Morgunblaðið - 28.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 7.900
Str. 36-52
Fleiri litir
Buxur
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Þessa dagana er verið að skipta
um perur í styttri Héðinsfjarðar-
göngunum, þ.e.a.s. þeim sem ná
frá Siglufirði og yfir í Héðinsfjörð
og eru 3,9 km löng. Lýsingin hef-
ur til þessa verið lágþrýst natríum
NaL sem gefur gul ljós en nýtir
hins vegar rafmagn vel. LED-
perurnar sem verið er að setja í
staðinn nýta rafmagn enn betur,
að sögn Gísla Eiríkssonar, for-
stöðumanns hjá Vegagerðinni.
„Nú er svo komið að það er um
það bil verið að hætta að fram-
leiða svona perur eins og við höf-
um verið að nota og banna þær, í
Evrópu a.m.k. Vegagerðin á um
40 km af slíkri lýsingu í göngum
sem þarf eitthvað að breyta. Það
er víst mikið til af svona ljósum í
heiminum og það er farið að fram-
leiða LED-perur sem passa í þau.
Vegagerðin setur þessar perur
upp í styttri göngum í Héðinsfirði
til prufu, um 220 ljós. Það þarf að
skipta um ákveðinn búnað í ljós-
inu, taka „startarann“ fyrir NaL-
peruna og setja einhvern „driver“
sem hentar LED-perunni,“sagði
Gísli.
Skipt um perur í Héðinsfjarðargöngum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þorsteinn Ásgrímsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Freyr Bjarnason
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
kynnti í gær skýrslu bankans um
þrautavaralán sem veitt var bank-
anum Kaupþingi sjötta október
2008. Var bankanum veitt 500 millj-
óna evra lán, jafvirði 69,5 milljarða
króna á núgildandi gengi, til þess að
bjarga bankanum frá gjaldþroti.
Fékk Seðlabankinn að veði eignar-
hlut Kaupþings í FIH-bankanum í
Danmörku. Sagði Már ólíklegt að
meira en 260 milljónir evra, jafnvirði
36 milljarða króna, sem þegar hafa
fengist, muni verða innheimtar
vegna lánsins.
Hann sagði einnig mikilvægt að
draga lærdóm af reynslunni um
þrautavaralán sem Seðlabankinn
veitti Kaupþingi rétt fyrir fall bank-
ans. Í fyrsta lagi þurfi að skýra
stjórnsýslu í kringum veitingu lána
til þrautavara betur og í öðru lagi að
draga þann lærdóm að veð í hlutafé
erlends banka sé ekki heppilegt þeg-
ar veitt er lán til innlendra banka.
„Það er alveg ljóst, eftir á að hyggja,
að það hefði verið betra að gera
þetta ekki. En er það fullkomlega
óskiljanlegt í ljósi aðstæðna? Mér
virðist ekki,“ var haft eftir Má á
mbl.is í gær.
Skýrslunnar hefur verið beðið í
um fjögur ár og sagði Már að fyrst
um sinn hefði verið gert ráð fyrir að
gerð yrði skýrsla um sölu FIH-
bankans, en að umfang hennar hefði
stækkað í kjölfar þess að forsætis-
ráðherra hefði í nóvember á síðasta
ári óskað eftir því að Seðlabankinn
myndi afla upplýsinga um það
hvernig lánsfénu hefði verið ráðstaf-
að. Jafnframt hefði tekið tíma að
„samræma efni og breyta vegna
nýrra upplýsinga eða til að leysa
vandamál varðandi trúnaðarskyldu“.
Reyndu að selja strax
Fljótlega eftir fall Kaupþings
reyndi Seðlabankinn að koma hlut
sínum í FIH-bankanum í sölu.
Sýndu fjórir bankanum áhuga, en
aðeins eitt formlegt tilboð barst. Þá
vildi Skandinaviska Enskilda Ban-
ken (SEB) í Svíþjóð aðeins hluta
reksturs FIH, sem sneri að hefð-
bundinni lánastarfsemi og fyrir-
tækjaráðgjöf. „Seðlabankinn og
slitabú Kaupþings vildu selja FIH í
heilu lagi og því var tilboði SEB
hafnað.“ Þá segir í skýrslunni að
söluferlið hafi fjarað út.
FIH-bankinn var seldur árið 2010
„undir miklum þrýstingi frá dönsk-
um stjórnvöldum,“ að því er segir í
skýrslunni. „Þrátt fyrir að Finan-
stilsynet hefði á annað ár sýnt hinu
óbeina eignarhaldi Seðlabankans á
FIH skilning þá mat Seðlabankinn
það á þessum tíma að þolinmæði
danskra stjórnvalda væri að
þverra.“ Voru áætlanir um framtíð
og fjármögnun FIH ekki taldar
nægilega sannfærandi. „Þá var aug-
ljóst að dönskum stjórnvöldum var
mest í mun að vernda danska hags-
muni en ekki íslenska og að þau
myndu ekki víla fyrir sér að grípa til
aðgerða um leið og þau teldu þörf á.“
Engin skilyrði
Fram kemur í skýrslu Seðlabank-
ans að ekki liggi fyrir nein gögn sem
túlka megi sem beiðni um lán frá
Kaupþingi, jafnframt var engin
skrifleg samþykkt gerð um veitingu
lánsins. „Það var tekin ákvörðun um
að veita lán, annars hefði ég ekki
framkvæmt veðsetninguna. En
þetta voru ótrúlegir tímar og það
brann allt í kringum mann,“ segir
Sigríður Logadóttir, yfirlögfræðing-
ur Seðlabanka Íslands, þegar hún er
spurð út í skort á gögnum um lán-
veitinguna.
„Af hálfu Seðlabankans voru
Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir
ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. Hún
bættist því við laust fé bankans 6.
október 2008 sem hann ráðstafaði
samkvæmt eigin ákvörðunum. Í
Seðlabankanum var engar upplýs-
ingar að finna um ráðstöfun lánsfjár-
ins,“ segir í skýrslunni.
Í skýrslunni er rakin rúm heimild
Seðlabankans til þess að veita lán til
þrautavara og er vísað til ákvæðis
laga um Seðlabanka Íslands frá
2001. Hinsvegar er þar vísað til þess
að Seðlabankinn hafi heimild til þess
að setja skilyrði fyrir þrautavara-
lánum eftir eigin ákvörðun. Spurður
hvort bankinn hefði betur sett slík
skilyrði þar sem löggjafinn hafi árið
2001 gert ráð fyrir heimild til þess,
segir hann ákvæði laga ekki fyrst og
fremst snúa að skilyrðum er varða
ráðstöfun lánsins heldur hvort banki
sé í lausafjárvanda. „Auðvitað mætti
alveg hugsa sér það, þegar banki fer
fram á slíkt [þrautavaralán], að hann
verði látinn sýna fram á það hvernig
lánveitingin nýtist til þess að komast
í gegnum þennan skafl sem hann
stendur frammi fyrir.“
Skoðuðu ekki saknæmi
„Aðrir gætu náttúrlega sagt að
það var líka að koma þarna inn ann-
að fé, 698 [milljónir evra]. Í hvað var
það nýtt? Það var þarna útstreymi á
öðrum liðum eins og gjaldeyrisvið-
skiptum og við vitum ekkert ná-
kvæmlega hvað var á bak við það en
það ætti að vera eðlilegt að líta þann-
ig á að ef þeir sem voru að rannsaka
þessi mál töldu eitthvað óeðlilegt þá
hefðu þeir átt að skoða það og
kannski var það gert,“ segir Már.
Hann segir Seðlabankann ekki
hafa skoðað annað en það sem sneri
að ákvörðunum bankans og var því
ekki tekið til skoðunar hvort eitt-
hvert saknæmt athæfi hefði átt sér
stað við ráðstöfun þess fjár sem lán-
að var Kaupþingi. „Ef þú ert að tala
um saknæmi þá ertu að fara að tala
um einhverja einstaklinga og við eig-
um enga lögsögu í því. Það er bara
annarra að véla um það en ég get
sagt að það var ekkert sem maður
hnaut um.“
„Aðalatriðið í þessu er að við
hugsum aðeins og drögum lærdóma
inn í framtíðina varðandi hvernig á
að standa að svona málum í framtíð-
inni. Auðvitað er það svo að við erum
búin að tapa 240 milljónum evra,
svona líklegast, og það er ekki gott,“
segir seðlabankastjóri.
Upplýsa um Kaupþingslánið
Þrautavaralán sem SÍ veitti Kaupþingi 2008 rakið í nýrri skýrslu Engin skilyrði voru sett um ráð-
stöfun lánsfjárins Seðlabankastjóri segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að veita ekki lánið
Morgunblaðið/Hari
Uppgjör Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær skýrslu bankans um þrautavaralán sem veitt var Kaup-
þingi haustið 2008. Hann sagði ekki gott að bankinn hefði tapað 240 milljónum evra á lánveitingunni.
Þrautavaralán Seðlabankans til Kaupþings
Allar upphæðir eru í milljónum evra
Staðan á reikningi Kaupþings í upphafi dags 6. október 2008 -387
Lán Seðlabankans til Kaupþings, greitt inn á reikning bankans 6. október 500
Aðrar inngreiðslur á reikninginn 698
Útgreiðslur af evrureikningi Kaupþings frá þeim tímapunkti
Útgreiðslur til innstæðueigenda í Kaupþing EDGE 225
Greiðsla til norræns seðlabanka 170
Greiðsla til tveggja erlendra félaga vegna útgáfu CLN skuldabréfa. 50
Greiðsla vegna veðkalls í tengslum við endurkaupasamning
til tveggja evrópskra banka
47
Greiðslur vegna gjaldeyrisviðskipta 203
Smágreiðslur (lægri en 10 milljónir evra), 4–500 talsins, í heild 114,5
Samtals útgreiðslur af evrureikningi félagsins til dagsloka 8. október 2008 810
Staðan á reikningi félagsins í dagslok 0,6
Boðað hefur verið til sáttafunda í
þremur kjaradeilum hjá ríkis-
sáttasemjara í vikunni. Í dag á að
fara fram sáttafundur í deilu
Mjólkurfræðingafélags Íslands og
Samtaka atvinnulífsins en henni var
vísað til sáttameðferðar um miðjan
mars sl.
Á morgun er svo boðað til sátta-
fundar í kjaradeilu flugumferðar-
stjóra og Samtaka atvinnulífsins fyr-
ir hönd Isavia en því máli var vísað
til ríkissáttasemjara um miðjan apríl
sl. Og á föstudaginn stendur til að
haldinn verði sáttafundur í kjara-
deilu Flugfreyjufélags Íslands og
Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd
Icelandair, sem vísað var til sátta-
semjara 8. apríl.
Morgunblaðið/Golli
Sáttaumleitanir Nokkrar kjaradeil-
ur eru í höndum ríkissáttasemjara.
Sáttafundir í
þremur deilum