Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
HANDBOLTI
Undankeppni EM karla 2020
1. riðill:
Pólland – Ísrael..................................... 26:23
Þýskaland – Kósóvó ............................. 28:17
Lokastaðan: Þýskaland 12 stig, Pólland
5, Ísrael 4, Kósóvó 3.
Þýskaland og Pólland á EM.
2. riðill:
Serbía – Sviss........................................ 32:31
Króatía – Belgía.................................... 28:19
Lokastaðan: Króatía 11 stig, Sviss 6,
Serbía 6, Belgía 1.
Króatía og Sviss á EM.
3. riðill:
Ísland – Tyrkland................................. 32:22
Norður-Makedónía – Grikkland ......... 27:23
Lokastaðan: Norður-Makedónía 9 stig,
Ísland 8, Tyrkland 4, Grikkland 3.
Norður-Makedónía og Ísland á EM.
4. riðill:
Holland – Lettland .............................. 25:21
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Slóvenía – Eistland............................... 32:28
Lokastaðan: Slóvenía 10 stig, Lettland 8,
Holland 6, Eistland 0.
Slóvenía og Lettland EM.
5. riðill:
Tékkland – Bosnía................................ 23:24
Hvíta-Rússland – Finnland ................. 40:15
Lokastaðan: Hvíta-Rússland 8, Tékkland
8, Bosnía 8, Finnland 0.
Hvíta-Rússland og Tékkland á EM.
6. riðill:
Portúgal – Litháen ............................... 28:28
Frakkland – Rúmenía .......................... 34:25
Lokastaðan: Frakkland 10 stig, Portúgal
9, Litháen 3, Rúmenía 2.
Frakkland og Portúgal á EM.
7. riðill:
Ungverjaland – Ítalía........................... 32:29
Rússland – Slóvakía ............................. 30:20
Lokastaðan: Ungverjaland 11 stig, Rúss-
land 9, Ítalía 4, Slóvakía 0.
Ungverjaland og Rússland á EM.
8. riðill:
Svartfjallaland – Úkraína.................... 27:21
Danmörk – Færeyjar........................... 31:24
Lokastaðan: Danmörk 10 stig, Svart-
fjalland 7, Úkraína 6, Færeyjar 1.
Danmörk og Svartfjallaland á EM.
Serbía, Holland, Bosnía og Úkraína náðu
bestum árangri í 3. sæti riðlanna og fara
einnig á EM.
EHF-keppni karla
Svíþjóð – Austurríki............................ 33:32
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Noregur – Spánn .................................. 30:31
Lokastaðan: Spánn 10, Noregur 8, Sví-
þjóð 4, Austurríki 2.
Spánn fer á EM sem Evrópumeistari og
hinar þrjár þjóðirnar sem gestgjafar.
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Keflavík .............. 16
Í KVÖLD!
Í HÖLLINNI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik tryggði sér sæti í lokakeppni
EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð
þegar liðið vann öruggan tíu marka
sigur gegn Tyrklandi í lokaleik sín-
um í 3. riðli undankeppninnar í
Laugardalshöll í gær en leiknum
lauk með 32:22-sigri íslenska liðsins.
Liðin voru lengi í gang í Höllinni í
gær en Elvar Örn Jónsson skoraði
fyrsta mark leiksins á 4. mínútu og
íslenska liðið fylgdi því marki vel
eftir og náði fjögurra marka forskoti
eftir tíu mínútna leik. Tyrkir neituðu
að gefast upp og gerðu vel í að halda
í við íslenska liðið og var staðan 12:9,
Íslandi í vil, í hálfleik.
Íslenska liðið byrjaði seinni hálf-
leikinn af miklum krafti, náði fimm
marka forskoti, eftir 40. mínútna og
og hélt áfram að auka forskot sitt
jafnt og þétt. Munurinn á liðunum
var sex mörk þegar tíu mínútur voru
til leiksloka og þá setti íslenska liðið
aftur í annan gír og var munurinn á
liðunum tíu mörk þegar sjö mínútur
voru til leiksloka. Þann mun náði
Tyrkir ekki að brúa og íslenska liðið
fagnaði þægilegum sigri.
Bjarki og Viktor frábærir
Íslenska liðið var langt frá því að
vera sannfærandi í fyrri hálfleik og
ef ekki hefði verið fyrri Viktor Gísla
Hallgrímsson, sem átti stórleik í
marki íslenska liðsins, hefði liðið að
öllum líkindum verið undir í hálfleik.
Sóknarleikurinn var heilt yfir slak-
ur, liðinu gekk illa að finna opnanir í
villtri vörn Tyrkjanna, og stór-
skyttur liðsins náðu sér ekki á strik.
Þá fór Guðjón Valur Sigurðsson,
fyrirliði liðsins, illa með nokkur upp-
lögð dauðafæri. Viktor varði tvívegis
í röð frá Tyrkjunum undir lok fyrri
hálfleiks í stöðunni 11:9 og eftir á að
hyggja voru það algjörar lyk-
ilvörslur í leiknum.
Í seinni hálfleik mætti liðið mun
sterkari til leiks með Bjarka Má El-
ísson fremstan í flokki en hann
leysti Guðjón Val Sigurðsson af
hólmi í vinstra horninu. Viktor Gísli
hélt áfram að verja frá Tyrkjunum
og átti hverja stoðsendinguna á fæt-
ur annarri fram völlinn á Bjarka Má
sem skoraði nánast undantekn-
ingalaust en hann endaði með 11
mörk í leiknum og var markahæsti
leikmaður íslenska liðsins. Þá gekk
sóknarleikurin betur í seinni hálfleik
en þegar allt kemur til alls voru það
fyrst og fremst hraðaupphlaupin
sem skiluðu íslenskum sigri í gær.
Besta liðið mun spila
Íslenska liðið er á leið á enn eitt
stórmótið og það verður ákveðinn
höfuðverkur fyrir Guðmund Þórð
Guðmundsson, þjálfari liðsins, að
stilla upp sínu besta byrjunarliði í
Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Guð-
mundur veðjaði svo sannarlega á
réttan hest þegar hann ákvað að
velja Viktor Gísla og Ágúst Elí
Björgvinsson fram yfir þá Björgvin
Pál Gústafsson og Aron Rafn Eð-
varðsson fyrir útileikinn gegn
Makedóníu þann 14. apríl síðastlið-
inn. Þá hljóta menn að spyrja sig
hvort Bjarki Már Elísson eigi skilið
sæti í byrjunarliðinu á kostnað
landsliðsfyrirliðans eftir nokkrar
mjög góðar innkomur í und-
anförnum leikjum. Haukur Þrast-
arson hefur lítið fengið að spila enda
ungur að árum og Janus Daði
Smárason sýndi það í leiknum í gær
hversu öflugur hann er að brjóta sér
leið í gegnum varnir andstæðing-
anna en þetta eru leikmenn sem
stuðningsmenn liðsins vilja að fái
fleiri tækifæri.
„Þetta er ákveðið lúxusvandamál
og þetta mun gerast í ákveðnum
skrefum. Við höfum gert mjög mikl-
ar breytingar á hópnum frá því ég
tók við liðinu. Það er alltaf erfitt að
ganga í gegnum kynslóðaskipti og
við munum misstíga okkur á leið-
inni. Liðið þarf tíma til þess að spila
sig saman og við erum að vinna eftir
ákveðnu þriggja ára plani. Það er
alltaf þannig þegar að þú þjálfar
landslið að þú stillir upp þínu besta
liði, sama hvað, en við þurfum líka
að huga að ungu strákunum og gefa
þeim tækifæri og þetta er blanda
sem er vandmeð farið með,“ sagði
Guðmundur Þórður Guðmundsson í
samtali við Morgunblaðið í Laug-
ardalshöll í gær.
Þjálfarinn með hausverk
eftir sannfærandi sigur
Mikill munur á fyrri og seinni hálfleik Minni spámenn minntu á sig
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Markahæstur Bjarki Már Elísson var magnaður gegn Tyrkjum og skoraði ellefu mörk í síðari hálfleik.
Laugardalshöll, undankeppni EM
karla, sunnudaginn 16. júní 2019.
Gangur leiksins: 1:0, 6:2, 7:4, 8:5,
11:8, 12:9, 15:12, 19:13, 23:17, 26:20,
30:21, 32:22..
Mörk Ísland: Bjarki Már Elísson 11,
Arnór Þór Gunnarsson 6/1, Aron
Pálmarsson 3, Teitur Örn Einarsson
3, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi
Björn Guðjónsson 2, Elvar Örn Jóns-
son 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2,
Atli Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson
19.
Ísland – Tyrkland 32:22
Utan vallar: 4 mínútur
Mörk Tyrkland: Doruk Pehlivan 5/3,
Caglayan Öztürk 5, Alp Eren Pektas
3, Onur Ersin 3, Can Celebi 1, Ömer
Ozan Arifoglu 1, Özgür Sarak 1, Bar-
an Nalbantoglu 1, Hali Ibrahim Özt-
ürk 1, Ygit Eröz 1.
Varin skot: Yunus Özmusul 7, Cosk-
un Göktepe 5.
Utan vallar: 8 mínútur
Dómarar: Ivars Cernavskis og Ed-
munds Bogdanovs, Lettlandi.
Áhorfendur: 2100.
Eyjamaðurinn Erlingur Rich-
ardsson ritaði nafn sitt í sögubæk-
urnar í hollenskum íþróttum í gær
þegar hann stýrði hollenska liðinu
til 25:21-sigurs á Lettlandi á heima-
velli og tryggði liðið sér sæti í loka-
keppni EM karla í handknattleik
fyrir vikið.
Er þetta í fyrsta skipti sem hol-
lenskt karlalið verður með í loka-
móti EM en kvennalandslið Hol-
lands hefur náð talsverðum árangri
í íþróttinni. Erlingur tók við hol-
lenska liðinu í október 2017 og hef-
ur því verið fljótur að ná árangri en
lokakeppni Evrópumótsins fer
fram í Austurríki, Noregi og Sví-
þjóð í janúar á næsta ári.
Hollenska liðið kom sterkt til
leiks og var staðan 13:11 í hálfleik.
Hollendingar hleyptu Lettum ekki
of nálægt sér í seinni hálfleik og
tryggðu sér að lokum góðan sigur.
Holland hafnaði í þriðja sæti rið-
ilsins með sex stig og er eitt þeirra
fjögurra liða sem eru með bestan
árangur í þriðja sæti og fá þar með
þátttökurétt á Evrópumótinu. Slóv-
enía endaði í efsta sæti með 10 stig
og Lettland í öðru sæti með 8 stig.
Holland á EM
undir stjórn Erlings