Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 6

Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 Uppblásið fortjald Frábært verð Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið mánud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16 TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 159.000 Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést á sunnudag, 93 ára að aldri. Dagfinnur fæddist 22. nóvember 1925, en foreldrar hans voru Stefán Ingimar Dag- finnsson skipstjóri og Júníana Stefánsdóttir húsmóðir. Hann fór ut- an til flugnáms í Spart- an School of Aeronau- tics í Tulsa í Oklahoma- ríki árið 1945 og hlaut atvinnuflugmannsréttindi 1946. Dagfinnur var frumkvöðull í ís- lenskri flugsögu og flaug vel yfir 30.000 flugtíma á ævi sinni. Hann starfaði sem flugstjóri fyrir meðal annars Loftleiðir, síðar Flugleiðir og Air Bahama og Cargolux, dótt- urfélag Loftleiða, en Dagfinnur var flugstjóri í fyrstu ferð þess félags. Dagfinnur flaug víða um heim og sinnti meðal annars sjálfboðastarfi sem flugstjóri fyrir hjálparsamtökin Orbis, sem eru alþjóðleg hjálp- arsamtök á sviði augnlækninga og fljúga til þróunarlanda á sérútbúnni þotu og veita fátækum ókeypis lækningar við augnsjúkdómum. Hann flaug einnig önnur hjálp- artengd flug svo sem með matvæli til Biafra. Þá átti Dagfinnur hugmyndina að því að nota DC3-vél Flug- félags Íslands, sem síð- ar var nefnd Páll Sveinsson, til land- græðslu, eftir að vélin hafði lokið hlutverki sínu sem farþegavél. Dagfinnur sat í stjórnum ýmissa fé- laga og nefnda, svo sem Loftleiða, Flug- leiða, Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóðs flug- manna. Þá var hann þátttakandi í samstarfi nefndar og verkfræðistofu JC Buckley, sem skipuð var af ráð- herra 1960, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að bestu aðstæður nýs flugvallar væru á Álftanesi, sem var einnig meðal valkosta Rögnu- nefndarinnar 2013-2015. Dagfinnur var í áhöfn Geysis, sem brotlenti á Bárðarbungu 1950, en hann var sá síðasti úr áhöfninni sem enn var á lífi. Dagfinnur var sæmdur heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 2014 fyrir brautryðj- andastörf á vettvangi flug- og sam- göngumála. Börn Dagfinns eru Inga Björk, Stefán og Leifur Björn, barnabörn eru fimm og barnabarnabörn þrjú. Andlát Dagfinnur Stefánsson Haraldur Jónsson myndlistarmaður var í gær útnefndur Borgarlistmað- ur Reykjavíkur 2019. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri sá um útnefn- inguna við hátíðlega athöfn í Höfða. Í tilkynningu frá Reykjavík- urborg segir að útnefningin sé heið- ursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í ís- lensku listalífi. Pawel Bartoszek, formaður menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, gerði grein fyr- ir einhuga vali ráðsins á Haraldi og sagði hann undanfarin 30 ár hafa markað afgerandi spor í íslenska listasögu. „Hann hefur með ein- stökum hætti og af einurð skoðað tengsl vitundarinnar eins og hún birtist okkur sem farvegur ytra áreitis og innra lífs,“ sagði hann. Haraldur Jónsson er fæddur í Helsinki árið 1961. Að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík fluttist hann til Frakk- lands hvar hann nam franskar bók- menntir og menningarsögu við Paul Valéry háskólann í Montpellier, og síðan myndlist við háskólann í Aix en Provence. Hann lauk Meis- terschüler gráðu frá Listaakademí- unni í Düsseldorf 1990. Haraldur Jónsson Borgarlistamaður  Ráðið einhuga um valið á Haraldi Ljósmynd/Aðsend Verðlaunaður Haraldur ásamt Degi B. og Pawel Bartoszek við Höfða. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjöldi íbúða er í byggingu í nýju íbúðahverfi á Hellu, Ölduhverfi. Andri Leó Egilsson, verktaki hjá Naglafari ehf., segir að vel hafi gengið að selja. Þótt nú sé heldur þyngra yfir sölu sé ekki ástæða til að kvarta. Töluverð uppbygging hefur verið í íbúðabyggingu á Hellu og raunar einnig í sveitunum á síðustu árum. Andri hefur lokið byggingu fjögurra íbúða í raðhúsi í nýju hverfi, Öldu- hverfi á Hellu, og er nú að byggja annað eins hús. Jötunn byggingar á Selfossi eru að byggja fimm íbúða raðhús við hliðina og Stracta hótel átta íbúðir í hverfinu auk þess sem tveir einstaklingar eru að byggja sér íbúðarhús þar. Alls eru 24 íbúðir nú í byggingu á Hellu og verða tilbúnar í sumar, sam- kvæmt upplýsingum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur stuðlað að þessari uppbyggingu með því að kaupa fáeinar íbúðir í hverfinu enda benti íbúðakönnun til þess að húsnæði vantaði á staðnum. Spyr um langtímaleigu Andri hefur verið að byggja og selja íbúðir með hléum í rúman ára- tug. Hann segist hafa tekið önnur verkefni með, bæði á Hellu og í sveit- unum. Á síðustu tveimur árum hefur hann byggt tólf íbúðir á Hellu og á að- eins þrjár óseldar. „Það er misjafnt hvað þetta selst hratt. Margir hafa áhuga á að kaupa en því miður ná því ekki allir. Salan er heldur þyngri nú en verið hefur en ég kvarta ekki. Fólk er að spyrja um langtímaleigu og vill vera tryggt í þrjú ár. Það hefur ekki verið mikið í boði. Maður leigir kannski um tíma, á meðan íbúðir eru í sölu en svo seljast þær á endanum,“ segir Andri. Aukin umsvif í ferðaþjónustu eru væntan- lega ástæðan fyrir byggingu margra íbúða á Hellu. Svo var þar uppsöfnuð þörf þar sem lítið hafði verið byggt í langan tíma. Töluverð uppbygging er einnig í sumarhúsahverfum við Ytri-Rangá og ásókn í að gera þar aðstöðu til heilsársbúsetu með fullri þjónustu. Nokkrar stórframkvæmdir eru á svæðinu, að sögn Andra. Meðal þeirra eru stórt hótel, hestabúgarður og stórt fjós. Vel gengur að selja íbúðir  24 íbúðir í byggingu á Hellu  Andri Leó Egilsson verktaki hefur byggt 12 íbúðir á tveimur árum og náð að selja flestar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verktaki Andri Leó Egilsson stend- ur við íbúð sem hann hefur lokið við. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Möguleiki er á að umhverfismat klárist á þessu ári og hægt verði að hefja framkvæmdir á því næsta við uppbyggingu baðlóns í Stóradal, nærri skíðaskálanum í Hveradölum, en þar eru einnig áformuð viðbygg- ing við skíðaskálann, gróðurhús með söluaðstöðu og þjónustuhús fyrir úti- vistarfólk. Þetta segir Þórir Garð- arsson, stjórnarformaður ferðaþjón- ustufyrirtækisins Gray Line, en Skipulagsstofnun hefur nú í kynn- ingu tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðrar uppbyggingar. Félagið Hveradalir ehf. stendur að uppbyggingunni, en það er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line og Heklubyggðar ehf., sem er í eigu Grettis Rúnarssonar. Spurður hve langur tími líði þar til framkvæmdin verði tilbúin segist Þórir ekki þora að fullyrða það. „Við erum nú að láta vinna kostnaðarmat á þessu og greiningu á verkefninu niður í smáatriði. Þegar það liggur fyrir, nú um mitt sumar, þá gerir maður sér betur grein fyrir þessu,“ segir hann. Áformað er að bjóða fyrst út framkvæmdir við baðlónið og hefja þar fyrst framkvæmdir. Hætt við hótelbyggingu Upphaflega var gert ráð fyrir að 120 herbergja hótel yrði hluti fram- kvæmdarinnar, en hætt hefur við þann hluta auk áhaldahúsa sem áttu að rísa við Skíðaskálann. „Við felld- um út hótelið og áhaldahús sem áttu að koma framan við skíðaskálann. Við minnkuðum umfangið án þess að skaða stærstu framkvæmdina sem er auðvitað baðlónið sjálft,“ segir Þórir. Ekki sé þó útilokað að í fram- tíðinni rísi á svæðinu hótel. „Eins og staðan er í dag teljum við ekki skyn- samlegt að fara í hótelrekstur á þessu svæði, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Ef það verður einhvern tímann, þá fer það bara í sérstakt matsferli. Þessi ákvörðun var ekki tekin vegna nið- ursveiflunnar sem er núna enda eru hótelbyggingar margra ára verkefni og þar horfa menn til lengri tíma,“ segir Þórir. Á fyrri stigum málsins lýstu for- svarsmenn verkefnisins yfir óánægju með það hve langan tíma tók að ákveða hvort verkið færi í um- hverfismat eða ekki. Þórir segir að ákveðið hafi verið að una þeirri ákvörðun. „Af fenginni reynslu ályktuðum við að það fæli í sér mun skemmri málsmeðferð að fara með þetta í umhverfismat. Ég tel engin vandkvæði þar á, við erum með svör við öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp í því ferli,“ segir Þórir. „Tafir eru tjón,“ segir Þórir, spurður hvort félagið hafi skaðast vegna tafanna. „Hvort þær séu rétt- lætanlegar, það ætla ég að láta aðra dæma um. Við erum allavega bjart- sýnir og teljum að þessu máli verði lokið í skipulagsferli á þessu ári.“ Umhverfismati gæti lokið á árinu  Uppbyggingaráform í Hveradölum mjakast áfram  Mögulegt að framkvæmdir hefjist á næsta ári  Fyrst verði boðnar út framkvæmdir við baðlón í Stóradal  Hætt við byggingu 120 herbergja hótels Tölvuteikning/Stúdíó Grandi Svæðið Baðlón, viðbygging og gróðurhús eru m.a. áformuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.