
að rothöggið í ESB-
kosningunum dugi
til að rétta ruglaða
stjórnmálamenn af}
Djarfar fyrir degi nýjum
Þ
að var ánægjulegt að sjá hversu
margir tóku þátt í því að fagna 90
ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í
blíðskaparveðri um allt land um
liðna helgi. Það, hversu margir
gáfu sér tíma til að fagna þessum merkilega
áfanga, gefur glögga mynd af stöðu Sjálfstæð-
isflokksins sem hefur alltaf átt erindi við þjóð-
ina, allt frá stofnun til dagsins í dag. Á þeim
tíma hefur flokkurinn átt hvað mestan þátt í
uppbyggingu þessa samfélags sem við búum
við í dag, hvort sem litið er til velferðarmála,
utanríkismála eða alþjóðasamstarfs, mannrétt-
inda, menntamála, atvinnu- og nýsköpunar og
áfram má telja.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf lagt
áherslu á grunngildi um frelsi einstaklingsins
til orða og athafna, minni ríkisafskipti, frjáls
viðskipti, lægri skatta og öflugt atvinnulíf.
Þessi atriði áttu, eiga enn og munu áfram eiga erindi við
almenning, þá sérstaklega þar sem sífellt er gerð krafa um
hærri skatta, aukin útgjöld og aðra útþenslu hins opin-
bera.
Saga flokksins er góð og merkileg. Á sama tíma og við
lítum yfir farinn veg er ekki síður mikilvægt að líta til
framtíðar. Það er það sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn
áfram að stærsta hreyfiafli íslenskra stjórnmála; hvetja
nýtt fólk til starfa innan flokksins og gera sjálfstæðismenn
stolta af því að tilheyra þessum stærsta stjórnmálaflokki
landsins.
Rétt er það sem áður hefur verið haldið
fram í þessu blaði að uppfinningamenn hafa
lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki
tekist. Því er mikilvægt að festast ekki í fortíð-
inni, heldur þróast í takt við nýja tíma og leiða
þær óumflýjanlegu breytingar sem framtíðin
mun hafa með sér fremur en að óttast þær.
Við tökumst á við framtíðina með opnum
hug en stöndum vörð um grunngildin sem eiga
jafn mikið upp á pallborðið árið 2019 og árið
1929. Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokks-
ins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem
þóttu einu sinni góðar. Við gerum greinarmun
á grunngildum og einstaka stefnumálum eða
úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og
við berum virðingu fyrir sögunni er mikilvægt
að við mótum framtíðina.
Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins hefur í gegn-
um tíðina verið sú mikla breidd af fólki sem
bæði styður og starfar í flokknum, fólk á öllum aldri og úti
um allt land. Innan flokksins ríkja ólík sjónarmið um ýmis
mál en stefnan stendur á traustum grunni. Í krafti
fjöldans býr flokkurinn að mikilvægri reynslu þeirra sem
hafa verið lengi í stjórnmálum um leið og ungt og hæfi-
leikaríkt fólk haslar sér völl. Hvort tveggja er forsenda
þess að flokkurinn vaxi og dafni.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Flokkur sem á sér framtíð
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Blönduós, Dalvík, Hvols-völlur og Siglufjörðurkomu áberandi verst útþegar skoðuð voru gögn
frá undanförnum árum um umferð-
aróhöpp og umferðarslys sem orðið
höfðu á þjóðvegum sem liggja í gegn-
um þéttbýlisstaði. Óhappatíðnin þar
var ýmist mun hærri en meðal-
óhappatíðni fyrir alla þjóðvegi í
gegnum þéttbýli eða tíðnin hafði
hækkað síðastliðin ár. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu sem unnin var
fyrir rannsóknarsjóð Vegagerð-
arinnar (sjá fylgigrein).
Þjóðvegir liggja í gegnum þó-
nokkra þéttbýlisstaði og eru þeir oft
mikilvægir samgönguásar fyrir inn-
anbæjarumferð á viðkomandi stöð-
um. Umferð á þjóðvegum landsins,
einkum þjóðvegi 1, hefur aukist mik-
ið á undanförnum árum. Þannig
jókst umferð á þjóðvegum um allt að
20% frá árinu 2008 til 2017. Umferð-
aróhöpp þar sem enginn meiddist
voru um 80% allra umferðaróhappa á
þjóðvegum í þéttbýli, að undanskildu
höfuðborgarsvæðinu, á þessu tíma-
bili.
Þá varð mikil umferðaraukning
á síðastliðnum fjórum árum, einkum
á árunum 2015-2016, og er hún rakin
til aukins ferðamannastraums.
Víða er umbóta þörf
Talið er að ýmissa úrbóta sé
þörf á öllum þessum fjórum þétt-
býlisstöðum í því skyni að auka um-
ferðaröryggi. Þar á meðal má nefna
miðeyjar á vegum, þrengingu vega,
þéttbýlishlið, það að bæta sjónsvið
ökumanna og breytta útfærslu á
gatnamótum. Sum þessara atriða
eru þegar komin til framkvæmda.
Fram kemur í skýrslunni að
flest óhöpp í þéttbýli verði við vega-
mót. Eitt það helsta sem hægt er að
gera til að auka umferðaröryggi á
þjóðvegum er að fækka tengingum
inn á vegina og gera breytingar á
gatnamótum. Í skýrslunni segir m.a.
að forðast skuli að hafa forgangs-
stýrð X-vegamót og ætti heldur að
hafa tvö T-vegamót eða hringtorg.
Þá þykir óæskilegt að hafa bíla-
stæði á þjóðvegi og á að leita leiða til
þess að aðskilja bílastæðin frá veg-
inum eða fjarlægja þau.
Aðskilnaður akstursstefna með
miðeyjum gerir akstursleiðir skýrari
við vegamót einkum ef um er að
ræða sér akrein fyrir vinstri beygjur.
Reyna á að hafa fáar gang-
brautir yfir þjóðvegi og tryggja ör-
yggi þeirra með því að hafa miðeyju
milli akreina sem þarf að fara yfir.
Miðeyjar hafa einnig þau áhrif að
ökumenn minnka iðulega hraðann
þegar farið er framhjá þeim þar sem
vegurinn hefur verið þrengdur.
Algengt er að gripið sé til að-
gerða til að draga úr umferðarhraða
á þjóðvegum í þéttbýli og er það
gjarnan gert við innkomu í þéttbýlið.
Hraðavaraskiltum sem sýna öku-
hraða ökutækja hefur fjölgað og er
þeim gjarnan komið fyrir þar sem
ökumenn nálgast þéttbýlið. Einnig
eru víða svonefnd þéttbýlishlið en
með þeim er varað við breyttu um-
hverfi og lægri hámarkshraða í þétt-
býlinu. Oft eru svonefndir buldu-
spelir settir á veginn þegar nær
dregur þéttbýlinu en höggin frá
þeim minna ökumenn á að draga úr
hraðanum. Einnig er hægt að
þrengja veginn eða koma fyrir
sveigju með miðeyju til að ökumenn
hægi á sér.
Í nokkrum tilfellum hefur verið
rætt um að færa þjóðvegi út fyrir
þéttbýlið til að minnka umferð-
arhraða og umferðarþunga. Margir
eru því mótfallnir og telja að það
muni draga úr verslun og þjónustu á
viðkomandi þéttbýlisstað.
Hugað að öryggi á
þjóðvegum í þéttbýli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvolsvöllur Þjóðvegur 1 og Fljótshlíðarvegur eru þjóðvegir innan Hvols-
vallar. Frá 2008-2017 urðu 12 óhöpp á þessum tveimur vegum.
Umferðaröryggi á þjóðvegum í
þéttbýli er heiti rannsóknar-
skýrslu sem unnin var fyrir og
styrkt af rannsóknarsjóði Vega-
gerðarinnar. Arna Kristjáns-
dóttir og Bryndís Friðriksdóttir
hjá EFLU verkfræðistofu unnu
verkefnið og bera þær ábyrgð á
innihaldi skýrslunnar.
Markmið verkefnisins var að
skoða valda kafla á þjóðvegum
sem liggja í gegnum þéttbýli og
meta hvort laga þurfi vegar-
kafla til að bæta umferðarör-
yggi. Þróun umferðar var skoð-
uð og eins gögn um umferðar-
óhöpp og slys undanfarin ár.
Lagt var mat á það hvaða veg-
kaflar ógna mest umferðarör-
yggi innan þéttbýlanna.
Valdir voru ellefu staðir þar
sem höfðu orðið fleiri en sex
slys/óhöpp á vegarkaflanum
2008-2017, meðalóhappatíðni
væri hærri en 0,5, íbúar væru
færri en 5.000 og að þjóðvegur
væri beggja vegna þéttbýlisins.
Umferðarör-
yggi í þéttbýli
ÞJÓÐVEGIR Í ÞÉTTBÝLI