Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Viðhaldsvinna Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa eflaust margir glaðst yfir þeim stórvirku vinnuvélum sem þar eru nú, en verið er að sinna viðhaldi gatna og voru sumar orðnar ansi lúnar. Hari Þingmenn ríkis- stjórnarinnar hafa tjáð sig undanfarið í við- tölum um orkupakka þrjú, þeir telja sig vera að fylgja vilja meiri- hluta þjóðarinnar með því að setja þrýsting á að koma pakkanum í gegn eins og þeir segja. Það vekur þó furðu þegar litið er til þeirra skoðanakannana sem gerðar hafa verið um orkupakkann að þær sýna allar að meiri hluti er á móti pakkanum en með honum. Það sem þó vekur hvað mesta furðu eru málefna- og stefnuskrár þessara flokka fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Sjálfstæðisflokkurinn kom sér beint að efninu í aðdraganda kosn- inga 2017 með áherslunni „Sjálfstæð- isflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orku- markaði til stofnana Evrópusam- bandsins“. Kjósendur bjuggust þar með við því að flokkurinn stæði við þessa áherslu en nú er ljóst að þing- flokkurinn hefur farið í gjörólíka átt og sækist nú stíft eftir framsali á rík- isvaldi til stofnana ESB. Það sama má segja um Framsókn- arflokkinn, alger stefnubreyting hef- ur orðið á stefnuskrá flokksins „Framsókn vill ekki einkavæða Landsvirkjun“ og „Framsókn hafnar öllum hugmyndum um útflutning á raforku um sæstreng“. Hvort tveggja kemur á óvart, sérstaklega í ljósi nýlegra frétta af fyrirtækinu Atlantic Superconnection sem segir að það sé komið fjármagn til að leggja sæstreng og vegna orða Arn- ars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, um að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir sæstreng, hafi fyrirtæki í hyggju að leggja hann. Eins og glöggir Íslendingar vita þá opnar sæ- strengur fyrir öll ákvæði orkupakk- ans er varða milliríkjaviðskipti með orku og gerir Ísland jafnframt að hluta af innri orkumarkaði Evrópu með auknum líkum á að fjárfestar fái augastað á Landsvirkjun og gerir þá kröfu að hún selji frá sér virkjanir og minnki markaðshlutdeild sína. Vinstri græn álykta jafnframt gegn sæstreng en það er þó ekki það eina, þau vilja hætta sölu á orku til stóriðjunnar til að koma í veg fyrir fleiri virkjanir þegar orku- þörf landsins eykst. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að lesa má á vefsíðu Orkustofnunar að búið er að gefa út 11 rannsóknar- og virkj- analeyfi frá kosningum. Þegar að auki hafa bor- ist fréttir af fjórum fyrirtækjum sem hafa hug á að reisa vindmyllur á Íslandi, eitt fyrirtæki á Hróðnýjarstöðum sem á að telja 24 vindmyllur, eitt fyrirtæki í Garpdal með 35 vindmyllum og auk þeirra eru það Zephyr, í eigu norskra sveitar- félaga og fylkja, og írska fyrirtækið EMPower sem sjá fyrir sér að beisla íslenska vindinn. Þessar fram- kvæmdir stinga í stúf við náttúru- áhuga græna flokksins, sérstaklega þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjónræn áhrif af vindmyllunum 24 á Hróðnýjarstöðum séu áætluð 40 km frá framkvæmdasvæði. Jafn- framt er það enn furðulegra að vinstri græn skuli í málefnaskrá sinni tala af áhuga um vindmyllur sem orkugjafa og virðast þá líta framhjá þeim áhrifum sem þær kunna að hafa á ásýnd náttúru landsins. Þegar allt kemur til alls er alveg ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ganga ekki einvörðungu gegn afstöðu kjós- enda landsins og því sem fram kom í stefnuskrám flokkanna fyrir kosn- ingar er varðar orkupakkann. Þeir ganga jafnframt gegn samþykktum og ályktunum sem þeirra eigin flokksmenn hafa sett fram. Þegar bú- ið er að álykta um málefni er eðlilegt að þingflokkarnir fylgi þeirri stefnu. Ef ekki, hvaða þýðingu hefur það þá fyrir flokkana að hafa virka og áhugasama grasrót? Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur » Þeir ganga jafnframt gegn samþykktum og ályktunum sem þeirra eigin flokksmenn hafa sett fram. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Hvað kom fyrir? Á yfirstandandi lög- gjafarþingi hafa verið lögð fram tvö frum- vörp af hálfu sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra tengd fiskeldi. Annars vegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfða- blöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál og hins vegar frumvarp um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Atvinnuvega- nefnd Alþingis hefur sent frá sér nefndarálit og breytingartillögur í kjölfarið þar sem lítið sem ekkert tillit er tekið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í umsögnum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem unnar voru í nánu samráði við stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fiskeldi sem atvinnugrein er byggðamál, uppbygging á tilteknum land- og hafsvæðum er skipulagsmál og væntingar um tekjur af starfsem- inni er efnahagsmál. Snertifletir við þau sveitarfélög sem um ræðir eru því fjölbreyttir og hagsmunir einnig. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa mótað metnaðarfulla stefnu varðandi málaflokkinn sem ýtir und- ir þau markmið að rannsóknir á áhrifum fiskeldisstarfsemi á lífríki og samfélag verði auknar og að þau tækifæri sem felast í auknu fiskeldi á sjálfbærum grunni verði nýtt. Einnig að ríki og sveitarfélög séu meðvituð um að sjálfbær þróun í fiskeldi byggist á jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Mikilvægt er að litið sé markvisst til allra þessara þátta í opinberri stefnumörkun, laga- og reglusetningu. Þá leggja samtökin áherslu á reglulegt, stað- bundið eftirlit með greininni og að tekjustofnar sveitarfélaga af atvinnustarfsemi í sjó, allt að einni sjómílu út frá grunnlínu landhelg- innar, verði skilgreindir í samráði við sjávarútvegssveitarfélög. Þannig verður auðveldara fyrir sveitarfélög, þar sem fiskeldi hefur haslað sér völl, að laga samfélagslega upp- byggingu að örum vexti atvinnugrein- arinnar. Til að ná þess- um markmiðum telja samtökin m.a. að tryggja þurfi sveit- arfélögum tekjur af reitanýtingu í sjó og jafnframt að þeim verði tryggð nauðsyn- leg áhrif á haf- og strandsvæðaskipulag. Auka þarf forræði þeirra og tryggja um leið nauðsynlega tekju- stofna. Markmið fyrra frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð stjórnsýslu fiskeldis þannig að atvinnugreinin verði öflug og sjálfbær með þróun og vernd lífríkis að leiðarljósi. Til- gangur síðara frumvarpsins er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu sem geti jafnframt staðið á móti kostnaði ríkisins við stjórn- sýslu. Í kringum gjaldtökuna verði stofnaður sérstakur fiskeldissjóður sem gert er ráð fyrir að muni njóta framlaga af fjárlögum sem svari til þriðjungs tekna af því gjaldi sem ráðgert er að heimtist í ríkissjóð verði frumvarpið að lögum. Í 7. grein frumvarpsins segir: „Stjórn Fiskeldissjóðs skal árlega auglýsa eftir umsóknum frá sveitar félögum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði og þjónustu á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.“ Samtökin voru gagnrýnin á þetta fyrirkomu- lag sem að þeirra mati er til þess fallið að etja sveitarfélögunum sam- an og láta þau keppast um úthlutun. Meirihluti atvinnuveganefndar hef- ur hins vegar bent á í nefndaráliti sínu að fyrirhuguð gjaldtaka er fyrir afnot af hafsvæði sem liggi utan umráðasvæðis sveitarfélaganna. Segir svo einnig í nefndaráliti meiri- hlutans: „Sveitarfélögin eru því ekki svipt réttindum og ekki vegið að sjálfstæði þeirra.“ Hér kveður við kunnuglegan tón. Enn á ný munu sveitarfélög af landsbyggðunum eiga allt undir því að ná eyrum embættismanna, að öll- um líkindum í Reykjavík, og sann- færa þá um að sú innviðauppbygg- ing sem stefnt er að á hverjum stað fyrir sig sé réttlætanleg og á ein- hvern hátt frambærilegri en hjá næsta nágranna. Kjörnum fulltrú- um sem sitja í umboði kjósenda á hverju svæði fyrir sig er ekki treyst- andi til að meta og ráðstafa fé til uppbyggingar innviða og þjónustu. Að áliti Samtaka sjávarútvegs- sveitarfélaga eru það haldlítil rök að gjaldtökunni sé ætlað að standa undir kostnaði ríkisins við stjórn- sýslu málaflokksins. Fyrirtæki í greininni greiða nú þegar fyrir starfsleyfi, rekstarleyfi og þjónustu- gjald til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar auk hefðbund- inna gjalda s.s. tekjuskatt og virð- isaukaskatt. Þá er einnig greitt fyrir mat á umhverfisáhrifum, í umhverf- issjóð sjókvíaeldis og gjöld tengdum mannauði fyrirtækjanna, s.s tekju- skattur, tryggingagjald og útsvar. Aðferðafræðin verður sú, eins og svo oft áður, að ýtt verður undir ágreining meðal sveitarfélaga í stað þess að fjármunirnir renni til þeirra sveitarfélaga þar sem áhrifa af upp- byggingu í fiskeldi mun gæta í hlut- falli við frá hvaða svæðum tekjur Fiskeldissjóðs koma. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga leggja áherslu á að gjaldtaka af fiskeld- ismannvirkjum í strandsjó verði með sambærilegu móti og gjaldtaka af fasteignum á landi og að sveitar- félögum verði þar með tryggður sjálfstæður tekjustofn af fiskeldis- starfsemi. Samtökin benda jafn- framt á að með frumvarpinu er farið gegn tillögum auðlindastefnu- nefndar frá 2011 og starfshóps um fiskeldi frá 2017 sem lagði til að 85% af auðlindagjaldi renni til uppbygg- ingar á innviðum á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fisk- eldis. Eftir Gauta Jóhannesson » Fiskeldi er umdeilt. Samtök sjávar- útvegssveitarfélaga hafa kappkostað að nálgast málið af yfirveg- un og sanngirni. Gauti Jóhannesson Höfundur er sveitarstjóri í Djúpa- vogshreppi og formaður stjórnar Samtaka sjávarútvegssveit- arfélaga. gauti@djupivogur.is Fiskeldi og sveitarfélögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.