Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákú
á tann
verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
3.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hj
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá 999
Laufsugur
7.495
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Konan mín, sem er fræðimaður, á
sinn þátt í því að ég fór að vinna með
þetta kvæði,“ segir tónskáldið Guð-
mundur Steinn Gunnarsson sem gaf
nýverið út kammeróperu sína Ein-
valdsóð á plötu. Það er byggt á sam-
nefndu kvæði frá 17. öld eftir séra
Guðmund Erlendsson í Felli.
„Hún hefur verið að rannsaka ljóð
frá 17. öld og ég heyrði þess vegna
fyrst af Einvaldsóði í gegnum hana.
Það er bara til í 17. aldar handritum
og er hvergi útgefið á prenti. Það
vakti ekki síst athygli mína að fræði-
maður að nafni Dr. Robert Cook var
að vinna að rannsóknum á þessu
kvæði þegar hann lést,“ segir Guð-
mundur og rekur sögu kvæðisins:
„Þetta var á sínum tíma mjög út-
breitt kvæði hér á landi. Það er að
finna í mörgum handritum alla leið
til Kanada, það fylgdi Íslendingum
sem fóru þangað. Svo þetta var mjög
vinsælt kvæði en fellur einhvern veg-
inn í gleymsku á 20. öld. Ljóð ís-
lenska prestsins er óbeint byggt á
kvæðinu Monarchie eftir skoska
skáldið David Lindsay, sem var uppi
á fyrri hluta 16. aldar.“
Valdagræðgi og spilling
Um umfjöllunarefni Einvaldsóðs
segir Guðmundur: „Kvæðið segir
sögu heimsins út frá sjónarhóli
prests og er biblíuleg söguskýring.
Frásögnin er til að byrja með frekar
hlutlaus en svo endar hún eiginlega á
að tjá tíðarandann. Það er skrifað á
tímum 30 ára stríðsins, baráttu milli
kaþólikka og mótmælenda og prest-
urinn notar tækifærið og gagnrýnir
kaþólsku kirkjuna allhressilega á svo
hryllilegan hátt að það er eiginlega
kómískt í dag. Kvæðið fjallar um
valdagræðgi og spillingu.“
Guðmundur segir kvæðið eiga er-
indi í samtímann þrátt fyrir að vera
gamalt. „Ég var í um þrjú ár að vinna
þetta verk og í hvert skipti sem ég
talaði um umfjöllunarefni þess fór
fólk að tengja það við nýliðna at-
burði, hvort sem það voru kosningar
í Bandaríkjunum eða hér heima eða
eitthvað allt annað. Þetta viðfangs-
efni á alltaf við. Kvæðið er bara um
manninn; hvernig maðurinn er.“
Önnur hugmynd um takt
Kammeróperan Einvaldsóður er
að vissu leyti ólíkt fyrri verkum Guð-
mundar. „Það er eiginlega alveg nýtt
fyrir mér að vinna með texta yfirhöf-
uð. Ég hef mjög lítið unnið með
texta, kannski í einu eða tveimur
litlum verkum. Ekkert í líkingu við
þetta.“
Hann segir bragarhátt kvæðisins,
fornyrðislag, hafa haft áhrif á tón-
verkið. „Þau sem þekkja mig og mína
tónlist vita að það sem sameinar tón-
listina mína er svolítið önnur hug-
mynd um takt. Hún er ekki taktföst í
hefðbundnum skilningi. Hún getur
verið óregluleg í takti en samt þann-
ig að greina megi mynstur eða annað
sem er þekkjanlegt,“ segir Guð-
mundur og bætir við: „Hins vegar
tengi ég óperuna óbeint við rímna-
kveðskap. Þegar maður er með brag-
arhátt sem er svona afgerandi þá
finnst mér meira atriði að tónlistin
geri hann lifandi og leyfi honum að
anda frekar en að hún undirstriki
taktinn. Það er endurtekning en end-
urtekningin er samt að breytast.“
Guðmundur segir verk sitt tengj-
ast hefðbundnum óperum að því leyti
að í því eru viss formsatriði sem
heyra til ópera á borð við söguþráð,
verkið er nokkrir þættir með for-
leikjum, í því eru búningar og svo
framvegis. „Ég tengi mig kannski
helst við nýjustu tilraunir en ekki
síður Bellini og hans endalausu lag-
línur. Ég tengi líka við það í hefð-
bundnum óperum, eins og hjá Wagn-
er, þegar maður er dreginn inn í
ævintýraheim þar sem er einhver
saga og það er eitthvað andrúmsloft
sem tónlistin býr til sem er helming-
urinn af frásögninni. Leikritið er
hluti af óperunni en aldrei aðalatrið-
ið. Stór hluti þess gerist í tónlistinni
sjálfri. Þetta er það sem tengir Ein-
valdsóð við klassískar óperur.“
Fantasía um fornóperu
Vissir þættir skilja óperu Guð-
mundar frá óperuhefðinni. „Leikritið
er frekar látlaust og það er mikill
texti miðað við margar óperur. Það
er ekki verið að smjatta á neinu eða
endurtaka. Þetta er frekar ódrama-
tískt,“ segir tónskáldið.
„Þetta kvæði gefur sterklega til
kynna að það hafi verið flutt fyrir
áhorfendur og bak við eyrað er alltaf
þessi fantasía um það hvort það hafi
verið til einhvers konar ópera á Ís-
landi á 17. öld.“ Guðmundur segist
leika sér með ákveðna raddbeitingu
og ákveðna hljóðfæraskipan sem
minnir ef til vill á slíkar fornóperur
ef þær hafa verið til.
Hann segist hvort tveggja vera að
færa óperuna fram á við og aftur á
bak í tíma. Í hljóðfæraskipaninni eru
hljóðfæri sem eru keimlík þeim sem
voru til á þeim tíma sem verið var að
fjalla um. „Ég nota bæði ný hljóðfæri
sem vinir mínir hafa hannað, s.s.
dórófón og þránófón en einnig sér-
hannaðar gígjur sem eiga að líkjast
fornum hljóðfærum. Það er markmið
að verkið sé sígilt eins og umfjöll-
unarefnið. Þannig þetta er rosalega
tengt stað og stund, bæði það sem ég
er að gera og það sem skáldið var að
gera. Hann var mjög tengdur sínum
tíma og sínu umhverfi.“
Guðmundur hefur verið að gefa
plötur út sjálfur. „Það er mesta furða
hvað það gengur vel. Þetta er nátt-
úrulega svo auðvelt í gegnum netið
en það fer auðvitað minna fyrir því
sem maður gerir sjálfur heldur en
maður fær aðra til að gera. En mér
finnst mjög gaman að gera hlutina
sjálfur og sníða mér stakk eftir vexti,
einhvern veginn. Það er pönk-
hljómsveit frá 9. áratugnum, The
Minutemen, sem er mér ákveðin fyr-
irmynd í þessum efnum. Þeirra
mottó var „we jam econo“ og þetta
hefur veitt mér innblástur til að hafa
það sem hendi er næst og hugsa ekki
um það sem ekki fæst. Mér finnst
virði í því að það sé svona beint frá
býli fílingur.“
Platan fæst í öllum helstu plötu-
verslunum í Reykjavík og svo á
heimasíðu tónskáldsins og á band-
camp.
S.L.Á.T.U.R. vinsælt erlendis
Guðmundur Steinn er hluti af sam-
tökunum S.L.Á.T.U.R. sem stofnuð
voru árið 2005 en S.L.Á.T.U.R.
stendur fyrir Samtök listrænt
ágengra tónsmiða umhverfis
Reykjavík. Samkvæmt heimasíðu
samtakanna er markmið þeirra að að
kynda undir nýmæli í tónmenningu
Reykjavíkur og nágrennis. „Virkni
S.L.Á.T.U.R. hefur verið meiri er-
lendis en hérlendis á undanförnum
misserum, virknin hérna heima hef-
ur ekki verið jafn mikil og hún var á
árunum 2009-2015,“ segir Guðmund-
ur. „S.L.Á.T.U.R. hefur nýlega feng-
ið mikla athygli erlendis, innan til-
raunartónlistarheimsins víðs vegar.
Meðal annars hefur færst í aukana
áhuginn á hreyfinótnaskrift. Þá eru
nóturnar ekki á pappír heldur hreyf-
ast á tölvuskjá. Þetta fyrirbæri var
mjög lítið þekkt fyrir nokkrum árum
en er núna að verða tiltölulega al-
gengt. Meðlimir hópsins eru svolitlir
brautryðjendur í því.“
Guðmundur slær ekki slöku við í
tónsmíðunum. „Ég er að semja verk
fyrir kammersveitina Elju sem verð-
ur flutt í Skálholti í júlí og annað
verk fyrir Kapút sem verður flutt í
haust. Svo verður verk eftir mig flutt
í Ástralíu núna í júlí,“ segir tónskáld-
ið.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Sjálfstæður „Mér finnst mjög gaman að gera hlutina sjálfur og sníða mér stakk eftir vexti,“ segir tónskáldið Guð mundur Steinn Gunnarsson.
Nýjung byggð á gömlum grunni
Kammeróperan Einvaldsóður gefin út á plötu Tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson bygg-
ir verkið á samnefndu kvæði frá 17. öld „Markmið að verkið sé sígilt eins og umfjöllunarefnið“