Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 2004 RÓSA HELGADÓTTIR Rósa Helgadóttir fékk hugmyndina að Spacebag töskunni úr litum norðurljós- anna. Taskan er óvenjuleg að því leyti að hún er þrívíddarprentuð og blandað er saman litsterku plasti sem myndar töskuna og glansandi áli sem teygir sig upp í hand- fang töskunnar. Rósa lét lítinn hringlaga stall vera neðst á töskunni þannig að hún gæti staðið líkt og skúlptúr þegar hún væri ekki í notkun. Taskan var sýnd á Transforme sýning- unni í París árið 2004. Útlit Spacebag minnir á þann stíl sem var í tísku í kringum aldamótin síðustu. Þá voru ýmsar vísanir í tækni og vísindaskáld- skap í kvikmyndum, þar sem fjallað var um framtíð sem einkenndist af tækni og vél- um. Í því sambandi nægir að benda á Mat- rix þríleikinn. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Taska verður skúlptúr og öfugt Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Þóra Sigurbjörnsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýn- inguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunar- gripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Netflix, sem eins og kunnugt er var framleiðandi sjónvarpsþáttanna vinsælu Stranger Things, er ekki af baki dottið. Ekki aðeins er þriðja og nýjasta serían af þáttunum væntan- leg í byrjun júlí, heldur hefur sjón- varpsveitan aðsópsmikla tilkynnt um nýjan símaleik sem á að hleypa af stokkunum á næsta ári. Leikurinn er sagður munu bjóða upp á ævintýri ekki ósvipuð því sem aðdáendur snjallsímaleikjarins Pokémon Go fengu að kynnast þeg- ar það æði var og hét. Með því að hafa leikinn í gegnum Google Maps getur fólk fengið að kynnast myrku öflunum og svarta- galdrinum í sínu eigin umhverfi, líkt og söguhetjur Stranger Things. Pokémon Go nema Stranger Things Spennandi Barnungar söguhetjur í einum þátta Stranger Things. Styttan „Ganýmedes“ eftir mynd- höggvarann Bertel Thorvaldsen, er nú til sýnis í Safnahúsinu við Hverf- isgötu en um hana er fjallað í nýrri bók sem gefin hefur verið út, 130 verk úr safneign Listasafns Íslands. Listasafni Íslands gefur út bókin og eins og titillinn gefur til kynna má í henni finna umfjöllun um 130 valin verk ásamt ljósmyndum. Bókin er sögð gefa innsýn í þann mikla menningararf sem safnið varðveiti og sé fróðleiksnáma fyrir almenning, nemendur í listasögu og áhugafólk um íslenska myndlist. Er höggmynd Bertels elsta verkið sem fjallað er um í bókinni sem rituð er á íslensku og ensku og er 288 blaðsíð- ur. „Myndhöggvarinn Bertel Thor- valdsen (1770 – 1844) var einn þekktasti listamaður Evrópu á sín- um tíma og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Í safneign Listasafns Íslands er ein höggmynd eftir Bertel Thorvaldsen, Ganýmedes, en frummyndina gerði hann í Róm árið 1804,“ segir í til- kynningu og að höggmyndin sé sannkallaður kjörgripur. Hlaut eilífa æsku Á vef Þjóðminjasafnsins segir um styttuna að eins og í mörgum verka sinna sæki Thorvaldsen innblástur til klassískrar myndlistar Forn- Grikkja bæði hvað varðar myndefni og útfærslu en samkvæmt grískri goðafræði veitti Seifur Tróverjanum Ganýmedes eilífa æsku og býr hann hjá guðunum á Ólympsfjalli og skenkir þeim vín. Þar segir einnig að í Reykjavík megi finna þrjár bronsafsteypur af verkum Thorvaldsens í almanna- rými auk þess sem þrjú verka hans höggvin í marmara séu í opinberri eigu, „Ganýmedes“ þar á meðal. Í kirkjugörðum landsins megi sjá lág- myndir Thorvaldsens á fjölmörgum legsteinum og í söfnum landsins séu varðveittar ýmsar eftirgerðir af vin- sælustu verkum hans. Sýningin á Ganýmedesi í Safna- húsinu stendur yfir til 31. maí á næsta ári. Ganýmedes í Safnahúsinu  Elsta verkið sem fjallað er um í nýrri bók L.Í. Kjörgripur Höggmynd Bertels Thorvaldsen af Ganýmedesi. Barack og Michelle Obama, gömlu forsetahjónin bandarísku, eru stokkin um borð í hlaðvarpsvagn- inn, að því er erlendir miðlar greina frá. Þau hafa tilkynnt um að hlaðvarp frá þeim sé vænt- anlegt á tónlistarveitunni Spotify, sem útaf fyrir sig er liður í mark- verðri sókn veitunnar á þau mið en fyrr á þessu ári voru einmitt sagðar fréttir af því að Spotify hefði fjárfest hálfan milljarð dala í hlaðvarpi. Ekki liggur fyrir í hverju vinna forsetahjónanna fyrir Spotify mun felast nákvæmlega en ljóst er að þeirra rödd mun heyr- ast í margvíslegu hlaðvarpsefni sem þau koma til með að fram- leiða fyrir veituna. Það liggur á milli hluta hversu ríkulega Spotify mun launa Obama-hjónunum fyrir stritið en hitt er ljóst að þau lifa lengi á fornri frægð. Ævisaga Michelle, Becoming, hefur selst í meira en 10 milljónum eintaka um heim all- an síðan hún kom í lok árs 2018. Hliðstæðrar bókar er að vænta frá sjálfum Barack. Fyrir ári stofnuðu hjónin framleiðslufyrirtækið Hig- her Ground Productions, sem mun sjá um framleiðslu umrædds hlað- varps en einnig hefur fyrirtækið gert samninga við Netflix um þætti fyrir mörg hundruð milljónir dala. Og innreið á hlaðvarpsmark- aðinn er síður en svo galin við- skiptahugmynd: ný rannsókn Reu- ters leiddi í ljós á dögunum að meira en helmingur fólks undir 35 ára aldri hlusti á hlaðvörp. Obama-hjónin með þætti á Spotify AFP Forsetahjónin Barack og Michelle Obama eru ekki af baki dottin. Tökum mun í þann mund að ljúka á þriðju þáttaröð af hinum þýsku Babýlon Berlín og íslenskir aðdá- endur geta búist við því að fá þætt- ina í Ríkissjónvarpið haustið 2020, ef mönnum þar á bæ hugnast svo. Áfjáðum aðdáendum mun þó gefast kostur á að horfa strax á þættina undir lok þessa árs en þá verða þeir sýndir í þýsku sjónvarpi. Þriðja sería telur 12 þætti, hún er lengri en fyrstu tvær sem hvor um sig voru átta þættir. Der Spiegel talar um að tímarými þáttanna fari í þriðju seríu að teygja sig inn í seinni heimsstyrjöld en í annarri seríu voru nasistar þegar farnir að skjóta upp kollinum. Þá verður varpað enn frekara ljósi á þá hörmulegu eiturlyfjafíkn sem áfallaþjakaðir og skjálfandi her- menn glímdu við í eftirköstum styrjaldanna. Framleiðsla þáttanna er eftir sem áður óheyrilega dýr, sú dýrasta í sögu evrópsks sjónvarps. Von á meira af Babýlon Berlín Babýlon Berlín Þættirnir eru þeir dýrustu í sögu evrópsks sjónvarps. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.