Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 141. tölublað 107. árgangur
LÚXUSBÍLLINN
KOSTAR Á VIÐ
EINBÝLISHÚS
SÓLIN YLJAR
EN GETUR
LÍKA BRENNT
GEFUR ÚT
KAMMERÓPERU
Á PLÖTU
HEILSURÁÐ, 10 BYGGÐ Á KVÆÐI FRÁ 17. ÖLD 28REYNSLUAKSTUR BÍLAR
Úr niðurstöðum:
» 22% sögðust ætla að fjölga
starfsmönnum.
» Afkoma fyrirtækja var verst
á Austurlandi.
„Það sem kom mér eiginlega mest á
óvart er hvað menn eru þrátt fyrir
allt jákvæðir.“ Þetta segir Vífill
Karlsson hagfræðingur í samtali við
Morgunblaðið um rannsóknar-
skýrslu sína um fyrirtæki á lands-
byggðinni.
Í niðurstöðum könnunar sem lögð
var fyrir ríflega 2000 fyrirtæki kem-
ur m.a. fram að fyrirtæki á lands-
byggðinni hafi verið líklegri til að
ráðast í mannaráðningar heldur en
uppsagnir, þrátt fyrir að afkoma
þeirra væri almennt verri en fyrir-
tækja á höfuðborgarsvæðinu. „Mað-
ur fer auðvitað að pæla: Er það
vegna þess að menn fatta ekki hvað
staðan er alvarleg? Eða er það eitt-
hvað allt annað?“ segir hann.
Í niðurstöðum umræddrar könn-
unar kemur einnig fram að fyrirtæki
sem byggja tekjur sínar á menningu
og listum dafni betur í landshlutum
sem eru mjög fjarri höfuðborgar-
svæðinu. „Því hefur oft verið haldið
fram að nálægð við borgir geti bæði
örvað menningu og latt hana,“ segir í
skýrslunni.
Jákvæðnin var óvæntust
Afkoma fyrirtækja á landsbyggð almennt verri en á höfuðborgarsvæðinu
Menning og listir dafna í landshlutum í mikilli fjarlægð frá höfuðborginni
MAfkoman verri í fjarlægð … »14
Tölvuteikning/Stúdíó Grandi
Lón Lónið yrði í botni Stóradals.
Uppbygging baðlóns í Hveradölum á
Hellisheiði gæti hafist á næsta ári að
loknu umhverfismati að sögn Þóris
Garðarssonar, stjórnarformanns
Gray Line, en Skipulagsstofnun hef-
ur nú til kynningar tillögu að mats-
áætlun vegna mats á umhverfisáhrif-
um framkvæmdarinnar. Samkvæmt
tillögunni er ráðgert að 600 þúsund
gestir heimsæki Hveradali fyrsta
heila starfsárið eftir uppbyggingu
ferðaþjónustunnar í Hveradölum og
að meirihluti þeirra fari í lónið sjálft
sem verður 8.500 fermetrar að flat-
armáli.
Þá er áformuð viðbygging við skíða-
skálann í Hveradölum, uppsetning
skíðalyftu og bygging gróðurhúss og
þjónustuhúss fyrir ferðafólk auk bíla-
stæða og gönguleiða um svæðið. »6
Uppbygging gæti senn hafist
Baðlónið í Hveradölum í kynningu
Mikið líf og fjör var á sólríkum þjóðhátíðardegi Ís-
lendinga á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var um að
vera í Hljómskálagarðinum þar sem börn skemmtu
sér konunglega í sápukúluhafi og sólskini. Íslenska
fánanum sást víða veifað og ýmiskonar fígúrur
skemmtu hátíðargestum í tilefni dagsins. »4
Sólríkur og fjölmennur 17. júní í Hljómskálagarðinum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði, fjör og fjölbreytta dagskrá var að finna hvarvetna um landið á þjóðhátíðardegi Íslendinga 2019
Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfja-
fræðingur í Apótekaranum á Sel-
fossi segir að aldrei hafi verið jafn
mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir
flugnafælum og lyfjum við bitum
og nú. Ástæðuna fyrir eftirspurn-
inni segir hún vera hið skæða
lúsmý sem herji á ferðafólk og fólk
í sumarbústöðum í nágrenni við
Selfoss. „Það selst allt upp strax og
það er annar hver maður hérna
með fullt af bitum,“ segir Hjördís
sem hefur þurft að sækja lyf úr öðr-
um apótekum til að anna eft-
irspurn. »2
Starfsfólk apóteks óviðbúið faraldri lús-
mýs: „Við höfum ekki séð annað eins“
Morgunblaðið/Eggert
Lúsmý Fáum líkar þessi gestur.
Mjaldrarnir Little Grey og Little
White, sem hefur verið beðið í Vest-
mannaeyjum síðan í apríl, koma til
Íslands á morgun. Eins og víða hef-
ur komið fram áttu þeir upphaflega
að koma í apríl, en för þeirra var
frestað vegna veðurs.
Mjaldrarnir verða fluttir með
flugvél Cargolux frá Sjanghæ í
Kína til Íslands. Á Instagram-síðu
Beluga Whale Sanctuary má sjá
myndir af því þegar flugstjórar
Cargolux hittu mjaldrana tvo í
sundlaug í Sjanghæ í gær. Af mynd-
unum að dæma virtust báðir hópar
tilbúnir í förina.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest-
mannaeyja, að vitanlega væru það
stórtíðindi að mjaldrarnir væru
loksins að komast til Eyja. Hins
vegar færu þeir ekki strax í Kletts-
vík þar sem framtíðarheimkynni
þeirra verða. Aðalhátíðahöldin
yrðu þá, þegar hvalirnir kæmust út
í náttúruna.
Mjaldrarnir koma
til Eyja á morgun
Ljósmynd/Sea Life Trust
Hvít og Grá Mjaldrarnir Little White og
Little Grey koma til landsins á morgun.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við
framkvæmdir við Landeyjahöfn í
sumar verði um tæpur milljarður,
að frátöldum kostnaði við reglu-
bundna dýpkun. Er meðal annars
unnið að því að leggja veg út eystri
hafnargarðinn, sem á að skapa að-
gengi fyrir krana sem flytur dælu-
búnað, auk þess sem vegurinn mun
nýtast sem björgunarvegur ef slys
verður. Jóhann Þór Sigurðsson,
tæknifræðingur hjá Vegagerðinni,
segir að framkvæmdirnar gangi
þokkalega vel, en stefnt er að því að
þeim ljúki um miðjan september.
Þá hefur Vegagerðin þegar fest
kaup á nýjum dælubúnaði, en áætl-
að er að það þurfi að leigja 300
tonna krana til þess að flytja hann
um höfnina, en það yrði þá einn
stærsti krani sem hér hefur verið
starfræktur. »11
Þurfa að leigja
300 tonna krana