Morgunblaðið - 28.05.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019
Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, meiddist
ekki alvarlega þegar hún varð að hætta við keppni á því
sem átti að verða hennar fyrsta mót á árinu, í Noregi í
síðustu viku. Ásdís fékk „sting“ í lærið í síðasta upphit-
unarkasti sínu í Noregi og ákvað að hætta við keppni af
þeim sökum. Nú er komin niðurstaða úr segulómun sem
sýnir að engin rifa myndaðist í vöðva eða sin. Sennilega
var því aðeins um sterkan krampa að ræða vegna kulda
og meiðslin því ekki alvarleg.
Ásdís ætlaði sér að vera meðal keppenda á Smáþjóða-
leikunum í Svartfjallalandi sem settir voru í gærkvöld en
til stóð að hún ferðaðist þangað í fyrradag: „Þá vissi ég
ekki hvað þetta væri svo við ákváðum að taka enga sénsa og sleppa Smá-
þjóðaleikunum. Það var líka óþarfa áhætta að keppa beint eftir þetta því
þó að þetta hafi bara verið krampi þá er ekki sniðugt að fara beint í að
kasta á fullu aftur,“ sagði Ásdís við mbl.is í gær.
Hún mun fara varlega í sakirnar næstu daga en stefnir á að keppa á móti
í Finnlandi 22. júní og gæti mögulega keppt á fleiri mótum fram að því, til
að mynda móti í Sollentuna í Svíþjóð 18. júní. sport@mbl.is
Meiðsli Ásdísar ekki alvarleg
Ásdís
Hjálmsdóttir
0:1 Barbára Sól Gísladóttir 33.
1:1 Elín Metta Jensen 34.
2:1 Elín Metta Jensen 44.
3:1 Elín Metta Jensen 81.
4:1 Guðrún K. Sigurðardóttir 89.
I Gul spjöldElín Metta Jensen, Val, Cassie
Boren, Selfossi, Þóra Jónsdóttir, Sel-
fossi.
VALUR – SELFOSS 4:1
I Rauð spjöldEkkert.
MM
Elín Metta Jensen (Val)
M
Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)
Hlín Eiríksdóttir (Val)
Karítas Tómasdóttir (Selfossi)
Dómari: Gunnar F. Róbertsson, 7.
Áhorfendur: 205.
HLÍÐARENDI/ÁRBÆR/
VESTMANNAEYJAR
Edda Garðarsdóttir
Jóhann Ingi Hafþórsson
Þórður Yngvi Sigursveinsson
Valsarar komu sér á topp Pepsi
Max-deildar kvennaí knattspyrnu
með 4:1 sigri á Selfyssingum í gær-
kvöldi á Hlíðarenda.
Gestirnir spiluðu ágætlega í byrj-
un leiks, virtust vera til alls líklegir
í skyndiáhlaupum sínum og litu
ágætlega út í varnarleik sínum.
Valsmenn héldu hinsvegar bolt-
anum betur og voru, ef eitthvað er,
of rólegir á boltann og leyfðu sér að
sækja á ansi mörgum. Selfyssingar
gæddu sér fyrstir á markasúpu
kvöldsins eftir um hálftíma leik
þegar Barbára lék listavel á varn-
armenn Vals og smurði svo skoti
vel upp í sammarann hjá Söndru,
óverjandi. Knappt mínútu seinna
var kraðak í vítateig eftir horn-
spyrnu Hallberu og það var engin
önnur en Elín Metta sem hirti
hreyturnar þegar boltinn datt fyrir
fætur hennar og hún þakkaði fyrir
með snyrtilegu jöfnunarmarki. Elín
Metta var svo aftur á ferðinni þegar
hún hnaut um knöttinn er hún hljóp
við hlið Cassie Lee og fékk um-
deilda vítaspyrnu sem hún skoraði
örugglega úr, mjúkt, ljúft og róandi
fyrir heimamenn, sárt fyrir gestina.
Seinni hálfleikur var eins og
sóknaræfing Valsmanna. Gestirnir
gengu á gufunum eftir klukkutíma
leik, en fyrir þann tíma voru þeir
ekki heldur sérlega ógnandi fram á
við. Það hjálpaði ekki til að Vals-
konur mættu tvíefldar til leiks út í
seinni hálfleikinn, bættu í hraðann
og áttu helmingi fleiri skottilraunir
en í þeim fyrri. Elín Metta full-
komnaði þrennuna með frábærri
afgreiðslu eftir að Cassie Lee hitti
ekki boltann í öftustu víglínu. Frá-
bær frammistaða hjá Elínu Mettu,
hennar allra besti leikur í sumar.
Varamaðurinn Guðrún Karítas kór-
ónaði yfirburði Vals með fjórða og
síðasta markinu, þegar hún komst
ein inn fyrir með allt of mikinn tíma
og kláraði vel með föstu skoti. Sel-
fyssingar þurfa fleiri leiðtoga ætli
þær ekki að blanda sér í botnbar-
áttuna, annað dugar a.m.k. ekki á
móti stjörnum prýddu liði Vals.
HK/Víkingur sneri taflinu við
HK/Víkingur vann sterkan 2:1-
útisigur á Fylki í Árbænum. Fylkir
var með forystu í hálfleik, 1:0. Með
skipulögðum varnarleik og sterk-
um skyndisóknum tókst HK/
Víkingum hins vegar að snúa tafl-
inu við í seinni hálfleik.
Fyrri hálfleikurinn var kafla-
skiptur. HK/Víkingur byrjaði vel,
en eftir því sem leið á náði Fylkir
betri tökum á leiknum. Fylk-
iskonur fóru því með verðskuldað
forskot í hálfleikinn. Heimakonur
sváfu hins vegar á verðinum
snemma í seinni hálfleik og HK/
Víkingi tókst að jafna metin. Þrátt
fyrir þónokkur færi hjá Fylki,
skoruðu gestirnir sigurmarkið eftir
skyndisókn.
Fylkisliðið er með spennandi
unga leikmenn í sínum röðum og
spilaði liðið oft fínan fótbolta í gær.
Það vantar hins vegar markaskor-
ara til að reka endahnút á góðar
sóknir. Marija Radojicic spilaði vel í
gær, en hún var samt sem áður ekki
sérstaklega nálægt því að skora.
Radojicic var drjúg í 1. deildinni á
síðustu leiktíð, en hún virðist eiga
erfitt með að taka skrefið í efstu
deild, hvað markaskorun varðar.
Stefanía Ragnarsdóttir komst hvað
eftir annað upp hægri kantinn og
átti fínar fyrirgjafir, en það vantaði
framherja í réttu svæðin.
Hulda Hrund Arnarsdóttir, lykil-
maður í sóknarleik Fylkis, virðist
ekki alveg vera heil heilsu og mun-
ar um minna. Hún hefur gæði í að
fara illa með varnarmenn, en hún
hefur oft spilað betur en í gær og
var tekin af velli í seinni hálfleik.
Til að Fylkir vinni fótboltaleiki
þarf hún að vera hættulegri fram á
við.
Hinum megin var Karólína Jack
spræk og skoraði hún verðskuldað
mark í seinni hálfleik. Fatma Kara
er með mikil gæði og átti hún mjög
stóran þátt í báðum mörkum HK/
Víkings. Þegar Kara tekur á rás og
sækir á varnir andstæðinganna
skapast oftast hætta.
Bæði lið eru með sex stig eftir
fimm leiki og virðast ætla að berj-
ast fyrir tilverurétti sínum í efstu
deild. Hvort þau nái því markmiði
veldur mikið á leikjunum hvors við
annað. Þessi úrslit gætu því haft
mikið að segja þegar talið verður
úr stigapokanum í lok sumars.
Valur gefur
ekki þuml-
ung eftir
HK/Víkingur skellti Fylki í Árbæ og
ÍBV vann stórsigur á Stjörnunni
Mark Karólína Jack skorar
fyrra mark HK/Víkings án þess
að María Björg Fjölnisdóttir og
Cecilia Rán Rúnarsdóttir mark-
vörður fái rönd við reist.
Grindvíkingurinn Jón Axel Guð-
mundsson er hættur við að gefa kost
á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar í
körfuknattleik í júní og mun leika með
Davidson næsta vetur sem verður
hans síðasta tímabil í NCAA. Samherji
hans Kellan Grady gerir slíkt hið sama
og Davidson getur því stillt upp sama
byrjunarliði næsta vetur og það gerði
síðasta vetur.
Spánverjinn Raúl Rocha hefur ver-
ið ráðinn þjálfari meistaraflokksliða
karla og kvenna í blaki hjá Þrótti Nes-
kaupstað fyrir næsta keppnistímabil.
Rocha þekkir vel til hér á landi eftir að
hafa þjálfað og leikið með liði Fjalla-
byggðar keppnistímabilið 2017/18.
Landsliðsfólkið
Elvar Örn Jóns-
son og Perla Ruth
Albertsdóttir
voru valin leik-
menn ársins hjá
handknattleiks-
deild Selfoss. Val
þeirra var kynnt á
lokahófi hand-
knattleiksdeildar Selfoss á laugardag-
inn.
Sarunas Marciulionis, sem gerði
það gott í NBA-deildinni í körfuknatt-
leik á tíunda áratugnum, er orðinn
þingmaður á Evrópuþinginu. Fékk
hann brautargengi í Evrópukosning-
unum síðasta sunnudag og hlaut
32.591 atkvæði. Marciulionis er Lithái
og var lykilmaður í liði Litháen sem
fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikum
eftir sjálfstæðið, bæði 1992 og 1996.
Áður vann hann ólympíugull með Sov-
étríkjunum árið 1988. Í NBA var hann
þekktastur fyrir framgöngu sína með
Golden State Warriors á árunum
1989-1994.
Eitt
ogannað