Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 ✝ Oddbjörg U.Jónsdóttir fæddist á Eiðum í Eiðaþinghá 22. nóvember 1942. Hún lést á Land- spítalanum 10. júní 2019. Foreldrar hennar voru Jón Dagsson frá Mel- rakkanesi í Álfta- firði, f. 14.3.1906, d. 29.11. 1963, og Valgerður Sæmundsdóttir frá Vestri-Garðsauka í Rang- árvallasýslu, f. 18.12. 1904, d. 21.4. 1980. Systur hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 21.6. 1934, d. 5.1. 1942, og Steinunn Jónsdóttir, f. 3.10. 1935, d. 26.12. 2008, hennar börn eru Jón Valur Magnason, f. 1.4. 1957, d. 19.10. 1976, Inga Birna Magnadóttir, f. 6.3. 1959, Steinn Bragi Magnason, f. 19.8. þar sem faðir hennar bjó á Djúpavogi, ýmist í sveit hjá ættingjum sínum á Hamri og Bragðavöllum eða á flakki með pabba sínum í brúarvinnu. Oddbjörg fór í Fóstruskólann árið 1960 og útskrifaðist þaðan árið 1962. Fyrstu árin sem fóstra vann hún á Laufásborg, síðan á Barónsborg, þar til hún tók við nýjum leikskóla, Lækj- arborg, sem leikskólastjóri. Þá lá leiðin til Hveragerðis þar sem hún tók við leikskólanum sem kvenfélagið rak í bænum og síðar meir á dagheimili Sjúkrahúss Akraness. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur aftur vann hún m.a. í prentsmiðju Gutenbergs, Kvennaathvarf- inu, leikskólanum Njálsborg og barnageðdeild á Dalbraut og endaði starfsferil sinn í einka- reknum leikskóla, Mýri í Skerjafirði. Oddbjörg var rauðsokka og tók þátt í mótmælum, skrifaði í blöð og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju á Álfta- nesi í dag, 18. júní 2019, klukk- an 13. 1960, Magni Már Magnason, f. 30.10. 1961, d. 12.4. 1992, og Sunna Björk Þórarinsdóttir, f. 2.3. 1972. Börn Ingu Birnu eru Steinunn Hlín, Elv- ar Árni og Jón Ingi og hún á þrjú barnabörn. Börn Sunnu Bjarkar eru Dagur og Haukur. Dóttir Oddbjargar er Freydís Frigg Guðmundsdóttir f. 25.2. 1964 og börn hennar með fyrr- verandi sambýlismanni, Pétri Péturssyni, eru Stefán Yngvi Pétursson, f. 17.6. 1992 (Kat), Vala Rún Pétursdóttir, f. 23.6. 1996 og Pétur Darri Pétursson f. 17.2. 1999 Oddbjörg ólst upp í miðbæ Reykjavíkur, bjó lengi á Hað- arstíg. Á sumrin var hún í sveit Elsku hjartans mamma mín er nú farin frá mér, hún sem var stoð mín og stytta í lífinu. Mamma var litríkur og skemmtilegur karakter, alltaf stutt í hjartans hlátur. Það eru til óborganlegar sögur um uppá- tektasemina hjá henni og allt var þetta henni svo eðlislægt. Svona var hún. Aldrei gekk hún í svört- um eða hvítum fötum, enda er það ekki litur. Hún var hippi í sér alla tíð. Mamma var mikil baráttu- kona sem vann af heilindum að þeim málum þar sem hún taldi að órétti væri beitt. Oft stóð hún vaktina á Austurvelli með mót- mælaspjöld. Friðarmál, um- hverfismál og mannréttindi brunnu á henni og gat hún átt heitar umræður um þau mál. Mamma var kvenréttindakona af lífi og sál. Hún var fljót að ganga í Kvennalistann þegar hann loks var stofnaður og tók þar virkan þátt. Rauðsokku- tímabilið átti líka vel við hana og þótt þessu tímabili lyki var hún áfram í sínum rauðu sokkum. Mamma var tónlistarunnandi, spilaði og söng af innlifun. Við gestakomur voru gítarinn og söngbækurnar teknar fram og flóknir textar sungnir. Hún hlustaði mikið á tónlist og átti sín átrúnaðargoð. Hún samdi ljóð og gaf út bækur sem hún hannaði alveg sjálf heima hjá sér, handskrifaður texti í allar bækur, batt þær inn og fóðraði með flaueli. Mamma var mikið náttúru- barn og sleppti aldrei barninu í sjálfu sér. Skemmtilegast var að ganga með henni um villta nátt- úruna, stoppa við hverja þúfu og fræðast um blómin, steinana og stráin. Hún vildi hafa náttúruna villta og var illa við að fífillinn væri slegin af túnum. Hún elskaði að ferðast og víl- aði ekki fyrir sér að fara ein af stað með tjaldið, hún vissi heiti á öllum fjöllum og fellum. Þegar hún var ekki á ferðinni gat hún ferðast um á landakorti. Mamma var mikill föndrari og mörg listverkin sem komið hafa frá henni. Hún föndraði alltaf öll jólakort og þá hafði hún tínt blóm sumarið áður, sem hún þurrkaði og setti á kortin. Eftir að hún hætti að vinna gerði hún líkan af sveitabæ sín- um, Hamri í Hamarsfirði úr pappa, þar sem öll smáatriðin, stólar og borð voru agnarlítil. Hún prjónaði sínar peysur sjálf og gaf fjölskyldunni listilega gerða vettlinga með áttblaða- munstri. Mamma var bókaormur, gat sokkið niður í bækurnar og end- urupplifað atburðarásina. Held hún hafi lesið nær allar bækur á bókasafninu, í tvígang. Viska hennar var því mikil sem hún var dugleg að miðla okkur hinum. Það þurfti ekki að gúggla mikið í kringum hana og ekki notaði hún internetið. Mamma var minn klettur í líf- inu, sem studdi mig í hverju sem ég tók mér fyrir hendur. Hún var ekki mikið að tjá tilfinningar en það kom alltaf ríkulega fram í athöfnum og hvatningu frá henni. Börnum mínum var hún vinur og leikfélagi, sem átti stór- an þátt í uppeldinu. Henni var annt um litlu fjölskylduna sína sem vorum við, systir hennar Steinunn og hennar börn. Syst- urnar voru samrýndar og ólu þær börn sín mikið upp saman. Þær voru nokkuð líkar í sinni, þó önnur væri ljóshærð og hin dökkhærð. Elskulega mamma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og börnum mínum, þín verður sárt saknað. Þín dóttir Freydís Frigg. Oddbjörg Jónsdóttir eða Odda amma, tengdamóðir mín fyrrver- andi, er gengin til feðra sinna. Minning mín um hana er þakk- læti að fá tækifæri til að kynnast henni. Við bjuggum saman öll á Ný- lendugötu um tíma, þar var oft kátt á hjalla, mikið spilað og sungið. Skessujurt óx villt í garðinum hjá henni, hún notaði hana í hina frægu kjötsúpu Oddu, kokkarnir í nágrenninu voru líka mjög hrifnir af jurtinni. Odda átti líka mikið bókasafn, las mikið og miðlaði af þekkingu og reynslu sinni til allra þ. á m. til barnabarna sinna sem hún sá ekki sólina fyrir. Hún fór og mótmælti ef henni fannst á rétt fólks gengið, trú sinni sannfæringu, stóð ætíð fast á sínu. Stutt var í galsann hjá henni og hláturinn, þennan smitandi. Mikil kattarkona, fór sínar eigin leiðir eins og þeir. Odda amma var alltaf töffari. Hvíl í friði, vina mín. Pétur (Deddi). Sumarið 1969 var gott sumar. Þá var ég sumarnemi frá Fóstru- skóla Sumargjafar. Ég var svo heppin að vera nemi hjá Oddu í Barónsborg og hjá henni lærði ég ýmislegt sem síðar kom mér verulega vel í leikskólastarfinu. Odda bar mikla virðingu fyrir börnum og var fagleg í starfi sínu. Mér er ofarlega í minni þegar hún var að kenna börnum ljóð og vísur. Það var góð kennslustund, Odda mín fyrir framan börnin með sínar rólegu hreyfingar og blíðu rödd og blíð- an svip og þau höfðu eftir henni línurnar og viti menn, eftir tvo þrjá daga kunnu þau þetta allt saman, Hún systir mín litla, Heyrðu Lobba, Seltjarnarnesið er lítið og lágt og fleira og fleira. Síðan þetta sumar höfum við Odda verið góðar vinkonur og brallað ýmislegt saman. Það var sérdeilis gaman að ferðast með Oddu til útlanda, hún naut þess að undirbúa utanlandsferðir vel, eins og þegar við fórum til Pét- ursborgar, þá var Odda búin að taka saman ættartölu keisara- fjölskyldunnar sem við gátum svo stuðst við þegar við vorum á söfnum og í höllunum í Péturs- borg. Einnig þegar við fórum til Madrídar í Comeniusarferð, þá var Odda búin að gera bæjarkort af Madríd sem gott var að styðj- ast við þegar við áttum frí og gátum farið á söfnin og fleira. Engar búðir voru settar inn, maður fer ekki til útlanda til að versla fannst Oddu, nema þá til að kaupa sérstaka hluti sem til- heyrðu landi og þjóð. Í stofunni minni eru tvær afar fallegar bækur innbundnar í bleikt og blátt flauel. Í þessum bókum eru ljóð eftir Oddu, önnur bókin „Já auðvitað“ og hin „Nei alls ekki“. Bækurnar eru ein- stakt listaverk þar sem öll ljóðin eru handskrifuð og Odda batt sjálf inn bækurnar og sá um uppsetningu, hafa þessar bækur glatt marga vini mína. Odda hafði mikið dálæti á sveitinni sinni fyrir austan, en hún var í sveit á Bragðavöllum í Hamarsfirði í nokkur sumur sem stelpa. Allt sem hún hefur sagt mér um þennan fallega fjörð gerir það að verkum að þegar ég fer þar um, verð ég að stoppa að- eins, fara í smá göngu og litast um. Ég kveð Oddu vinkonu mína með sárum söknuði. Elsku Frey- dís, Stefán, Vala, og Darri, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Unnur Jónsdóttir. Odda, engu lík. Þessi hægláta en staðfasta kona sýndi það og sannaði svo um munaði að það er hægt að fara sinn veg í veröld- inni á eigin forsendum án þess að troða öðrum um tær. Hún var hógvær og barst ekki mikið á en í henni bjó baráttumanneskja og henni var réttlæti ofarlega í huga. Hún stóð ævinlega með þeim sem ekki hafa sterka rödd í samfélaginu og þess vegna ekki að undra að hún skyldi velja sér að ævistarfi að vinna með börn- um. Odda útskrifaðist frá Fóstru- skóla Sumargjafar árið 1962 og vann mikinn hluta sinnar starfs- ævi í leikskólum. Hún starfaði í Reykjavík og á landsbyggðinni en ég kynntist henni þegar við unnum saman í leikskólanum Mýri. Þar vann hún um nokk- urra ára skeið áður en hún lét af störfum sökum aldurs. Það voru forréttindi að fylgjast með henni í leikskólastarfinu því hún fór ótroðnar slóðir í verkefnum með börnunum og það voru hennar ær og kýr að hlusta á börnin, fylgja þeirra hugmyndum eftir og leyfa þeim að njóta sín í sínu lærdómsferli. Odda var einstaklega nákvæm og natin og gerði hlutina upp á gamla mátann, var ekkert ýkja hrifin af tæknilegum nýjungum og vildi helst handskrifa allt með sinni fallegu rithönd. Barnið í henni hafði þannig stundum yf- irhöndina og það rímaði nú ald- eilis vel við unga fólkið sem hún umgekkst á degi hverjum. Listfeng var hún og bókelsk, hún kunni ótal þulur og vísur og samdi einnig sjálf ljóð. Hún gerði ekkert með hangandi hendi heldur lagði alúð í allt sitt og var hugmyndarík og skapandi. Út- saumsmyndir eða ísaumaðar bókakápur, prjónaðar flíkur eða handskrifuð kort, allt bar þetta merki smekkvísi og frumlegrar hugsunar. Hún fór ekki svo til útlanda að hún ekki væri búin að undirbúa sig vel og vandlega með því að kynna sér út í hörgul menningu og staðhætti þeirra staða sem hún hugðist heimsækja. Svo tók hún myndir og eftirá bjó hún til minningabækur um ferðirnar sem gaman var að skoða. Hún hafði gaman af að rökræða lífið og tilveruna og ekkert gerði til þótt þar væri hún stundum ekki á sama máli og viðmælendurnir, hún var djúpvitur og maður hafði eiginlega á tilfinningunni að hún væri mjög gömul sál. Eftirminnileg kona hefur kvatt og ég þakka fyrir liðnar stundir. Afkomendum og að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Kristín Ingibjörg Mar. Haustið 1960 settust 12 náms- meyjar á skólabekk. Skólinn hét Fóstruskóli Sumargjafar. Fram undan var tveggja ára bóklegt og verklegt nám auk verklegs náms yfir sumartímann. Vorið 1962 útskrifuðumst við sex sem fóstrur en það var starfsheitið okkar þá. Ein þessara náms- meyja var Oddbjörg Unnur Jónsdóttir sem við kveðjum í dag. Hún var vel gefin, náttúru- barn, næm á tónlist, ljóðelsk og samdi ljóð. Hún „gaf út“ a. m.k. eina ljóðabók sem hún hand- skrifaði, með sinni fallegu rit- hönd og „batt“ inn í tau. Hún var mikill grúskari á seinni árum. Leitaði uppi þær brýr sem faðir hennar hafði smíðað, aðallega á Austurlandi. Raðaði fallega inn í albúm myndum af ættingjum og skrifaði nöfn þeirra undir. Hún geymdi allar stílabækur með glósum og öðru sem viðkom námi okkar í skólanum. Við skólasystur hvöttum hana til að setja þennan fjársjóð á Kvennabókasafnið. „Það verður ekki gert fyrr en eftir minn dag“ var svarið. Við skólasysturnar höfum hist einu sinni til tvisvar á ári síðustu áratugina. Rifjað upp gamlar og góðar stundir frá námsárunum og rætt um hvar hver var stödd í lífinu. Elsku Freydís og fjöl- skylda, ykkar er söknuðurinn mestur. Við skólasystur munum minnast Oddu með hlýju. Minn- ingin lifir. Skólasystur úr Fóstruskóla Sumargjafar útskrifaðar 1962. Heiðdís Gunnarsdóttir. Oddbjörg Jónsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA SOFFÍA KARLSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 9. júní. Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 20. júní klukkan 13. Kolbrún Anna Jónsdóttir Ólafur William Hand Hjördís Unnur Jónsdóttir Eiríkur Magnússon Karl Pétur Jónsson Guðrún Tinna Ólafsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, ÞÓRUNN SIGURVEIG SIGRÍÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann 4. júní sl. Útför fór fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Börn hinnar látnu og aðrir ástvinir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR R. ARNGRÍMSSON mjólkurfræðingur, Arnartanga 25, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. júní. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 24. júní klukkan 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Erla Þorleifsdóttir Arndís Ú. Sævarsdóttir Páll Valdimarsson Bryndís Mjöll Sævarsdóttir Sævar, Eydís María og Birkir Örn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÁRNASON frá Bræðraminni, Bíldudal, til heimilis að Silfurbraut 37, Höfn, Hornafirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, föstudaginn 7. júní. Útför hans verður laugardaginn 22. júní klukkan 14 frá Eyvindarhólakirkju undir Eyjafjöllum. Guðrún Anna Jónasdóttir Jónas Ragnar Hilmarsson Marylinx B. Bfcia Guðrún Hilmarsdóttir Reynir Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAGFINNUR STEFÁNSSON flugstjóri, lést sunnudaginn 16. júní útförin verður auglýst síðar. Inga Björk Dagfinnsdóttir Stefán Dagfinnsson Leifur Björn Dagfinnsson Hlín Bjarnadóttir barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.