Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir
notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingumumáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ofnæmið burt!
Zensitin
10mg töflur -10, 30 og 100 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Nú um stundir sýn-
ist mér sem flokksfor-
ystunni þyki helst við
hæfi að hnýta í þann
formann sem verið
hefir þjóðinni og
flokknum drýgstur og
bestur. Mér stendur
stuggur af ykkur því
ég hefi þungar
áhyggjur af flokknum.
Ég hef rætt við
hundruð félagsmanna
sem hugnast ekki ferðalag ykkar og
hyggjast ekki slást í þá för.
Ég stikla aðeins á stóru er ég
nefni nokkur atriði sem eru núver-
andi forystu til vansa, svo vægt sé
til orða tekið.
Þið hafið nánast ekkert gert til að
tálga niður þá ofurskatta sem Stein-
grímur lagði á þjóðina því „það varð
hér hrun“.
Þið hafið ekkert gert til að af-
nema hinn þrepaskipta tekjuskatt
þeirra Steingríms og Jóhönnu þótt
við hefðum áður verið með skatt-
kerfi sem aðrar þjóðir öfunduðu
okkur af.
Þið dragið óendanlega lappirnar
með að lækka tryggingagjaldið.
Þið réðuð Má Guðmundsson sem
seðlabankastjóra, ekki einu sinni
heldur tvisvar.
Þið svikust undan merkjum með
því að samþykkja Icesave.
Þið hafið þrátt fyrir langa stjórn-
arsetu heykst á að afturkalla ESB-
umsóknina.
Þið hyggist gegn vilja flokksins
og meirihluta þjóðarinnar troða inn
á okkur orkupökkum framtíð-
arinnar.
Þið takið fullan þátt í stimpilp-
úðaafgreiðslu alþingis á öllu sem frá
ESB kemur. Ekki er annað að sjá
en ætlun ykkar sé að troða okkur
þar inn bakdyramegin, þvert á vilja
flokks og þjóðar.
Þið gerið ekkert til að slá á þá
gerræðislegu hugmynd að færa
Reykjavíkurflugvöll.
Þið gerið heldur ekkert til að
hamla brautargengi hinnar fárán-
legu Borgarlínu.
Þið gerið ekkert til
að koma böndum á
borgina sem á örfáum
árum hækkar fast-
eignagjöld um tæp 50%
auk þess að vera með
útsvarið uppi í rjáfri.
Þið styðjið nánast
takmarkalausar fóstur-
eyðingar og kallið það
„að móta framtíðina“.
Þið gerið ekkert til
að koma böndum á
fjársóun og fáránleika í
heilbrigðisráðuneytinu.
Þið gerðuð ekkert til að koma
a.m.k. einhverju skikki á opin-
gáttarflæði hælisleitenda.
Þið köstuðuð fyrir róða eina ráð-
herranum sem sýnt hefur staðfestu,
þor og dug.
Þið hafið tekið ríkan þátt í að
þenja út ríkisbáknið og hítina þá,
þrátt fyrir allt önnur fyrirheit. Eng-
inn flokkur annar hefur verið leng-
ur og oftar við völd undanfarna ára-
tugi. Það hefir því ekki verið
skortur á tækifærum til að efna
eitthvað af loforðunum um að
minnka fitulagið á bákninu.
Þið takið fullan þátt í að reka
kaupfélag í Leifsstöð þrátt fyrir
gömlu góðu heitin um einkarekstur
og einstaklingsframtak.
Þið berið mesta ábyrgð allra
flokka á RÚV en hafið hvorki kjark
né döngun til að kveða niður þá ós-
vinnu sem þar ríður húsum.
Þið eruð um þessar mundir með
áætlun um að afnema millifæranleg
skattþrep milli hjóna þótt fjöl-
skyldan og velferð hennar hafi frá
upphafi verið eitt grunnstefja
flokksins.
Ég velti fyrir mér hvort ekki
væri farsælla að þið færuð frá
flokknum fremur en að flokkurinn
fari frá ykkur.
Til forystu Sjálf-
stæðisflokksins
Eftir Jón Hjaltason
Jón Hjaltason
»Ég óttast að flokk-
urinn okkar eigi sér
lengri fortíð en framtíð
Höfundur er frumkvöðull.
jon@haspenna.is
Einhvern tíma hafði
de Gaulle Frakklands-
forseti orð á því að sér
fyndist Bretland varla
tilheyra Evrópu. Nú, ef
svo er, hversu mjög má
þá segja að Ísland til-
heyri Evrópu, eyríki
hér langt norður í ball-
arhafi „yst á Ránar-
slóðum langt frá öðrum
þjóðum“ eins og þjóð-
skáldið sr. Matthías
orti forðum tíð, ef Bretland er það
varla sem er steinsnar frá ströndum
Frakklands? Það má alltaf velta því
fyrir sér nú.
Þegar það átti að skylda þjóðina til
að taka á sig þær byrðar sem í Ice-
save fólust þá vorum við svo lánsöm
að hafa þann forseta á Bessastöðum,
lýðveldisbarnið og stjórnmálafræð-
inginn Ólaf Ragnar Grímsson, sem
fannst hótanir ráðamanna í Brussel
út úr öllu korti og ekki svaraverðar
og tók slaginn við þá um þá reikninga
með þeim rökum að við værum ekki í
neinum þeim tengslum við ESB sem
skylduðu okkur til að taka á okkur
þessar byrðar að okkur forspurðum
og minnti þá á að við værum ekki
bundin ESB að neinu öðru leyti en
sem varðaði EES-samninginn, og
guggnaði hvergi andstætt þingheimi
og ríkisstjórn hvernig sem ESB dró
úr þjóðinni kjarkinn. Síðan lét hann
þjóðina sjálfa ákveða um framhald
málsins þó að ráðamenn ESB segðu
líkt og nú að þetta myndi hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir EES-
samninginn og létu annað álíka
smekklegt dynja á okkur. Því var
ekki ansað enda gerðist ekkert þótt
þjóðin neitaði að greiða þessa reikn-
ingana. Það höfum við reynsluna af
nú. Við getum því ávallt þakkað þess-
um ágæta forseta okkar, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, fyrir það. Betur væri
að hann sæti enn á Bessastöðum í
dag þegar sagan er að endurtaka sig
í formi orkupakkanna. Svo ætlar rík-
isstjórnin loksins að láta setja þá klá-
súlu inn í stjórnarskrána sem nauð-
synlegt er að sé þar og segir að allar
auðlindir landsins á sjó
og landi skuli vera eign
þjóðarinnar og var
meira en kominn tími
til. Þar með getur Al-
þingi eitt ekki ákvarðað
um örlög náttúru-
auðlindanna, hvorki
fallvatna né fiskimiða,
án þess að spyrja þjóð-
ina því að þá væri það
hennar að eiga síðasta
orðið í þeim efnum
samkvæmt stjórnar-
skránni og orkupakka-
dæmið sett í þjóðar-
atkvæði líkt og Icesave. Nauðsyn
þess er brýn nú.
Þetta svokallaða Ríkisútvarp þarf
svo að miðla þessum hótunum frá
ESB til okkar – nema hvað? Það hef-
ur verið ein helsta málpípa ESB
ásamt ESB-flokkunum hér á landi.
Eigum við að guggna á að neita orku-
pökkunum vegna þess? Nei, segi ég,
fjarri því. Fréttastofa Rúv er svo
hlutdræg að það er tæpast marktækt
sem þaðan kemur, a.m.k. hvað ESB
varðar. Það er vitað mál enda dynur
á okkur áróðurinn fyrir að sam-
þykkja orkupakkana og selja auð-
lindirnar úr höndum okkar til Bruss-
el, og hótanirnar frá hinum og
þessum ESB-sinnum og kommissör-
unum á þeim bænum svo að mörgum
ofbýður að útvarp í eigu þjóðarinnar
skuli vera tekið undir slíkt og þar
með orðið eins og sovéska ríkis-
útvarpið og aðrar álíka útvarps-
stöðvar í kommúnistaríkjum eru.
Fyrr má nú rota en dauðrota, segi ég
nú bara.
Ég endurtek að betur væri að á
Bessastöðum sæti enn í dag sá for-
seti til að verja þjóðarhagsmuni okk-
ar hvað náttúruauðlindirnar varðar
sem við höfðum hér í landi á tímum
Icesave og blés á slíkt áróðursbull og
varði land og þjóð fyrir ásælni og
frekju ESB og bauð bæði komm-
issörunum þar og þingi og ríkisstjórn
hér heima byrginn, þegar á þurfti að
halda og stóð fast með þjóð sinni í því
stríði sem háð var um Icesave og
mundi eflaust gera það líka nú þegar
nauðsyn ber til að hafa slíkan for-
ingja í brúnni í orkupakkastríðinu.
Ég væri líka illa svikin ef hann talaði
ekki fyrir málstað þjóðarinnar í
þessu máli þar sem hann getur kom-
ið því við, traustur þjóð sinni að
vanda. Annað væri ólíkt honum. Von-
andi fær þjóðin að láta sitt álit í ljós í
þjóðaratkvæðagreiðslu hvað sem
áróðursmeistarar ESB hérlendis og
erlendis eru að þvæla. Minnist þess
að við erum ekki í ESB sem betur fer
og sá félagsskapur hefur því ekkert
um okkar innri málefni að segja eða
krefjast eins eða neins af okkur í
þessum efnum. Þjóðin hefur lifað
Icesave af þrátt fyrir hótanir frá
Brussel og við getum lifað þetta stríð
af og átt okkar auðlindir í friði fyrir
frekjunum á þeim bænum. Frétta-
stofa Rúv má skammast sín fyrir
áróðurinn. Slíkt hefur ekkert upp á
sig nema leiðindin ein. Við erum
frjáls þjóð sem vill eiga sínar auð-
lindir í friði fyrir ásælni ESB. Leyf-
um þeim bara að rífa EES-
samninginn í bræði sinni yfir því að
geta ekki komist yfir eitt stykki sæ-
streng héðan og heim til sín ef þá
langar til þess. Það verður verst fyrir
þá sjálfa. Ég leyfi mér bara að vona
að meðal þingmanna og almennings
sé engan þann að finna sem hægt
væri að lýsa með orðum þjóðskálds-
ins um álit manna á landinu í enda
þess erindis sem ég vitnaði til hér að
ofan: „sykki það í myrkan mar,
mundu fáir gráta“, og Íslendingum í
dag þætti ekki vænna um landið sitt
og náttúruauðlindir en svo og vildu
endilega selja þær í hendur útlend-
inga og frelsi okkar um leið enda hér
á ferðinni sami grauturinn í sömu
skálinni og Icesave var og hvor öðr-
um verri.
Icesave og orkupakkarnir –
sami grauturinn í sömu skálinni
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur » Þjóðin hefur lifað
Icesave af þrátt fyrir
hótanir frá Brussel og
við getum lifað þetta
stríð af og átt okkar auð-
lindir í friði fyrir frekj-
unum á þeim bænum
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Höfundur er guðfræðingur
og félagi í Heimssýn.
„Nú kynntist ég manni, sem var mikill al-
vörumaður, vildi kanna og skilja hvert mál til
hlítar, bar saman sínar skoðanir og annarra,
var augljóslega að leita að réttri lausn á hverju
máli, en hafði þó gert sér fullkomna grein fyrir
því, að á sviði efnahagsmála skiptir fleira máli
en fjármunir og hagsmunir. Þar þarf einnig að
leiða hugann að tilfinningum og réttlæti.“
„Æ nánari kynni af Ólafi Thors sem for-
sætisráðherra í ríkisstjórn færðu mér heim
sanninn um, að hann væri ekki aðeins sá tölu-
glöggi og athuguli alvörumaður, sem ég hafði
kynnst, er verið var að undirbúa nýja og ger-
breytta stjórnarstefnu. Hann var jafnframt af-
burða sanngjarn maður. Ég komst að raun
um, að kannski var það helsta aðalsmerki
hans, hversu gott hjarta sló í brjósti hans. Það
var þess vegna, sem mér fór smám saman að
þykja vænt um hann, mjög vænt um hann.“
(Úr frásögn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. Sjá
Matthías Johannessen, Ólafur Thors 1 og 2.)
Auðunn vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ólafur Thors og fordæmi hans
Á kjörstað Ingibjörg og Ólafur Thors á kjörstað 1963.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Allt um
sjávarútveg