Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Hvað þýðir orðið lýð-
veldi? Þetta er spurn-
ing sem ætti varla að
þurfa að spyrja en nú,
75 árum eftir að Ísland
varð lýðveldi, er tilefni
til að rifja upp svarið.
Einn af kostum ís-
lenskunnar er að orðin
skýra sig oft sjálf.
Þannig er lýðveldi
stjórnkerfi þar sem lýð-
urinn, þ.e. almenningur, hefur völd-
in. En er sú raunin á Íslandi nú 75
árum eftir að lýðveldið var stofnað?
Tilgangur sjálfstæðis
Baráttan fyrir fullveldi Íslands og
svo lýðveldisstofnun var frá upphafi
nátengd hugsjóninni um lýðræði, þ.e.
að almenningur í landinu fengi völd
yfir eigin málum. Sjálfstæðisbar-
áttan snerist ekki um að í stað er-
lends konungs kæmi íslenskur kon-
ungur eða að í stað þess að
embættismenn í kanselíinu í Kaup-
mannahöfn stjórnuðu málefnum
landsins yrðu það embættismenn í
Reykjavík. Sjálfstæðisbaráttan
snerist ekki heldur um að koma á
upplýstu einveldi eða sérfræð-
ingaveldi.
Sjálfstæðisbaráttan byggðist á
trúnni á þá róttæku og merkilegu
hugmynd að almenningur væri best
til þess fallinn að stjórna eigin sam-
félögum og að hver þjóð ætti rétt á
að stjórna sér sjálf. Þetta fól í sér
breytingu frá því sem nærri 100%
jarðarbúa höfðu kynnst frá upphafi
siðmenningar. En þetta virkaði.
Ekkert stjórnarfar hefur reynst
eins farsælt og lýðræði og ekkert
fyrirkomulag eins vel til þess fallið
að verja friðinn eins og það að leyfa
þjóðum að stjórna sér sjálfar. Engin
lýðræðisríki hafa nokk-
urn tíma farið í stríð
hvert við annað.
Að gefa það sem
aðrir eiga
Nú fjarar hins vegar
undan lýðræði víða um
lönd og þar með talið í
landinu sem fagnar 75
ára lýðveldisafmæli í
dag. Ástæðan er eink-
um sú að stjórn-
málamenn gefa frá sér
sífellt meiri völd og við
tekur aukið kerfisræði
þar sem ókjörnum fulltrúum er ætl-
að að stjórna málum.
Gallinn er sá að með þessu eru
stjórnmálamenn að gefa það sem
þeir eiga ekki. Í lýðveldi eru völdin
eign lýðsins sem veitir stjórn-
málamönnum aðeins umboð til að
fara með þau um tíma.
Faglegar ákvarðanir
Yfirfærsla valds til embættis-
manna, sérfræðinga, stofnana
o.s.frv. er jafnan rökstudd með því
að þannig verði ákvarðanirnar „fag-
legri.
Þetta endurómar rök þeirra sem
fyrr á öldum leituðust við að skýra
hvers vegna hin róttæka hugmynd
um lýðræði væri varasöm. Að þeirra
mati var hagsmunum almennings
best borgið með því að menn sem
væru sérfræðingar í að stjórna og
hefðu betri þekkingu en almúginn
héldu um valdataumana.
Hinn „upplýsti einvaldur“ Jósep
II Habsborgarakeisari útskýrði
þetta með orðunum. „Allt fyrir fólkið
en ekkert frá fólkinu. Hinir vel upp-
lýstu sérfræðingar og stjórnendur
hins Heilaga rómverska keis-
aradæmis áttu þannig að vinna að
umbótum fyrir almenning án þess að
almenningur skemmdi fyrir með því
að taka illa upplýstar ákvarðanir.
Jósep II beitti sér fyrir ýmsum fram-
faramálum en mörg þeirra voru
stöðvuð af aðalsmönnum sem töldu
þau ganga gegn hagsmunum sínum.
Þeir höfðu völd sem þeir þurftu ekki
að sækja til kjósenda.
Óttinn við að vera umdeildur
Stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum
eru jafnan umdeildir og því auðvelt
skotmark. Einfaldast er því fyrir
stjórnmálamenn að skora sjálfs-
mörk. Tala þannig að þeir séu fag-
legir fremur en pólitískir. „Pólitísk
ákvörðun“ er nú nánast orðið
skammaryrði á meðan „fagleg
ákvörðun“ þykir ákaflega jákvæð.
Ákvörðun tekin með vísan til þeirra
loforða sem kjósendum voru gefin
fær þannig neikvæðara yfirbragð en
ákvörðun tekin af þeim sem kjós-
endur hafa ekkert vald yfir.
Valdaafsal stjórnmálamanna nú-
tímans ræðst hins vegar ekki aðeins
af hugmyndinni um að embætt-
ismenn og sérfræðingar séu betur til
þess fallnir að stjórna en fulltrúar al-
mennings. Ótti stjórnmálamanna við
að stjórna ýtir líka mjög undir þessa
þróun. Þ.e. hræðslan við að taka
ákvörðun sem ekki muni ganga upp
eða orki tvímælis og kalli á gagnrýni.
Þá er betra að hafa skjól í því að
segjast aðeins vera að framfylgja
„faglegri niðurstöðu“. Reynist
ákvarðanirnar illa er þá alltaf hægt
að benda á að faglegum ferlum hafi
verið fylgt. Þannig beri í raun enginn
ábyrgð á afleiðingunum.
Áhrifin
Ein af afleiðingum tilfærslunnar
frá lýðræði til kerfisræðis er sú að
pólitísk átök snúast síður um rök-
ræðu um pólitísk álitaefni. Þau eru
öll leyst af fagmönnunum. Þess í stað
fara pólitísku átökin að snúast fyrst
og fremst um ímynd einstaklinga og
flokka og verða fyrir vikið illgjarnari
og leiðinlegri.
Tilfærsla valdsins birtist ágætlega
þegar sú ríkisstjórn sem nú situr tók
við völdum og kynnti þingmálaskrá
sína. Megnið af málunum sem hin
nýja ríkisstjórn lagði fram voru mál
frá síðustu ríkisstjórn.
Of sammála?
Margir virðast telja að stjórn-
málamenn geti aldrei komið sér sam-
an um neitt. Í raun er vandinn miklu
frekar á hinn veginn. Langflest mál
sem eru samþykkt í þinginu eru sam-
þykkt án mótatkvæða og flest með
öllum greiddum atkvæðum.
Mál sem eru umdeilanleg eða
vanbúin og þyrfti að skoða betur eru
afgreidd af því að það telst óviðeig-
andi að vera á móti þeim.
Ímyndarpólitík samtímans veldur
því að heiti máls getur skipt meiru en
innihaldið. Frumvarpið getur verið
stórgallað, þeir sem verða fyrir
mestum áhrifum af því kunna að hafa
sent góðar ábendingar um að nauð-
synlegt sé að laga það. En ef fyr-
irsögn málsins og yfirlýstur til-
gangur hljómar vel getur það eitt að
spyrja spurninga leitt til persónu-
legra árása á þann sem það gerir.
Samanber ímyndað dæmi: „Ætlar
þessi kona virkilega ekki að styðja
„frumvarp um aukið réttlæti, hag-
sæld og virðingu? það er dæmigert
fyrir hana“.
Tilmæli frá kanselíinu
Kröfur um hvernig mönnum beri
að greiða atkvæði verða hins vegar
ekki bara til með hópþrýstingi
ímyndarstjórnmálanna. Þannig er
því nú haldið fram að því miður þurfi
Alþingi að fara gegn vilja kjósenda
vegna þess að erlendir embætt-
ismenn ætlist til þess og ekki borgi
sig að styggja þá.
Svona eiga stjórnmál ekki að
ganga fyrir sig, svona á lýðveldi ekki
að virka.
Langflestir stjórnmálamenn eru í
stjórnmálum vegna þess að einhvern
tímann trúðu þeir á stefnu og vildu
berjast fyrir henni. Loforðin sem
stjórnmálamenn gefa og ákvarð-
anirnar sem þeir taka geta verið góð-
ar eða slæmar. En það er þeirra að
taka ákvarðanirnar og bera ábyrgð á
þeim og mæta afleiðingunum í kosn-
ingum.
Veigri stjórnmálamenn sér við að
nýta valdið sem kjósendur fela þeim,
gefi þeir það frá sér í auknum mæli,
munu kjósendur með réttu velta því
fyrir sér hvort það skipti einhverju
máli hverja þeir kjósi. Niðurstaðan
verði alltaf sú sama.
Verkaskipting í lýðveldi
Embættismenn og sérfræðingar
gegna gríðarlega mikilvægu hlut-
verki í lýðræðisríki. Þeir skipta sköp-
um eigi stjórnarfar að vera farsælt.
Hlutverk þeirra er meðal annars að
veita stjórnmálamönnum bestu fáan-
legu upplýsingar og aðstoða þá við að
framkvæma það sem er ákveðið. Það
er hins vegar ekki hlutverk þeirra að
taka ákvarðanir. Það er starfið sem
stjórnmálamenn hafa ráðið sig í og
því verða þeir að sinna fyrir vinnu-
veitanda sinn, almenning í landinu.
Ég óska Íslendingum til hamingju
með 75 ára lýðveldisafmæli og þann
stórkostlega árangur sem náðst hef-
ur í krafti sjálfstæðis og lýðræðis á
Íslandi. Megi Lýðveldið Ísland
áfram standa undir nafni.
Spurning dagsins
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlagusson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
»Nú fjarar hins vegar
undan lýðræði víða
um lönd og þar með
talið í landinu sem fagn-
ar 75 ára lýðveldis-
afmæli í dag
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Á þessum hátíð-
ardegi fögnum við
því að 75 ár eru lið-
in frá ákvörðun Al-
þingis um að slíta
formlega konungs-
sambandinu við
Danmörku og stofna
lýðveldið Ísland.
Allar götur síðan
frá fullveldi og lýð-
veldisstofnun hafa
lífskjör á Íslandi
aukist verulega en þjóðartekjur
hafa vaxið mikið. Hrein erlend
staða þjóðarbúsins er jákvæð sem
nemur 21% af landsframleiðslu,
sem þýðir að erlendar eignir þjóð-
arinnar erum mun meiri en skuld-
ir. Tímamót sem þessi gefa okkur
færi á að líta um öxl en ekki síður
horfa björtum augum til framtíðar.
Sjálfsmynd þjóðar
Þegar við hugsum til þess sem
helst hefur mótað lýðveldið okkar
og það sem skilgreinir okkur sem
þjóð berst talið oft að menning-
unni; að tungumálinu, bókmennt-
unum og náttúrunni. Í sjálfstæð-
isbaráttunni var þjóðtungan ein
helsta röksemd þess að Íslend-
ingar væru sérstök þjóð og sjálf-
stæðiskröfur okkar réttmætar.
Tungumálið er þannig lykillinn að
sjálfsmynd okkar og sjálfsskiln-
ingi, og líkt og lýðræðið stendur
íslenskan á ákveðnum tímamótum.
Hvorugt ættum við að álíta sjálf-
sagðan hlut, hvorki þá né í dag. Ís-
lensk stjórnvöld hafa í þessu sam-
hengi kynnt heildstæða áætlun
sem miðar að því að styrkja stöðu
íslenskunnar. Aðgerðirnar snerta
ólíkar hliðar þjóðlífsins en mark-
mið þeirra ber að sama brunni; að
tryggja að íslenska verði áfram
notuð á öllum sviðum
samfélagsins. Nýverið
náðist sá ánægjulegi
áfangi að Alþingi sam-
þykkti samhljóða þings-
ályktunartillögu mína
um eflingu íslensku sem
opinbers máls á Íslandi.
Megininntak hennar
verða aðgerðir í 22 lið-
um sem snerta m.a.
skólastarf, menningu,
tækniþróun, nýsköpun,
atvinnulíf og stjórn-
sýslu.
Mikilvægi kennarans
Kennarar og skólafólk eru lyk-
ilaðilar í því að vekja áhuga nem-
enda á íslensku máli en slíkur
áhugi er forsenda þess að íslensk-
an þróist og dafni til framtíðar.
Aukinheldur er kennarastarfið
mikilvægasta starf samfélagsins,
því það leggur grunninn að öllum
öðrum störfum. Ef við ætlum okk-
ur að vera í fremstu röð meðal
þjóða heims verðum við að styrkja
menntakerfið og efla alla umgjörð í
kringum kennara á öllum skóla-
stigum. Mikilvægt er að stuðla að
viðurkenningu á störfum kennara,
efla faglegt sjálfstæði og leggja
áherslu á skólaþróun. Íslensk
stjórnvöld hafa í samvinnu við fag-
félög kennara, atvinnulíf, háskóla
og sveitarfélög ýtt úr vör fjölþætt-
um aðgerðum til þess að auka ný-
liðun í kennarastéttinni. Skemmst
er frá því að segja að verulegur ár-
angur er þegar farinn að skila sér
af þeim aðgerðum en umsóknum
um kennaranám hefur fjölgað um-
talsvert í háskólum landsins. Kenn-
arar eru lykilfólk í mótun framtíð-
arinnar og munu leggja grunninn
að áframhaldandi framsókn ís-
lensks samfélags um ókomna tíð –
en öll efling menntunar stuðlar að
jöfnuði, því að menntunin setur alla
undir sömu áhrif og veitir þeim að-
gang að sama sjóði þekkingar.
Sendiherrar um allan heim
Sem frjálst og fullvalda ríki eig-
um við að halda áfram að rækta
góð samskipti við aðrar þjóðir og
skapa tækifæri fyrir fólk og fyrir-
tæki til þess að reyna fyrir sér á
erlendri grundu. Þar gegnir
menntakerfið mikilvægu hlutverki
en fjölmargir íslenskir námsmenn
fara erlendis til þess að sækja sér
þekkingu og að sama skapi kemur
fjöldinn allur af erlendum náms-
mönnum hingað til lands í sömu
erindagjörðum. Námsmenn verða
á sinn hátt sendiherrar þeirra
ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvöl-
in sé ekki löng geta tengslin varað
alla ævi. Dæmin sanna að náms-
dvöl erlendis verður oft kveikja að
mun dýpri og lengri samskiptum
og það byggir brýr milli fólks og
landa sem annars hefðu aldrei orð-
ið til. Við sem þjóð búum að slík-
um tengslum því með þeim ferðast
þekking, skilningur, saga, menning
og tungumál.
Gagnrýnin hugsun og frelsi
Samhliða öðrum samfélags- og
tæknibreytingum stöndum við sí-
fellt frammi fyrir nýjum og krefj-
andi áskorunum. Meðal þeirra
helstu er gott læsi á upplýsingar
og gagnrýnin hugsun til að greina
rétt frá röngu. Við getum horft til
afmælisbarns dagsins, Jóns Sig-
urðssonar forseta, í því samhengi.
Hann hafði djúpstæð áhrif á Ís-
landssöguna sem fræði- og stjórn-
málamaður, og fræðistörfin mót-
uðu um margt orðræðu hans á
vettvangi stjórnmálanna. Hann var
óhræddur við að vera á öndverðri
skoðun en samtímamenn sínir,
hann beitti gagnrýnni hugsun, rök-
um og staðreyndum, í sínum mik-
ilvæga málflutningi. Það var raun-
sær hugsjónamaður sem kom
okkur á braut sjálfstæðis. Gagn-
rýnin hugsun er að mínu mati það
sem einna helst mun stuðla að já-
kvæðri þróun þessara tveggja lyk-
ilþátta; lýðræðisins og tungumáls-
ins. Það sem helst vinnur gegn
þeim eru áhuga- og afskiptaleysi.
Virk þátttaka og rýni til gagns
skila okkur mestum árangri, hvort
sem verkefnin eru lítil eða risavax-
in. Þjóðir sem annast sín eigin
málefni sjálfar eru frjálsar og
þeim vegnar betur.
Fögnum saman
Sú staðreynd að við getum fjöl-
mennt á samkomur víða um land
til þess að fagna þessum merka
áfanga í sögu þjóðarinnar er ekki
sjálfgefið. Sú elja og þrautseigja
sem forfeður okkar sýndu í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar lagði
grunninn að þeim stað sem við er-
um á í dag. Það er okkar og kom-
andi kynslóða að halda áfram á
þeim grunni og byggja upp gott,
skapandi, fjölbreytt og öruggt
samfélag þar sem allir geta fundið
sína fjöl. Hafa skal í huga að í
sögulegu samhengi, þá er lýðveldið
okkar ungt að árum og við þurfum
að hlúa stöðugt að því til þess að
efla það. Okkur ber skylda til að
afla okkur þekkingar um málefni
líðandi stundar til að styrkja lýð-
ræðið. Ég óska okkur öllum til
hamingju með 75 ára afmæli lýð-
veldisins Íslands og ég vona að
sem flestir gefi sér tækifæri til
þess að taka þátt í viðburðum sem
skipulagðir eru víða um land af
þessu hátíðlega tilefni.
Farsælt lýðveldi í 75 ár
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
»Hafa skal í huga
að í sögulegu sam-
hengi, þá er lýðveldið
okkar ungt að árum og
við þurfum að hlúa
stöðugt að því til þess
að efla það.
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Klambratún Borgarbúar hafa fengið að njóta sólarinnar síðastliðnar vikur.