Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 50 ára Pétur ólst upp í Þórukoti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er kúabóndi þar. Hann er lærður húsa- smiður. Maki: Anna Birna Þor- steinsdóttir, f. 1972, vinnur á Sveitasetrinu Gauksmýri. Börn: Rakel Sunna, f. 1994, Róbert Máni, f. 1998, og Friðbert Dagur, f. 2000. Foreldrar: Baldur Skarphéðinsson, f. 1930, d. 2018, og Ingibjörg Margrét Daníelsdóttir, f. 1931, d. 1989, bændur í Þórukoti. Pétur Þröstur Baldursson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsaðu um hvernig þú getur víkkað sjóndeildarhringinn með námi eða ferðalögum. Gamalt leyndarmál verður af- hjúpað. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki undan lönguninni til að kaupa eitthvað heldur haltu fast um budduna. Þolinmæði þrautir vinnur allar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Þú missir andlitið í kvöld þegar þú færð fréttir af góðum vini. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert full/ur sjálfstrausts og tilbúinn til þess að láta í þér heyra. Taktu ákvörðun um að gera eitthvað sem mun láta þér líða betur í eigin skinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gefur mikið að aðstoða aðra, en það má ekki ganga svo langt að þú gleymir sjálfum þér. Einhver spenna er í ástarsambandinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gerir jafnan þitt besta og það er ekki hægt að fara fram á meira. Vertu opin/n og leyfðu fólki að nálgast þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að kynna þér málin sjálf/ur og kveða upp dóm á þínum eigin for- sendum. Makinn er ekki alveg á sömu bylgjulengd og þú þessar vikurnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nánasta samband þitt er loks farið að breytast til batnaðar. Vand- aðu valið á verkefnum sem þú tekur að þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess að vaða ekki yfir neinn í þeim tilgangi að fá vilja þínum framgengt eða ganga í augun á ein- hverjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir hitt óvenjulegan ein- stakling í dag sem hefur allt annan bak- grunn en þú og opnar augu þín. En ef þú bara breytir örlítið út af vananum þá er dagurinn orðinn allur annar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur hver sinn djöful að draga. Vertu óhrædd/ur við að kanna nýja möguleika á vinnu eða námi. Mistök draga dilk á eftir sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugulsemi vinar gefur til kynna að hann kunni að meta þig. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónarsemi þína. Helstu áhugamál Helgu eru heilsa og allt sem henni viðkemur og allar hliðar fjölmiðlunar. „Ég er í drauma- starfinu mínu í dag þar sem ég get framleitt allt mitt efni ásamt sam- býlismanni mínum í gegnum okkar hinna látnu sakborninga í málinu var settur á fót starfshópur til að fara yfir málið í heild sinni að nýju.“ Helga sat í stjórn Barnaheilla og hefur verið í stjórn Blaðamanna- félags Íslands frá 2012. H elga Arnardóttir fædd- ist 17. júní 1979 í Reykjavík og átti heima í miðbænum þar til hún var þrítug en býr núna í Hlíðunum. „Ég ólst upp á Skólavörðustíg og Kaffi Mokka og í leikhúsinu, enda dóttir listakonu. Ég var mikið innan um listamenn og það hefur gefið mér víðsýni þótt ég sé ekki mikil listakona sjálf.“ Helga gekk í Melaskóla, Haga- skóla og Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist með stúdentspróf árið 2000. Hún er með BA-próf í frönsku og stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan árið 2006 og lauk MA-prófi í International Journalism frá City University of London árið 2010. Í háskólanum starfaði Helga sem ritstjóri Stúdentablaðsins 2004-2005 sem var gefið út um allt höfuðborg- arsvæðið í 70 þúsund eintökum. Hún hóf störf sem næturfréttamaður á Fréttastofu Útvarps sumarið 2004 og starfaði þar þangað til í byrjun árs 2007. Þá hóf hún störf sem fréttamað- ur hjá Stöð 2 og var þar vaktstjóri, fréttaþulur og dagskrárgerðar- maður. Helga vann þar tvær sjón- varpsþáttaraðir sem bera heitið Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst lögreglumál. Helga hætti þar haustið 2014 og hóf störf í Kastljósi hjá Rík- isútvarpinu og starfaði þar til loka árs 2017. Samhliða störfum í Kastljósi vann hún fjögurra þátta röð um Eddu Björgvinsdóttur grínleikkonu og gerði svo heimildarmyndina Mein- særið, rangar sakargiftir í Geirfinns- málinu. Helga hefur verið sjálfstætt starf- andi dagskrárgerðarmaður í sjón- varpi og hlaðvarpi, og lauk nýverið við sjónvarpsþættina Lifum lengur fyrir Sjónvarp Símans sem hlutu góð- ar viðtökur í byrjun árs. Hún vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaseríu af Lifum lengur og hefur unnið hlað- varpið Lifum lengur samhliða. Helga vann til blaðamannaverð- launa árið 2012 fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmálið haustið 2011. „Þar birti ég dagbækur eins sakborning- anna í fyrsta skipti. Í kjölfar umfjöll- unarinnar og eftir ákall ættingja sameiginlega fyrirtæki og ég gæti ekki verið ánægðari í mínu starfi. Ég varð fyrir vitrun þegar ég var 24 ára, var búin að taka nokkur viðtöl en svo varð allt í einu kýrskýrt að ég vildi ekkert gera annað en vinna við fjöl- Helga Arnardóttir dagskrárgerðarkona – 40 ára Fjölmiðlakonan Helga er í draumastarfinu og vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaseríu af Lifum lengur. Óstjórnlega forvitin um fólk Börnin Margrét Júlía, dóttir Helgu, og Hinrik Huldar, yngra barn Braga. Skötuhjúin Bragi og Helga. Ásgerður Ásgeirsdóttir og Sæmi Rokk Pálsson eiga 60 ára brúðkaups- afmæli í dag. Þau gengu í hjónaband 17. júní 1959 í kapellu í Garðastræti hjá Þorsteini Björnssyni fríkirkjupresti. Demantsbrúðkaup 30 ára Inga er Sauð- krækingur en býr í Varmahlíð. Hún er þjóðfræðingur með meistaragráðu í menntunarfræðum. Hún er verkstjóri varð- veislu hjá Byggðasafni Skagfirðinga og er einnig jógakennari og markþjálfi. Maki: Martin Krempa, f. 1984 í Tékk- landi, vinnur við smíðar. Foreldrar: Magnús Sigmundsson, f. 1957, rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hestasport, og Lut Dejonghe, f. 1957 í Belgíu, hjúkrunarfræðingur. Inga Katrín Dejonghe Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Margrét Auður Árnadóttir, Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík, á 90 ára afmæli í dag. Hún er fædd á Hyrn- ingsstöðum í Reykhólasveit 17. júní 1929. Eiginmaður hennar var Matthías Ísfjörð Guðmundsson, f. 1923, d. 2001, og börn þeirra eru Arnheiður, Guðmundur Árni og Heiðar. Fyrir átti Matthías soninn Þórhall. Heitt verður á könnunni í tilefni dagsins. Árnað heilla 90 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.