Morgunblaðið - 28.05.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.05.2019, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2019 Þrátt fyrir heiðskíra kar-íbska bongóblíðu var svotil fullfermi á rauðu Sin-fóníutónleikunum á fimmtudag, síðustu áskriftartónleik- um þessa misseris. Mátti í fjarveru skoðanakönnunar ætla Eroicu Beet- hovens aðalhvata dagskrár, hafi þá ekki yngri og viðburðahneigðari hlustendur fremur látið ginnast af franska stjörnupíanistanum – þó að auðvitað spillti þrautreynt orðspor finnska stjórnandans sízt fyrir aðsókn. Ekki varð blíðan heldur til að draga úr heiðtærum kuldahrolli Ciel d’hiver eftir forystukonu finnskra nútímamódernista Kaiju Saariaho þótt stutt væri eða um sjö mínútur. Líkt og við fyrri hérlenda heyrn (25. maí 2018 u. stj. Daniels Blendulfs) naut dæmigerð áferðartónsmíðin stuttleikans og þar með fullrar at- hygli allt til enda í næmri túlkun landa hennar með öllum tiltækum styrkbrigðum. Kaþólski Skotinn James MacMill- an (f. 1959) er nú talinn fremsti full- trúi sinnar kynslóðar þar í landi og sló fyrst í gegn 1990 með Játningu Isobel Gowdie. Þriðji píanókonsert hans, Leyndardómar ljóssins, var sérstaklega saminn fyrir einleikara kvöldsins, og kom því svolítið á óvart að einleikarinn skyldi enn, eft- ir níu ára reynslu, leika verkið eftir nótum með blaðaflettu sér til vinstri handar, þótt ekki sé það einsdæmi. Sömuleiðis kom á óvart – um bæði nútímaverk og svo það að höf- undur kveðst byggja á táknrænni merkingu kaþólska talnabandsins, líkt og Rósakranssónötur Heinrichs Bibers (meðal fyrirmynda Bachs að sónötum og partítum hans fyrir ein- leiksfiðlu) – hvað verkið reyndist í senn grípandi áheyrilegt og jafnvel sprellfjörugt svo stappaði á köflum nærri spennuhlaðinni og hrynsóp- andi kvikmyndatónlist í anda In- diana Jones, inni á milli dulúðugra íhugunarstaða. Það var eflaust mikið til að þakka ófeimni höfundar við m.a. lagræn tilþrif. Því þó að harmóník hans bæri stundum vott um kryddaða út- færslu á jafnt dúr-moll og módölum kirkjutóntegundum (allt að þétt- klasaðri) leyndi sér á móti ekki meinhollt jarðsamband hans við þjóðlagaarfinn er Skotar búa enn við ríkulega þrátt fyrir kúgandi strangtrúarhömlur Knox siðaskipta- postula á 16. öld. Sem sagt: Furðu litríkt nútíma- verk á okkar rímlausu skeggöld, glæsilega stjórnað og spilað af hríf- andi natni og innlifun. Kunnu hlust- endur að sama skapi gott að meta eftir undirtektum að dæma, og þakkaði Thibaudet fyrir sig með aukalagi, Pavönu Ravels fyrir látna Spánarprinsessu, af óhætt að segja víðfeðmri snilld. Hetjuhljómkviða Beethovens, „Til minningar um mikilmenni“ eins og endurskoðuð tileinkun hans hljóðar eftir keisarakrýningu Napóleons fjórum mánuðum fyrir frumflutn- inginn 1805, er einstök í vestrænni tónlistarsögu. Ekki aðeins fyrir að mynda tímamót milli Vínarklassíkur og rómantíkur, heldur einnig fyrir að halda óskertri virðingu og vin- sældum allt frá upphafi. Þessi sannkallaða frumleika- sprengja virtist mönnum lengi vel hafa stokkið nánast forsendulaust fram sem Aþena úr enni Seifs, þó að a.m.k. sorgarmarsinn (II.) eigi tals- vert skylt við sams konar verk franskra tónsmiða eins og Gossec og Méhul á byltingarskeiðinu 1789- 95. Það skýrir þó lítt mögnuð tilþrif Beethovens í I. þætti er vekja enn furðu fyrir stórfenglega hönnun í smáu sem stóru – án þess að form- rænn vandi þvælist nokkurs staðar fyrir heildarútkomu þar sem allt að því dansandi ballettþokki og drama- tísk tign skiptast á eins og ekkert sé sjálfsagðara. Osmo brást né heldur hér frekar en áður. Blessunarlega laust við nútískumótaðar tempóýkjur upp- runahyggju fék verkið að njóta sín til skáldlegrar fullnustu með m.a. spennuþrunginni lágdýnamík, jafn- vel þótt stöku sinni mætti fetta fing- ur út í samtaka hrynskerpu strengja, einkum í innkomum. Sígildan vanda SÍ, er kostaði hér hálfa stjörnu. Að öllu öðru leyti var útkoman ómenguð angan eyrans. Talnaband á fullu fjöri Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbm Kaija Saariaho: Ciel d’hiver (Vetrarhim- inn; 2002/2013). James MacMillan: Píanókonsert nr. 3, „Leyndardómar ljóssins“ (2010). Beethoven: Sinfónía nr. 3, „Hetjuhljómkviðan“. Jean-Yves Thibaudet píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Osmos Vänskäs. Fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Píanisti Jean-Yves Thibaudet. Kvikmynd suðurkóreska leikstjór- ans Bongs Joon-hos, Parasite eða Sníkjudýr, hlaut Gullpálmann um helgina, aðalverðlaun kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes sem lauk á laugardag. Kvikmyndinni er á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, lýst sem svartri gaman- og spennumynd sem kanni núning milli ólíkra þjóð- félagsstétta. Hin fransk-senegalska Mati Diop hlaut tímamótaverðlaun því hún varð fyrst þeldökkra kvenleikstjóra til að hljóta Grand Prix-verðlaunin á hátíðinni sem eru talin jafngilda silf- urverðlaunum. Þau hlaut Diop fyrir Atlantics, dramatíska kvikmynd um unga Senegala sem yfirgefa land sitt í leit að betra lífi. Diop hafði áður greint frá því hversu átakanlegt henni þætti að fyrst nú, árið 2019, væri kvikmynd eftir konu af afrísk- um uppruna sýnd á hátíðinni en há- tíðin hefur nú verið haldin í 72 skipti. Önnur helstu verðlaun hlaut bresk-bandaríska leikkonan Emily Beecham sem besta leikkona fyrir leik sinn í Little Joe, spænski leik- arinn Antonio Banderas hlaut sömu verðlaun í karlaflokki fyrir leik sinn í Pain and Glory og verðlaun fyrir besta handrit hlaut Céline Sciamma fyrir Portrait of a Lady on Fire. Verðlaun fyrir bestu leikstjórn hlutu svo bræðurnir og kvikmyndaleik- stjórarnir Jean-Pierre og Luc Dar- denne fyrir Young Ahmed. Þótt kvikmynd bandaríska leik- stjórans Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in Hollywood, hefði hlotið afar góðar viðtökur í Cannes og einróma lof gagnrýnenda hreppti hún engin verðlaun og fór Tarantino því tómhentur heim. Sníkjudýr hlaut pálmann AFP Gleði Bong Joon-ho með verðlaunin fyrir bestu kvikmynd sem hann hlaut úr hendi formanns dómnefndar, Alejandros Gonzalez Inarritus.  Parasite Bong Joon-ho besta kvikmyndin í að- alkeppni Cannes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.