Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Marinó Örn Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Kviku, en hann hef- ur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra frá 2017. Þetta kemur fram í til- kynningu frá bankanum. Marinó starfaði áður hjá Arion banka og forvera hans frá árinu 2002. Marinó er með BSc í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfavið- skiptum. Í tilkynningunni segir einnig að Ármann Þorvaldsson hafi farið fram á að breyta hlutverki sínu hjá Kviku og hætta sem for- stjóri Kviku, en mun samtímis taka við starfi aðstoðarforstjóra bankans. Starf hans mun í fram- haldinu ein- skorðast við upp- byggingu viðskiptatengsla, þróun viðskipta- tækifæra og að styðja við áfram- haldandi uppbyggingu á starfsemi bankans í Bretlandi. Marinó segir í tilkynningunni að sérstaklega gefandi hafi verið að kynnast og vinna með starfsmönn- um bankans. „Starfsumhverfi fjár- málafyrirtækja er að breytast og Kvika er í einstakri stöðu til þess að nýta tækifæri framtíðarinnar,“ segir Marinó. tobj@mbl.is Marinó Örn ráðinn forstjóri Kviku Kvika Marinó er nýr forstjóri. Frystitogarinn Kleifaberg RE 70, sem er í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, kom til landsins í síð- ustu viku og landaði rúmlega 600 tonnum þar sem uppistaða aflans var ufsi. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, var að von- um í skýjunum er Morgunblaðið heyrði í honum en Kleifaberg hefur frá áramótum veitt fyrir 1.525 millj- ónir króna. Áhöfnin á Kleifabergi hefur raun- ar aðeins einu sinni áður borið jafn mikil verðmæti að landi á einni ver- tíð, frá áramótum og fram yfir miðj- an maí. Það var árið 2015 er útgerðin leigði mikinn þorskkvóta af Rússum. Þá nam heildarverðmætið 2,2 millj- örðum króna. Miðað við árið í fyrra var verðmæti aflans tæplega 28% meira og 48% meira en það var árið 2017. Ákveðinn kjarni sem er búinn að vera á skipinu mjög lengi Kleifaberg, sem var byggt 1974 og er 890 tonn að þyngd, er eini frysti- togarinn sem eftir er í flota ÚR en á sama tíma í fyrra var félagið með fjóra frystitogara. „Þetta er með því allra besta sem við höfum séð. Það er eitt ár, 2015, sem sker sig mikið úr. Þá leigðum við mikinn þorsk í Barentshafi,“ seg- ir Runólfur. „Við erum mjög ánægð- ir með reksturinn og hvernig hefur gengið,“ segir hann og þakkar helst öflugri áhöfninni hina góðu veiði. „Þetta er samheldin áhöfn og gott skip. Þetta er ákveðinn kjarni sem er búinn að vera á skipinu mjög lengi,“ segir Runólfur. „Það eru allir í skýjunum yfir árangrinum á þessu ári,“ segir Run- ólfur enn fremur. Samtals 11 landanir Kleifaberg hefur verið tæplega 150 daga á sjó á árinu og hefur á að skipa tveimur 26 manna áhöfnum sem skiptast á. Í febrúar var Kleifa- berg við þorskveiði í norsku land- helginni en á miðunum við Ísland hefur skipið haldið sig að miklu leyti norðvestan lands. „Þetta eru 30 daga túrar almennt hjá okkur og þetta var önnur lönd- unin í þessari veiðiferð. Þriðja lönd- unin verður núna á sjómannadaginn, 2. júní. Samtals eru landanirnar orðnar 11 á þessu ári,“ segir Run- ólfur. peturh@mbl.is Kaka Áhöfnin á Kleifabergi hafði tilefni til þess að gleðjast eftir að hafa fært 1,5 milljarða króna að landi, sem er það mesta frá árinu 2015. Samheldin áhöfn og gott skip  Kleifaberg veiddi fyrir yfir 1.500 m.kr. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tuttugu og fjögurra mánaða ferli tekur nú við hjá íslenska tæknifyr- irtækinu Carbon Recycling Int- ernational, CRI, áður en ný verk- smiðja fyrir kínverska efnaframleiðandann Henan Shunc- heng Group getur verið gangsett. Yfirlýsing um að gengið verði til samninga var undirrituð hér á landi af báðum aðilum í síðustu viku. Kostnaður við heildarverk- efnið er um 10 milljarðar króna. „Við stefnum að því að ljúka samn- ingagerð nú í sumar og förum þá í gang með alla hönnunarvinnuna, kaup á búnaði og uppsetningu. Þetta er um 24 mánaða ferli. Við gerum ráð fyrir að gera samninga fljótlega um önnur sambærileg verkefni í Kína, auk þess erum við að vinna að undirbúningi verkefna í Evrópu,“ segir Benedikt Stefáns- son, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar CRI, í samtali við Morgunblaðið. Verksmiðjan, sem staðsett verð- ur í Anyang-borg í Henan-héraði í Kína, verður búin einkaleyfavar- inni tækni CRI sem gerir kleift að framleiða metanól úr vetni og koltvísýringi, en metanólið mun Henan Shuncheng Group nýta og selja til viðskiptavina í Kína. Um verður að ræða endurvinnslu á 150 þúsund tonnum af koltvísýringi á ári, ásamt öðrum gastegundum. Eins og segir í tilkynningu CRI þá samsvarar það útblæstri 40 þúsund bifreiða á ári. Heildarframleiðslan mun nema 180 þúsund tonnum á ári. Eykur tekjurnar Benedikt segir aðspurður að of snemmt sé að tjá sig um hvað samningurinn þýði fyrir CRI í pen- ingum. „Þetta mun þýða auknar tekjur á þessu ári. Við erum bæði að selja tæknina, alla verkfræði- þjónustu og verktöku auk þjónustu við búnaðinn. Að jafnaði gerum við ráð fyrir að hefja að jafnaði tvö ný verkefni á hverju ári sem er pass- legt miðað við þann mannafla sem við höfum yfir að ráða,“ segir Benedikt, en 35 manns starfa hjá fyrirtækinu, allir á Íslandi. Kína er að sögn Benedikts stærsti markaður í heimi fyrir metanól. „Metanólmarkaðurinn hefur stækkað mjög hratt í heim- inum, og Kína er með 50% hlut- deild.“ CRI hf. hefur vaxið hratt síðustu ár en það var stofnað árið 2006 og rekur verksmiðju í Svartsengi sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, og þróar jafnframt og sel- ur heildstæða tæknilausn til að framleiða vistvænt eldsneyti og efnavöru fyrir almennan markað. Fyrirtækið var valið Vaxtarsproti ársins á dögunum, sem er viður- kenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Gera fleiri samninga í Kína  Uppbygging verksmiðju Carbon Recycling International tekur um tvö ár  Kína er stærsti markaður í heimi fyrir metanól  Fengu Vaxtarsprotann Vöxtur Tekjur jukust um 193% milli 2017 og 2018 og fóru úr 76 m.kr. í 225. 28. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.32 123.9 123.61 Sterlingspund 156.48 157.24 156.86 Kanadadalur 91.62 92.16 91.89 Dönsk króna 18.465 18.573 18.519 Norsk króna 14.129 14.213 14.171 Sænsk króna 12.872 12.948 12.91 Svissn. franki 122.92 123.6 123.26 Japanskt jen 1.1236 1.1302 1.1269 SDR 170.1 171.12 170.61 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.9583 Hrávöruverð Gull 1281.5 ($/únsa) Ál 1761.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.99 ($/fatið) Brent ● Nokkuð rautt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær eftir lokun mark- aða. Öll félög, utan Arion banka, Sím- ans, Sjóvár, TM og VÍS, lækkuðu í verði. Mest lækkuðu bréf fasteignafélagsins Heimavalla, eða um 4% í 185 þúsund króna viðskiptum. Hlutabréf í flugfélag- inu Icelandair lækkuðu næstmest, eða um 3,3% í 89 milljóna króna við- skiptum. Þá lækkaði Kvika banki um 1,82% í 434 milljóna króna viðskiptum. Fasteignafélagið Reitir lækkaði um 1,63% í 189 milljóna króna viðskiptum. Mest var verslað með bréf Símans sem hækkuðu um 0,22% í 559 milljóna króna viðskiptum. Rautt um að litast í Kauphöll Íslands Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Kæli- & frystiklefar og allt tilheyrandiHurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.