Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að finna gott kerfi til að stjórna fisk- veiðum er heljarinnar áskorun. Hið sameiginlega eðli auðlindarinnar í hafinu – þar sem allir eru að veiða úr sama stofni – gerir það að verkum að þeir sem sækja sjóinn hafa sterka hvata til að fórna hagsmunum heild- arinnar fyrir sína eigin og taka skammtímaávinning fram yfir lang- tímaábata. Af sömu ástæðum er oft stutt í deilur milli þeirra sem veiða og þeirra sem ákvarða veiðiheimild- irnar, gagnkvæm tortryggni áber- andi og samstarfsviljinn lítill. Þannig var t.d. ástandið í Bresku- Kólumbíu, vestast í Kanada. „Bruce Turris, sem í dag stýrir CGRCS, samtökum sjávarútvegsfyrirtækja í Bresku-Kólumbíu (Canadian Gro- undfish Research and Conservation Society), var á sínum tíma í því hlut- verki að vera málsvari ríkisstjórn- arinnar í viðræðum við sjómennina á svæðinu, og voru illindin á milli aðila slík að hann þurfti oftsinnis á örygg- isvörðum að halda til að komast óskaddaður frá fundum,“ segir Gord- on Munro. Munro er prófessor emeritus við hagfræðideild Háskólans í Bresku- Kólumbíu í Vancouver og var meðal fyrirlesara á ráðstefnu félagsvís- indasviðs HÍ, RNH og annarra sam- starfsaðila sem fram fór á föstudag. Ráðstefnan var haldin til heiðurs Ragnari Árnasyni prófessor í fiski- hagfræði og fjallaði um framtíð- arhorfur sjálfbærrar stjórnunar fisk- veiða um allan heim. Það sem gerir þróunina í Bresku- Kólumbíu svo merkilega, segir Munro, er að á skömmum tíma gjör- breyttist samstarf stjórnvalda og út- gerðarfélaga, og er nú svo komið að það eru útgerðarmennirnir sem þrýsta á stjórnvöld að ganga lengra í að takmarka veiðar á tegundum sem eiga undir högg að sækja. Úr karpi í samvinnu Fyrstu tilraunir til að koma skikk á fiskveiðar undan vesturströnd Kan- ada voru gerðar á 8. áratugnum og var þá búið til kerfi sem einungis setti þak á árlegt veiðimagn. Kerfið reyndist illa og var komið í svo mikil óefni árið 1995 að stjórnvöld afréðu að banna veiðar tímabundið. Árið 1996 fengu skipin að halda aftur til veiða og í þetta skiptið á grundvelli einstaklingsbundinna aflakvóta í lík- ingu við þá sem notaðir hafa verið á Íslandi, sem handhafar gátu keypt og selt. „Ríkið gerði útgerðum það alveg ljóst að það yrðu engar björgunar- aðgerðir, og kostnaðurinn bæði af lokun veiða og innleiðingu nýja kerf- isins myndi allur falla á greinina,“ út- skýrir Munro en nýja kerfinu fylgdi m.a. mikið eftirlit, bæði um borð í skipunum og í landi. Þurftu þannig sum skip að hafa myndavélaeftirlits- kerfi um borð, og önnur að hýsa sér- staka eftirlitsmenn sem færðu sig reglulega á milli skipa til að minnka líkurnar á að útgerðirnar myndu reyna að freista þess að fá þá á sitt band. Nýja kerfið leiddi til samþjöpp- unar og fækkaði fiskveiðiskpum úr 135 niður 55. Breytingarnar bættu líka rekstrarforsendur útgerð- arfélaganna og smám saman batnaði sambandið á milli þeirra og ríkisins. „Á vettvangi CGRCS tóku útgerð- irnar, með sjálfsprottnum hætti, að starfa náið saman og settu t.d. á lagg- irnar sína eigin hafrannsóknastofnun snemma á 10. áratugnum til að styðja við og bæta upp stofnmælingar stjórnvalda,“ segir Munro og bendir á að þrátt fyrir að CGRCS hafi ekk- ert vald til að skikka útgerðir til þátt- töku hafi allir reynst mjög samstiga í aðgerðum og ákvörðunum samtak- anna. „Útgerðirnar sáu að þær áttu mestra langtímahagsmuna að gæta í því að gera veiðiheimildir sínar sem verðmætastar, og að minni veiðar í dag gætu skilað meiri verðmætum seinna meir. Í upphafi höfðu útgerð- irnar karpað við stjórnvöld um að veiðiheimildir væru allt of litlar, og nóg af fiski í hafinu, en á fyrsta ára- tug þessarar aldar var svo komið að útgerðarfélögin hvöttu stjórnvöld til að ganga lengra en upphaflega stóð til, við að takmarka veiðar úr mik- ilvægum stofni svo hann gæti náð sér aftur á strik.“ Gegnsæi skapaði traust Þessi góða samvinna bæði á milli út- gerða, og milli greinarinnar og stjórnvalda, er mjög æskileg en líka mjög óvenjuleg. Aðspurður hvað gæti skýrt að samstarfið þróaðist með þessum hætti nefnir Munro nokkrar kenningar. Þannig virðist hópþrýstingur innan greinarinnar tryggja að útgerðir eru samstiga og enginn sem reynir að skorast undan skyldum sínum. Munro hlær þegar blaðamaður spyr hvort ein skýringin geti verið hvað Kanadabúar eru upp til hópa almennilegt og samvinnufúst fólk. „Í samskiptum okkar á milli get- um við verið alveg jafn erfið og fólk í öðrum löndum,“ segir hann. Önnur sennileg skýring er að það mikla eftirlit sem nýja fisk- veiðistjórnunarkerfið fól í sér hafi skapað aukið traust innan grein- arinnar. Eftirlitið hafi þýtt að allir gætu gengið að því sem vísu að grein- in í heild sinni hegðaði sér heiðarlega og enginn gæti komast upp með að svindla. „Gagnsæið varð miklu meira og þannig auðveldara fyrir alla að vinna að hagsmunum heildarinnar.“ Nýtt kerfi ýtti undir samvinnu útgerða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hagsmunir Gordon Munro telur það sennilega skýringu að mjög mikið eft- irlit með sjávarútvegi hafi átt þátt í að stuðla að trausti og samstarfsvilja.  Útgerðarfélög á vesturströnd Kanada fóru frá því að hafa allar ákvarðanir stjórnvalda á hornum sér yfir í að hvetja til að gengið væri lengra við verndun fiskstofna  Strangt eftirlit ein skýringin Monerium til banka en í skipt- um fyrir hefð- bundna gjald- miðla fá við- skiptavinir samsvarandi raf- mynt hjá fyrir- tækinu. Jón Helgi Egilsson, stjórnarformaður og einn af stofnendum Monerium, segir þetta gera það mögulegt að brúa bilið á milli hefðbundinna gjaldmiðla og þeirrar tækni sem orðið hefur til í kringum sýndarfé. „Fyrir um tíu árum hófst hljóðlát bylting með tilkomu bitcoin og á þessum áratug hefur orðið til nýr fjármálaheimur sem byggir á þeirri tækni. Mikil flóra nýrrar áhuga- verðrar þjónustu hefur sprottið upp í kringum sýndarfé, en þróast til hliðar við og verið einangruð frá gamla fjármálaheiminum. Hafa þeir sem eiga sýndarfé getað notað nýjar tegundir kauphalla, öðruvísi rafræn veski, nýtt jafningjalánaþjónustur og ávöxtunarleiðir með milliliðalaus- um viðskiptum, en bara svo fremi að þeir notuðu sýndarfé,“ útskýrir Jón Helgi. „Með því að koma hefð- bundum gjaldmiðlum á sama tækni- lega formið og sýndarfé þá opnast þessi nýi heimur fyrir hefðbundna gjaldmiðla.“ Framundan eru frekari prófanir með lokuðum hópi samstarfsaðila. Að því loknu verður fleiri gjald- miðlum bætt við og sótt um skrán- ingu innan Evrópska efnahagssvæð- isins. Segir Jón að vonir standi til að á fjórða ársfjórðungi þessa árs verði Monerium búið að útvíkka þjónustu sína til fleiri landa. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenska fjártæknifyrirtækið Mo- nerium hlaut á föstudag leyfi Fjár- málaeftirlitsins til að starfa sem raf- eyrisfyrirtæki og gefa út rafeyri fyrir bálkakeðjur. Fyrst í stað verð- ur gefinn út rafeyrir í íslenskum krónum en til stendur að útvíkka starfsemina til allrar Evrópu á grundvelli samevrópskrar löggjafar, og „bálkakeðjuvæða“ fleiri gjald- miðla í kjölfarið. Á margan hátt svipar starfsemi Krónan er komin á bálkakeðjuna  Monerium fær starfsleyfi sem rafeyrisfyrirtæki  Stefnan sett á Evrópu Jón Helgi Egilsson 17. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.29 125.89 125.59 Sterlingspund 158.55 159.33 158.94 Kanadadalur 93.88 94.42 94.15 Dönsk króna 18.894 19.004 18.949 Norsk króna 14.419 14.503 14.461 Sænsk króna 13.253 13.331 13.292 Svissn. franki 125.83 126.53 126.18 Japanskt jen 1.1572 1.164 1.1606 SDR 173.28 174.32 173.8 Evra 141.11 141.89 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.8231 Hrávöruverð Gull 1352.45 ($/únsa) Ál 1755.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.25 ($/fatið) Brent Stjórnvöld á Indlandi hafa ákveðið að frá síðastliðnum sunnudegi hækki tollar á 28 vörutegundir frá Banda- ríkjunum. Nær þessi ákvörðun m.a. til innfluttra epla, valhneta og mandla en um er að ræða svar við þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að skerða tollafríðindi sem vörur frá Indlandi hafa notið um árabil. Indland er langsamlega stærsta viðskiptaland bandarískra möndlu- ræktenda og keypti á síðasta ári meira en helming þess hluta upp- skerunnar sem ætlaður er til út- flutnings, fyrir samtals um 543 millj- ónir dala. Þá er Indland næststærsti kaupandi bandarískra epla, og keypti 156 milljóna dala virði af ávextinum í fyrra. ai@mbl.is Indland hækkar tolla  Bitnar á möndlu- og eplaviðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.