Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 28.05.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 50 ára Þórunn er úr Fossvoginum í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er klínískur lyfjafræð- ingur á Landspít- alanum og klínískur lektor við HÍ. Hún er fyrrverandi landsliðskona í sundi. Dóttir: Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir, f. 1999. Foreldrar: Guðmundur Harðarson, f. 1946, íþróttafræðingur og fv. sund- þjálfari og landsliðsþjálfari, og Ragna María Ragnarsdóttir, f. 1948. Þau eru eigendur sundverslunarinnar Aqua Sport. Móðir Rögnu Maríu var María, elsta barn nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Þórunn Kristín Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið tilbreyting í því að kynnast fólki utan þess hrings sem þú venjulega umgengst. Láttu þig dreyma um betri tíð og sá draumur mun rætast. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú verður þú að axla þá ábyrgð sem þú hefur tekið að þér. Ekki sofna á verð- inum, reyndu að halda í horfinu heima fyr- ir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í dag skaltu leyfa öðrum að hjálpa til. Þú gefur vandamálum þínum ekki mik- inn gaum og þess vegna hverfa þau. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Verslun og viðskipti eru viðfangs- efni dagsins. Gefðu þér tíma til að slaka á og njóta lífsins líka. Mörg ferðalög eru í farvatninu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Taktu málin í þínar hendur og rann- sakaðu þau ofan í kjölinn. Leyfið börn- unum að taka þátt í heimilishaldinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Alvarlegt samtal við nágranna mun skila betri samvinnu. Vertu með svör á takteinum þegar ungviðið spyr einhvers 23. sept. - 22. okt.  Vog Það að hafa trú á sjálfum sér er frá- bær tilfinning, æfðu þig. Hjón vinna sig út úr áskorunum með því að taka höndum saman. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Treystu hugboðum sem þú færð í dag. Einbeittu þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu þér meðvitandi um það sem fær þig til þess að fara í vörn í dag. Kannski finnst þér þú ekkert heppin/n manneskja en það ertu ef þú skoðar málið betur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ritgerðin er í höfn og útskriftin fram undan, þú átt skilið að skemmta þér. Haustið verður skemmtilegt, þú færð til- boð sem þú ættir að íhuga alvarlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert svo kappsfull/ur að þér hættir til að sýna öðrum óþolinmæði sem vinna hægar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þörf fyrir að drottna yfir öðrum og ert leiðtogi frá náttúrunnar hendi. Engu að síður verðurðu að sýna að þú sért starfinu vaxin/n. Fjölskylda Eiginkona Helga er Birna Páls- dóttir, f. 30.5. 1953, fyrrverandi flugfreyja og skrifstofumaður. For- eldrar hennar voru hjónin Páll H. Pálsson, f. 24.11. 1920, d. 6.8. 2008, stórkaupmaður í Reykjavík, og Bryndís Guðmundsdóttir, f. 16.7. 1920, d. 26.4. 2009, húsmóðir. Börn Helga og Birnu eru: 1) Bryndís, f. 16.4. 1977, starfar í sins og síðar í stjórn Hönnunar- safns Íslands í Garðabæ, eftir að hann flutti þangað. Síðan Helgi komst á eftirlauna- aldur hefur hann sinnt baráttu eldra fólks fyrir mannsæmandi ævikvöldi. Hann er einn stofnenda Gráa hersins og ritstýrir heimasíðu og facebooksíðu baráttuhópsins. Helgi vinnur að myndlist í hjáverk- um, en þau hjón fluttu til Horsens á Jótlandi fyrir tveimur árum. H elgi Pétursson fæddist í Reykjavík 28. maí 1949 en ólst upp í Kópavogi þar sem hann bjó fram yfir tvítugt. Helgi lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1970 og kenndi við Þinghólsskóla í Kópavogi fram á árið 1974. Helgi lauk einnig BA-prófi í fjölmiðlun frá American University í Washington DC árið 1983. Á þessum árum var vegur Ríó tríósins hvað mestur, en Helgi gekk til liðs við þá Ólaf Þórðarson og Halldór Fannar árið 1966. Síðar kom Ágúst Atlason til skjalanna. Fyrsta plata þeirra félaga kom út árið 1967 en síðan varð ferillinn nán- ast óslitinn til 2011 þegar Ólafur lést. Ríóið starfaði í 50 ár og lék víðs vegar hérlendis og erlendis. Hljómplötur þeirra urðu á þriðja tug, þeir gerðu fjölda sjónvarps- þátta og tónleikaraðir þeirra gengu fyrir fullu húsi mánuðum saman. Nánir samstarfsmenn þeirra voru alla tíð þeir Jónas Friðrik Guðna- son, Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Magnús R. Ein- arsson. Frá árinu 1975 starfaði Helgi við fjölmiðlun og markaðsmál. Hann var ráðinn blaðamaður á nýstofn- uðu Dagblaði og starfaði síðan sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu, á Stöð tvö, ritstjóri Vikunnar og NT, markaðsstjóri Samvinnuferða- Landsýnar og vefstjóri hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Helgi tók þátt í stofnun R-listans í Reykjavík og var borgarfulltrúi listans. Hann átti sæti í fjölda nefnda og ráða, sérstaklega á sviði ferðamála og margvíslegra menn- ingarmála. Hann var formaður ferðamálanefndar, sat í ferðamála- ráði, menningarmálanefnd, um- hverfisnefnd, samgöngunefnd og var formaður nefndar sem skilaði fyrstu stefnu Reykjavíkurborgar um ferðaþjónustu. Helgi átti sæti í borgarráði, stjórn Sorpu, Efna- móttökunnar, Aflvaka, Innkaupa- stofnunar, í stjórn Sjóminjasafn- starfsmannahaldi skattaráðuneytis Danmerkur í Horsens. Eiginmaður hennar er Martin Sövang Dietlev- sen, stjórnmálafræðingur frá Há- skóla Íslands og kapteinn í danska hernum. Börn þeirra eru Símon Karl, Emma Birna og Kristian Helgi; 2) Pétur, f. 26.9. 1978, stoð- tækjafræðingur hjá Össuri, kvænt- ur Brynhildi Örnu Jónsdóttur þroskaþjálfa hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Börn þeirra eru Helgi Pétursson, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi – 70 ára Fjölskyldan Helgi og Birna ásamt börnum, mökum þeirra og barnabörnum að undanskildu yngsta barnabarninu, Eddu Kristínu Snorradóttur, sem var ófædd þegar myndin var tekin. Á skilið það lof sem hann fær Ríó tríó Með Ólafi, Ágústi og Helga á myndinni eru Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson sem voru nánir samstarfsmenn Ríó tríósins. Hjónin Helgi og Birna fluttu til Horsens fyrir tveimur árum. 40 ára Edda ólst upp í Hafnarnesi í Horna- firði en býr í Reykja- vík. Hún er hársnyrtir á rakarastofunni Re- bel og sminka í Þjóð- leikhúsinu. Hún er að læra svifflug. Börn: Jóhanna Freyja Stefánsdóttir, f. 2008, og Sigurjón Felix Stefánsson, f. 2010. Foreldrar: Þórarinn Sigvaldason, f. 1953, matráður í Seljahlíð, og Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 1959, vinnur í félags- heimilinu Hvassaleiti. Þau eru búsett í Reykjavík. Móðir Þórarins var Erla, dóttir Guðnýjar Richter tónlistarmanns sem lék m.a. á píanó í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára. Friðrikka Edda Þórarinsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Nökkvi Brynjólfur Gíslason fæddist 7. september 2018 kl. 7.06. Hann vó 3.920 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Kristín Brynjólfsdóttir og Gísli Örn Jónsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.