Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Stjórnvöld brugðust í gær viðtölum Unicef, sem sýndufram á að 16,4% barna á Ís-landi verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur, með undirritun samstarfs- samnings um þróun á samræmdu upplýsingakerfi sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Félagsmálaráðuneytið, Kópa- vogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi und- irrituðu samninginn. Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, segir að upplýsingakerfið muni auðvelda stjórnvöldum að átta sig á því hvar fjármunum er best varið til að tryggja velferð barna. „Þessi gagnagrunnur á að geta sagt okkur hvar við eigum að for- gangsraða fjármagninu, hvar vandinn steðjar helst að og síðan hvort úrræð- in sem við förum í skili tilætluðum ár- angri. Þetta verður því bæði mælistika á það hvar við eigum að bregðast við hverju sinni og hvort við séum raun- verulega að ná árangri þegar við bregðumst við,“ segir Ásmundur sem bendir á að kerfið leggi grunn að ann- arri vinnu sem á að fara í í málefnum barna, til dæmis mótun aðgerð- aráætlunar í málefnum barna. „Ekki bara falleg orð“ „Þegar við förum af stað með að- gerðaráætlun til þess að bregðast við þessu þurfum við að vita að hún sé að skila einhverjum árangri, vita að hún sé ekki bara falleg orð á blaði. Þess vegna eru þessar upplýs- ingar svo mikilvægar og þessi vinna sem við erum að setja af stað hérna er í raun algjört grundvallaratriði þegar kemur að þessari heildarend- urskoðun sem við erum að vinna í málefnum barna.“ Ásmundur leggur áherslu á að með kerfinu verði auðveldara að grípa fyrr inn í þegar börn eru í vanda. „Við vitum að ef við grípum fyrr inn í þá eru minni líkur á því að ein- staklingurinn glími við langvarandi vanda síðar á lífsleiðinni, bæði and- lega og líkamlega. Öll vinnan sem við erum núna að vinna miðar að því að færa aukið fjár- magn í þjónustu á fyrri stigum og eins að hugsa kerfið upp á nýtt svo við nýt- um fjármagnið betur svo það fjár- magn sem losnar sé nýtt til snemm- tækrar þjónustu.“ Gert er ráð fyrir að tæpar 15 milljónir fari í grunnþróunarvinnu og kortlagningu á þessu ári. Ásmundur telur að fjármunum sé vel varið í gagnagrunninn því hann muni hjálpa til við að ráðstafa fjármunum rétt í framtíðinni. Viðkvæmar upplýsingar Kópavogur mun taka þátt í þró- un verkefnisins. Ásmundur segir sveitarfélagið hafa verið gríðarlega öflugt í að afla upplýsinga og gagna um börn í sveitarfélaginu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að vanda til verka þegar unnið sé með svo viðkvæmar upplýsingar. „Það er mjög mikils virði fyr- ir okkur að taka þátt í þessari þróun vegna þeirrar vinnu sem stendur yfir hjá okkur. Þar fyrir utan höfum við verið að leggja mikla áherslu á mælingar í okkar vinnu sem er einn þátturinn í þessu sem verið er að horfa til. Þess vegna tel ég að Kópavogur komi til með að vera mjög góður samstarfsaðili í þessu ásamt Köru Con- nect.“ Líðan og velferð barna í gagnagrunni 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarlínanhefur veriðnokkuð til umfjöllunar að undanförnu enda stöðugt verið að taka fleiri skref í átt að framkvæmdum við hana og margir stjórnmálamenn sem lýsa sig fylgjandi henni þó að kostnaðaráætlanir séu allar í skötulíki. Stuðningsmenn borgarlínunnar virðast líka frekar berjast fyrir verkefn- inu af einhvers konar trúar- hita en með hefðbundnum rök- um um hagkvæmni borgarlínunnar og mögulega þörf fyrir hana. Í Óðni Viðskiptablaðsins var í gær fjallað um borgarlínu og meðal annars varað við því að áreiðanlegar kostnaðaráætl- anir vanti. Auk þess er þar bent á að erlendis hafi þær kostnaðaráætlanir sem gerðar hafi verið reynst haldlitlar og kostnaður orðið margfalt meiri en áætlað hafi verið. Gefum Óðni orðið: „Stofn- kostnaðurinn hefur verið reiknaður og er áætlaður 70 milljarðar króna, sem dreifist yfir 10-15 ára framkvæmda- tímabil. Þegar rætt er um stofnkostnað er átt við fram- kvæmdakostnað en ekki vagn- ana sjálfa, hverrar náttúru sem þeir nú verða. Þá er vert að hafa í huga að opinber inn- viðaverkefni á Íslandi fara að jafnaði verulega fram úr áætl- un og 90% af stærri verk- efnum standast hvorki kostn- aðar- né tímaáætlanir. Í þessum efnum eru víti til að varast. Í Stafangri í Noregi er þannig verið að leggja 50 kílómetra borgarlínu sem nefnist Bussveien. Árið 2014 var áætlað að kostnaðurinn myndi nema jafnvirði 58 millj- arða íslenskra króna. Í vor var endurskoðuð áætlun komin í 206 milljarða. Stafangur er alls ekki eina dæmið í þessa veru, en borgar- línulagnir hafa verið mjög í tísku í og milli borgarkjarna undanfarinn einn og hálfan áratug. Þvert á móti má heita regla við samsvarandi verk- efni víða um heim, að kostn- aðaráætlanir hafa reynst ein- staklega óáreiðanlegar, jafnvel þegar allt hefur að öðru leyti gengið að óskum. Ástæðan er sjálfsagt helst sú að víðast hvar er um nokkra nýlundu í samgöngufram- kvæmdum að ræða, reynsla og verkvit á hverjum stað af skornum skammti, en aðvíf- andi sérfræðingar og verktak- ar ókunnir staðháttum.“ Óðinn vekur einnig athygli á mjög sérkennilegum mun á þeirri kostnaðaráætlun sem notuð hefur verið í baráttunni fyrir borgarlínu hér á landi og því sem Norðmenn eru að reka sig á: „Það vekur raunar sér- stakar áhyggjur að í hinum ís- lensku útreikningum um stofnkostnað við borgarlínu er gert ráð fyrir að lagning hvers kílómetra hennar nemi 1,2 milljörðum króna, en í sam- svarandi verkefnum frænda okkar í Noregi er hann á milli 3-4 milljarðar króna. Hafa þeir þó á töluverðri reynslu að byggja í þessum efnum.“ Tölurnar frá Noregi hljóta að vera líklegri niðurstaða en áróðursútreikningarnir sem birtir hafa verið af stuðnings- mönnum verkefnisins hér á landi. Og Viðskiptablaðið reiknar út hvað þær tölur mundu þýða fyrir heildar- kostnað íslenskrar borgarlínu og fyrir skattgreiðendur á höf- uðborgarsvæðinu. Heildar- kostnaður yrði „í námunda við 300 milljarða króna. Um það bil milljón á hvert mannsbarn höfuðborgarsvæðisins. Og það er áður en við vitum nokkuð um rekstrarkostnaðinn, teng- ingar út í hverfin, samþætt- ingu við aðrar samgöngur eða notkunina.“ Það er mikið umhugsunar- efni fyrir skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu að bæj- ar- og borgarstjórnir skuli keyra þetta verkefni áfram af því kappi sem raun ber vitni miðað við þær kostnaðartölur sem líklegar mega teljast. Og þá er ekki einu sinni byrjað að ræða þær mislukkuðu til- raunir sem háum fjárhæðum hefur verið varið í á undan- förnum árum við að fá fleiri til að nota þær almennings- samgöngur sem fyrir hendi eru. Þó að strætisvagnarnir sem nú aka um götur höfuðborgar- svæðisins heiti ekki borgar- lína gegna þeir óneitanlega svipuðu eða sama hlutverki. Háar viðbótarfjárhæðir í rekstur þeirra á síðustu árum hafa engu skilað í auknum far- þegafjölda, sem hlýtur að gera stórkarlalegar framkvæmdir við borgarlínu enn vafasamari en ella. Vegna draumóra um borgarlínu hafa eðlilegar framkvæmdir í samgöngu- málum lengi setið á hakanum á höfuðborgarsvæðinu. Til að greiða fyrir umferð á svæðinu er mikilvægt að áform um borgarlínu verði lögð til hliðar sem fyrst svo að hægt sé að hefja framkvæmdir sem vitað er að geta skilað árangri. Óráð er að ana út í borgarlínu með óraunhæfar hug- myndir um kostnað } 300 milljarðar? É g gekk um í Holtinu í dag. Veðrið ólýsanlega gott. Hlýr og mildur andvari sem um- vafði mig ásamt fögrum fugla- söng, dirrindí, dirrindí. Það eru mínar bestu stundir þegar ég fæ tæki- færi til að njóta náttúrunnar í allri sinni dýrð. Það er gott að láta hugann reika, sér- staklega þegar maður getur horft glaður um öxl. Ég er stolt af Flokki fólksins. Þakk- lát fyrir að það er Guðmundur Ingi Krist- insson sem er hinn helmingurinn af þing- flokknum á móti mér. Hann stendur með hugsjóninni okkar eins og klettur. Einlæg- ur, heiðarlegur baráttujaxl sem lætur ekki fötlun sína koma í veg fyrir það að berjast fyrir rétt- lætinu. Við eigum það sameiginlegt að þekkja það mannvonskukerfi sem tugir þúsunda samlanda okkar þurfa að reiða sig á og búa við. Við ætlum að breyta því saman. Við ætlum að útrýma fátækt, við ætlum að útrýma öllum skerðingum, við viljum, við ætlum, við getum. Ég hugsa um þetta stóra „EF“..... og ég spyr mig, er það virkilega svo að þeir sem eiga það bágast í samfélaginu hafi enn ekki áttað sig á þvi að þeir eiga tvær kröftugar raddir á Alþingi að ógleymdum frá- bæru starfsmönnunum okkar. Á göngu í Holtinu verður hugurinn léttur og frjór af allri þeirri náttúrufegurð sem umvefur mig. Mér finnst ég blessuð. Líka gagnvart illum tungum, rætnum lygurum og bara öllum illa innrættum slúðurberum. Ég sendi þeim öllum bjartsýni og bros og vona að þeir geti líka notið fegurðarinnar allt um kring. Litlu/stóru áfangasigrarnir Við unnum málið í Landsrétti gegn Tryggingastofnun fyrir hönd eldri borgara. Lögmaðurinn okkar Jón Steinar Gunn- laugsson sýndi og sannaði það sem ég hef alltaf haldið fram. Hann er einn allra besti lögmaður Íslandssögunnar fyrr og síðar. Þetta er prófmál þar sem einn aðili er feng- in til að fara fram í málinu. Allir þeir sem eiga rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði hvort heldur um er að ræða aldraða eða öryrkja eiga þenn- an dóm. Eðli málsins samkvæmt hefur velferð- arráðherra óskað eftir því við Hæstarétt að heimilt verði að áfrýja málinu. Við erum ekki að tala um neina smáaura, við erum að tala um hátt í 5 milljarða króna fyrir utan vexti og vaxtavexti allt frá því 1. Jan. 2017. Við megum alveg vera stolt, við erum að sýna það og sanna að við meinum það sem við segjum og segj- um það sem við meinum. Svo er það ykkar að átta ykkur á því hvað er einlægt og heiðarlegt í pólitík og hvað ekki. Inga Sæland Pistill Á rölti í Holtinu Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Conn- ect ehf., segir að í dag sé erfitt að flytja upplýsingar um börn á milli kerfa og á milli sveitar- félaga. „Þetta eru í raun mjög mörg kerfi sem munu nú geta fengið yfirsýn yfir viðkvæmustu mál- in.“ Þorbjörg segir að gengið verði úr skugga um að upplýs- ingarnar séu ekki aðgengileg- ar hverjum sem er. „Allar upplýsingar eru geymdar á mjög öruggan hátt og dulkóðaðar. Að- gengiskröfur eru líka mjög sterkar með raf- rænum skilríkjum svo það er númer eitt hjá okkur að öryggið sé haft í hávegum. Það er líka réttur barnsins.“ Öryggið í fyrsta sæti GÖGNIN DULKÓÐUÐ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Morgunblaðið/Arnþór Undirskrift Fulltrúar Kópavogsbæjar, félagsmálaráðuneytisins, Unicef og Köru Connect við undirskrift samningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.