Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
✝ Anna Malm-quist Jóns-
dóttir fæddist á
Fornustekkum í
Nesjahreppi, A-
Skaftafellssýslu,
10. ágúst 1927. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 17. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Halldóra Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. í Hof-
felli 1. júní 1901, d. 4. ágúst
1985, og Jón Jónsson Malmquist
bóndi, síðast í Akurnesi, f. á
Kleifarstekk í Breiðdal 12. októ-
ber 1888, d. 26. mars 1956.
Anna var fimmta í röðinni af
tólf systkinum en þau eru: Hall-
gerður, f. 1920, d. 2001, Björg,
f. 1922, d. 2009, Guðmundur, f.
1924, Skúli, f. 1926, d. 2019,
Unnur, f. 1929, Egill, f. 1930, d.
2008, Þóra Ingibjörg, f. 1933,
Hanna, f. 1937, Pétur Haukur, f.
1939, d. 2017, Droplaug, f. 1943,
Ragnar, f. 1946.
Eiginmaður Önnu var Stefán
Halldórsson bóndi, f. 20. maí
1927, d. 4. apríl 2009. Börn
þeirra: 1) Guðrún, f. 1951, gift
Þorkeli Pálssyni, þau eru skilin,
börn þeirra: a) Jóhanna, f. 1971,
b) Bjarki Þór, f. 1988. 2) Klæng-
ur, f. 1952. 3) Hallveig, f. 1954,
Reyr, f. 1996, c) Magnús Breki,
f. 2001. 11) Valgeir, f. 1968,
kvæmtur Þuríði Geirsdóttur,
þau eru skilin, börn þeirra: a)
Sara, f. 1994, b) Anna Snjólaug,
f. 1997, c) Atli Snær, f. 2001, d)
Kári Stefán, f. 2007. 12) Auð-
unn, f. 1972, kvæntur Guðrúnu
M. Örnólfsdóttur, börn þeirra:
a) Elvar Karl, f. 2001, b) Júlía
Hrönn, f. 2004, c) Hrafnkell
Orri, f. 2008. Alls eru barna-
barnabörn Önnu orðin 23 tals-
ins.
Anna var fædd á Fornu-
stekkum í Nesjahreppi í A-
Skaftafellssýslu. Foreldrar
Önnu reistu síðar nýbýlið Ak-
urnes rétt sunnan Laxár í Nesj-
um, úr landi jarðarinnar Árna-
ness. Anna var tekin í fóstur að
Grund í sömu sveit, ársgömul,
af afasystur sinni, Önnu Péturs-
dóttur frá Skriðu í Breiðdal.
Haustið 1948 fór Anna í Hús-
mæðraskólann á Hverabökkum
í Hveragerði og var svo við
störf á Bændaskólanum á
Hvanneyri árin 1949 til 1950.
Þar kynntist hún eiginmanni
sínum, Stefáni Halldórssyni.
Þau bjuggu eitt ár á Bessastöð-
um þar sem Stefán sinnti bú-
störfum og fluttu síðan árið
1952 að Hlöðum í Hörgárdal,
þar sem Stefán var uppalinn. Á
Hlöðum byggðu þau upp
myndarbú og ólu upp tólf börn.
Anna hafði dálæti á hann-
yrðum og tónlist og söng á sín-
um yngri árum í kór.
Útför Önnu fer fram frá
Möðruvallakirkju í dag, 28. maí
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
gift Hrólfi Skúla-
syni, börn þeirra:
a) Stefán, f. 1973,
b) Tryggvi, f. 1979,
c) Laufey, f. 1984,
d) Egill Örvar, f.
1986, e) Anna Mar-
grét, f. 1992. 4)
Halldór, f. 1956,
kvæntur Tove
Clausen, börn
þeirra: a) Anders, f.
1985, b) Daniel, f.
1989, c) Camilla, f. 1996. 5)
Ásta, f. 1957, gift Guðjóni R. Ár-
mannssyni, börn þeirra: a) Ár-
mann, f. 1977. b) Dröfn, f. 1981,
c) Sandra, f. 1989. 6) Hulda, f.
1958, gift Haraldi Helgasyni,
börn þeirra: a) Anna, f. 1979, b)
Helgi, f. 1990. 7) Stefán, f. 1960,
kvæntur Guðrúnu M. Magnús-
dóttur, börn þeirra: a) Þórný, f.
1991, b) Tómas, f. 1998. 8) Sig-
hvatur, f. 1962, kvæntur Ragn-
heiði Guðmundsdóttur, börn
hennar: a) Elín Björk, b) Jónas
Davíð, f. 1989, c) Jóel Geir, f.
1990, d) Sigurdís Björg, f. 1991.
9) Guðmundur, f. 1964, kvæntur
Þóru V. Haraldsdóttur, börn
þeirra: a) Ragnheiður Vala, f.
1992, b) Stefán Freyr, f. 1996, c)
Steinunn Vala, f. 2002. 10) Þór-
gunnur, f. 1966, gift Sigurði
Sigurgeirssyni, börn þeirra: a)
Davíð Már, f. 1991, b) Kristinn
Nú þegar ég kveð mömmu
mína í hinsta sinn rifjast upp
margar ljúfar minningarnar.
Trausti sem hún sýndi mér, smá-
stelpunni, að leyfa mér að sauma
það sem ég vildi á nýju saumavél-
ina hennar og ekki var málið að ég
fengi að sjá um hárið hennar
hvort sem það var litun eða klipp-
ing. Ég á leið í sveitina mína og
kem inn í eldhúsið þar sem
mamma stendur við bakstur.
Halló mamma mín, þetta er bara
ég, mamma lítur upp og brosir til
mín: ert þú bara komin Hulda
mín. Þessi kveðja mun alltaf
fylgja mér og ylja um hjarta-
rætur. Mamma var einstaklega
hugulsöm, gjafmild og ótrúlega
minnug og mundi hún alla afmæl-
isdaga hjá stóra hópnum sínum.
Aldrei fannst henni gefið nóg, eins
og t.d. þegar við systur stormuð-
um í sveitina um helgar og vorum
búnar að raða góðgerðum á borðið
var alltaf hægt að bæta við einni
köku í viðbót því það ættu örugg-
lega fleiri eftir að koma, sem var
raunin því við eldhúsborðið á
Hlöðum var oft þétt setið, mikið
hlegið og spjallað.
Við munum halda í þessa hefð í
minningu mömmu um ókomin ár.
Ég kveð þig í hinsta sinn, elsku
mamma mín, og veit að þið pabbi
munuð ávallt vaka yfir stóra
hópnum ykkar.
Áfram – og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
(Davíð Stefánsson)
Þín dóttir
Hulda.
Elsku mamma mín, mikið
óskaplega skilur þú eftir þig stórt
skarð. Þú varst kletturinn okkar
allra, barnanna þinna 12 og
barnabarnanna. Hvernig förum
við að án þín, sem hélst utan um
alla í risastóru fjölskyldunni
þinni? Það á svo sannarlega eftir
að verða tómlegt í sveitinni án þín,
en auðvitað veit ég, að þú „verður
þar á sveimi“, eins og þú sagðir
sjálf þegar þú áttaðir þig á, að nú
væri komið að leiðarlokum.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt svona hjartahlýja
og yndislega mömmu eins og þig,
og ég vildi að ég hefði verið dug-
legri að láta þig vita af því. Sem
betur fer getum við yljað okkur
við minningarnar, en þar er svo
sannarlega af nógu að taka. Ótelj-
andi eru stundirnar við eldhús-
borðið í sveitinni, þar sem var nú
heldur betur spjallað, hlegið og
borðað. Að sjálfsögðu var þá alltaf
slegið upp veisluborði, því þú eld-
aðir alltaf og bakaðir af mikilli list
og passaðir að allir fengju nóg að
borða alltaf, og þá meina ég alltaf.
Og það var sama þó heilsa þín
hafi ekki alltaf verið upp á það
besta síðustu árin, alltaf skyldir
þú hafa orku fyrir gestrisnina,
matseldina og baksturinn.
Allt fram á síðustu stund, þeg-
ar þú áttir orðið erfitt með að tjá
þig, þá spurðir þú eftir barna-
börnunum og barnabarnabörnun-
um og hvort ekki væri allt í góðu
lagi hjá öllum. Þannig varst þú,
alltaf að hugsa um aðra, en varst
ekki mikið fyrir að láta stjana við
þig sjálfa.
Þú naust þess að fara í ferðalög
til útlanda með pabba, en þið byrj-
uðuð á því þegar barnahópurinn
var orðinn sjálfbjarga. Þú hafðir
svo gaman af að segja frá því sem
þið upplifðuð og það eru bara
nokkrir dagar síðan þú varst að
rifja upp skemmtileg atvik úr
einni bændaferðinni til Kanada og
Ameríku. Nú getið þið pabbi lagst
aftur í ferðalög saman og kíkt á af-
komendurna, sem hafa dreift sér
um heiminn og búa í þremur
heimsálfum.
Nú ertu komin heim, mamma
mín, þar sem þér leið alltaf best og
þú vildir hvergi annars staðar
vera. Þið pabbi munuð vaka yfir
okkur öllum, stóra barnahópnum
ykkar, sem þú varst svo óenda-
lega stolt af.
Ég veit að þú ert þar sem ekkert er
húm
en allt eins og barnið þú sefur.
Við leggjum þig útaf í uppbúið rúm
því unnið til hvíldar þú hefur.
Oss finnst eins og dimmi sem nálgist
nótt
sem nánast þú hefur í minni.
Sofðu í friði, sofðu nú rótt
í síðustu hvílunni þinni.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Vertu sæl, elsku mamma, og ég
þakka þér fyrir allt.
Guðrún Stefánsdóttir.
Góða nótt ástin, sagði mamma
mín iðulega við mig áður en ég fór
í háttinn. Umhyggja, glettni og
dugnaður eru orð sem koma upp í
hugann þegar ég hugsa til þess-
arar yndislegu konu. Í mínum
huga var hún skörungur. Hún
vann verkin sín hljóð og miklaðist
aldrei af því sem hún afrekaði.
Hún var alltaf tilbúin til að stappa
í mig stálinu ef eitthvað bjátaði á
og oftar en ekki þá hringdi ég í
hana til að spjalla ef ég vildi létta
lundina. Hún hafði ríka kímnigáfu
og kom mér oft til að hlæja með
hnyttnum tilsvörum og dillandi
hlátri. Hún trúði á það sem ég tók
mér fyrir hendur, hvatti mig og
fyllti mig bjartsýni og jákvæðni.
Mömmu var mikið í mun að öll-
um afkomendum hennar gengi vel
í lífsins ólgusjó og spurði okkur
systkinin iðulega út í líðan og
gengi ömmubarnanna. Það veitti
henni mikla ánægju og gleði ef
hún vissi að fólkinu sínu farnaðist
vel og áður en hún lést bað hún
okkur um að hugsa vel hvert um
annað.
Hún var stolt af stóra hópnum
sínum og lét það í ljós á hógværan
hátt eins og hennar var von og
vísa. Fólkið hennar og sveitin var
henni allt.
Ég kveð hjartkæra móður
mína, Önnu á Hlöðum, með sömu
hlýju orðunum og hún sagði við
mig rétt fyrir svefninn, góða nótt
ástin.
Þín
Þórgunnur.
Elsku Anna tengdamóðir mín
er fallin frá.
Kynni okkar Önnu hófust fyrir
um 33 árum þegar leiðir okkar
Guðmundar lágu saman. Ég
komst fljótt að því hversu einstök
hún var, hlý og umhyggjusöm.
Anna var sameiningartákn sinnar
stóru fjölskyldu og var ávallt mik-
ill gestagangur á Hlöðum, enda
leið henni best umvafin fjölskyld-
unni.
Eftir að við fluttum til Frakk-
lands fyrir 17 árum fækkaði sam-
verustundunum, en við spjölluð-
um oft saman í síma og fékk ég þá
fréttir af allri fjölskyldunni. Það
var ótrúlegt hvað hún fylgdist vel
með og vissi hvað hver og einn
hafði fyrir stafni og ekki var ann-
að hægt en að hrífast af jákvæðn-
inni sem var einn af hennar
mörgu kostum.
Það er dýrmæt minning þegar
við Stefán Freyr heimsóttum
hana í nokkra daga í janúar.
Þá var hún ennþá ótrúlega
hress og hélt uppteknum hætti við
að baka og elda en hún þurfti allt-
af að hafa eitthvað fyrir stafni.
Okkur gafst ómetanlegur tími til
að spjalla í rólegheitunum um fjöl-
skylduna og málefni líðandi
stundar en Anna fylgdist ætíð
mjög vel með.
Auðvitað vorum við svo leyst út
með gjöfum þegar við fórum enda
hafði Anna yndi af að gefa og
gleðja aðra.
Elsku Anna, við Gummi, Ragn-
heiður Vala, Stefán Freyr og
Steinunn Vala eigum eftir að
sakna þín óendanlega mikið en
munum alltaf búa að fallegum
minningum um yndislega konu.
Hvíl í friði.
Þóra Vala Haraldsdóttir.
Elsku amma, þú ert búin að
vera amma mín í um 20 ár. Þegar
ég var átta ára kom ég fyrst í
sveitina og þú tókst mér og systk-
inum mínum eins og við hefðum
alltaf verið partur af barnabarna-
hjörðinni þinni. Þegar við fluttum
á Hlaðir fór ég eins oft í fjós og ég
gat og vildi læra að mjólka strax.
Ég er sveitastelpa út í gegn og
ég tel það að miklu leyti vera
vegna þess hversu vel þú tókst á
móti mér.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
lék með lítinn kall sem var í fjall-
göngu eftir hryggnum á einni
kúnni og rann svo óvart niður hal-
ann og ofan í flór. Ég fór að há-
gráta því leikfangið var í svo
miklu uppáhaldi hjá mér. Þú
huggaðir mig og sagðir að ef til
vill kæmi kallinn í leitirnar þegar
búið væri að dreifa skítnum á tún-
in. Ótrúlegt en satt þá fannst mér
mikil huggun í því.
Ég minnist oft yndislegu dag-
anna þegar við frænkurnar lékum
okkur í garðinum hjá þér, borð-
uðum rabarbara eða fengum
snúða.
Í seinni tíð hefur mér einnig
þótt okkar samband mjög dýr-
mætt, við gátum alltaf talað sam-
an, hvort sem það var um eldgos
og flóð eða okkar sameiginlega
áhugamál sem var auðvitað bú-
skapurinn og prjónaskapurinn.
Mér þótti alltaf svo gaman að fara
með prjónaverkefnin mín niður
eftir til þín og við ræddum þau
saman yfir kaffibolla og kræsing-
um.
Þú sagðir mér alltaf hvað þér
fannst yndislegt að hlusta á mig
lesa veðurfregnir og oft þegar ég
sat inní þularklefa og las, hugsaði
ég til þess að allavega værir þú að
hlusta. Stundirnar okkar í fjósinu
sem og heima við eldhúsborðið
sem barn og í seinni tíð sitja eftir
sem sætar minningar sem ég met
mikils.
Ég mun sakna þín, elsku
amma.
Sigurdís Björg Jónasdóttir.
Elsku amma.
Hvergi í heiminum hefur okkur
liðið eins vel og í sveitinni hjá þér
á Hlöðum. Við vorum umvafin ást-
úð þinni og umhyggju. Það var
langt á milli okkar og því miklir
fagnaðarfundir þegar við kom-
umst til þín. Það fyrsta sem mætti
okkur þegar við komum í sveitina
var bjarta brosið þitt. Þú varst
meistari í að sjá björtu hliðarnar á
tilverunni. Þú sýndir okkur svo
mikinn áhuga og vildir fá að vita
allt um hvað við vorum að brasa
og hvernig okkur gengi í lífinu.
Alltaf sástu fyrir því að allir í
kringum þig hefðu það gott og
fengju nóg af þínum góða mat að
borða.
Við erum full af þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar með þér.
Það er svo erfitt að kveðja þig en
það er mikil huggun í að sjá hve
stóri hópurinn þinn er samheldinn
og hvernig kærleikurinn til þín
sameinar okkur í sorginni.
Við munum alltaf sakna þín og
aldrei gleyma þér.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Nína og Tómas.
Elsku hjartans amma mín, það
er mér þyngra en tárum taki að
þurfa nú að kveðja þig. Ég hélt
nefnilega að við hefðum aðeins
lengri tíma saman. Þakklæti er
mér efst í huga, fyrir allar ómet-
anlegu stundirnar okkar og fyrir
allt sem þú kenndir mér. Mér
finnst ég hafa verið svo lánsöm að
hafa fengið þig sem ömmu.
Ótal minningar koma upp í
hugann þegar ég hugsa til þín. Al-
veg frá mínum æskuárum elskaði
ég að koma út í sveit til ykkar afa.
Þvílíkar sælustundir sem það
voru, að setjast niður með ískalda
sveitamjólk og nokkra frekju-
snúða og spjalla um allt milli him-
ins og jarðar.
Hlaðir hafa alltaf verið sam-
komustaður allrar fjölskyldunnar
og ég á þaðan einstaklega fallegar
minningar. Frá því að ég man eft-
ir mér hefur það einfaldlega verið
fastur liður í mínu lífi að fara út í
sveit um helgar í kaffi og mér
þótti svo vænt um þessar stundir.
Það var líka alltaf eins og maður
væri að koma í veislu þegar maður
kom til þín, amma, helst voru
a.m.k. þrjár tegundir af kökum á
borðinu og alls kyns annað góð-
gæti og áður en maður vissi af
varstu komin ofan í kistuna í leit
að fleiri kökum til að setja á
borðið. Það átti sko enginn að fara
svangur frá þér.
Þegar ég ákvað að flytja til
Reykjavíkur fyrir um sex árum
síðan kveið ég einna helst því að
sjá þig sjaldnar. Ég lofaði þér
samt að ég myndi koma eins oft og
ég gæti norður, og ég reyndi eftir
fremsta megni að efna það loforð.
Það var alltaf ákveðið tilhlökk-
unarefni að komast norður um
helgar, setjast niður með þér yfir
einum „sullukaffibolla‘‘ og segja
þér frá lífinu í borginni. Þú varst
svo áhugasöm um allt sem var að
gerast hjá mér og þú sagðir mér
líka fréttir af stórfjölskyldunni –
þú fylgdist nefnilega alltaf svo vel
með öllum, jafnvel þó hópurinn
þinn væri orðinn ansi stór og
dreifður út um allan heim. Mér
finnst enn svo óraunverulegt að
þú verðir ekki eitthvað að bardúsa
í eldhúsinu næst þegar ég kem
norður, amma mín.
Ég hef alla tíð verið mjög með-
vituð um hversu mikil ofurkona
þú varst. Nægjusemi, jafnargeð,
glaðlyndi og einstök hjartahlýja
einkenndu þig. Þú settir alltaf
þarfir allra annarra umfram þín-
ar, þú elskaðir að hugsa um fólkið
þitt og þú gerðir það svo vel. Ég
er stolt af því að vera nafna þín og
þú munt alltaf vera mín fyrir-
mynd.
Elsku amma, takk fyrir alla
ástina og umhyggjuna sem þú
veittir mér. Ég kveð þig með
miklum söknuði í hjarta en ég veit
að þú ert á einhverjum fallegum
stað í faðmi afa.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín nafna,
Anna Margrét.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með miklum söknuði í hjarta.
Þú varst alltaf svo jákvæð og
umhyggjusöm. Svo stolt af hópn-
um þínum og hrósaðir manni fyrir
öll afrek, stór og smá. Þú varst
fyrirmynd mín og okkar allra og
verður um ókomna tíð.
Minningarnar streyma fram í
hugann, allar svo dýrmætar. Ég
er svo glöð að strákarnir mínir
höfðu tækifæri til að koma svona
oft í heimsókn. Hverja helgi var
beðið eftir því að fara í sveitina og
fá ljúffengar ömmukökur og
sveitamjólk. Alveg eins og í barn-
æsku minni, þá voru þessar ferðir
dýrmætur hluti vikunnar. Ég er
búin að lofa Kristófer Kató og
Franz Hrólfi að baka bleiku kök-
una þína, við munum fara með
hana í sveitina og halda í þessa
notalegu hefð.
Þegar ég kom við um daginn og
þú varst ekki þar þá fannst mér ég
samt finna fyrir nálægð þinni. Ég
veit í hjarta mínu að þú ert þar og
fylgist með. Eins og þú sagðir svo
fallega áður en þú fórst frá okkur:
„Ég verð alltaf hjá ykkur og við
afi munum sveima um í sveitinni.“
Ég sé þig alveg fyrir mér
standa í eldhúsinu og skima yfir,
tryggja að allir séu búnir að fá sér
á diskinn sinn og séu saddir.
Möndlukakan, frekjusnúðarnir,
gerbrauðin, döðlukakan, vöfflurn-
ar – dásamleg veisla, enginn fór
svangur úr sveitinni. Svona hefur
þetta alltaf verið, á kartöfluvélinni
sem krakki þá taldi maður niður
mínúturnar þar til maður komst
til þín í kaffi í sveitinni. Þú hugs-
aðir alltaf svo vel um alla.
Síðustu árin sneri spjallið okk-
ar oft að því hvað þú varst búin að
fá þér að borða og drekka. Nær-
ingarfræðingurinn var að reyna
að passa upp á ömmu sína. Þú
sýndir því alveg skilning en fannst
nú samt alveg óþarfi að ég væri að
hafa einhverjar áhyggjur af þér.
Þú hugsaðir svo vel um alla aðra
en vildir alls ekkert vesen í kring-
um þig.
Ég ætla að kveðja þig eins og
gaurarnir mínir oftast kvöddu þig
– „Bæ amma“. Þú brostir alltaf og
sagðir líka bæ þótt þú þyldir ekki
þetta orð. Brostir bara út að eyr-
um, hlóst og endurtókst „bæ bæ
og bless bless“.
Við sjáumst í sveitinni, elsku
amma mín.
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern
reit,
komið er sumar og fögur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.
(Guðmundur Guðmundsson)
Kær kveðja,
Laufey.
Anna Malmquist
Jónsdóttir
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA RAGNA PÉTURSDÓTTIR,
Hafnartúni 6, Siglufirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Siglufirði mánudaginn 20. maí, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 30. maí
klukkan 14.
Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson
Jón Ólafur Björgvinsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn