Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 27

Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í voru mikið að reyna koma boltanum aftur fyrir varnarmenn Finna sem gekk engan veginn upp og íslenska liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Þetta er vandamál sem hefur ein- kennt liðið, undanfarin ár, og það kom því undirrituðum mikið á óvart að í hvert skipti sem Guðbjörg Gunn- arsdóttir handsamaði knöttinn í seinni hálfleik var farið í að sparka boltanum langt fram völlinn. Það bar ekki mik- inn árangur og miðverðir Finna unnu alla skallabolta og komu honum svo beint í spil á miðjumenn sína og ís- lenska liðið lagðist aftur í vörn. Ef það á ekki að nýta vináttuleikina í að reyna ná upp góðum spilköflum, hve- nær þá? Þegar allt kemur til alls voru það einstaklingsgæði Hlínar Eiríks- dóttur, Glódísar Perlu Viggósdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttir sem skildi liðin að í Espoo í gær. Yngri leikmenn liðsins fengu allar tækifæri í leiknum í gær sem er já- kvæð þróun. Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir byrjaði sinn fyrsta A- landsleik og stóð sig mjög vel í vinstri bakverðinum. Hlín Eiríksdóttir átti mjög góðan leik á hægri kantinum og skoraði glæsilegt mark. Agla María Albertsdóttir var dugleg og átti stór- an þátt í fyrsta marki leiksins. Alex- andra Jóhannsdóttir kom inn á í hálf- leik á miðsvæðið og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk einnig tækifæri og átti með réttu að skora undir lok leiksins. Guðný Árnadóttir fékk einn- ig tækifæri í síðari hálfleik og stóð sig vel í hjarta varnarinnar. Þessir leik- menn eru framtíð íslenska liðsins og nú er það undir landsliðsþjálfaranum komið að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þær að betri leik- mönnum en þær eru í dag. Það voru mikil vonbrigði þegar lið- inu mistókst að tryggja sér sæti á lokakeppni HM 2019 sem nú fer fram í Frakklandi. Eftir að hafa fylgst náið með mótinu var það kannski liðinu til happs að missa af mótinu því eins og staðan er í dag eru nánast allar þjóðir á HM betur spilandi en íslenska liðið og það er alvöru áhyggjuefni. Kvenna- knattspyrnan hefur breyst hratt á undanförnum árum og það er langur vegur framundan hjá landsliðinu sem þarf að fara spila boltanum og halda honum innan liðsins ef Ísland ætlar sér aftur á sama stall og bestu landslið heims. Framtíðin er hins vegar björt hjá yngri leikmönnum liðsins og það ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi. Langur vegur framundan hjá kvennalandsliðinu  Einstaklingsgæði skildu liðin að  Ungu stelpurnar mættu sterkar til leiks Ljósmynd/Sverri Egholm Markaskorari Hlín Eiríksdóttir skoraði sitt annað landsliðsmark gegn Finnum en hún er aðeins 19 ára gömul. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarni@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu vann 2:0-sigur gegn Finn- landi í vináttuleik á Leppävaaran- vellinum í Espoo í Finnlandi í gær. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynj- arsdóttir skoruðu mörk íslenska liðs- ins í leiknum en þau komu bæði í fyrri hálfleik. Finnar byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn, fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Á 21. mínútu átti Agla María Albertsdóttir frábæran sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Varnarmenn Finna náðu að reka tána í boltann, sem hrökk út úr teignum, og þar var Hlín Eiríksdóttir mætt og hún hamraði knettinum í samskeytin nær með við- stöðulausu skoti. Dagný Brynj- arsdóttir bætti við öðru marki ís- lenska liðsins á 32. mínútu þegar hún fékk frábæra stungusendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttir. Dagný tók boltann á kassann, lagði hann fyrir sig, og skoraði af stuttu færi í netið og þar við sat. Uppspilið stórt áhyggjuefni Þrátt fyrir sigurinn var leikur ís- lenska liðsins ekkert til að hrópa húrra yfir. Finnar voru sterkari að- ilinn í leiknum og sköpuðu sér mun betri marktækifæri. Guðbjörg Gunn- arsdóttir stóð vaktina mjög vel í marki íslenska liðsins og bjargaði oft á tíðum meistaralega. Helsta áhyggjuefnið eftir þennan leik er sú staðreynd að Finnar virðast vera með betur spilandi landslið en Ísland, þrátt fyrir að íslenska liðið eigi að vera sterkara á pappír. Uppspil ís- lenska liðsins gekk ævintýralega illa og liðið átti í stökustu vandræðum með að tengja saman fjórar til fimm sendingar á milli leikmanna, mest all- an leikinn. Bakverðir íslenska liðsins Espoo, vináttuleikur kvenna, mánu- dag 17. júní 2019. Finnland: (4-4-2) Mark: Tinja-Riikka Korpela. Vörn: Tuija Hyyrynen (Nora Heroum 84), Anna Westerlund, Na- talia Kuikka, Emma Koivisto. Miðja: Adelina Engman (Juliette Kemppi 84), Emmi Alanen, Eveliina Summ- anen, Ria Öling (Jenny Danielsson 40). Sókn: Sanni Franssi (Heidi Koll- anen 57), Linda Sällström (Jenny Danielsson 70). Ísland: (4-3-3) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árna- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingi- Finnland – Ísland 0:2 björg Sigurðardóttir (Guðný Árna- dóttir 74), Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Alexandra Jóhanns- dóttir 46), Elín Metta Jensen (Sandra María Jessen 74), Sara Björk Gunnarsdóttir. Sókn: Hlín Ei- ríksdóttir (Karólína Lea Vilhjálms- dóttir 61), Berglind Björg Þorvalds- dóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 39), Agla María Albertsdóttir (Fannd- ís Friðriksdóttir 46). Dómari: Emilie Rodahl Dokset, Finn- landi. Áhorfendur: 2.258.  David Ospina landsliðsmarkvörður Kólumbíu í knattspyrnu er orðinn leik- maður ítalska liðsins Napoli. Ospina var í láni hjá Napoli frá Arsenal á síð- ustu leiktíð en hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Talið er að Napoli greiði Arsenal um fjórar milljónir punda fyrir markvörð- inn. Ospina, sem verður 31 árs gamall í ágúst, varði mark Kólubíumanna í leiknum gegn Argentínu í S- Ameríkukeppninni um síðustu helgi þar sem Kólumbía fagnaði 2:0 sigri.  Slóvenski landsliðsmaðurinn Blaz Janc er á leið til Spánarmeistara Barcelona í handknattleik frá pólska liðinu Kielce. Janc er 22 ára gamall hægri hornamaður sem er ætlað að leysa Victor Tomas af hólmi.  Birkir Gunnarsson úr TFK varð Ís- landsmeistari utanhúss í einliðaleik karla í tennis í þriðja sinn þegar hann lagði Raj K. Bonifacius úr Víkingi í úr- slitaleik, 6:0 og 7:5. Anna Soffía Grön- holm úr TFK vann Heru Björk Brynj- arsdóttur úr Fjölni í kvennaflokki, 6:1 og 6:1. Í leik um þriðja sætið vann Sofia Sóley Jónasdóttir (TFK) leik- inn á móti Selmu Dagmar Ósk- arsdóttur (TFK) 6:0, 7:6 og Björgvin Atli Júlíusson (Víkingi) vann Valdimar Kr. Hannesson (HMR), 6:0, 6:1. Eitt ogannað Liðin sem taka þátt í Evrópukeppn- inni í sumar, Valur, Stjarnan, KR og Breiðablik, verða í eldlínunni í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu í vikunni. Í kvöld eigast við Stjarnan og Breiða- blik á Samsung vellinum í Garðabæ og annað kvöld eigast við KR og Val- ur á Meistaravöllum í Frostaskjóli. Þetta eru fyrstu leikirnir í 9. umferð deildarinnar en umferðinni lýkur ekki fyrr en um miðjan júlímánuð. Blikarnir, sem töpuðu fyrir Fylki um síðustu helgi, geta endurheimt toppsætið í deildinni í kvöld en til þess þurfa þeir stig. KR er í toppsæti deildarinnar, er stigi á undan Breiða- bliki. Takist Stjörnumönnum að landa sigri á heimavelli í kvöld fara þeir upp í fjórða sæti deildarinnar en þeir gerðu 2:2 jafntefli á útivelli gegn FH um síðustu helgi. Stjarnan vann báða leikina á móti Breiðabliki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Liðin hafa mæst 28 sinnum í efstu deild og hafa Blikarnir unnið 13 þeirra, Stjarnan 9 en sex sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan. gummih@mbl.is Endurheimta Blik- arnir toppsætið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.