Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Inkasso-deild karla Víkingur Ó. – Keflavík............................ 0:1 Adam Árni Róbertsson 64. Staðan: Þór 7 5 0 2 15:6 15 Keflavík 7 4 1 2 13:7 13 Fjölnir 7 4 1 2 13:9 13 Víkingur Ó. 7 4 1 2 9:5 13 Fram 7 3 2 2 12:10 11 Grótta 7 3 2 2 12:12 11 Þróttur R. 7 3 1 3 15:12 10 Leiknir R. 7 3 0 4 11:13 9 Njarðvík 7 2 1 4 7:10 7 Haukar 7 1 3 3 7:12 6 Afturelding 7 2 0 5 10:18 6 Magni 7 1 2 4 9:19 5 Markahæstir: Alvaro Montejo, Þór ....................................7 Gunnar Örvar Stefánsson, Magna..............5 Adam Árni Róbertsson, Keflavík .............. 5 Rafael Romao, Þrótti .................................. 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni............ 4 Albert B. Ingason, Fjölni............................ 4 Frederico Bello, Fram................................ 4 Helgi Guðjónsson, Fram ............................ 4 HM kvenna í Frakklandi A-RIÐILL: Suður-Kórea – Noregur ......................... 1:2 Yeo Min-Ji 78. – Caroline Hansen 5. (víti), Isabell Herlovsen 51. (víti) Nígería – Frakkland ............................... 0:1 Ngozi Ebere, rautt spjald 75. – Wendie Renard 79. (víti) Lokastaðan: Frakkland 3 3 0 0 7:1 9 Noregur 3 2 0 1 6:3 6 Nígería 3 1 0 2 2:4 3 Suður-Kórea 3 0 0 3 1:8 0  Frakkland og Noregur í 16-liða úrslit, Nígería bíður niðurstöðu í öðrum riðlum. B-RIÐILL: Kína – Spánn............................................. 0:0 Suður-Afríka – Þýskaland...................... 0:4 Melanie Leupolz 14., Sara Daebritz 29., Alexandra Popp 40., Lina Magull 58. Lokastaðan: Þýskaland 3 3 0 0 6:0 9 Spánn 3 1 1 1 3:2 4 Kína 3 1 1 1 1:1 4 Suður-Afríka 3 0 0 3 1:8 0  Þýskaland, Spánn og Kína eru komin í 16-liða úrslit. Ameríkubikarinn A-riðill: Brasilía – Bólivía ...................................... 3:0 Venesúela – Perú...................................... 0:0 B-riðill: Argentína – Kólumbía.............................. 0:2 Paragvæ – Katar ...................................... 2:2 C-riðill: Úrúgvæ – Ekvador .................................. 4:0 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik...... 19.15 Í KVÖLD! Á PEBBLE BEACH Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is Bandaríkjamaðurinn Gary Woodl- and vann Opna Bandaríska Meist- aramótið í golfi hér á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu með þremur skotum eftir harða keppni við landa sinn Brooks Koepka, sem hafði unnið þessa keppni síðustu tvö ár, og Englendinginn Justin Rose á síðasta hringnum á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur Woodlands á einum af fjórum stórmótunum í golfi og kom sigur hans nokkuð á óvart þar sem hann er orðinn 35 ára og er númer 27 á heimslistanum í íþrótt- inni. Þessir þrír kylfingar hófu loka- daginn með frábærum leik á fyrstu sjö holunum, en þær gefa besta tækifærið á skor undir pari á vell- inum. Aðrir leikmenn höfðu einnig byrjað vel, en þeir náðu aldrei þess- um þrímenningahóp, sem hélt áfram að leika vel hverja holuna af annarri. Lykilholan reyndist sú fjórtánda, en þá var munurinn á Woodland og Koepka aðeins eitt skot. Woodland kom boltanum í mjög góða stöðu á flötinni frá 220 metrum úr glompu. Hann náði því fugli á holunni og gaf honum tveggja högga forystu, sem hann varði með öruggum leik rest- ina af leiðinni. Hann lék völlinn á tveimur undir pari (69) þennan síð- asta dag, þar á meðal fugl á síðustu holunni. „Kaddíinn minn hafði traustatrú á því að ég gæti komið boltanum á flötina. Höggið gaf mér aukaskotið gegn Brooks sem gerði mér kleift að takast á við næstu holur án eins mikillar spennu, sagði meistarinn eftir mótslok um skotið á fjórtándu holunni. Fyrir þetta meistaramót var besti árangur Woodlands 23ja sæti á mótinu þannig að fáir gátu séð fyrir frammistöðu hans á mótinu. Hann er hinsvegar mjög vinsæll sigurvegari í augum annarra kepp- enda, enda Woodland annálaður meðal þeirra sem góður félagi og keppnismaður. Þótt hann ynni aldr- ei annað stórmót, er hann nú bandarískur meistari í golfi og 2,2 milljónum dala ríkari. Pebble Beach skartar sínu fínasta Það var ekkert annað að gera fyr- ir mig hér á Morgunblaðinu en aka tvo klukkutíma suður til Pebble Beach golfvallarins á opna banda- ríska meistaramótið eftir að hafa fylgst með lokaúrslitunum í NBA í Oakland fyrr í vikunni. Þessi golf- völlur er sjálfsagt einn sá fallegasti í heiminum, enda er gríðaleg eft- irsókn fyrir golfara allsstaðar að úr heiminum að spila á honum. Það á einnig við um atvinnumennina. Þeir höfðu allir orð á því fyrir keppnina og á meðan henni stóð – hvílík reynsla það væri að leika stórmót á honum, en fyrir kappa eins og Tiger Woods og Phil Mickelson er þetta þeirra uppáhaldsvöllur. Woods kall- ar hann heimavöll sinn. Ég hafði ekið framhjá golfvell- inum í nokkur skipti með íslenskt ferðafólk í gegnum árin, en maður fær allt annað sjónarhorn á lands- lagið að vera á honum sjálfum. Það skemmtilega við uppsetningu keppninnar er að flest áhorf- endastæði og göngustígar eru landsmegin vallarins, þannig að leikmenn og kaddíar eru þeir einu sem eru sjávarmegin. Þetta sást vel í sjónvarpsútsendingunni af keppn- inni, þar sem myndavélar sýndu oft keppendur einangraða á brautum eða flötum vallarins með þetta stór- kostlega landslag í bakgrunni. Völlurinn er einnig hannaður í kringum tvær húsaþyrpingar, þann- ig að hann er bæði við ströndina og inn í íbúðarhverfi. Rúmlega sjö hundruð blaðamannapassar voru gefnir út fyrir þessa keppni og var aðbúnaður fyrir okkur sá besti sem ég hef upplifað í langan tíma. Golf- fréttaritarar fá bæði mun betri vinnuaðstöðu og mat en aðrir íþróttafréttaritarar. Ekki amalegt það. Golfsambandið gerir kepp- endum erfitt fyrir Öll mót atvinnukylfinga (PGA) hér í Bandaríkjunum eru skipulögð og rekin af PGA sambandinu nema opna meistaramótið sem er rekið af Golfsambandi Bandaríkjanna (USGA) - það er samt hluti af PGA mótaröðinni ár hvert. Þetta mót er venjulega talið það strembnasta af öllum mótum ársins þar sem USGA leggur upp vellina fyrir þetta mót með því marki að skor bestu at- vinnumanna heimsins væri að bestu sem nálægast pari – mun hærra skor en á venjulegum PGA mótum. Tvennt kemur hér mest til. USGA reynir venjulega að hafa kargann við hlið brautanna sem hæstan – mun hærri en á venjuleg- um PGA mótum – og setja síðan holurnar sjálfar á staði á flötinni til að gera leikrými keppenda sem þrengst. Afraksturinn er venjulega sá að skor sigurvegarans er venju- lega það hæsta yfir allt árið á PGA mótum. Undanfarin fjögur ár hafa at- vinnumennirnir kvartað sáran yfir því að USGA hafi gengið allt of langt í að gera meistaravöllinn sem erfiðastan. Það sem hefur angrað þá mest er að uppsetning vallanna á þessum tíma hafi ekki launað góð skot. Þetta átti ekki við mótið nú á Pebble Beach, því að þótt karginn hafi vissulega verið jafn hár og venjulega, verðlaunaði staða hol- anna á brautunum góð skot. Þetta geta atvinnumennirnir lifað við, enda lofuðu þeir gæði vallarins við fréttafólk yfir helgina. Af þeim sökum var skorið hjá keppendum lægra en undanfarin ár, en hluti af því hafði að gera með veðrið við Carmel flóann þessa vik- una. Fyrir Ísleding virkaði veðrið eins og fallegt, milt sumarveður. Skýjað var alla daga og vindur hæg- ur ef einhver var. Þetta hélt grasinu votu og það gaf kylfingunum tæki- færi á að sýna getu sína á þessu meistaramóti, mun meira en verið hefur undanfarin ár. Það var vissulega gaman að fylgj- ast með þessu móti á svo fallegum stað, en frá sjónarhóli mínu er þetta þó íþrótt þar sem mun betra er að geta fylgst með keppninni í sjón- varpi en á golfvellinum. Veran á vellinum gefur manni hinsvegar mun betra tækifæri á að sjá keppn- ina í sínu náttúrulega samhengi. Woodland endar sigurgöngu Koepka  Pebble Beach gaf bestu kylfingum heimsins tækifæri til að sýna klassagolf AFP Sigurkossinn Gary Woodland smellir kossi á bikarinn eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.