Morgunblaðið - 28.05.2019, Page 2

Morgunblaðið - 28.05.2019, Page 2
Morgunblaðið/Hari Fyrirspurn Sigmundur Davíð Gunn- laugsson gengur að ræðustóli. ,,Það verður enginn afsláttur gefinn af þingmálum sem klára þarf fyrir þinglok. Telji menn að þeir þurfi að tala þá erum við tilbúin að fram- lengja þingið og gefa mönnum tæki- færi til að skýra mál sitt á málefna- legan hátt eins lengi og þeir telja sig þurfa. Á meðan bíða önnur mál, því miður,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, sem telur ekkert því til fyrirstöðu að lengja þing fram á sumar ef þess þurfi með. Þingfundur hófst klukkan 15 í gær. Framhald seinni umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15.50 og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. ge@mbl.is Enginn afsláttur gefinn 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Málverk Jóhanns Briem, Úti í náttúrunni, var slegið hæstbjóðanda á 3,7 milljónir króna á upp- boði hjá Gallerí Fold í gær. Fór þetta verk yfir matsverð og var dýrasta mynd uppboðsins. „Þetta gekk nokkuð vel, miðað við að við erum í samkeppni við fyrstu sólardagana,“ segir Jó- hann Ágúst Hansen uppboðshaldari. Hann segir að færri hafi verið í salnum en venjulega á upp- boðum fyrirtækisins en þeim mun fleiri hefðu boðið símleiðis. Myndin var tekin þegar Tryggvi Páll Friðriksson bauð upp fyrsta verk uppboðs- ins, „I have a dream“, eftir Hallgrím Helgason. Listmunauppboð hjá Gallerí Fold Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verk eftir Jóhann Briem slegið hæstbjóðanda á yfirverði Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir að það séu frekar vikur en mánuðir í að starfs- hópi sem falið var að skoða hug- myndir um að færa alþjóðaflugvöll- inn frá Keflavík yfir í Hvassahraun, skammt frá álverinu í Straumsvík skili niðurstöðum. „Ég setti á laggirnar starfshóp í fyrra til þess að skoða gamlar hug- myndir sem legið hafa í loftinu og mikinn ávinning sem talinn er vera af því að færa alþjóðaflugvöllinn frá Keflavík og yfir í Hvassahraun. Auk þess lá í ráðuneytinu þegar ég kom þangað skýrsla varðandi innanlands- flugið sem kanna þurfti til hlítar,“ segir Sigurður Ingi, sem taldi nauð- synlegt að kanna hvort hægt væri að bera tvo kosti raunverulega saman. Hann segir umræðuna lengi hafa verið í loftinu og vinna starfshópsins sé nauðsynleg til þess að hægt sé að ljúka þeirri umræðu og halda áfram. „Ég er ekki kominn með skýrsl- una í hendur og get þar af leiðandi ekki sagt frá niðurstöðunni hver hún verður en þetta er það sem hópurinn lagði af stað með. Eitt af því sem rætt hefur verið um er nauðsyn þess að fara yfir hvaða gögn séu til um það hvort Hvassahraun sé raunveru- lega góður staður. Gögn um veður- farsmælingar, flughæfismælingar, aðflugsmælingar o.fl.,“ segir Sigurð- ur Ingi sem vonast til að geta kynnt niðurstöður starfshópsins sem allra fyrst. Sigurður Ingi segir að um- ræða og ákvörðun um framtíðar- staðsetningu kennslu- og æfinga- flugvallar sé til skoðunar í ráðuneytinu. Í dag séu flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík og með vax- andi flugi hafi þrengt að kennslu- og æfingaflugi. Fyrsta flugstefnan í sumar „Í sumar verður unnið að fyrstu flugstefnunni sem vonandi verður lögð fram á þingi í haust. Í flugstefn- unni verða allir hlutir teknir til skoð- unar,“ segir Sigurður Ingi sem telur að með flugstefnunni og niðurstöð- um starfshópsins sé loksins komin upp sú staða að hægt sé að fara að bera saman epli og epli og taka ein- hverjar ákvarðanir. Flug í 100 ár án stefnu Sigurður Ingi segir að með upp- töku fjármálaáætlunar sé verið að takast á við breytta efnahagsmynd. Eitt af því sem áhersla verði lögð á sé að auka fjárfestingu til þess að halda hjólum efnahags- og atvinnu- lífsins gangandi. Verkefnum verði forgangsraðað og þar á meðal í sam- göngumálum. „Við höfum flogið í 100 ár en aldrei haft flugstefnu eða tekið formlega ákvörðun um staðsetningu alþjóðaflugvallar,“ segir hann og bendir á að með flugstefnunni sé grunnurinn lagður að stefnumörk- um til framtíðar. Hvassahraun enn til skoðunar  Skýrsla starfshóps væntanleg á næstu vikum  Fyrsta flugstefnan í bígerð í 100 ára flugsögu landsins  Flugstefnan og skýrsla starfshópsins grundvöllur fyrir því að loks sé hægt að taka ákvarðanir Sigurður Ingi Jóhannsson Staðsetning innanlandsflug- vallar á höfuðborgarsvæð- inu og alþjóðaflugvallar hef- ur verið til umræðu um langa hríð. Nokkrir stýri- hópar og nefndir hafa verið skipuð: Rögnunefndin, stýri- hópur sem Jón Gunnarsson skipaði um framtíð Reykja- víkurflugvallar og stýrihóp- ur Sigurðar Inga Jóhanns- sonar um kosti Hvassahrauns. Löng umræða STAÐSETNING FLUGVALLA Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bókanir við fríverslunarsamning Ís- lands og Kína, sem skrifað var undir í síðustu viku, skipta verulegu máli fyr- ir útflutning til Kína á eldisafurðum og fiskimjöli, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Slíkur útflutningur hafi verið óverulegur fram til þessa. Heiðrún Lind sagðist í samtali við Morgunblaðið vænta þess að þetta hefði mikla fjárhagslega þýðingu fyrir útflytjendur, því SFS hefði séð það að þær afurðir sem til þessa hefðu farið inn í bókanir hefðu skilað sér í aukn- um útflutningsverðmætum til Kína. „Mesta aukn- ing hefur orðið í útflutningi til Kína af 10 stærstu viðskiptalöndum sjávarútvegs – og hefur hann ríflega tvöfaldast í krón- um talið á tíma- bilinu 2014-2018. Á tímabilinu 2010- 2013 var Kína í 16. sæti yfir stærstu viðskiptalönd sjáv- arútvegs. Árið 2015 fór það í 15. sæti, 2016 í 9. sæti, 2017 í 8. sæti og 2018 í 7. sæti og er útflutningur í sjávarútvegi til Kína nú orðinn 5,3% af útflutnings- verðmætunum en var 1% fyrir frí- verslunarsamninginn. Fríverslunar- samningur við Kína hefur því haft verulega jákvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, en þau áhrif munu að líkindum aukast enn frekar með hlut- aðeigandi bókunum,“ sagði Heiðrún Lind ennfremur. Lambakjöt til Kína Fjallalamb hf. á Kópaskeri til- kynnti í gær að fyrirtækið hefði feng- ið leyfi til útflutnings á lambakjöti til Kína. Skrifað var í fyrra undir samn- ing um skilyrði fyrir slíkum útflutn- ingi og hefur Fjallalamb nú uppfyllt þau skilyrði og verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað. Getur útflutningur hafist í næstu sláturtíð. Útflutningur hefur aukist  Fríverslunarsamningur við Kína hefur jákvæð áhrif á við- skipti með sjávarafurðir  Sala á lambakjöti til Kína að hefjast Heiðrún Lind Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.