Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ljóst var þegar niðurstöður Evrópu-
þingkosninganna lágu fyrir í gær að
flokkabandalög evrópskra íhalds- og
jafnaðarmannaflokka höfðu tapað
meirihluta sínum á Evrópuþinginu.
Græningjaflokkar, frjálslyndir
demókratar og flokkar sem lýst hafa
yfir efasemdum um gildi Evrópu-
sambandsins unnu hins vegar allir á.
Þá var þátttakan í kosningunum sú
mesta í 20 ár, eða um 51%.
Vestager í forsetann?
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna munu funda í dag í Brussel til
að ræða úrslit kosninganna, sem og
hverjir eigi að gegna helstu embætt-
um sambandsins. Gert er ráð fyrir að
ALDE-flokkaþyrpingin, samtök
frjálslyndra demókrataflokka, muni
í kjölfar úrslitanna þrýsta á um að
hin danska Margrethe Vestager,
sem nú er framkvæmdastjóri sam-
keppnismála í Evrópusambandinu,
verði næsti forseti framkvæmda-
stjórnarinnar, en ljóst er að erfitt
verður að mynda meirihluta á
þinginu án aðkomu ALDE.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari hefur hins vegar lýst yfir stuðn-
ingi sínum við Manfred Weber, sem
leiddi EPP-flokkaþyrpingu mið-
hægriflokka. Emmanuel Macron
Frakklandsforseti er hins vegar
sagður leggjast alfarið gegn því að
Weber taki við embættinu af Jean-
Claude Juncker, sem einnig er
fulltrúi EPP.
Áfall fyrir Merkel og May
Kosningaúrslitin þykja raunar
nokkurt áfall fyrir Merkel, en Kristi-
legi demókrataflokkurinn, CDU,
hlaut sína lökustu kosningu til þessa,
eða 28,8%. Það dugði honum þó til að
fá 29 sæti á þinginu, eða jafnmörg og
Brexit-flokkur Nigels Farage fékk í
Bretlandi. Úrslitin þar í landi eru
aftur á móti sögð áfellisdómur yfir
Íhaldsflokki Theresu May, sem fékk
einungis 9,1% og 4 þingsæti. Sagði
Farage í gær að næsta takmark sitt
væri að ná einnig meirihluta á
breska þinginu.
Áfall fyrir valdaflokkana
Breski Brexit-flokkurinn og þýski CDU með flest sæti á Evrópuþinginu
AFP
Brexit Nigel Farage þykir óum-
deildur sigurvegari kosninganna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Naruhito Jap-
anskeisari skála hér í gær í hátíðarkvöldverði sem
haldinn var í tilefni heimsóknar Trumps til Japans.
Trump varð þar með fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til
þess að sækja Naruhito heim en hann tók við keisara-
embættinu 1. maí síðastliðnum. Ummæli Trumps í
heimsókninni vöktu ekki síst athygli en hann sagðist
vilja friðmælast við bæði Írani og Norður-Kóreumenn.
AFP
Skálað með nýjum Japanskeisara
Sajid Javid, inn-
anríkisráðherra
Bretlands, til-
kynnti í gær að
hann hygðist
gefa kost á sér í
leiðtogaembætti
breska Íhalds-
flokksins. Hét Ja-
vid því að hann
myndi „ná fram
Brexit“ og
ávinna Íhaldsflokknum endurnýjað
traust kjósenda, en flokkurinn hef-
ur aldrei fengið lakari kosningu en
hann gerði í Evrópuþingkosning-
unum í síðustu viku.
Javid sagðist þó ekki ætla sér að
yfirgefa Evrópusambandið 31.
október næstkomandi óháð því
hvort nýr samningur lægi þá fyrir
eður ei, en aðrir frambjóðendur í
embættið hafa óhikað sagst stefna
að útgöngu þann dag. Javid er ekki
talinn eiga mikla möguleika á sigri,
en hann kaus með áframhaldandi
ESB-aðild á sínum tíma.
Javid býður sig fram
í leiðtogaembættið
Sajid
Javid
BRETLAND
Sebastian Kurz,
kanslari Austur-
ríkis, tapaði í
vantrauststillögu
á austurríska
þinginu í gær.
Ríkisstjórn hans
verður því að
víkja, en Kurz
hafði áður hugs-
að sér að stjórna
fram að kosn-
ingum sem haldnar verða í sept-
ember. Þetta er í fyrsta sinn frá
lokum seinni heimsstyrjaldar sem
vantraust er samþykkt á aust-
urríska þinginu.
Jafnaðarmenn á þingi lögðu fram
tillöguna eftir að Frelsisflokkurinn,
samstarfsflokkur Kurz, vék úr rík-
isstjórninni vegna hneykslismáls
sem beindist að þáverandi for-
manni flokksins, Heinz-Christian
Strache, en upptökur náðust af
honum að falbjóða opinber verkefni
í skiptum fyrir fjárstuðning.
Vantrauststillaga
samþykkt á Kurz
Sebastian
Kurz
AUSTURRÍKI
Borgardómur Moskvuborgar sam-
þykkti í gær að framlengja varðhald
24 sjóliða frá Úkraínu, sem teknir
voru höndum undan ströndum
Krímskaga á síðasta ári fram til júlí.
Alþjóðahafréttardómstóllinn í Ham-
borg úrskurðaði á laugardaginn að
Rússum bæri að sleppa sjóliðunum
tafarlaust úr haldi og leyfa þeim að
snúa aftur til Úkraínu. Þá bæri
Rússum að skila Úkraínumönnum
þegar í stað skipunum þremur, Ber-
dyansk, Yani Kapu og Nikopol, en
Rússar stöðvuðu ferð þeirra í nóv-
ember síðastliðnum.
Dmítrí Peskov, talsmaður Vladim-
írs Pútíns Rússlandsforseta, sagði
hins vegar í gær að Moskvustjórn
viðurkenndi ekki að hafréttarsátt-
málinn ætti við í þessu tilfelli og að
Rússar myndu áfram standa á sinni
skoðun í málinu.
Rússar sendu ekki fulltrúa þegar
það var tekið fyrir hjá dómstólnum,
en sendu í staðinn greinargerð með
rökstuðningi sínum í málinu. Saka
þeir sjóliðana um að hafa siglt ólög-
lega innan rússneskrar landhelgi, og
gæti þeirra beðið allt að sex ára
fangelsi verði þeir fundnir sekir.
Slær á vonir Úkraínumanna
Fulltrúar Úkraínu fögnuðu niður-
stöðu dómstólsins mjög um helgina
og sögðu hana algjöran sigur fyrir
málstað sinn. Volodymyr Zelenskí,
forseti Úkraínu, sagði í kjölfar úr-
skurðarins að ef Rússar samþykktu
niðurstöðuna myndi það vera fyrsta
merkið um að leiðtogar Rússlands
væru tilbúnir til þess að friðmælast
við Úkraínu, en um 13.000 manns
hafa látist í átökum í austurhluta
landsins frá árinu 2014. sgs@mbl.is
Sjóliðunum verð-
ur ekki sleppt
Rússar segja að
dómstóllinn hafi
enga lögsögu
AFP
Skipin Tvö af skipunum þremur
sem Rússar lögðu hald á í nóvember
síðastliðnum sjást hér í höfn.
Landskjörstjórn Malaví tilkynnti í
gær að Peter Mutharika, forseti
Malaví, hefði verið endurkjörinn
með naumindum. Fulltrúar stjórn-
arandstöðunnar hafa hins vegar
gagnrýnt framkvæmd kosninganna,
þar sem kjörstjórnir í að minnsta
kosti 10 af 28 kjördæmum landsins
notuðu „Tipp-ex“ til þess að lag-
færa niðurstöður á talning-
arskýrslum, en notkun leiðrétting-
arvökva er bönnuð í
kosningalöggjöf landsins. Þá héldu
fulltrúar stjórnarandstöðunnar
fram að sama rithönd væri á
nokkrum talningarskýrslnanna,
þrátt fyrir að þær kæmu frá kjör-
dæmum sem væru marga kíló-
metra hvert frá öðru.
Krafðist Lazarus Chakwera,
mótframbjóðandi Mutharika, að
talningin yrði endurtekin í þeim
héruðum, en einungis munaði um
150.000 atkvæðum á frambjóðend-
unum.
Umdeild úr-
slit í forseta-
kjöri Malaví
Tipp-ex notað á
talningarskýrslur