Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 25
MAÍ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV, er leikmaður maímánaðar í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Cloé er efst í einkunnargjöf blaðsins með átta M í fyrstu fimm leikjum deildarinnar og er eini leikmað- urinn á tímabilinu sem hefur feng- ið fullt hús, þrjú M, í leik. Það fékk hún eftir 5:0-sigur ÍBV á Stjörnunni þar sem hún skoraði þrennu. Cloé hefur fengið M í öllum fimm umferðunum eins og þær Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki, og Elín Metta Jensen, Val. Þær fengu báðar sjö M í mánuðinum og eru einnig í liði mán- aðarins, en Breiðablik á flesta fulltrúa í liðinu eða fimm talsins. Fylkir, Keflavík, Stjarnan og Þór/ KA eiga svo öll einn full- trúa. Cloé hefur skorað fimm mörk fyrir ÍBV, sem er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig og hefur vantað stöðugleika það sem af er. Liðið tapaði til að mynda fyrir KR eftir að hafa verið lengi manni fleiri, en svaraði því með 5:0-sigri á Stjörn- unni áður en liðið tapaði svo stórt gegn Val í bikarnum. „Við erum búnar að lenda í leiðinlegum aðstæðum varð- andi meiðsli í liðinu og höf- um því notað leikmenn sem hafa ekki spilað mik- ið áður með okkur. Það eru ungir leikmenn að koma inn, 15 og 16 ára, sem hafa staðið sig vel en eru auð- vitað að spila í fyrsta sinn í efstu deild. Það er ný áskorun fyrir þær og það vantar bara reynslu sem á eftir að koma. Við erum því svo- lítið að fylla í götin og höfum ekki náð í þau úrslit sem við vildum. En við gerum það sem við getum með það sem við höfum,“ segir Cloé við Morgunblaðið. „Ég elska eyjuna“ Hin kan- adíska Cloé er 25 ára gömul og nú að spila sitt fimmta tíma- bil með ÍBV. Með þrennunni á dögunum jafn- aði hún við Mar- gréti Láru Viðars- dóttur í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins í efstu deild frá upphafi með 48 mörk. Cloé var samningslaus eft- ir tímabilið í fyrra og hugs- aði sig aðeins um áður en hún ákvað að vera áfram, en Ian Jeffs hætti með liðið eftir tíma- bilið og Jón Ólafur Daní- elsson tók við. „Ég átti eftir að tala við nýja þjálfarann, talaði svo við liðið og stjórnina og ég fékk skýra mynd af því sem átti að gerast hjá liðinu svo ég ákvað að vera áfram,“ sagði Cloé, sem hefur ávallt liðið afar vel í Vestmannaeyjum. „Í fótboltanum hefur þetta verið krefjandi tímabil. En ég elska eyj- una, það hafa verið margir sólríkir dagar núna svo það er ekki hægt að kvarta yfir því, sem er annað en hægt er að segja um síðasta sumar,“ segir Cloé og hlær. Veit ekki hver staðan er Cloé var efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins eftir tímabilið í fyrra. Í viðtali við það tilefni lýsti hún því yfir að hún vonaðist til þess að öðlast íslenskan ríkisborg- ararétt og var opin fyrir því að gefa kost á sér í íslenska lands- liðið ef sá möguleiki kæmi upp. Hún getur lítið tjáð sig um mögu- legan ríkisborgararétt á þessari stundu, það eigi allt að vera í ferli. „Ég veit það eiginlega ekki sjálf, við erum enn að vinna í þessu og ég bíð bara og sé til hvernig það fer,“ segir Cloé, sem reynir að gefa af sér utan vallar í Eyjum og hefur meðal annars boðist til þess að hjálpa ungum stelpum í boltanum. Hvað varðar framhaldið á tímabilinu hjá ÍBV segir hún liðið taka einn leik fyrir einu og að deildin sé jafnari en oft áður. „Ég held að deildin muni verða jöfn, mér finnst bilið milli liðanna í neðri helmingnum og topp- liðanna vera að minnka og skilin eru ekki alveg jafn skörp. Það er gaman að sjá. Við munum halda áfram að gefa allt í þetta og von- andi mun það skila okkur fleiri sigrum,“ segir Cloé Lacasse við Morgunblaðið. Sólríkt en krefjandi í Eyjum  Cloé Lacasse hefur farið fyrir liði ÍBV og er leikmaður Morgunblaðsins í maí- mánuði  Lítill stöðugleiki í liðinu vegna meiðsla  Elskar að vera í Eyjum 3-4-3 Lið maímánaðar hjá Morgunblaðinu Pepsi Max-deild kvenna 2019 Birta Guðlaugsdóttir Stjörnunni Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Elín Metta Jensen Val Hildur Antonsdóttir Breiðabliki Cloé Lacasse ÍBV Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Ída Marín Hermannsdóttir Fylki Natasha Moraa Anasi Kefl avík Stephany Mayor Þór/KA Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum 5 5 4 3 5 8 7 4 4 7 44 Best Cloé La- casse fékk átta M fyrir frammi- stöðu sína í maímánuði. Ljósmynd/Sigfús Gunnar ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Íþróttir og íþróttafélög eru ekkert án fólksins sem stendur þeim að baki. Starfsfólk, sjálf- boðaliðar og stuðningsmenn mynda órjúfanlega heild sem stendur saman, félaginu sínu til heilla. Æði oft myndast sterk tilfinningabönd milli félaganna og fólksins. Þessa tengingu er bæði erfitt að útskýra, en ekki síður erfitt að rjúfa. Þessi tengsl halda í blíðu og stríðu og oft yfir móðuna miklu. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að íþróttafélögin og liðin sem leika undir þeirra merkjum gleymi ekki þeim sem standa þar að baki. Það er fólk- ið sem skiptir öllu máli. Á sunnudaginn var lék knattspyrnulið Þórs með sorg- arbönd til minningar um Bald- vin Rúnarsson sem lést á föstu- dag eftir erfið veikindi, aðeins 25 ára gamall. Til greina kom að fresta deildarleik Þórs og Þróttar, en eins og sagt er frá á heimasíðu Þórs þá sneru leik- menn bökum saman og sögðu: „Vinnum leikinn fyrir vin okkar og félaga Baldvin Rúnarsson.“ Það var fallegt að sjá hvernig leikmenn minntust hans, fögn- uðu mörkum sínum með því að benda til himins og tileinkuðu honum sigurinn. „Við tókum það með inn á völlinn í dag sem hann kenndi okkur með lífinu. Hann gafst aldrei upp,“ sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson eftir leik. Sjálfur veit ég það að Baldvin var skilgreiningin á gall- hörðum Þórsara og gott dæmi um hin órjúfanlegu tengsl sem geta myndast á milli ein- staklings og íþróttafélags. Það eina sem skiptir máli er fólkið sem stendur að baki félaginu, og það gerði Baldvin svo sann- arlega hjá Þór. Blessuð sé minning hans. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Bjarni Ólafur Eiríksson, reyndasti leikmaður Íslandsmeistara Vals, náði stórum áfanga á sunnudags- kvöldið þegar lið hans sótti Stjörn- una heim í sjöundu umferð úrvals- deildar karla í fótbolta. Hann lék þar sinn 400. deildaleik á ferlinum en þetta er tuttugasta ár Bjarna í meistaraflokki, frá því hann lék fyrst með Valsmönnum í 1. deild- inni árið 2000. Af þessum 400 leikjum Bjarna eru 272 á Íslandi og allir með Val. Þar af 233 í efstu deild og 39 í 1. deild. Bjarna vantar átta leiki enn til að slá félagsmet Sigurbjörns Hreiðarssonar sem lék 240 leiki fyrir Val í efstu deild. Bjarni lék þar að auki 41 leik með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2007 og 87 leiki með Sta- bæk í norsku úrvalsdeildinni á ár- unum 2010 til 2012. Bjarni er aðeins 24. íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem nær því að spila 400 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis. Met- hafinn er Arnór Guðjohnsen, sem lék 523 leiki, og efstur þeirra sem eru enn að spila er Kári Árnason sem er í fjórtánda sæti með 436 deildaleiki. vs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reyndur Bjarni Ólafur Eiríksson með boltann í leik gegn Fylki á dögunum. Bjarni kominn í 400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.